Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 C 15 Lokabíndi viðtalsbóka Hjartar Gíslasonar HÖRPUÚTGÁFAN hefur gefið út þriðja og jafnframt síðasta bindið í bókaflokknum Aflakóng- ar og athafnamenn eftir Hjört Gíslason blaðamann. Meðal viðmælenda í þessari bók er Guðrún Lárusdóttir, útgerðar- maður í Hafnarfirði, einn eigenda Stálskipa hf., en fyrirtækið keypti m.a. skuttogarann Sigurey frá Pat- reksfirði. „Stundum vellríkur — stundum skítblankur“ er yfirskrift viðtalsins við Örn Erlingsson í Keflavík. „Eðli- legast að hver sjái um sig,“ segir Guðrún Lárusdóttir, „Hef aldrei tekið laun í landi,“ segir Runólfur Hallfreðsson á Akranesi, „Áhöfnin ræður mestu um aflasældina," seg- ir Ólafur Örn Jónsson, Reykjavík, „Það geta allir fyllt skip í mok- veiði,“ segir Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði og yfirskrift viðtalsins við Ingva Rafn Albertsson á Eskifirði er „Menn verða að vera ábyrgir gerða sinna“. Bókin Aflakóngar og athafna- menn þriðja bindi er 168 blaðsíður að stærð og prýðir bókina mikill Hjörtur Gíslason fjöldi ljósmynda. Bókin er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Atriðisorðaskrá er í bókinni yfir öll bindin. Myndskreytt ævintýri eftir átta ára stúlku BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér ævintýrið Feiti strák- urinn eftir Sól Hrafnsdóttur. Söguna hefúr hún sjálf mynd- skreytt. Sól stundar nú nám í 2. bekk Melaskólans en söguna samdi hún í fyrra þegar hún var 7 ára. I bókarkynningu segir, að eins og heiti sögunnar beri með sér, segi hún frá stórum og feitum strák sem átti litla mömmu og lítinn pabba. Strákurinn var sísvangur og alitaf þurfti mamma hans að vera að búa til mat, en samt varð strák- urinn alltaf svengri og svengri. Feiti strákurinn er 12 blaðsíður. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði útlit bókarinnar. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sól Hrafnsdóttir. KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæð: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hiilur í hurö. Sjálfvirk afþýðing í kæli. Vinstri eöa hægri opnun. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild |h|HEKLA.HF L-Ibbi J Lau9avegi 170 172 Simi 695500 Erlingur Davíðsson Lokabindi Aldnir hafa orðið Hjá Skjaldborg er komið út 18. bindi bókaflokksins „Aldnir hafa orðið“ eftir Erling Davíðs- son. Þessi segja frá: Bjarni Jóhannes- son, skipstjóri frá Flatey, Eiríkur Björnsson, bóndi og oddviti frá Arnarfelli, Einar Malmquist, fyrrv. útgerðarmaður, Ketill Þórisson, bóndi í Baldursheimi, Guðný Pét- ursdóttjr, hjúkrunarkona, Snælandi í Kópavogi, Þórður Oddsson, læknir í Reykjavík, og Þorsteinn Guð- mundsson, bóndi á Skálpastöðum. Húner komin! Hún er komin út, jólaplatan Jólalegjól með Svanhildi og Önnu Mjöll — bráðskemmtileg og jQölbreytt jólaplata með nýjrnn lögum, gömlum lögum, rólegum jólasöngvum og líflegum roklt- lögum. Jólalegjólaplata, sem kemur þér í sannkallað jólaskap. Einnig á geisladiski og kassettu. Dreiflng: S-K - l-F-A-N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.