Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 C 9 Aðventu- Auventan kvöld í Kópa- vogskirkju NÝTT kirkjuár byijar á inorgim og við hefjum það í þeirri bæn, að þetta verði nýtt náðarár frá Drottni. Kirkjuárið er sem slíkt ekki ýkja gamalt fyrirbæri. Fyrr á öldum, þegar eigi varð greint á milli kirkju og menningar, var kirkjuár og borg- arlegt ár eitt og hið sama. Það er fyrst á endurreisnartímanum,- sem almennt er farið. að tala um kirkju- ár. Menning er það allt, er auðgar lífið, fegrar það og fær því nýjan ljóma. Kirkjan vinnur vissulega að þessu enn sem fyrr. Það er m.a. áréttað með aðventusamkomunni. Digranessöfnuður efnir nú enn til slíkrar samkomu í Kópavogs- kirkju, annað kvöld, sunnudaginn 3. desember kl. 20.30. Vandað er til efnisskrár eins og jafnan áður: Fyrsta aðventuljósið tendrað. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar flytur ávarp. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Guð- mundar Gilssonar, stengjasveit leik- ur með. Óli Þ. Guðbjartsson, kirkju- málaráðherra flytur ræðu. Kór Snælandsskóla syngur undir stjórn Björns Þórarinssonar. Dr. Sigur- björn Einarsson, biskup, flytur eigin ljóð, frumort og þýdd. Elín Osk Öskarsdóttir syngur einsöng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Endað verður á helgistund með al- mennum söng. Verið innilega vel- komin. Þorbergur Kristjánsson ASI mótmælir endurvinnslu- stöð kjarn- orkuúrgangs Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi miðstjórnar Al- þýðusambands Islands fyrir skömmu: „Alþýðusamband íslands mótmæl- ir harðlega öllum áformum um bygg- ingu endurvinnslustöðvar fyrir brennsluefni kjarnorkuvera í Doun- reay á norðurodda Skotlands, sem Skotlandsmálaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, Malcolm Rifkin, heim- ilaði undirbúning að á dögunum. Alþýðusambandið hefur áður mót- mælt þessum áformum og bendir á að ef af byggingu stöðvarinnar verð- ur, er afkomu þjóða í Norður-Atl- antshafi, sem þó eiga enga aðild að stöðinni eða hafa nokkurn hag af byggingu hennar, stefnt í hættu. Mengunarhætta frá stöðinni er tví- þætt. í fyrsta lagi er áformað að dæla í sjóinn hluta úrgangsins og grafa hluta hans á sjávarbotni. Vegna sjávarstrauma mun þessi mengun aðallega hafa áhrif við strendur Noregs, Færeyja, íslands og Grænlands auk Shetlandseyja. í öðru lagi er ljóst að mengunar- hætta mun stafa af fiutningi geisla- virks úrgangs til stöðvarinnar og endurunnins plútóníums og úraníums frá henni. Aformað er að þessir flutn- ingar verði með skipum og flugvél- um. Miðstjórn Alþýðusambandsins hvetur ríkisstjórnina til að taka þetta mál upp að nýju og fylgja þvLeftir á erlendum vettvangi." Aðventan hefst á sunnudaginn og þá byrjar jólaundirbúningurinn fyrir alvöru. Blómaval skartar nú sínu fegursta og býður fólk velkomið á stærri og betri jólamarkað. Nýjungar í jólaskrauti JÓLATRÉSSALAN ER HAFIN. OPIÐ FRÁ KL. 9-22 TIL JÓLA Jólastjama á hverju heimili Hjá okkur velurðu úr hundruðum jólastjarna. GOTTVERÐ. . WA ■ ■ i ÍPi mm Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.