Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 íslenzk hagslj óm eftir Gunnar Tómasson í lok mesta hagsældartímabils í sögu hins íslenzka lýðveldis er staða efnahagsmála verri en nokkru sinni fyrr frá lokum síðari heimsstyijald- ar. í grein þessari leitar höfundur svars við spurningunni — Hvað fór úrskeiðis? Forystumenn í stjómmálum, bankamálum og hagfræði telja að- steðjandi vanda íslenzkra hagstjórn- ar vera sprottinn utan eigin garðs — forysta jafngildir frávísun ábyrgðar. Vel menntuð læknastétt og öflug heilsugæzla haldast í hendur. Um árabil hefur höfundur verið þeirrar skoðunar, að hagstjórn endurspegli ágæti ráðandi hagfræðihugmynda — sú skoðun er ekki vinsæl í íslenzkri hagfræðingastétt. Hæfileikamenn í stéttinni skortir hvorki vit né vilja til góðra verka. Handvömm á sviði hagstjórnai' á sér aðrar orsakir, sem standa djúpum rótum í kennisetningum_nútíma hag- fræði, sem íslenzkir hagfræðingar hafa gert að sínum. Fremsti hagfræðingur aldarinnar, John Maynard Keynes, sá hvert stefndi við lok síðari heimsstyijaldar — nútíma hagfræði er „nýtízkulegt kjaftæði, afvegaleitt, innantómt og einfeldningslegt" voru síðustu orð hans um málið. Keynes féll frá vorið 1946 — í minningargrein galt höfuðsmiður nútíma hagfræði, bandaríski hag- fræðingurinn Pául Samuelson, hon- um rauðan belg fyrir gráan. Samuelson sagði Keynes hafa ver- ið „ruglukoll alla sína ævidaga“ varð- andi þau grundvallaratriði, sem lágu að baki skarpskyggni hans. Seðla- banki Svíþjóðar veitti Samuelson Nóbelsverðlaun í hagfræðivísindum árið 1970. í skýrum kollum Samueisons og lærisveina hans á íslandi eru himin- háir vextir á íjármagnsmarkaði af hinu góða — þeir endurspegla (ímynduð) gullin tækifæri til hag- vaxtar, sem samfélagið og einkaaðil- ar hafa ákveðið að hagnýta sér. Tvöföldun skuldabyrði hins opin- bera og einkaaðila á íslandi á síðustu tíu árum er hugsuðum þessum ljúfur vorboði — hún er vísbending tvíefldr- ar hagsældar, sem verður þegar Krafla og Hafskip byija að mala lán- takendum gull. Hrun eiginfjárstöðu og ógnvekj- andi skuldasöfnun aðila í íslenzkum sjávarútvegi, samvinnuhreyfingu og einkarekstri síðan 1986 eru lítilvæg mótrök sértrúarsöfnuði, sem veit að hagnaðarvon ræður sókn í lántökur og hæð vaxta. Á mörkum hagvísinda og hags- muna víkur bókin fyrir buddunni — í nafni siðgæðis boða hagvísinda- menn tryggmgu pappírsauðs gegn brostnum vonum nútíðar og binda kynslóðum framtíðar skuldabagga í nafni vísindalegrar hagstjómar. „Hægri“ akstur vaxtastefnu helg- ast af bókstafnum en „vinstri" akst- ur gengisstefnu malar eigendum pappírsauðs gull í mynd raunvaxta, sem tvöfaldar jafngildi hans í gjald- eyri á einu kjörtímabili eða svo. „Ég er tilbúinn til þess að. breyta um skoðun í Ijósi nýrra staðreynda," sagði Keynes þegar einhver bar hon- um á brýn skoðanaskipti í ákveðnu máli. „Hvað gerir þú þegar svo ber undir?“ Yfirmaður í Seðlabanka íslands segir tvo „vitlausa" hagfræðinga vera eina um þá skoðun, .að yfir- stjórn íslenzkra peningamála sé óvit- ræn — höfundur óskar hinum „ruglu- kolli“ íslenzkrar hagfræðingastéttar til hamingju með nafngiftina. Við árekstur staðreynda íslenzks efnahagslífs og skoðana hagvísinda- manna hafa staðreyndir orðið að láta í minni pokann víðar en við Arnar- hól — t.d. var „vinstri" aksturgengis- stefnu rómaður af höfundi Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fyrir ári. „Tregða núverandi ríkisstjómar til þess að fallast á gengislækkun svo um munar er auðvitað ein leið til þess að knýja atvinnurekstur tiL að grípa til róttækra sparnaðar- og ha- græðingarráðstafana." Róttækasta leiðin til aukinnar ávöxtunar fjármagns við „hægri“ vaxta- og „vinstri" gengisstefnu er sala fastafjár atvinnufyrirtækja og fjárfesting andvirðis í pappírsauði á fjármagnsmarkaði — leið íslenzkra aðalverktaka. Peningastefiia Keynes var þeirrar skoðunar, að bankamenn skorti ekki greind til þess að skilja peningamál — vandinn væri sá, að hagfræðingar hefðu ekki sett fram haldbærar hugmyndir þeim til vegvísunar við stjórn peninga- og vaxtamála. Samuelson lagði homsteininn að nútíma peningahagfræði fyrir hálfri öld — árangurinn má m.a. ráða af því, að fremsti sérfræðingur Breta, Charles Goodhart, segir stöðu hennar í dag marka afturför frá áranum eftir 1930. Um haustið 1982 gafst höfundi tækifæri til þess að kynna íslenzkum hagfræðingum og bankamönnum hliðstæðar niðurstöður sjálfstæðra rannsókna sinna. Höfundur hafði ekki erindi sem erfiði á fundi þessum, sem boðað var til af Verzlunarráði íslands. Sjö áram síðar era neytendur hagfræðihug- mynda reynslunni ríkari og verður þráðurinn því tekinn upp að nýju í grein þessari. I kjölfar fundarins hlýddu tals- menn ríkjandi peninga- og vaxta- stefnu kalli skyldunnar og lögðu drög að róttækum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar vorið 1983. Höfundur taldi aðgerðirnar vera „fyrir neðan allar hellur“ — hér væri „tjaldað til einnar nætur", þótt öðra yrði haldið fram, er strandsigling hagstjórnar væri komin á leiðarenda. Fyrir nokkram mánuðum lýsti Steingrímur Hermannsson því yfir, að aðgerðir ríkisstjórnar hans vorið 1983 hefðu verið slæm „mistök" — ráðgjafar meðal hagfræðinga og bankamanna kenna ytri aðstæðum og dáðlausu ríkisvaldi um hrakfarirn- ar. Þorsteins Pálssonar vorið 1987 — með stöðugu gengi og vaxtafrelsi á fjármagnsmarkaði skyldi þjóðarskút unni búið var á lygnum sjó. Árangurinn lét ekki á sér standa — ávöxtun sparifjár á íjármagns- markaði í erlendri mynt margfald- aðist á áranum 1987 og 1988 frá meðaltali áranna’1983-86 en eigin- fjárstaða útflutningsfyrirtækja og samkeppnisiðnaðar hrandL „Gengisfestan, sem er hornsteinn stjórnarstefnunnar“ sagði í árs- skýrslu Seðlabanka íslands fyrir 1987, „[.. .] var úrslitaskilyrði þess, að þensla tæki að réna á ný og verð- lag færi ekki úr böndunum.“ „Báðar ríkisstjómirnar höfðu .áframhaldandi gengisfestu á stefnu- skrá sinni,“ sagði í ársskýrslu Seðla- banka fyrir 1988 — hins vegar reynd- ist yfirstjórn bankans „torvelt að greina“ áhrif þess á „óvenjumörg og stór gjaidþrot" á árinu. Að loknum lestri stefnuskrár ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar vorið 1987 taldi höfundur skipbrot boðaðr- ar vaxta- og gengisstefnu vera í sjón- máli um mitt ár 1988 — óvenjumörg og stór gjaldþrot kömu hugsandi mönnum ekki á óvart. Líkið í lestinni Hinn virti leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, gerði hnittna athugasemd um íslenzk stjómmál á landsfundi flokksins árið 1958. Forsaga málsins var tillaga höf- undar og sjö annarra ungra manna um ýtrasta sparnað í opinberum framkvæmdum vegna aðstæðna í íslenzku efnahagslífi — talaði höf- undur fyrir tillögunni í fundarlok á laugardegi. Árla sunnudags kom Ólafur Thors siglandi inn í anddyri Sjálfstæðis- hússins, með hatt sinn í hendi og frakka á handlegg, og stefndi beint á okkur ungliðana, þar sem við lögð- um á ráðin um framhald umræðunn- ar. „Strákar mínir,“ sagði hann, „ég vil að þið dragið tillögu ykkar til baka“ — við voram ekki til viðræðu um það. Ólafur byrsti sig: „Þið skul- uð þá fara í framboð í Gullbringu- og Kjósarsýslu," sagði hann og sner- ist á hæli. Tillagan fékk góðar undirtektir fundarmanna. Ólafur Thors kvaddi sér þá hljóðs og fagnaði frumkvæði hinna ungu manna — hugmyndir þeirra væra afbragðsgóðar og taldi hann kjörið að þær yrðu sendar mið- stjórn til umfjöllunar. Ég veitti því þó athygli," hélt Óláf- ur áfram, „að flutningsmenn tillög- unnar era samtals átta — þegar líkið er stórt, bera átta menn það til graf- ar.“ Tillagan var grafín í kyrrþey í miðstjórn. Líkið stóra er enn í lest þjóðar- fleytunnar — Glamur, umframeyðsla og framkvæmdagleði landsfeðranna fær orð í eyra við hver stjóraar- skipti, en ríður síðan húsum fram að næsta kjördegi. Úr viðreisn í gjaldþrot Á sjöunda áratug aldarinnar höfðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur með sér stjórnarsamstarf og virtist um tíma sem markaðsbúskapur væri í uppsiglingu. Deilur um skiptingu þjóðartekna á vinnumarkaði voru með hefðbundn- um hætti, en neikvæðir raunvextir á lánsfjármagni tryggðu afkomu at- vinnulífs gegn óraunhæfum launakr- öfum. Eftir valdatöku ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar árið 1971 hefur hefð- bundin „félagshyggja" í mynd fram- kvæmdagleði og umframeyðslu hins vegar orðið umbótaviljanum yfír- sterkari. Samtímis hefur orðið upplausn í gjaldeyriskerfí heimsins og nýir siðir hafa rutt sér braut á erlendum lána- mörkuðum — landsfeðram opnuðust ómæld tækifæri til skuldsetningar börnum sínum og bamabörnum svo Glámur mætti dafna. Lán til arðbærra framkvæmda era íslenzku hagkerfi jafn nauðsynleg og lán til fjármögnunar opinberrar umframneyðslu og hallareksturs at- vinnulífs era skaðleg, þótt vaxta- kenning nútíma hagfræði leggi slík lán að jöfnu. Á grandvelli handbærra gagna setti höfundur fram þá skoðun árið 1976, að erlend lán vestrænna banka væra langt umfram skynsamleg mörk og endurgreiðsluvandræði gætu skaðað peningakerfi heimsins. Slík vandræði era vitaskuld útilok- uð í hugmyndaheimi nútíma peninga- hagfræði — þar ræðst eftirspurn eft- ir lánum af hagnaðarvon, sem árvak- ir og skarpskyggnir bankamenn vega og meta áður en lánabeiðnir era sam- þykktar. Erlend skuldasöfnun hefur um árabil fjármagnað neyzlu í íslenzku hagkerfí. Innanlands hefur Seðla- banki íslands sett viðskiptabönkum leikreglur, sem leyfa nær hömlulaus útlán nýprentaðra peninga án nokk- urs raunhæfs mats á hagnaðarvon. Um vorið 1983 riðaði spilaborgin til falls er verðbólgan fór yfir 100% á ársgrundvelli — nútíma peninga- hagfræði var augljós ógnvaldur á vettvangi íslenzkrar hagstjórnar. Innlent hugvit var því virkjað til varaar. Var sá kostur talinn vænstur að skera hlutdeild launþega í þjóðar- tekjum úr 69% í 60% á einu ári svo lát yrði á verðbólgunni. Launþegar litu málin öðram aug- um — í Gullbringu- og Kjósarsýslu setti urg í háttvirta kjósendur en ■ alvarlegan skrekk í arftaka Ólafs heitins Thors. Skerðing hlutdeildar launþega í þjóðartekjum var meginforsenda stefnumótunar vorið 1983 — ótti við dóm kjósenda réð hins vegar ákvörð- un um „vinstri" akstur gengisstefnu, sem dauðadæmdi sjálfa forsendu hagstjórnarstefnunnar. Hlutdeild launa í þjóðartekjum hækkaði úr 60% í 71% frá 1983-1987 — „hornsteinn stjórnarstefnunnar", sem ársskýrsla Seðlabanka íslands fyrir 1987 nefndi svo, hafði orðið Gunnar Tómasson * „I stuttu máli, þá telur höfundur reynslu síðustu ára sanna ótví- rætt að fjármögnun at- vinnulífs verður að flytjast; í miklu meira mæli en verið hefiir af íjármagnsmarkaði og inn í atvinnulífíð sjálft.“ vitrænni hagstjórn réttnefndur steyt- ingarsteinn. Hlutverk fjármagrismarkaðar í markaðshagkerfum er hlutverk peningakerfís tvíþætt: 1. að þjóna þörfum atvinnulífs og verðmæta- sköpunar, og 2. að vera milliliður þeirra, sem hafa tekjur umfram út- gjöld, og hinna, sem stefna að út- gjöldum umfram tekjur. Meginhlutverki sínu gegnir kerfið með nýsköpun peninga, en aukahlut- verkið felst í útlánastarfsemi, sem fjármögnuð er með sparifé. Seðlabanki íslands setur við- skiptabönkum landsins leikreglur varðandi nýsköpun peninga — útlán. Stjórnendur bankanna veita síðan lán með hliðsjón af leikreglum þessum og eigin mati á einstökum lántakend- um. Leikreglur Seðlabanka taka mið af þörfum atvinnulífs, verðþróun, og greiðslujöfnuði við útlönd. Við ákvörðun útlánaþaka Seðlabanka er hæð vaxta á fjármagnsmarkaði eitt þeirra atriða, sem haft er í huga. í fræðilegum umræðum telja íslenzkir bankamenn vexti ráða framboði lánsfjármagns, þótt ný- sköpun peninga sem ræðst af leik- reglum Seðlabanka sé augljóslega uppspretta langvarandi verðbólgu- vanda í íslenzku hagkerfí. Því var það talið ganga guðlasti næst, er höfundur ályktaði á fundi sínum með bankamönnum árið 1982, að vextí viðskiptaútlána bæri að miða við prentunarkostnað og önnur út- gjöld viðskiptabanka en ekki við spa- rifjárvexti. Nýsköpun pening’a Fyrr á tímum tengdist nýsköpun peninga gulli og öðrum góðmálmum.' Gullsmiðir tóku góðmálma til geymslu og kvittuðu fyrir móttök- una. Handhafar þessara kvittana gátu framselt þær til annarra aðila — paþpírspeningar urðu til. Þar sem gulltryggðir pappírspen- ingar þjónuðu þörfum atvinnulífs, þá var alltaf einhver hluti þeirra í um- ferð —. viðskiptabankar urðu til þeg- ar gullsmiðir byrjuðu að gefa út „gullti-yggðar" kvittanir sínar án inn- leggs lántakenda. Á fundi Verzlunarráðs íslands haustið 1982 vora menn ekki á eitt sáttir, hvort starfsemi íslenzkra við- skiptabanka á sviði nýsköpunar pen- inga — útlána — væri nauðsynlega tengd innlánum viðskiptavina, sem fá slíka peninga í hendur. Ef gullsmiðir geta gefíð út „gull- tryggða" pappírspeninga án móttöku gulls, þá hljóta viðskiptabankar að geta skapað peninga — útlán — án undanfarandi innlána viðskiptavina. Hið augljósa verður hagfræðingum hins vegar oft ágreiningsefni. Vandinn er sá, að leikreglur Seðla- banka íslands fela í sér ákveðin tengsl milli heildarinnlána viðskipta- banka og leyfílegrar nýsköpunar þeirra á peningum. Leikreglur þessar era íslenzkum bankamönnum jafngildi náttúralög- mála við nýsköpun peninga — því reynist þeim erfítt að sjá augljósar staðreyndir málsins: a. Ef innlán ráða framboði á pen- ingamarkaði, þá hljóta innlán að vera forsenda útlána. b. Ef leikreglur Seðlabanka ráða slíku framboði, þá hljóta leikreglur Seðlabanka að vera forsenda útlána. Á fundi Verzlunarráðs íslands haustið 1982 urðu miklar umræður um þessar staðreyndir. Að fundi loknum áréttaði höfundur eftirfar- andi atriði í greinarkorni til banka- stjóra Landsbankans, sem birtist í Morgunblaðinu: Nýsköpun peninga jafngildir ný- sköpun innlána — innlán verða til við kaup viðskiptabanka á skulda- viðurkenningum lántakenda gegn færslu samsvarandi upphæðar inn á innlánsreikninga þeirra. Innlán/peningar era skuldaviður- kenningar viðskiptabanka skapaðar af bókhaldsdeildum þeirra sam- kvæmt tilskipun bankastjóra, sem starfa eftir leikreglum Seðlabanka við nýsköpun innlána/peninga. Bankastjórinn svaraði, að hér væri sagan aðeins hálfsögð — hæð innlánsvaxta væri mikilvægt stjórn- unartæki á vettvangi greiðslujafnað- ar íslands gagnvart útlöndum. Þetta var lokaorðið í umræðu þess- ari. Hitt er svo annað mál, að gengi íslenzku krónunnar en ekki innláns- vextir ræður mestu um greiðslujöfn- uð íslands gagnvart útlöndum. Bankamenn keppa um innlán til þess að auka leyfileg útlán í sam- ræmi við leikreglur Seðlabanka ís- lands — áhrif þessa á greiðslujöfnuð era nákvæmlega engin. Bankamenn keppa ekki um innlán af hugsjónaástæðum — staða greiðslujafnaðar við útlönd er hvorki þeirra mál né aðila „gráa markaðar- ins“. Fullsögð er sagan því harður dóm- ur yfír kenningum nútíma peninga- hagfræði, sem bankamenn hafa gert að sínum, málstað íslenzkrar hag- stjómar til tjóns. Hlutverk spariQár Atvinnufyrirtæki og einstaklingar bera rekstrarkostnað íslenzkra við- skiptabanka í mynd „vaxtamunar" á bilinu 10-12%, og mun hærra hlut- fall vandfundið erlendis. Vöxtur „gráa markaðarins" síðustu árin er vísbending þess, að hið hefðbundna bankakerfí sé ekki samkeppnisfært á sparifjármarkaði — samkvæmt eðlilegum markaðslög- málum áttu viðskiptabankar að hætta samkeppni við „gráa markað- inn“. Svo verður hins vegar ekki að óbreyttum leikreglum Seðlabanka. Almennir útlánsvextir kunna því að endurspegla að hluta taprekstur ban- kanna á sparifjármarkaði — almenn- um vöxtum kann að vera haldið uppi af „handafli". Bókhaldsleg aðgreining sparifjár- deilda viðskiptabanka myndi sýna kostnað, sem þannig kann að vera endurheimtur í mynd vaxta á útlán- um nýskapaðra peninga, sem bank- amir einir mega ástunda. Slík aðgreining almennra lána og endurlána sparifjár myndi einnig auðvelda alla umfjöllun um hlutverk sparifjár í íslenzku atvinnulífí — nútíma hagfræði umvefur viðfangs- efnið mikilli gerningaþoku, sem illt er við að eiga. Sú meinvilla peningahagfræði að innlán viðskiptabanka séu forsendur útlána þeirra er ímynd þeirrar kór- villu almennrar hagfræði, að sparifé sé upþspretta fjárfestingar í verð- mætasköpun atvinnulífs. Þótt sparnaður sé upphaf auðs, þá gegnir öðra máli þegar atvinnu- rekendur hafa lagt út- ákveðinn kostnað vegna framleiðslu, en laun- þegar spara síðan hluta af samsvar- andi tekjum og kaupa ekki þá fram- leiðslu, sem um er að ræða. Keynes benti á þessa einföldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.