Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
mmm
©1989 Universal Pre»» Syndic«le
„ þú {xxb fyrirta&Ki'sbiL eftir tvö ár."
f
Með
morgunkaffinu
Já, blessuð tengdamamma,
en hver þeirra ...?
Hraðahindranir og
heilbrigð skynsemi
Ágæti Velvakandi.
Nýlega birtust í dálkum Velvak-
anda hugleiðingar „bílstjóra“ um
umferðarmannvirki og þá einkum
svokallaðar „hraðahindranir“. Velti
hann upp nýjum flötum á þessu
máii svo sem umferð björgunarbif-
reiða um þessi fyrirbæri. En það
er víðar pottur brotinn í umferðar-
málum.
Sú tíska virðist hafa myndast,
að séu menn í vafa um hvað eigi
að gera við tilteknu umferðarvanda-
máli, þá skuli þar komið upp
„hraðahindrun" af einhverju tagi.
Ég er sammála „bílstjóra" að um-
ferðaryfirvöld hafa farið algjöru
offari í þessum efnum og er mál
að linni. Svo virðist sem þeir sem
vinna að þessum málum hérlendis
séu haldnir þeirri þráhyggju að
ýmiskonar „patentlausnir" hljóti að
leysa allan vanda. Þessi hópur
manna er oft drifinn áfram af mis-
vitru fóiki sem telur það heilaga
skyldu sína að hægja á tilverunni
á sem flestum sviðum og þá muni
allt blessast. Viðhorf þessa hóps er
iðulega eftirsjá eftir hinum gömlu
góðu dögum, þegar menn með
rauða veifu áttu að ganga á undan
vélknúnum ökutækjum.
Nú standa yfir framkvæmdir við
hraðahindranir í þeirri götu sem ég
bý við. í sumar sem leið gengu á
fund minn tvær húsmæður og höfðu
meðferðis bænaskjal til bæjaryfir-
valda þess efnis að óskað væri eftir
lokun á tiltekinni húsagötu, sem var
með tveimur aðkomuleiðum. Þar
sem ég sá ekki að nein rök hnigju
til þess að styðja þessa bón varð
ég að afþakka þann sess sem mér
hafði verið ætlaður á plagginu.
Varð konunum mikið niðri fyrir við
þessa höfnun. Það væri augljóst
mál að bæjaryfirvöld myndu ekki
samþykkja lokun, en þá mætti jú
semja um „hraðahindrun"! Og nú
standa framkvæmdir yfir.
Settar verða ekki færri en fjórar
„hraðahindranir" í þessa götu sem
er um 500 metra að Iengd. Þar af
er ein um 12 metra frá 90 gráðu
horni (sem út af fyrir sig er næg
hraðahindrun) en þaðan eru svo 25
metrar að gatnamótum. Af þessu
máli má ljóst vera að það sem nefnt
hefur verið heilbrigð skynsemi hef-
ur fyrir löngu yfirgefið umferðar-
yfirvöld en skelfing fáfræðinnar
hefur sest að.
Bréfritari nefndr framkvæmdir í
Garðabæ. Ég verð að vera honum
fyllilega sammála. Meðal siðmennt-
aðra þjóða hefur sú stefna verið
tekin, að aðskilja sem mest umferð
gangandi og akandi vegfarenda, og
það með góðum árangri. Göng
og/eða brýr hafa þar verið í aðal-
hlutverkum. Sú sorglega staðreynd
blasir nú við að Garðbæingar hafa
gefíst upp við hönnun umferðar-
mannvirkja. Nú á að leysa öll
vandamál með „hraðahindrunum"
og kantsteypuvélum. Nýlegt lista-
verk á því sviði eru framkvæmdir
á bílastæðum við Flataskóla. Það
eina sem menn hafa áorkað með
þeim æfingum er að 1. svipta Garð-
bæinga um 8 bílastæðum, 2. færa
útakstur af því bílastæði um 9
metra inn á svæðið og 3. eyða fjár-
munum skattborgaranna af ábyrgð-
arleysi í hreinu tilgangsleysi.
Það má líka spyija að því hvaða
tilgangi „hraðahindrun“ þjónar á
safnbraut þar sem 50 km hámarks-
hraði er leyfður að öllu jöfnu við
kjörskilyrði. Því miður eru þess
mörg dæini á höfuðborgarsvæðinu.
Hafa menn ekki innsiglað uppgjöf-
ina við að halda eðlilegum umferð-
arhraða innan hæfilegra marka með
þessari aðgerð? '
En nóg um „hraðahindranir".
Mig langar að gera að umtalsefni
á þessum vettvangi nýlegar vega-
framkvæmdir í norðurhlíð Öskju-
hlíðar.
Ég held að allir geti verið sam-
mála um að þarna hefur verið gerð
bragarbót á samgöngumálum
svæðisins. Eitt stingur þó í augu,
en það er sú árátta umferðarhönn-
uða að halda sig við krákustíga fjár-
rekstrarsamfélagsins. Nægir í því
sambandi að nefna undarlega ljósa-
stýrða tengingu frá Hlíðatorgi upp
á Suðurhlíð (Litluhlíð). Þar sem
inn- og útakstursleiðir úr Hlíða-
hverfi eru margar var illskiljanlegt
að eyðileggja þessa nýju akbraut
með ljósastyrðum gatnamótum, og
búa með því til fleiri vandamál en
átti að leysa. Eðlilegt ljósalaust
afrennsli til hægri af Suðurhlíð nið-
ur Litluhlíð var skiljanlegt, en ann-
að ekki.
Hér hef ég stiklað á stóru, af
nægu er að taka. Ég hef ekki lagt
það í vana minn, að skrifa í blöð,
en nú er svo komið að ég fæ ekki
orða bundist. Við vitum allt um
fjárskort og mikla fjölgun bifreiða.
En þó verður það að segjast eins
og er, að leitun er að öðru eins
klúðri í gerð umferðarmannvirkja
og stundað hefur verið hérlendis á
undanförnum árum.
Sverrir Arngrímsson
Víkverji skrifar
Eeftir að farið var að taka við
dósum og greiða skilagjald hjá
Endurvinnslunni hf. hafa margir
krakkar ‘ nýtt sér þessa leið til að
vinna sér inn svolitla vasapeninga.
Krakkamir slæða umhverfí sjopp-
anna og hirða hvetja dós, sem sést
á víðavangi, auk þess að vera „á
samningi“ hjá foreldrum og frænd-
fólki um að fá allar dósir sem til
falla. Þessi sjálfsbjargarviðleitni
minnir Víkveija óneitanlega á söfnun
hagalagða í æsku, sem nú mun af-
lögð. Víkveiji lagði liagalagðana sína
inn í kaupfélagið en sá þó aldrei
neina peninga, þeir voru lagðir inn á
reikning í innlánsdeild kaupfélagsins.
Þar gufuðu þeir upp. Samt minnist
Víkveiji þess stolts þegar hann fékk
í fyrsta sinn sparisjóðsbókina með
peningunum fyrir hagalagðana. Það
er sennilega í eina skiptið á ævinni
sem Víkveiji hefur haft á tilfínning-
unni að hann væri ríkur maður.
XXX
Ungur kunningi Víkveija fór fyr-
ir skömmu með dósir til Endur-
vinnslunnar hf. til að innheimta skila-
gjaldið. Ekki leist honum á þjón-
ustuna þar, því þar þurfti llann að
bíða í rúma tvo klukkutíma í biðröð
til að fá afgreiðslu. Fyrirtækið hefur
tekið slíka „tækni" í þjónustu sína,
að lengri tíma tekur að telja dósim-
ar, heidur en ef það væri gert í hönd-
unum. Hafði þessi ungi kunningi
Víkveija á orði, að hann vildi ekki
standa aftur í þessu hangsi og er
leitt til þess að vita, að Endurvinnsl-
an hf. skuli fæla unga athafnamenn
frá sér með þessum hætti.
XXX
Ríkið notar hvert tækifæri sem
gefst til að skattleggja borgar-
ana. Þeim skatti sem eitt sinn er
settur á virðist ómögulegt að aflétta.
Þegar Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt
niður og Bifreiðaskoðun Islands hf.
tók við hlutverki þess, var skoðun
bifreiða íjármögnuð með sérstöku
skoðunargjaldi sem er rétt um 1.900
.krónur með söluskatti. Þrátt fyrir að
ríkið hafí hætt þessari þjónustu hefur
bifreiðagjaldið þó ekkert lækkað,
þvert á móti. Það má því færa rök
fyrir því að það verð sem bifreiðaeig-
endur greiða núna fyrir skoðun á bíl
sé tvisvar sinnum 1.900 krónur, eða
3.800 krónur. Fyrri 1.900 krónumar
eru greiddar beint við skoðun, og
hinar 1.900 krónumar inni í bifreiða-
gjaldinu. Víkveija fínnst þessi skatt-
heimta ríkisins siðleysi. Tilfærsla bif-
reiðaskoðunar frá ríkinu hefur ein-
ungis haft aukinn kostnað í för með
sér fyrir bifreiðaeigendur og meiri
skatttekjur ríkisins. Var einhver ann-
ar tilgangur með þessu?
XXX
ekking almennings á skaðsemi
reykinga er mikil og það þykir
ekki lengur fínt að reykja. Víkveiji
rakst nýlega á sérkennilega vindl-
ingaauglýsingu í erlendu tímariti þar
sem beinlínis er gert út á þessa al-
mennt útbreiddu andstöðu við
reykingar. Fyrirsögn auglýsingarinn-
ar hljóðaði eitthvað á þessa leið í
íslenskri þýðingu: „Við sýnum ekki
reykjandi fólk í auglýsingum okkar“.
Og svo var hafíst handa um að lofa
ágæti viðkomandi vindlinga. Mark-
aðsmennirnir láta ekki að sér hæða.