Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989
C 17
staðreynd í bók sinni General The-
ory, sem út var gefin 1936. Hagfræð-
inga rak í rogastanz — hvemig getur
hin aldagamla dyggð, sparnaður,
orðið kveikja offramleiðslu og efna-
hagskreppu?
Aður en varði hafði Samuelson
lagt grundvöll að nútíma peninga-
hagfræði. I fræðigrein, sem birtist
1939, afneitaði hann forsendum
klassískrar verðmætiskenningar,
sem hugmyndir Keynes byggðust á
— hagfræði varð „innantómt kjaft-
æði“.
FjármögTiun atvinnulífs
Á ársfundi Seðlabanka íslands í
apríl 1988 ræddi Jón Sigurðsson,
ráðherra bankamála, um breytingar
þær sem orðið hafa á íslenzkum ijár-
magnsmarkaði síðastliðinn áratug:
„I lok áttunda áratugarins," sagði'
ráðherra, „var peningakerfi íslend-
inga einfaldlega að niðurlotum kom-
ið. Lánsfé í landinu var að stórum
hluta erlent að uppruna þar sem
spamaður landsmanna hafði dregizt'
stórkostlega saman vegna mikillar
verðbólgu og neikvæðra raunvaxta
því sem næst allan áratuginn. Með
almennri heimild í Ólafslögum um
vérðtryggingu fjárskuldbindinga má
segja að viðreisn íslenzks peninga-
kerfis hefjist. Þannig var samtala
peningamagns og sparifjár ekki
nema rúmlega 21% af landsfram-
leiðslu árið 1980 en í fyrra hafði
þetta hlutfall hækkað í tæplega 31%.
Ég held að enginn vafi leiki á því
að verðtryggingin á stærstan hlut í
þessum aukna sparnaði," bætti ráð-
herrra við.
Ef tillit er tekið til stóraukinna
umsvifa á lánamarkaði utan banka-
kerfis, þá kann hlutdeild samtölu
peningamagns og sparifjár að hafa
tvöfaldazt miðað við landsframleiðslu
síðan 1980.
Ávinningur þessa frá sjónarmiði
heildareftirspumar í hagkerfinu er
hins vegar enginn. Eins og áður var
rakið, þá hverfur sparifé ekki úr
umferð, heldur fjármagnar það eftir-
spum lántakenda innanlands og ut-
an.
Tvöföldun peningaspamaðar felur
hins vegar í sér tvöföldun greiðslu-
byrði Iántakenda á komandi tíð.
Hvort slíkt er talið gott eða slæmt
fer eftir atvikum.
I niðurlagi ræðu sinnar á ársfundi
Seðlabanka íslands fór Jón Sigurðs-
son nokkrum orðum um aðrar hliðar
málsins, sem hér segin
„Sjöunda áratugarins verður
minnzt í íslenzkri hagsögu vegna
þess að þá var fríverzlun í utanríkis-
verzlun leidd til öndvegis hér á landi
í stað haftastefnu. Það kostaði auð-
vitað aðlögun í íslenzku atvinnulífi
að nýjum aðstæðum og hún var ekki
alltaf sársaukalaus. En nú hvarflar
það tæpast að nokkrum manni að
víkja frá fríverzlunarstefnunni enda
hefur hún margsannað gildi sitt. Ég
er sannfærður um að svipuð saga
verði sögð um níunda áratuginn þeg-
ar tímar líða — að þá hafi fijálsræði
í viðskiptum með íjármagn verið inn-
leitt þjóðinni til hagsældar í stað
skömmtunarkerfis. Nýsköpun á
íslenzkum fjármagnsmarkaði þarf að
halda áfram.“
Höfundur er sammála nauðsyn
þess, að nýsköpun haldi áfram á
íslenzkum fjármagnsmarkaði. Af
því, sem áður var sagt, má þó ráða
að eðli þeirrar nýsköpunar verður
að gaumgæfa vel og vandlega.
I stuttu máli, þá telur höfundur
reynslu síðustu ára sanna ótvírætt
að fjármögnun atvinnulífs verður að
flytjast í miklu meira mæli en verið
hefur af fjármagnsmarkaði og inn í
atvinnulífíð sjálft.
Slíkt verður hins vegar ekki án
gagngerra breytinga á ríkjandi
ákvæðum varðandi skattalega með-
ferð hlutafjár og arðs, sem myndast
í einstökum fyrirtækjum — eiginfjár-
myndun atvinnulífs mætti til dæmis
stórauka með skattfrelsi arðs.
Óútgreiddur arður fjármagnar
ekki neyzlukröfur á hendur lands-
framleiðslu en styrkir þess í stað eig-
infjárstöðu hinna einstöku fyrirtækja
og gerir þau betur í stakk búin að
fjármagna verðmætasköpun án láns-
fjár.
Skattlagning óútgreidds arðs í
atvinnulífinu hefur fram að þessu
verið réttlætt í nafni jafnaðar í eigna-
skiptingu þjóðfélagsþegna — skatt-
frelsi slíks arðs myndi leiða til auð-
söfnunar í höndum eigenda atvinnu-
fyrirtækja.
íslenzk hagstjómarstefna síðasta
áratugar hefur hins vegar leitt til
auðsöfnunar í höndum eigenda spari-
fjár, jafnframt því sem verðmæta-
sköpun hefur verið komið á heljar-
þröm.
Skattlagning óútgreidds arðs og
fjármögnun atvinnulífs á almennum
fjármagnsmarkaði hafa því ekki skil-
að þeim árangri, sem talsmenn
nútíma hagfræðikenninga hafa boð-
að á vettvangi íslenzkrar þjóðmá-
laumræðu.
í stað vaxandi hagsældar og al-
mennrar velferðar, þá blasir nú við
verri vandi í íslenzku atvinnu- og
þjóðlífi en nokkm sinni fyrr í minnum
þeirra, sem ekki lifðu kreppuna á
fjórða áratug aldarinnar.
Höfundur telur því vænlegast til
úrbóta að launþegar gerist í stór-
auknum mæli eignaraðilar að at-
vinnufyrirtækjum og að spariíjáreign
almennra borgara færist að sama
skapi af fjármagnsmarkaði inn í at-
vinnulífið sjálft
Skattfrelsi óútgreidds arðs í fyrir-
tækjum, sem mæta settum skilyrðum
varðandi hlutafjáreign þeirra laun-
þega, sem við þau starfa, myndi
auðvelda fjárhagslega endurreisn
atvinnulífs eftir Hrunadans síðasta
áratugar.
Víðtæk eignaraðild háttvirtra
kjósenda að fyrirtækjum þeim, sem
vinna að verðmætasköpun í atvinnu-
lífi landsins, myndi vitaskuld gjör-
bylta þeim sjónarmiðum, sem ráðið
hafa gengis- og vaxtastefnu síðustu
fimm ára.
Þegar til lengri tíma er litið myndi
slík eignaraðild launþega að atvinnu-
fyrirtækjum styrkja efnalegt sjálf-
stæði hins almenna borgara. Þá yrði
minna átak að grafa líkið í lestinni.
Höfundur er hagfræ<Vmgur.
Aðstandendur Neðri Áss.
RANNSÓKNASTOFNUNIN
Neðri Ás í Hveragerði hefur í
meira en tvo áratugi gefið úr rit
um vísindaleg efni og eru ritin nú
orðin 51 að tölu. A Neðra Ási
hafa margir vísindamenn erlendir
og innlendir notið starfsaðstöðu
um lengri eða skemmri tíma sér
að kostnaðarlausu í húsakynnum
stofnunarinnar í Hveragerði. Nú
hefur verið gefið út á vegum stofr.-
unarinnar jarðfræðikort af Eyja-
fjöllum í mælikvarða 1:50.000.
Jlöfundur kortsins er Jón Jónsson
jarðfræðingur en hann hefur unnið
að rannsóknum á 'þessu svæði.
Niðurstöður rannsókna vísinda-
manna sem dvalið hafa við rann-
sóknir að Neðra Ási hafa verið
gefnar út í ritröðinni
!:s<V3»>5a>0!Sft(>5!S<>«S5< «5055505=50»=* «SO«BO»(RS5. X
, HLUTABREF MEÐ
AHÆTTUDREiFINGU
Kaup einstaklinga á hlutabréfum í tilteknum hlutafélögum
leiða til skattalækkunar hjá kaupendum.
Þú ert e.t.v. að íhuga slík hlutabréfakaup en átt erfitt með að ákveða
á hvaða hest þú vilt veðja á þessum óvissutímum í atvinnulífinu.
Hlutabréfasjóðurinn hf. ávaxtar eignir sínar með því að kaupa hlutabréf og
skuldabréf margra traustra fyrirtækja, og á nú t.d. hlutabréf í 14 hlutafélögum.
Þér býðst því áhættudreifing á einum stað.
Hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf. hafa hækkað um 32% umfram
lánskjaravísitölu frá því í nóvember 1986.
Öll helstu verðbréfafyrirtæki landsins eru með hlutabréf
í Hlutabréfasjóðnum hf. til sölu.
Hlutabréfasjóðurínn hf.
Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, sími 21677.
* • •
PROFKJOR
SJÁLFSTÆÐISMANNA
HAFNARFIRÐI
Opið prófkjör sjálfstæðismanna vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga vorið
1990, fer fram dagana 2. og 3. desember 1989.
Prófkjörið fer fram í Sjálfstæðishúsinu Strandgötu 29, kl. 10 til 19 báða dagana.
Þessir frambjóðendur eru í kjöri:
Jóhann G. Bergþórsson, Vesturvangi 5 Ellert Borgar Þorvaldsson, Nönnustíg 1
Hafstcinn Þórðarson, Fjóluhvammi 13 X Ása María Valdimarsdóttir, Breiðvangi 22
Jóhann Guðmundsson, Grænukinn 6 Mjöll Flosadóttir, Miðvangi 12
Valgerður Sigurðardóttir, Hverfisgötu 13B Erlingur Kristjánsson, Blómvangi 6
Guðjón Tómasson, Víðivangi 14 Birna Katrín Ragnarsdóttir, Álfaskeiði 84
Valur Blomstcrberg, Sléttahrauni 32 Sigurður Þ. Ragnarsson, Smyrlahrauni 18
Hulda G. Sigurðardóttir, Fjóluhvammi 10 Hjördís Guðbjörnsdóttir, Skúlaskeiði 12
Oddur H. Oddsson, Vesturvangi 46 Hjálmar Ingimundarson, Fögrukinn 20
Sigurður Þorvarðarson, Hraunbrún 50 Þorgils Ó. Mathiesen, Hringbraut 59
Magnús J. Kjartansson, Norðurbraut 24 Trausti H. Jónasson, Sævangi 24
Tryggvi Þ. Jónsson, Móabarði 16B Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Sævangi 44
Hermann Þórðarson, Álfaskeiði 117 Magnús Gunnarsson, Heiðvangi 72
Rannveig Sigurðardóttir, Stekkjarkinn 7 Stefanía S. Víglundsdóttir, Hjallabraut 90
Kristinn Arnar Jóhannesson, Fagrahvammi 1 Ásdís G. Konráðs, Suðurgötu 47
Þátttaka í prófkjöri er heimil:
Öllum þcim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Hafnarfirði á kjördegi, svo og öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sem eru búsettir í Hafnarfirði og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Kosning fer þannig fram að kjósandi merkir við nöfn að minnsta kosti 9 manna og tölusetur þá í þeirri röð sem hann óskar eftir að þeir skipi framboðslistann.
Kjörstjórn