Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 C 19 % VELXAKANDI £ SVAR/R í SÍMA 3 691282KL. 10—12 < FRÁ IVÁNUDEGI 7\ TIL FCSTUDAGS i'fAuuaðr Aðförin að Stefám Valgeirssyni Til Velvakanda. Borgaraflokkur, Samtök um jafnrétti og félagshyggju og Þjóð- arflokkurinn fóru saman í ferð um Norðurlandskjördæmi eystra á dögunum. Hugmyndina átti heið- ursmaðurinn Stefán Valgeirsson. Þessi þrem stjórnmálasamtök hugðust m.a. kanna hug fólksins þar til samruna flokkanna, sem mér líst ekki illa á. Stefnuskrár hójjanna eru um margt líkar. Eg skellti mér á einn fund er félagarnir boðuðu til í Blómaská- lanum Vín í Eyjafirði. Fundurinn var einkar málefnalegur og fróð- legur og ræðumenn hinir ágæt- ustu. En samkoman var einnig dálítið dapurleg. Ég segi dapurleg sökum rógsherferðarinnar er farin hefur verið gegn Stefáni í fjölmiðl- um síðustu vikumar. Hún (rógsherferðin) er í raun hrollvekja vegna þess að Stefán er áreiðanlegur og traustur maður er rækir sín opinberu störf af drengskap og, hefur ætíð gert. Ég fullyrði að án dugnaðar títtnefnds Stefáns (er í dag þarf að veija heiður sinn og æru vegna sóða- penna er geysast fram á ritvöllinn fullir heiftar og skilja fyrir þær sakir ekki neitt) væm mörg byggð- arlög, að ég tali ekki um sveita- heimili, ennþá verr á vegi stödd en þau þó eru á vorri tíð. Það að væna þennan sómamann um að skara eld að eigin köku er því ekki bara 99% ósannindi heldur 100% tilbúningur. Þama er ég máski kominn að kjama málsins varðandi Stefán og skrifin móti honum. Ekki hefur farið framhjá neinum að hann er sannur landsbyggðarmaður. Og þá nóta þolir hin fámenna en valda- mikla „klíka“ fjármagnseigenda í Reykjavík eigi. Þeir tala enda sýknt og heilagt um „bagga á þjóð- félaginu", þótt allir viti er það vilja að 80-90% þjóðarauðsins komiþað- an og „bagginn“ þ.a.l. á annarra herðum. Á þetta mikilvæga atriði hefur Stefán ítrekað bent, gegnum tíðina, en fyrir daufum eyrum inn- an veggja Alþingis. Engu að síður þykir umræðuefnið vinsælt og heppilegt í tækifærisræðum. Pjölmiðlar gegna stóru hlutverki í nútímaþjóðfélagi. Slíkt draga fáir í efa. Þeirra erindi er að gagn- rýna. T.d. verk pólitíkusa ásamt því að veita almenningi upplýsing- ar um hvaðeina er að gagni mætti verða, á heiðarlegan máta. Svona persónuníð er þess vegna smánar- blettur á íslenskum fjölmiðlum og maður hlýtur að spytja sjálfan sig hvert þeir stefni og hvort atarna sé. frelsið er sótt var svo fast .á sínum tíma. Konráð Friðfinnsson Sumarbústaðaeigendur Eigum nokkra hjólabáta á lager. Jólagjöf fjölskyldunnar. Verð: 55.000. - 68.000. Allar upplýsingar í símum 91-624522 og 91-624231. Islenska vörusalan, Borgartúni 28. HOKNSÓFAR Þessir hringdu . . . Rangartölur Sigurfinnur Jónsson hringdi: „I Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. nóvember er frétt um tjúpna- veiði frá Surðureyri. Þar er haft eftir Indriða Aðalsteinssyni að hann hafi veitt 201 ijúpur á fáein- um tímum árið 1987. I viðtali við sama mann í Morgunblaðinu 1987 segist hann hafa veitt 193 ijúpur á fáeinum tímum. Ég er mjög viðkvæmur fyrir tölum. Þarna hefur eitthvað skolast til:“ Úr Vandað karlmannsúr fannst 17. nóvember við biðskýlið fyrir neðan Breiðablik við Bústaðaveg. Upplýsingar í síma 685974. Grófar myndir 4192-7828 hringdi: „Nokkrar ábendingar til forr- áðamanna Rikissjónvarps, Stöðv- ---------------e-------------- ar 2 og valdamanna þjóðarinnar. Hvernig stendur á því að Kastljós er ekki á sama tíma og áður, strax að loknum fréttum, og að þáttur- inn er ekki málefnalegri á allan hátt? Ef Ríkissjónvarpið vill vel- ferð þjóðarinnar þá minnkið að sýna þessar grófu myndir fyrri part kvölds, bíðið þar til Óli lok- brá heimsækir börnin. Þá er það Stöð 2. Ég þakka ykkur marga ágæta þætti og tímasetning er í frekar góðu lagi. En minnkið sýn- ingar á þessum ljótu myndum sem þið hafið fyrri part kvölds og bíðið þar til Óli lokbrá heimsækir börn- in. Og stjórnmálamenn. Hafið þið ekkert annað að gera en að ræða um peninga, pengina og aftur peninga? Það er margt sem þarf að ræða um og gera og aðhafast en notið ekki höfuðið eingöngu fyrir Mammon." Gleraugu Græn ílöng gleraugu töpuðust á leið frá Þjóðleikhúsinu og inn Bergstaðastræti. Upplýsingar í síma 27563. Köttur Grábröndótt læða með bláa ómerkta hálsól er í óskilum að Sogavegi. Upplýsingar gefur Ragnheiður í síma 688257. 5ÖLUFÓLK flTHUGIÐ! Þar sent vil k-lju- okkur íull Enga sölumenn r Islenskir og vestur-þýskir hornsófar. Margar gerðir, leður eða leðurlúx. Smíðum eftir máli. Einnig sófasett í miklu úrvali. Margar gerðir af hvíldar- stólum á hagstæðu verði. Myndbands- skápar og margt fleira. Velkomirt í Vaíhúsgögn, Húsráðandi sendi þessa mynd af tilkynningu sem hann hefur komið fyrir við útidyrnar heima hjá sér. Kvaðst hann orðinn langþreyttur á stöðugum straumi sölumanna sem ganga í hús og bjóða alls kyns varn- ing. Taldi hann alltof mikið um sölumenn á ferðinni og væru tíðar heimsóknir. þeirra farnar að trufla heimilisfriðinn. Opið til kl. 16.00 í dag. VALHUSGOGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. Líttu við efþú hyggur á stórborgarferð fyrirjólin það getur borgað sig. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12, símar 691010, 622277, 689191 og 96-27200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.