Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 FYRIRHEITNA LANDIÐ EFTIR EINAR KÁRASON. Sjálfstætt frámhald Djöflaeyjunnar og Gulleyjunnar. Hún lýsir för þriggja afkomenda Thulefólksins til fyrirheitna landsins, Ameríku, á vit Presleys, Badda, Gógóar og allra hinna. Lifandi mannlýsingar, hröð frásögn, skrautlegt baksvið og góður húmor. - Skemmtileg bók. Eyjabækurnar fást nú allar í Stórbók. NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMSSON. Ástin, dauðinn og hafið. Áhrifamikil og viðburðarík saga úr undirheimum Reykjavíkur. Hún greinir frá tveimur sólarhringum í lífi leigubílstjóra nokkurs sem dregst nauðugur inn í atburðarás óhugnaðar og ofbeldis. Þessi bók er enn einn sigur Thors Vilhjálmssonar á ritvellinum. MallMlog menning ■ ■ í PJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA „Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. VILHJALMSSON T*XI il ‘Jt? . 1 n . m j Börn á barnadeild Hringsins. Kaffisala Kvenfélagsins Hringsins á sunnudag á Hótel íslandi á morgun, sunnudag, kl. 14.00 eftirJónR. Kristinsson Hinar landsþekktu, dugmiklu Hringskonur efna nú að venju tii jólafagnaðar 1. sunnudag í aðventu en það hafa þær gert í mörg ár. Þessi árvissi atburður hefur verið fjölsóttur og vinsæll jafnt af ungum sem öldnum og hafa þær því með árunum þurft að flytja fagnað þenn- an í æ stærra húsnæði. Höfuðmarkmið þessarar starfsemi hefur verið að afla fjár til styrktar börnum. Barnaspítali Hringsins hef- ur frá upphafi notið góðs af dugnaði Hringskvenna, þar hafa þær ávallt verið í forustu og á þeirra hjálp mátt treysta þegar vöntun hefur verið á tækjum eða öðrum búnaði sem nauðsynlegur er fyrir sjúkra- stofnun barna. Ótrauðar hafa þær styrkt og hlúð að starfsemi Barnaspítalans sem ber þeirra nafn. í náinni framtíð er ætl- unin að reisa nýjan barnaspítala þar sem þarfir barna verða hafðar í fyr- irrúmi. Við þær framkvæmdir munu Hringskonur áreiðanlega koma við sögu. Nú efna þessar konur til kaffisölu og verða með girnilegt kaffihlaðborð, þar munu borð svigna undan heima- bökuðu lostæti og ijúkandi kaffi | verður á könnunni. Þar að auki verð- ur spennandi happadrætti og eru m.a. tvær utanlandsferðir í boði. Allt þetta til styrktar góðum mál- efnum. Veitum Hringskonum lið og njót- um góðra veitinga. Mætum öll! Höfundur er barnalæknir. Langholtskirkja: | AÐVENTUHÁTÍÐ Þá er aðventan að ganga í garð. Af því tilefni verður mikill hátíðis- dagur í Langholtskirkju fyrsta að- ventusunnudaginn, 3. desember. Dagurinn hefst með hefðbundnum hætti á Óskastund bamanna klukkan 11.00. Kl. 14.00 verður síðan sungin hátíðarguðsþjónusta. í guðsþjón- ustunni er aitarisganga. Einnig fermist eitt fermingarbarn. Að stundinni lokinni býður kórinn öllum viðstöddum upp á molakaffi að göml- um sið, í safnaðarheimilinu. Sjálf aðventuhátíðin hefst síðan kl. 20.30 um kvöldið. Að venju er dagskráin fjölbreytt. 60 börn úr Óskastundinni sýna Lúsíuleik. Aliur Langholtskórinn syngur. Jón Stef- ánsson organisti kirkjunnar leikur einleik. Ræðumaður kvöldsins er sr. Heimir Steinsson, prestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Ber ræða hans yfirskriftina: „Ráðsmenn yfir leyndardómum"Drottins“. Eftir ánægjulega stund í kirkjunni býður kvenfélag kirkjunnar til sölu veislukaffi í safnaðarheimilinu. Er þetta tilvalið tækifæri fyrir alla til þess að hefja aðventuna og jóla- | undirbúninginn saman. Með kærri kveðju. Sr. Þórhallur Heimisson 6 Aðventukvöld í Fella og Hólakirkju Aðventan hefst næstkomandi sunnudag. Þá byijum við fyrir alvöru að undirbúa okkur fyrir jólin. Við undirbúum okkur undir komu frels- arans. Kirkjan boðar okkur lausn og birtu. Konungur þinn kemur til þín. Guð þinn kemur. Kirkjan vill hjálpa okkur að undirbúa jai'ðveginn fyrir komu frelsarans. Við bíðum eftir konungi lífsins, við væntum Jesú. Það ætlum við einnig að gera í Fella- og Hólakirkju. Aðventukvöld verður haldið í Felia- og Hólakirkju næstkomandi sunnudagskvöld 3. desember kí. 20.30. Á dagskrá verður meðal ann- are helgileikur sem fermingarbörn ) munu sýna undir stjórn Ragnheiðar Sverrisdóttur djákna. Séra Guð- mundur Karl Ágústsson mun flytja hugvekju. Einnig munum við syngja mikið og tónlistarfólk mun sjá um söng og aðra tónlist. | Kirkjukór Fella- og Hólakirkju mun syngja, einnig Kór Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau flautuleik- ari annast flautuleik o.fl. Sr. Hreinn Hjartarson, sr. Guð- mundur Karl Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.