Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Þar sem leik- menn stj óma Ljósm./Kjartan Jónsson Eþíópía er þróunarland. Yfirvöld hafa ekki bolmagn til að veita öll- um börnum skólagöngu. An aðstoðar kirkna og kristniboðsfélaga, væru menntamál þjóðarinnar víða bágborin. Kennarar verða að út- búa öll kennslugögn sín sjálfir. Hér getur að líta sýnishorn úr skóla, sem rekinn er fyrir íslenskt fé. Hann er í Konsó í S-Eþíópíu. TEXTI: SR. KJARTAN JÓNSSON KRISTNIBOÐI Fyrir nokkrum árum sótti ég ráð- stefnu í Afríku. Þangað komu kirkjuleiðtogar víða að úr álfunni. Mér er sérstaklega minnisstæður hópurinn, sem kom frá Eþíópíu. Hann lét ekki mikið yfir sér, en var lifandi vitni um, að kirkja Krists vex um víða veröld. Ekkert fær stöðvað hana. Samferðamaður minn kannað- ist við einn þeirra. Það var maður e.t.v. um fertugt með mjög hærusko- tið hár. Hann hafði starfað sem æskulýðsfulltrúi í kirkju sinni þegar byltingin var gerð í Eþíópíu. Þótt kirkja og kristindómur væru yfir- völdum þyrnir í augum, hætti hann ekki starfi sínu. Hann var hand- tekinn og sat í fangelsi í fjögur ár. Hann var íjölskyldumaður. Fyrir þessum manni var kristindómurinn annað og meira en bara kenning. Annar maður í hópi Eþíópíu- manna var Indverji. Hann hafði starfað í Eþíópíu í tæp 30 ár sem kristniboði á vegum lútherskrar kirkju á Suðvestur-Indlandi. Þetta land er í hugum okkar Evrópumanna fyrst og fremst kristniboðskapur, en þar hefur kristniboð verið rekið lengi. Þar er nú lifandi kirkja í vexti. Hún hefur tekið skipun höf- undar kirkjunnar alvarlega um að fara út um allan heim og gjöra alla menn að lærisveinum. En kristin- dómurinn er ekki nýr i Eþíópíu. Fomar rætur Koptíska kirkjan í Eþíópíu er ein af elstu kirkjum heimsins. Sagt er frá því í 8. kapítula Postulasögunn- ar, að háttsettur eþíópskur hirðmað- ur, sennilega æðsti ráðgjafi þjóð- höfðingjans, hafi snúist til kristinnar trúar. Svo virðist sem hann hafi verið gyðingtrúar, því að hann las í Gamla-testamentinu. Það þykir full- sannað, að gyðingleg áhrif hafi bo- rist til landsins mörgum öldum fyrir Krists burð frá Suður-Arabíu. Kon- ungur getur varla hafa verið nei- kvæður gagnvart trú gyðinga, fyrst hann hafði gyðingtrúarmann sem nánasta ráðgjafa. Keisaraættin í Eþíópíu, sem er e.t.v. um 3.000 ára gömul, telur sig vera afkomendur Davíðs konungs. Sagan af því er rakin í bókinni „Ke- bra Nagast“ (Dýrð konunganna). r i Ljósm./Kjartan Jónsson 70.000 manns eru um hvern lækni í Eþíópíu. An aðstoðar er- lendis frá, væri staða heilbrigðis- mála mun verri. Kirkjur og kristniboðsfélög hafa reist mörg sjúkrahús og sjúkraskýli. Þau hafa einnig menntað innlent starfsfólk. Frá sjúkrahúsi Mek- ane Yesus-kirkjunnar í Gidole í Þar segir, að mikill orðstír hafi farið af Salómó konungi (syni Davíðs), speki hans og byggingu hans á musterinu í Jerúsalem. Hann hafði látið þau boð út ganga, að menn færðu honum efni í bygginguna og skyldi hann greiða fyrir með gulli og silfri. Fór drottningin af Saba þá af stað með fríðu föruneyti ásamt 79 úlföldum auk fjölmargra múidýra og asna hlöðnum dýrmætum gjöfum. Dvaldi hún í Jerúsalem í góðu yfir- læti í hálft ár. Dáði hún mjög visku Salómons. Sagði hún skilið við sól- dýrkun landa sinna og tók trú gyð- inga. Er hún sneri heim var hún með barni Salómons. Gerðu þau með sér samkomulag um að gyðingtrúar- menn skyldu fara til Jerúsalem á hverju ári til að taka þátt í hátíðum gyðinga. Gaf Salómon þeim borgina Gaza og bústað í Jerúsalem nálægt musterinu, þar sem þeir gætu dvalið á þessum ferðum. Varð það hefð, að Eþíópar ferðuðust til Jerúsalem, ef ófriður hindraði það ekki. (Eþíópski hirðmaðurinn, sem sagt er frá í 8. kafla Postulasögunnar, var að fara til Gaza, borgar Eþíópa).- Drottning fæddi son á heimleiðinni og var hann látinn heita Davíð í höfuð afa síns. Hann var síðar smurður til konungs með hinni helgu olíu gyðinglega konungdæmisins, er hann fór til Jerúsalem á fund föður síns. Mælti Salómon svo fyrir, að þaðan í frá skyldu ættmenn þeirra einir fara með ríkisstjórn í Eþíópíu. Sendi hann síðan elstu syni allra helstu embættismanna sinna með honum til að þeir yrðu ráðgjafar hans. Þeir áttu erfitt með að yfir- gefa sáttmálsörkina (mesta helgi- dóm gyðinga) og rændu henni því og tóku með sér. Er Salómon komst að þessu gaf hann út ströng fyrir- mæli um, að þjóð sín fengi aldrei að vita sannléikann um þetta. Þess vegna vita gyðingar ekki enn þann dag í dag, hvað varð í raun og veru um sáttmálsörk þeirra, segir í bók- inni. í öllum koptískum kirkjum er líkan af sáttmálsörkinni (tabot). Hún er einn mesti helgidómur þeirra. Koptískir menn telja sjálfa sáttmáls- örkina vera í Síonskirkjunni í Axum og hvílir mikil helgi yfir þeirri kirkju. Líkanið af sáttmálsörkinni er borið af prestum fremst í helgigöngum á hátíðisdögum. Brauðið er haft ofan á því við altarisgöngu. Kristnitakan Koptíska kirkjan í Eþíópíu er sennilega elsta þjóðkirkja í heimi, um 1.650 ára. Þótt eþíópski hirð- maðurinn hafí orðið kristinn á fyrstu dögum kristninnar, náði kristin trú ekki að festa rætur fyrr en á 4. öld. Sýrienskur þræll, Frumentíus að nafni, dvaldi við hirð konungs. Hann var kristinn. Er tímar liðu voru hon- um gefin mikil völd og greiddi hann götu kristindómsins. Aþanasíus kirkjufaðir gerði hann síðan að bisk- upi yfir-Eþíópíu og vígði hann í Alex- andríu. Frá þeim tíma hefur þjóð- kirkja verið í Eþíópíu. Erkibiskup hennar hefur ávallt haft patríarkann í Alexandríu sem yfirmann. Aðeins útlendingar, egypskir munkar, komu til greina í þetta embætti. Það var ekki fyrr en-Heile Selasse, keisari, sagði hana úr lögum við egypsku kirkjuna, að innfæddur maður var kosinn patríarki. Koptíska kirkjan í Eþíópíu hefur orðið fyrir varanlegum áhrifum frá Egyptalandi, en einnig frá Sýrlandi. Hún hefur mótast af langvarandi átökum við múhameðstrúarmenn, heiðna nágranna og gyðingtrúar- menn. Á 5. öld settust sýrlenskir munkar að í Eþíópíu og reistu klaustur. Eru þeir taldir hafa þýtt Biblíuna á hið forna mál „geez“, sem ekki er leng- ur notað. Er þetta ein af 6 elstu biblíuþýðingum, sem vitað er um. Munkar hafa ritað ótal mörg hand- rit. Frá þeim eru margir dýrgripir komnir. Mörg þúsund þeirra hafa verið flutt til Evrópu, flest ófijálsri hendi. Getur sum þeirra að líta á helstu söfnum álfunnar. Koptíska kirkjan í Eþíópíu hefur í tímanna rá_s öðlast mjög þjóðlegt yfirbragð. Hun tilheyrir þeim flokki kristninnar, sem kallaðir eru eins- eðlismenn (monofysistar). Hún held- ur því fram, að Jesús hafi ekki ver- ið sannur maður, heldur aðeins guð- legs eðlis. Kirkjan hefur aðeins eitt játningarrit, Níkeujátninguna. Átt- hymd kirkjuhús, sem mörg eru lítil, gefur að líta í flestum bæjum lands- ins. Helgi- og föstudagar eru ótal margir. Prestar eru margir og flest- ir illa menntaðir. Maríudýrkun er mikil og í skjóli fáfræði hefur alls konar hjátrú náð að blómstra. í ald- anna rás hefur kirkjan eignast mikl- ar jarðeignir og ásamt yfírstéttinni verið sökuð um að kúga aiþýðuna. Var þetta mjög í hámælum haft af gagnrýnendum hennar fyrir byltingu kommúnista árið 1974. Eftir bylt- inguna voru jarðeignir hennar þjóð- nýttar og forréttindi hennar afnum- in. Hún stundar ekki kristniboð. Þó að þessi kirkja hafi á vissan hátt staðnað í aldanna rás, hafa trú- arvakningar átt sér stað sums staðar á síðari árum og prestaskólar hafa verið reistir. Hefur það verið mjög til bóta, að prestar geti lesið Biblí- una á máli, sem þeir skilja, am- harísku. Kirkjan stendur nú á tímamótum. Spurningin er, hvort henni takist að laga sig að breyttum aðstæðum. Kristniboð Fyrsti kristniboði mótmælenda í Eþíópíu var Þjóðveijinn Peter Heyl- ing. Hann kom þangað árið 1635, en leið píslarvættisdauða í Kairó 1652. Það liðu næstum 200 ár, þar til þráðurinn var tekinn upp áð nýju. Það var með komu þýska land- könnuðarins og kristniboðans Lud- wig Krapf árið 1837. Hann lagði stund á kennslu í Shoa-fylki. Þar hitti hánn Orómó-menn (Galla. Heimkynni þeirra eru í sunnanverðu landinu) og fann sig kallaðan til að starfa á meðal þeirra. En árið 1842 neituðu yfirvöld að framlengja land- vistarleyfið, svo að hann varð að yfirgefa landið. Fór hann þá til Kenýu og hugðist komast til þeirra þaðan. En sú leið lokaðist og hann varð fyrsti kristniboði mótmælenda þess lands. Þeir kristniboðar, sem hófu störf á ofanverðri 19. öld, hugðust fyrst og fremst ná til Órómó-manna. En það var ekki fyrr en í byijun þessar- ar aldar, að það tókst. Hefur kristni- boð verið stundað óslitið á meðai þeirra síðan, að undanskildum árum Italastríðsins 1935-1941. Illa gekk í upphafi og örfáir höfðu tekið hina nýju trú, er kristniboðarnir urðu að yfirgefa landið vegna stríðsins. En þá gerðist hið undarlega, trúarvakn- ing braust út. Sprengjum okkur inn í framtíðina eftinStefán Guðbergsson Blönduvirkjun Er gerð Blönduvirkjunar hófst hafði ekki verið unnið við jarð- gangagerð á íslandi frá því að Oddsskarðsgöngum var lokið. Áður höfðu Strákagöng verið gerð og nokkur jarðgöng í tengslum við virkjanir, svo sem í Búrfelli, við Sogið og við Laxá. Reynslan af áðumefndum fram- kvæmdum var á þann veg að menn töldu að jarðgangagerð í íslensku bergi væri bæði dýr og mjög illfram- kvæmanleg. Við Blönduvirkjun var gert ráð fyrir umfangsmikilli jarðganga- gerð. Til viðmiðunar má geta þess að sé heildarmagn af útgröfnu bergi við Blöndu borið saman við veggöng eins og í Ólafsfjarðarmúla, sam- svarar það um 4,6 km af veg- göngum. Allur undirbúningur við Blöndu var markviss. Gerðar voru miklar kröfur til væntanlegra bjóðenda, meðal annars áttu þeir að hafa unnið samfellt við jarðgangagerð síðastliðin 5 ár. Að undangengnu alþjóðlegu forvali var um 10 fyrir- tækjum gefinn kostur á að bjóða í verkið. Krafttak varð lægstbjóðandi með um 67% af kostnaðaráætlun Landsvirkjunar. Jarðgangagerðinni við Blöndu lauk um áramótin 87—88. Samn- ingsverkinu var að fullu lokið í nóv- ember 1988. Samningurinn um neð- anjarðarmannvirkin er í dag um 1,5 milljarðar og er einn stærsti verk- samningur sem lokið hefur verið við hér á landi. ÓlafsQarðarmúli Við undirbúning á verkútboði í Ólafsfjarðarmúla var tekið mið af þeirri mikilvægu reynslu er fékkst við Blönduvirkjun. Vegagerð ríkis- ins efndi til alþjóðlegs forvals og meðal þess sem var krafist var að bjóðendur hefðu unnið samfellt síðastliðin 5 ár við jarðgangagerð. Forvalsgögnunum var skilað í jan- úar 1987. Tilboð í jarðgöngin voru opnuð í maílok 1988. Tilboð bárust frá 7 Stefán Guðbergsson fyrirtækjasamsteypum. Krafttak átti lægsta tilboðið, að upphæð 521 milijón, eða tæp 80% af kostnaðará- ætlun sem var 655 milljónir. Samningurinn um jarðganga- gerðina var undirritaður af þáver- andi samgöngumálaráðherra, Mat- thíasi Á. Mathiesen, í júlí 1988. í ágúst 1988 hófst síðan vinna við aðstöðusköpun. Formlega hófst sprengivinnan 11. október 1988 með því að núver- andi samgöngumálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hleypti af fyrsta skotinu. Verkframkvæmdin í Ólafsfl arðarmúla Göngin í Ólafsfjarðarmúla eru með einni akrein. Þau eru 5 metra breið og útskot eru á u.þ.b. 160 m bili. Göngin eru unnin á hefðbund- inn hátt og notuð einungis full- komnasta og nýjasta gerð tækja. Notaður er þriggja arma borvagn, hjólaskóflur og sérbyggðir stórir bílar. Til að styrkja bergið eru eftir aðstæðum ýmist notaðir bergboltar eða steypu er sprautað á bergið, Bergboltunum má líkja við langa múrbolta. Þeir eru 3—4 metrar á lengd. Eftir að þeim hefur verið komið fyrir í holunum eru þeir þand- ir út og síðan dælt inn í þá steypu. Þegar steypa er notuð til styrkingar er henni sprautað á bergið með sérbyggðum sprautusteypubíl. Saman við steypuna er blandað stáltrefjum, trefjarnar eru 35 mmm langar með krókum á báðum end- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.