Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
19
ersen, prófessor við háskólann í
Helsingfors, fjallar um mjög raun-
hæft efni, sem eru skattaleg vanda-
mál, er vakna þegar fólk flytur
búferlum innan Norðurlanda, og
samning þann sem þessi ríki hafa
gert með sér til þess að koma í
veg fyrir tvísköttun. Bernhard
Gomard, prófessor við háskólann í
Kaupmannahöfn, ritar um þróun
dansks skaðabótaréttar á þessum
áratug. W.E. von Eyben, fyrrv.
prófessor við Hafnarháskóla, skrif-
ar um efni sem á brýnt erindi til
íslendinga, en það er hin látlausa
barátta kröfuhafa um forgangsrétt
við gjaldþrot. Þar kemur m.a. fram
að um 2.000 gjaldþrot eru árlega
í Danmörku. Getur hver og einn
metið íslenska ástandið í því ljósi.
Curt Olsson, forseti Hæstaréttar
Finnlands, ritar um frumkvæði
æðstu dómstóla þar að lagasetn-
ingu, sem gengur lengra en al-
mennt tíðkast, en á sér sögulegar
rætur. Carsten Smith, prófessor
við Oslóarháskóla, ritar um hina
nýju, almennu og víðtæku ógilding-
arreglu norsku samningalaganna,
sem lögfest var 1983, og dóma-
framkvæmd varðandi hana. Hlið-
stæð regla var tekin í íslensk samn-
ingalög 1986. Alvar Nelson, fyrrv.
prófessor við Uppsalaháskóla, ritar
athyglisverða grein um réttaröryggi
og þjóðfélagskerfi í Svíþjóð. Þar er
svo komið, að reynt er að sníða
réttaröryggishugtakið við þarfir
ríkisvaldsins. Það situr víst síst á
okkur að hneykslast á því, sem
svo marga leiðtoga eigum, er að-
hyllast slíka hugmyndafræði. And-
ers Vinding Kruse, prófessor við
Hafnarháskóla, fjallar um efni sem
fyrst og fremst varðar lagaskila-
rétt, nánar tiltekið eftir hvaða
landslögum skal fara við ákvörðun
bóta fyrir tjón á mönnum, þegar
f ieiri en ein koma til greina („alþjóð-
leg“ slys).
Er þá komið að heimaliðinu.
Baldur Möller, fyrrv. ráðuneytis-
stjóri, skrifar um ættleiðingu að
fornu og nýju. Benedikt Blöndal,
hæstaréttardómari, veltir m.a. fyrir
sér mun á stjórnarskrám konungs-
ríkisins og lýðveldisins íslands.
Garðar Gíslason, borgardómari,
ritar skýra og skemmtilega grein
um þá meginspurningu, hvað auð-
kenni lög og rétt og gagnrýnir
hefðbundna kenningu. Gaukur Jör-
undsson, umboðsmaður Alþingis,
ritar um 6. gr. Mannréttindasátt-
mála Evrópu, en það ákvæði miðar
að því að tryggja öryggi og réttlæti
í meðferð tiltekinna mála. Þar er
m.a. vikið að máli Jóns Kristinsson-
ar gegn íslandi. Eiríkur Tómasson,
hrl., fjallar um stöðu lagadeildar
og framtíð laganáms. Við lestur
greinarinnar vaknaði sú hugsun,
hvort vandinn væri ekki annar og
stærri en þar kemur fram. Verður
háskólinn almennt ekki að setja sitt
lið undir harðara lögmál og draga
úr framleiðslu á drembilátum skrif-
finnum og „Mammons kvikum
mauraþjónum"? Gunnar G. Schram,
prófessor, ritar um afsal fullveldis
og skerðingu sjálfsákvörðunarrétt-
ar, er fylgir aðild að Evrópubanda-
laginu svo og um einstaka þætti
efnahagssamvinnu aðildarríkjanna.
Mér finnst vera fullmikill keimur
af málsvörn fyrir nýtt og útþynnt
fullvéldishugtak í ritsmíð þessari.
Þessi mál þurfa íslendingar að
kynna sér vel nú á örlagaríkum
tímamótum í alþjóðamálum. Magn-
ús Thoroddsen, fyrrv. hæstaréttar-
dómari, skrifar um efni úr sjórétti,
sem er útgáfa fyrirvaralauss farm-
skírteinis af hálfu framflytjanda
gegn skaðleysisyfirlýsingu vöru-'
sendanda („letter of indemnity").
Guðný Björnsdóttir, hdl., ritar um
örorkubætur til handa heimavinn-
andi fólki. Þórður Björnsson, fyrrv.
ríkissaksóknari, skrifar um vígsakir
á íslandi á myrkri öld, þeirri fjór-
tándu.
„Ef lögin mættu segjá sitt álit,
myndu þau allra fyrst kvarta yfir
lögfræðinni," sagði Halivax lávarð-
ur einhvern tíma. Hins vegar sagði
Disraeli, að lögin væru gagnslaus
meðal hjartahreinna en brotin
meðal spilltra, þannig að ekki bar
þeim saman um laganna ófarnað,
spekingunum. Hvað sem um þetta
má segja, þá er víst að hvorki lögin
né lögfræðin þurfa að kvarta yfir
þessu glæsilega afmælisriti. Það er
öllum, sem að því stóðu, til mikils
r
►
rT'
Tékkaábyrgð
án
bankakorts
Viö viljum vekja athygli verslunarfólks og allra þeirra
sem taka viö tékkum sem greiðslu á eftirfarandi:
íslandsbanki hf. ábyrgist alla sína tékka sem
gefnir eru út af reikningseiganda, allt aö 10.000 kr.,
án þess aö bankakorti sé framvísað.
Viötakendur tékka eru eindregiö hvattir til
aö biöja útgefanda um aö framvísa persónuskilríkjum
og að skrá kennitölu eöa nafnnúmer undir nafnritun
hans. Þannig getur viðtakandi best gengið úr skugga
um aö tékkinn sé útgefinn af reikningseiganda, en
þaö er skilyröi fyrir ofangreindri ábyrgö.
1
i <
Skrifstofutækninám } |p^i ► ► - k
Betra verð - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66 í , 1L_ '■ Nb . , i mrn 00 co
ÍSLAN DSBANKl
- í takt vib nýja tíma!
j
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA