Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
-t
■34
8
EG HEF
ALLTAF VERll)
SÖNGELSKUR
FINNBOGILÁRUSSON Á HELLNUM Á SNÆFELLSNESISEGIR FRÁ
KIRKJUSÖNG, KYNNUM AF JÓHANNESIKJARVAL OG ÓTALMÖRGU ÖÐRU
Hellnar í Breiðuvíkurhrepp var áður ein stærsta verstöð Snæfells-
ness. Árið 1703 voru þar 6 grasbýli og 32 þurrabúðir, þar sem 200
mannsþreyðu þorrann og góuna og nutu sumarblíðunnar þegar hún
gafst. í góðu veðri er afar fallegt á Hellnum en heldur er þar kulda-
legt um að litast þegara veður er slæmt. í vetur heimsótti ég Finn-
boga Lárusson bónda á Laugarbrekku í Hellnum. Veður var slæmt,
hvöss norðarátt, snjófjúk og sjór úfinn mjög. En íbúðarhúsið á Laug-
arbrekku er traust og hlýtt, rösklega 13 ára gamalt. Áður hafði
Finnbogi reist þar lítið steinhús, 56 férmetra að stærð árið 1932.
Það gekk raunar ekki þrautalaust að koma því húsi upp. Finnbogi
og Ólafur bróðir hans reistu nýbýli á Laugarbrekku. Höfðu alist upp
á næsta bæ, Brekkubæ, hjá foreldruin sínum Guðbjörgu Stefaníu
Ólafsdóttur og Lárusi Lárussyni. Jörðina átti bróðir Lárusar, Finn-
bogi sem árið 1906 hóf að versla á Búðum. Hann vildi selja frændum
sínum Brekkubæ á 4800 krónur en þeim þótti það of dýrt og tóku
heldur Hól, sem var eyðijörð einnig í eigu Finnboga. Hún var tölu-
vert landmeiri en Brekkubær og mun ódýrari, kostaði 1000 krónur.
Hún var hins vegar algerlega húsalaus. „Ég átti þrjú hundruð krón-
ur eftir vetrarvertíðina þegar kaupin voru gerð,“ segir Finnbogi
hæglátlega. „Þúsund krónur var talið nóg verð þá, enda ekki lófa-
stór blettur á jörðinni ræktaður. Finnbogi Lárusson varð áttræður
þann 8. október í haust. Hann hefúr um árabil gegnt margvíslegum
ábyrgðarstöðum fyrir sína sveit. Embætti hans eru víst varla færri
en 30 og því líklega hægara að telja upp það sem hann hefúr ekki
gert en hitt sem hann hefur gert. Auk þess hefur hann fengist við
dýralækningar, verslunarrekstur og verið fréttaritari Morgunblaðs-
ins þar vestra langa hríð. Það Iætur því að líkum að hann muni
vera maður fylginn sér og duglegur þó hann virðist fara sér hægt
og sé fremur Iágróma.
Fanney Jóhannesdóttir
að var Thor Thors sem
hjálpaði okkur bræðrum
að koma fyrra íbúðar-
húsinu upp,“ heldur
Finnbogi áfram frásögn
sinni. „Til þess að fá lán út á húsið
þurfti að vera búið að byggja það,
en við bræður áttum lít.ið sem ekk-
ert til og vissum varla hvað taka
ætti til bragðs. Svo datt mér í hug
að fara suður til þess að finna Thor
og biðja hann ásjár. Hann var þing-
maður okkar þá. Thor hlustaði á
mig, leitaði sér svo upplýsinga um
okkur Ólaf hjá Guðlaugi Halldórs-
syni oddvita hér og sagðist að því
loknu ætla að reyna að fá vin sinn
Karl forstjóra hjá timburverslun
Árna Jónssen til þess að lána okkur
efnivið í húsið og ganga sjálfur í
ábyrgð fyrir okkur. Það fannst mér
fallega gert af ókunnugum manni.
Við Olafur voru þannig sinnaðir að
við vildum vera hér. Eg hafði lært
smíðar um tíma hjá Guðjóni Sigurðs-
syni smið í Ólafsvík. Ég fékkst svo
töluvert yið smíðar seinna og byggði
m.a. hús hér i sveitinni. Afi minn
Lárus var mikill smiður, hann er
eini maðurinn sem ég hef heyrt tal-
að um að hafi spengt lampaglös.
Faðir minn var aftur enginn smiður.
Foreldrar okkar fóru með okkur
hingað þegar við vorum búnir að
byggja húsið 1934. Það voru tölu-
verð umskipti fyrir okkur öll að
flytja. Það hafði oft verið kalt í
Brekkubæ en við höfðum þó elda-
vél. Foreldrar mínir fengu sér fyrst
manna í þessari sveit eldavél sem
hægt var að baka.í. Það var mikið
notað af lyngi til upphitunar hér í
kring. Mótekja var heldur slæm.
Eftir að húsið hér í Laugarbrekku
komst upp bjuggum við bræðurnir
saman hér þar til árið 1942 er Ólaf-
ur drukknaði af bát sem hét Pilot
sem Karel Ögmundsson gerði út frá
Hellissandi. Eftir að hann dó varð
ég að taka við öllu hér.
Um þetta leyti var ég kosinn í
sóknarnefnd en formaður hennar hef
ég verið í 50 ár. Ég var einnig for-
söngvari í kirkjunni um árabil, org-
anisti í 47 ár, safnaðarfulltrúi í 28
ár umsjónarmaður kirkju og kirkju-
garðs í 51 ár og meðhjálpari í 12
ár. Á Hellnum var sett kirkja um
1880 er Einarslóns- og Laugar-
brekkusóknir höfðu verið sameinað-
ar. Nú er hér útkirkja frá Staðarstað
og hefur svo verið frá 1917. Núver-
andi kirkja er steinsteypt og var vígð
1945. í kirkjunni er mikið listaverk
sem er altaristöflurammi sem er
skorinn í mahoní. Hann er skorinn
af Jóhannesi Helgasyni frá Gíslabæ.
Hann lærði hjá Stefáni Eiríkssyni
skurðmeistara í Reykjavík. Ramman
smíðaði hann við slæm skilyrði í
gömlu eyðihúsi sem kallað var Bjarg.
Það var heldur kalt í húsinu og eina
ljósið var tíulínu lampi og verkfærin
voru fábrotin. Efnið í þennan ramma
var fengið á rekafjöru.Hann gaf
rammann kirkjunnni árið 1919 til
minningar um foreldra sína frá sjálf-
um sér og systkinum sínum. Árið
eftir varð það hörmulega slys að
hann varð úti á milli Hellissands og
Hellna. Hann var trúlofaður þegar
þetta var og bróðir unnustunnar
fjórtán ára fór með honum þessa
hinstu ferð sem farin var á afmælis-
degi systur hans. Hann hafði skorið
út kassa í afmælisgjöf fyrir systur
sína en hann komst þá áldrei með
kassann alla leið. Pilturinn ungi varð
ekki úti. Þeir voru komnir svo nærri
byggð að þeir sáu ljós í glugga í
nærliggjandi húsi en Jóhannes gafst
upp og komst ekki lengra. Pilturinn
sótti hjálp en hún kom of seint.
Ki r kju o rgani sti í fjölmörg
ár
Ég skil ekki í því enn í dag að
ég skyldi áræða að fara að spila á
Finnbogi Lárusson og kona hans
orgel í kirkjunni. Lærdómurinn var
nánast enginn. Nóturnar kenndi mér
Haraldur Jónsson í Gröf barnakenn-
ari. Hann kenndi mér líka hækkunar
og lækkunarmerki. Seinna fór ég
suður og átti að læra svolítið að
spila fyrir kirkjuna hjá Páli ísólfs-
syni. Ég var heilan mánuð í
Reykjavík hjá kunningjafólki og
æfði af kappi á gamalt orgel en ég
fékk ekki nema tvo hálftíma hjá
Páli þennan mánuð. Ég átti að fá
fjóra tíma en hann var alltaf svo
önnum kafinn.Svo fór ég heim og
æfði mig þar og komst það langt
að taka að mér að spila við messur.
Það hefur gengið slysalaust en ég
var ákaflega taugatrekktur fyrst þó
ekki færi leikurinn út um þúfur fyr-
ir það. Árið 1942 var stofnaður
kirkjukór hér, sá fyrsti á Nesinu.
Sigurður Birkis kom og stofnaði
kórinrt með 16 manns og æfði okkur
fyrsta hálfan mánuðinn en svo tók
ég við. Það var mikill kraftur í
sönglífinu hér. Áður höfðu forsöngv-
arar leitt kirkjusönginn. Sigmundur
heitinn á Hamraendum var t.d. for-
söngvari í 27 ár. Hann va rótrúlega
lagvís en ég fann þegar ég fór að
spila eftir nótum að lögin voru ekki
alltaf rétt. Það voru bara örfáir sem
gátu tekið að sér forsöng, það er
erfitt a muna öll lögin og hafa öngv-
ar nótur að styðjast við. Kona Sig-
mundar hafði feikna rödd og þegar
þau sungu ásamt Guðmndi Einars-
syni presti þá þurfti ekki fleira söng-
fólk.
Það voru erfið ár hjá mér þegar
ég þurfti að kenna margar raddir
og óskaplegan tíma tók það. Ég
varð að leggja á mig feiknarlegar
vökur á þeim árum. Én áhuginn hjá
söngfólkinu var mikill. Ég hafði lítið
orgel á Arnarstapa sem kom úr
norskum hvalfangara. Einu sinni fór
ég sem oftar um miðnætti út að
Stapa og kominn þangað klukkan
eitt. Bassamennirnir sem ég ætlaði
að æfa voru báðir háttaðir en ég fór
tii þeirra og þeir voru ekki Iengi að
rífa sig uppúr rúmunum og koma.
Það voru ekki umyrði, þetta var al-
veg sjálfsagður hlutur þó aldrei
væri borguð króna fyrir allt þetta
starf. Nú er orðið fátt söngfólk hér,
helst kvenfólk. Ég hef öngvan bassa-
mann og öngvan tenór. Staðarsveit-
arkórinn hjálpar okkur þegar mikið
stendur til.
Það var mikil byggð hér í kring
þegar ég hóf búskap árið 1932.
Býlin voru þá mikilu fleiri en nú er
en þó hafði þeim fækkað frá því sem
verið hafði fyrir mitt minni. Þá var
hér einnig margt þurrabúðarfólk
sem sumt kom af Suðurnesjum því
hér var bæði fiskisæld og stutt á
miðin. Sextíu bátar voru hér þegar
flest var. Fólk hafði hér í sig og á
eða eins og faðir minn orðaði það
einu sinni: „Hér verður enginn ríkur
en hér þarf heldur enginn að svelta."
FVá lífi þeirra tíma segir t.d. frá í
æfisögu séra Árna Þórarinssonar.
Ég man eftir séra Árna. Hann kom
einu sinni fyrir annan prest og lét
mig lesa. Það gekk þokkalega, for-
• eldrar mínir höfðu kennt mér. Seinna
fór ég í barnaskóla. Skólinn var far-
skóli og var hafður á ýmsum stöð-
um. Hann var löngum á Arnarstapa
þegar ég var í skóla. Seinna var
hann hér hjá mér. Það var margt
af ungu fólki hér á mínum ung-
dómsárum. Þá var enga atvinnu að
fá og því var fólkt heima og vann
foreldrum sínum langt fram á full-
orðinsár. Hér var því fjörugt fé-
lagslíf á þeim tíma. Ég tók mikinn
þátt í félagslífinu, var m.a. formaður
ungmennafélagsins og málfundafé-
lags sem við stofnuðum. Við gáfum
út blað sem hét Neisti. Þar birtist
blóminn af skáldskap sveitunganna.
Ég fékkst töluvert við að yrkja og
bar einnig við að semja lög. Vinur
minn og fermingarbróðir Þorleifur
Kristófersson frá Skjaldaratröð gaf
mér fyrstu harmónikkuna sem ég
eignaðist. Hún var tvöföld og é spil-
aði á hana fyrir dansi í mörg ár.
Við vorum fjögur sem spiluðum á
nikku og við skiptumst á að spila á
böllunum. Ég lærði aldrei neitt á
nikku nema af sjálfum mér. Ég not-
aði hveija lausa stund til þess að
æfa mig en þær voru því miður ailt-
of fáar. Ég hef alltaf verið söngelsk-
ur eins og móðir mín var, hún var
sí syngjandi og við raunar líka systk-
inin. Eg hafði líka gaman af leiklist
og lék alltaf, þegar færi gafst, með
ungmannafélaginu. Ég hef alltaf
haft ákaflega gaman af að leika og
sjálfur fengist við að semja skemmti-
efni fyrir margvíslegar skemmtanir
hér í sveitinni. Ég lék síðast fyrir
tveimur árum á þorrablóti. Ég setti
líka stundum saman gamanvísur
sem sungnar voru á skemmtunum
hér . Seinni árin höfum við hjónin
farið í margar orlofsferðir og við þau
tækifæri hef ég sett saman margar
vísur. Orlofsferðirnar hafa mér þótt
frábærlega skemmtilegar og þær
verða til þess að tengja fólk saman
vináttuböndum.
Hér áður voru margir með kýr
og þá var skipt niður á bæi eftir
kúafjölda að reka kýrnar og sækja.
Nú eru breyttir tímar, kúnum hefur
fækkað hér einsog fólkinu. Hér í
sveitinni eru nú aðeins um 60 manns
en voru þegar best lét um tvö hundr-
uð. Það hefur verið hörmulegt að
horfa uppá ágætis jarðir fara í eyði.
Eini ljósi bletturinn í þessu er útgerð-
in á Stapa og hafnarframkvæmdir
þar. Einnig ber að nefna sumarbú-
staðaframkvæmdir hér í kring. Það
er upplyfting fyrir sveitina að fá
þetta fólk þó ekki sé nema á sumr-
in. í þessum bústöðum eru líka
stundum sjómenn sem stunda róðra
á Arnarstapa. Maður vonar að
byggðin haldist hér eins og hún er
og fólki fækki ekki meira. Ein af
ástæðum þessarar þróunar er vafa-
laust að síðan bílasamgöngur hófust
höfum við verið einangraðri en nær-
sveitirnar. Sérleyfið hefur ekki farið
nema að Búðum undanfarin ár og
svo yfir Fróðárheiði. Nú eru því eng-
ar áæltlunarferðir hingað en voru
þó ein í viku framan af. Það eru
tugir ára síðan ég fór að skrifa um
vegamál. Ég hef haldið því fram að
Útnesvegurinn þyrfti að byggjast
upp sem vetrarleið. Æ fleiri hallast
nú að þessari skoðun. Þá þyrfti ekki
að berjast þetta við að moka Fróðár-
heiði og Kerlingarskarð. Það er mun
snjóþyngra þar og veður verri en
niðri I byggð.“