Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 41 ísköldu mjólkinni, súkkulaðikök- unni með þykka súkkulaðihjúpnum og hinum víðfrægu pönnukökum sem engum tókst að líkja eftir. Amma hafði sérstakt lag á að koma manni í gott skap, eitt af því sem hún notaði svo skemmtilega var að segja „brosum“, þannig að ekki var hægt annað en að brosa með henni. Alltaf var hægt að reiða sig á ömmu, hvort sem leitað var ráða hjá henni í veraldlegum eða andleg- um málefnum. Amma var samein- ingartákn fjölskyldunnar, hún var fastur punktur í tilveru okkar krakkanna, sú sem alltaf var til staðar. Amma er okkur öllum til eftirbreytni. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir allar yndislegar sam- verustundir okkar með henni og þær minningar sem við eigum og aldrei munu gleymast um þessa einstöku konu. Inga, Hilniar, Halla, Halli, Ingó, Addi, Kitta, Andri, Harpa, Valur, Markús, Binni, Logi, Nína og Sylvía Þöll. Þegar ég var barn held ég að mér hafi þótt Ingibjörg Árnadóttir vera einhver mesta kona í heimi. Hún bjó á hæðinni fyrir ofan for- eldra mína og okkur systkinin og sonur hennar, Ingvar, var leikfélagi minn frá því ég fyrst man eftir, þótt hann væri raunar næstum því þremur árum eldri. Eins og gengur fundum við stundum upp á ýmsu sem fullorðna fólkinu þótti ekki hæfa að börn fyndu upp á, og þá nægði að Ingibjörgu sæist bregða fyrir í glugga til að við hættum, en aðrar konur í götunni hefðu þurft að viðhafa mörg orð og jafn- vel beita handafli til að ná sama árangri. Enn er ég þeirrar skoðunar að Ingibjörg hafi verið mikil kona og um margt merkileg. Hun fæddist í Hafnarfirði 13. apríl 1910, dóttir hjónanna Árna Sigurðssonar raf- stöðvarstjóra og trésmiðs og Sylvíu Isaksdóttur. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskólanum 1927, hélt síðan áfram námi í Kvennaskólanum í Reykjavík og sótti síðar námskeið í skriftar- kennslu og öðrum handmennta- greinum. Arin 1939-44 kenndi hún skrift og handavinnu við Flens- borgarskólann og var síðan próf- dómari við skólann í þessum grein- um í mörg ár. 10. nóvember 1934 giftist Ingi- björg Hallsteini Hinrikssyni íþrótta- kennara. Hallsteinn var upprunninn austur í Mýrdal, hafði stundað nám í Samvinnuskólanum (og hafði mik- ið dálæti á Jónasi frá Hriflu alla tíð síðan) og íþróttakennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hann fluttist til Hafnarfjarðar 1929, ráðinn til starfa sem íþróttakennari við báða skólana, barnaskólann og Flens- borgarskólann. Á fyrsta ári sínu í bænum beitti hann sér fyrir stofn- um Fimleikafélags Hafnaríjarðar — FH — og var aðalþjálfari þess í mörgum íþróttagreinum í mörg ár. Sennilega er það handknattleikur- inn sem núna heldur nafni Hall- steins helst á lofti, — en hann kenndi Hafnfirðingum þá íþrótt og leiddi fyrstu hafnfirsku meistarana í henni til sigurs, en á þessum árum hafði hann þó meira dálæti á frjáls- um íþróttum, sem hann lagði eink- um stund á sjálfur með þeim árangri að verða íslandsmeistari bæði í hlaupum og stangarstökki. Þegar Hallsteinn og Ingibjörg giftust fluttu þau inn í nýbyggt hús á Tjarnarbraut 11, tvíbýlishús sem Hallsteinn og faðir minn, Olafur Þ. Kristjánsson, höfðu komið sér upp í sameiningu, en þeir voru þá samkennarar við Barnaskóla Hafn- arfjarðar. Á efri hæðinni í því húsi (miðhæðinni eftir að Hallsteinn byggði þriðju hæðina til viðbótar) bjuggu þau alla tíð meðan Hall- steinn lifði, en hann dó 10. október 1974, sjötugur að aldri. En síðustu árin bjó hún á Víðivangi 12, í sama húsi og dóttir hennar Sylvía. Þau Ingibjörg og Hallsteinn eign- uðust fjögur börn. Elstur er Ingv- ar, f. 1935, prentverkfræðingur í Bandaríkjunum; þá Orn, f. 1941, prentari í Reykjavík; næst Sylvía, f. 1945, bankamaður og húsmóðir í Hafnarfirði; og yngstur er Geir, f. 1946, íþróttakennari í Hafnar- fírði. 011 vöndust börn þeirra íþróttaiðkunum frá blautu barns- beini og hafa náð langt á því sviði, Ingvar í ftjálsum íþróttum, einkum spjótkasti, en hin í handknattleik. Kjarninn í fyrsta meistaraflokks- liði FH í handknattleik, sem vakti verulega athygli, voru piltar í svip- uðum aldri og Ingvar og flestir þeirra áttu heima í næsta ná- grenni. Sumir höfðu verið heima- gangar á Tjarnarbraut 11 áður, eins og bræðurnir úr Snorrabak- aríi, Bergþór og Ragnar, en aðrir lögðu þangað oft leið sína eftir að þeir voru farnir að æfa íþróttina fyrir alvöru. Heimili Ingibjargar og Hallsteins var ævinlega opið þess- um piltum og stundum var þar býsna fjölmennt, jafnvel svo að það færi að minna á járnbrautarstöð. Hallsteinn hafði gaman af að tala og hann var af þeirri gerð að vita ævinlega upp á hár hvernig allt ætti að vera (og það var auðvitað alltaf allt öðruvísi en það raun- verulega var) og fór aldrei dult með skoðanir sínar, þótt hann að vísu ætti það til stundum að slá dálítið úr og í. Og þegar kom að helsta áhugasviði hans, íþróttunum, var hann mikill eldhugi, hafði mikinn metnað og dreymdi stóra drauma. Tíminn gat því liðið nokkuð hratt heima hjá Hallsteini, en Ingibjörg sá ævinlega til þess að öllu væri haldið í skorðum; hún var kjölfestan á heimilinu og einhvern veginn held ég að það hafi oftast komið í henn- ar hlut að sjá um það sem oft eru kallaðir „praktískir hlutir“ í heimil- isrekstrinum. Þetta og ýmislegt fleira rifjaðist upp þegar ég fékk fregnina um andlát Ingibjargar fyrir fáeinum dögum. Ég á þess því miður ekki kost að vera viðstaddur útför henn- ar, en vildi í staðinn með þessum fáu orðum votta henni virðingu mína og þakklæti fyrir gömul kynni. Með Ingibjörgu er gengin mikilhæf kona, traust og heilsteypt, sem hef- ur haft meiri áhrif á samtíð sína en ætla mætti í fljótu bragði, því að ég efast um að án hennar hefði Hallsteinn náð þeim árangri sem hann náði. Og eftir á að hyggja finnst mér ómetanlegt að hafa feng- ið tækifæri til að alast upp í nálægð þeirra hjóna, Ingibjargar og Hall- steins, og ég held að áhrifa frá þeim báðum eigi eftir að gæta hjá mér til æviloka. Kristján B. Ólafsson Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í dag kveðjum við hinstu kveðju, mikla sómakonu, frú Ingibjörgu Árnadóttur, sem lengst af ævi sinnar bjó á Tjarnarbraut 11 hér í bæ eins og eldri Hafnfirðingar vita. Það hús og hennar heimili var höf- uðstöðvar FH-inga í nærfelld fjör- utíu ár. Ingibjörg var tíguleg kona og virðuleg í alla háttu. Hún starf- aði sem kennari og prófdómari við Flensborgarskóla í um þijátíu ár. Ingibjörg var gift Hallsteini Hin- rikssyni íþróttafrömuði. Þeirra far- sæla hjónaband gaf af sér fjögur glæsileg börn, sem öll urðu þekkt á sviði íþrótta og öll vqru valin til keppni með landsliðum íslands. Þau eru: Ingvar, prentverkfræðingur, kvæntur Edith Hallsteinsson, þau eiga fjögur börn og búa í Banda- ríkjunum; Orn, prentari, kvæntur Valgerði Eiríksdóttur, þau eiga tvo drengi og búa í Reykjavík; Sylvía, bankastarfsmaður, gift Helga Númasyni, þau eiga þijár stúlkur og eitt barnabarn og búa í Hafnar- firði og Geir, íþróttakennari, kvænt- ur Ingibjörgu Logadóttur og eiga þau fjögur börn og búa í Hafnar- firði. Starfi húsbóndans og þátttaka barnanna í íþróttum, fylgdi oft mik- ill erill og að sjálfsögðu kom þetta við heimilislífið á Tjarnarbraut 11 og starf húsmóðurinnar. Mikill fjöldi ungra Hafnfirðinga kom á heimili þeirra hjóna, þar hittust FH-ingar ■ oft fyrir leiki og mót, haldnir voru þár stjórnarfundir og annað er tilheyrir félagsskap sem FH. Frú Ingibjörg tók þessu öllu með einstakri ró og jafnaðargeði, hélt uppi aga og stjórnaði öllu að því er virtist án fyrirhafnar. Þeir fjöl- mörgu sem nutu gestrisni þar á heimilinu, minnast nú þeirra stunda með hlýhug og þakklæti. Þessar góðu minningar munu lengi lifa í hugum FH-inga. Þarna var FH mótað. Það er ljóst hver áhrif Hall- steins heitins í mótun FH voru en áhrif húsmóðurinnar hafa verið minna áberandi. Þó er ljóst að Ingi- björg með hógværð sinni kom víða við í uppbyggingu félagsins og átti hún t.d. verulegan þátt í mótun gamla FH-merkisins og keppnis- búnings FH-inga. Fyrir þetta vildu FH-ingar þakka og kusu hana heið- ursfélaga á 45 ára afmæli félagsins 1974. Ingibjörg bjó síðustu árin i góðu sambýli við dóttur sína og í ná- grenni við börn sín og fjölskyldur þeirra. Lengst af var hún heilsu- hraust, en nú síðustu mánuði átti hún við erfið veikindi að stríða. Eins og oft áðut- reyndi þá á per- sónuleika hennar og brást ekki ró hennar og yfirvegun, á þessum erf- iðu tímum. Nú rétt fyrir síðustu jól, kom elsti sonurinn heim frá Bandaríkjunum til að kveðja móður sína því ljóst var að hveiju stefndi, þar á milli hefur alla tíð ríkt mikil hlýja og ástúð. Um leið og við FH-ingar sendum fjölskyldu Ingibjargar dýpstu sam- úðarkveðjur, sendum við hlýjar kveðjur til Ingvars og íjölskyldu sem ekki eiga þess kost að vera viðstödd á þéssari kveðjustund. Blessuð sé minning Ingibjargar Árnadóttur, megi minning um góða konu, móður og ömmu sefa sorg aðstandenda. Leiðrétting í minningargrein í blaðinu, sl. miðvikudag, um Dagbjörtu Eiríks- dóttur, brenglaðist frásögnin í einni málsgrein. Um leið og hún er birt hér eins og hún átti að hljóða er beðist velvirðingar á mistökunum: Ekki svo að skilja að hana hafi skort menntun. Hún stóð vel að vígi faglega, en hún hafði meira í farteskinu. Hún hafði til að bera hæfileika sem allir sannir uppalend- ur hafa, skilyrðislausa virðingu fyr- ir barninu sem jafningja og það sem e.t.v. var enn dýrmætara, kímni- gáfu og einlægni, sem gerði henni kleift að skilja barnshugann og ná þangað sem flestum fullorðnum er fyrirmunað. Kvöldstund með EDDIE SKOLLER laugardaginn 20. jan. og sunnu- daginn 21. jan. kl. 20.30. Miðasala í Islensku óperunni. Opiðkl. 15-19. Múlalundur BREFA- BINDIN j frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 VIÐSKIPTATÆKNI Aukín samkeppni í verslun og víð- skíptum kallar á sérhæft nám í hernaðarlist viðskiptanna. Raunhæf dæmi krufin tíl mergjar, farið yfir gmnnatríði og nýjar baráttuaðferðir í stjórnun og stefnumótun , Qármálum og markaðsmálum. 92 tímar. Skráning hafm í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST! Ráðstefna um ÞÝÐINGAR Á TÖLVUÖLD Reykjavík, miðvikudaginn 24. janúar 1990 IBM á íslandi og Orðabók Háskólans efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Þýðingar á tölvuöld“ hinn 24. janúar nk. kl. 10:00-16:45. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 5 ára samstarfsafmæli Orðabókarinnar og IBM á sl. ári. Vandaðar þýðingar skipta miklu fyrir framvindu og rækt íslensks máls. Vel fer á því að ráðstefna um þetta efni skuli haldin nú í framhaldi af málræktarátaki því sem staðið hefur yfir að undanfbmu að fmmkvæði menntamálaráð- herra. Undanfarin ár hefur Orðabók Háskólans unnið að um- fangsmiklum þýðingum tölvuforrita og tölvubóka fyrir IBM á Islandi. Því þótti vel til fundið að samstarfsafmælisins yrði minnst með ráðstefnu þar sem fjallað yrði um þýðing- ar frá sem flestum sjónarhomum, mismunandi þýðingar- svið og notkun tölvutækninnar við þýðingar. Alls verða fluttir níu fyrirlestrar á ráðstefnunni þar sem fjallað verður um bókmenntaþýðingar, biblíuþýðingar, orðabókaþýðing- ar, íðorðaþýðingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðingar og þýðingarstarf IBM í alþjóð- legu samhengi. Ræðumenn verða: Kristján Árnason, bók- menntafræðingur, Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri, Jón Hilmar Jónsson, orðabókarritstjóri, Sigrún Helgadóttir, tölfræðingur, Njörður P. Njarðvík, dósent, Stefán Briem, eðlisfræðingur, Helga Jónsdóttir, deildarstjóri, Höskuldur Þráinsson, prófessor, Heimir Pálsson, cand.mag. og Örn Kaldalóns, deildarstjóri. Ráðstefnustjóri verður dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- fræðingur. Ráðstefnan fer fram í AKOGES-salnum í Sigtúni 3, en í því húsi er þýðingastöð Orðabókar Háskólans. Þátttakend- um verður einnig kynnt starfsemi þýðingastöðvarinnar. Þátttöku skal tilkynna til IBM í síma 91-697790 eða til þýðingadeildar OH í síma 91-68 60 15 fyrir 22. janúar nk. I tsalan lótus . 1 álClrt ÁLFTAMÝRI 7, SÍMI 35522

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.