Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 40
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA 40 -......................................’............ M0Á6tó:BLA£)iD FíkiéxiiDA(i6ÍR ík! m'Oik'íéðó1)! ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - Heimsþekkt gæúavara [ Gólfdúkur frá kr. 595,- 3 Teppi frá kr. 3ó8,- ^ Grensásvegi 18. 25 ár í fararbroddi ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - V r I Samkort JE, 11 SIEMENS Uppþvottavél SR 1623 • Breidd: 45 sm. • 6 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Hljóðlát og vandvirk. • Hentar vel þar sem • fáir eru í heimili eða þrengsli mikil í eldhúsi. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 * Ingibjörg Arnadóttir Hafimrfírði — Minning Fædd 13. apríl 1910 Dáin 10. janúar 1990 Elskuleg tengdamóðir mín, Ingi- björg Árnadóttir, er látin. Hún fæddist 13. apríl 1910 í Hafnar- firði, en þar bjó hún alla tíð. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sylvía ísaks- dóttir og Árni Sigurðsson trésmiður og fyrsti rafvirki á íslandi. Ingi- björg var næstelst fjögurra systk- ina: Ingvar var elstur, en hann drukknaði aðeins 21 árs árið 1930: Guðmundur, sem býr á Sunnuvegi í Hafnarfirði, kvæntur Grétu Líndal og eiga þau tvö börn og yngst var Hrefna sem lést um aldur fram árið 1984. Ingibjörg ólst upp í bæ sem ný- verið hafði fengið kaupstaðarrétt- indi og fylgst hún vel með upp- byggingu hans og þroska, ef svo má að orði komast. 10. nóvember 1934 giftist" hún Hallsteini Hinrikssyni íþróttakenn- ara, sem með sanni hefur verið kallaður faðir handknattleiks á ís- landi. Saman stofnuðu þau heimili á Tjarnarbraut 11. Það hús byggðu þau í félagi við hjónin Ragnhildi Gísladóttur og Ólaf Þ. Kristjánsson fyrrum skólastjóra. Börnin urðu fjögur: Ingvar bú- settur í Kaliforníu og kvæntur þar- lendri konu, Edith, og eiga þau fjög- ur börn; Öm, sem kvæntur er Val- gerði Eiríksdóttur og eiga þau tvo syni; Sylvía, sem gift er Helga Númasyni og eiga þau þijár dætur og eina dótturdóttur, og Geir sem kvæntur er Ingibjörgu Logadóttur og eiga þau fjögur börn. Ingibjörg lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1930 og kenndi hún hannyrðir um tíma við Flensborgarskóiann, en hennar starfsvettvangur var fyrst og fremst heimilið þar sem hún af sínum alkunna myndarbrag batt fjölskylduna saman ásamt því að halda opnu húsi fyrir heilu hand- bolta- og íþróttahópa Hallsteins. Ég er þess fullviss að hafnfirskur handknattleikur væri ekki í dag í þeim bióma sem raun ber vitni nema af því Ingibjörg gaf eftir allan þann tíma sem brautryðjandinn þurfti í upphafi til þess að leggja hornstein- inn og hlúa að handknattleiksíþrótt- inni sem hún þurfti til þess að festa rætur. Og það hefur svo sannarlega tekist. Ingibjörg átti því láni að fagna að kynnast mörgu góðu fólki í gegnum íþróttirnar og fékk hún iðulega heimsóknir frá FH-ingum og t.a.m. alltaf á aðfangadag. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað slíkar heimsóknir glöddu hana. 10. október 1974 lést Hallsteinn og starfaði Ingibjörg þá um nokkra hríð á Sólvangi, en fluttist til dóttur t Ég þakka innilega öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu mér samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför sonar míns, EINARS SIGFÚSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigurðardóttir. t Þökkum innilega hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLILJU PÉTURSDÓTTUR, áður Hofsvallagötu 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvítabandsins fyrir mjög góða umönnun. Guðmunda Kjartansdóttir, Guðmundur Sveinjónsson, Haraldur Kjartansson, Ingibjörg Hannesdóttir, Halldór Kjartansson, og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður,^ tengdaföður og afa, BENEDIKTS SVEINBJARNARSONAR, Lyngbrekku, Biskupstungum. Ólöf Helgadóttir Sveinbjörn Benediktsson, Olga Thorarensen, Helgi Benediktsson, Jón Benediktsson, Nicole Chene, Hjörtur Benediktsson, Signe Reidun Skarsbö, Ólafur Grétar Óskarsson, Steinunn Thorarensen og barnabörn. + Sendum öjlum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SIGMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, áður til heimilis á Seljalandsvegi 64a, ísafirði. Hugheilar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Jakobsdóttir, Jóna Valgerður og Guðm. H. Ingólfsson, Þrúður og Sturla Þórðarson, Fjóla Guðrún og Valdimar Nielsen, Laufey Erla og Pálmi Stefánsson, Freyja og Keld Nörgaard, Guðjón Arnar og Barbara Kristjánsson, Matthildur Herborg og Guðm. Kr. Kristjánsson, Jakob Kristján og Þorgerður Halldórsdóttir, Anna Karen og Einar Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. sinnar árið 1979 og bjó þar síðan. Nú um nokkurt skeið hafa fjórir ættliðir búið saman á Víðivangi 12 og hefur sú sambúð verið öllum aðilum sérstaklega ánægjuleg. Ingibjörg var sér þess mjög meðvit- uð hver ól upp yngri kynslóðirnar og var þar af leiðandi ekki með stöðugar aðfinnslur í þeirra garð, enda sóttu börnin í að spjalla við ömmu og höfðu gott af. Það er drepið á dyr. Innfyrir heyrist hljótt fótatak. Hurðinni er lokið upp hljóð- lega. Gestinum er boðið inn af hlý- hug. Fasið er hljótt, öruggt og þægilegt. Þetta er það andrúmsloft sem öllum börnum er nauðsynlegt og sem við-öll þráum að vera í, en virðist því miður á undanhaldi. Ingibjörg var glæsileg kona, vel greind, víðlesin og skemmtileg. Margar góðar og eftirminnilegar stundir koma fram í hugann frá liðnum árum sem ég geymi, enda reyndist hún mér alla tíð sem hinn traustasti vinur. Hún var sérstak- lega þægileg í öllu viðmóti, ákaflega skapgóð og það svo ég man hana aldrei hafa skipt skapi. Þó var hún langt frá því að vara skaplaus því hún var með ákveðnar lífsskoðanir og þær breyttust ekki frá einum degi til annars. Einnig hafði hún til að bera mikinn me'tnað sem birt- ist best í því sem hún tók að sér. Það var gert af festu, alúð og um- fram allt vandvirkni. Og til verka kunni hún vel, orðlögð hannyrða- kona. Með Ingibjörgu Árnadóttur er gengin hin mætasta kona. Bless- uð sé og veri minning hennar. Helgi Númason Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem). Elsku amma okkar er dáin. Hún hefur nú fengið svar við einni af stærstu spurningum mannlegs lífs. Oft sátum við með henni og rædd- um þessa spurningu ásamt fleirum. Til ömmu var svo gott að koma, alltaf var gott að tala við hana og gaman að hlusta á hana segja frá. Amma vissi svo mikið og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Hún hafði svo breitt áhugasvið, þar sem ekkert var undanskilið. Amma var ein af þeim sem gat sagt frá sínum yngri árum, þannig að það vakti athygli okkar unga fólksins. Það var kannski vegna þess að þrátt fyrir að vera sjötíu og níu ára hafði hún þann fágæta hæfileika að geta sest niður með okkur og rætt við okkur sem jafningja. Margt kemur upp í hugann sem orð megna ekki að lýsa, en einung- is minningar geta geymt. Amma var í okkar huga meira en „bara“ amma, hún var líka góður vinur sem gott var að leita til. Amma átti auðvelt með að tala við alla og al- veg undir það síðasta gátum við komið til hennar og rætt málin. Amma var skemmtilegur og góður félagi og í okkar huga varð hún aldrei gömul. Hún var alltaf jafn jákvæð og létt í skapi. Hvort sem um var að ræða heim- sókn til ömmu á Tjarnó eða ömmu í Sullu var alltaf tekið vel á móti okkúr og munum við aldrei gleyma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.