Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 12 Núll lausnin eftirHannes G. Sigurðsson Sú samningsniðurstaða sem kennd hefur verið við heiti þessarar greinar felst ekki í því, eins og ein- hverjum gæti dottið í hug, að taka upp gömlu núllin, annað eða bæði, sem skorin voru af krónunni hér um árið. Þvert á móti er hugmynd- in sú, að beita öllum þeim ráðum, sem menn telja raunhæf, til þess að breytingar á verðlagi verði sem allra minnstar. í viðskiptalöndum okkar hefur verið samfelldur, mikill hagvöxtur um lengra skeið en menn hafa átt að venjast. Þessi þróun mun halda áfram samkvæmt nýlegri spá OECD og verður hagvöxtur tæp 3% þetta ár og næsta. Þetta telja sérfræðingar OECD sjálfir vera varkára spá því spár taki ekki mið af áhrifum afnáms viðskiptahindr- ana, skipulagsbreytinga atvinnulífs og aukinnar samkeppni. Á árabilinu 1987-1990 verður hagvöxtur sam- tals rúm 11% í OECÐ-löndunum, en samdráttur hér á landi tæp 5% og mismunur á hagvexti því tæp 17%. Þar sem fólksfjölgun er meiri hér á landi en í viðskiptalöndunum höfum við dregist enn meira aftur úr á hvern mann. Barátta annarra landa gegn verðbólgu hefur skilað árangri Eftir langvinna og sársaukafulla baráttu OECD-landanna við verð- bólguna, fyrst og fremst með því að beita háum vöxtum, sem kostað hefur töluvert atvinnuleysi, hefur tekist að ná henni tiltölulega stöð- ugri við um 4,5% að meðaltali. Þetta er þó álitið allt of hátt, því mark- mið flestra ríkisstjórna í viðskipta- löndum okkar er að verðbólgu verði útrýmt. Til þess að svo geti orðið í reynd er horft til aukins stöðug- leika í gengismálum, nýrra vinnu- bragða í kjarasamningum, afgangs í rekstri ríkissjóðs og áframhald- andi aðhaldssamrar stefnu í pen- ingamálum. Þær tilraunir sem nú er verið að gera hér á landi í kjarasamningum verður að skoða í Ijósi efnahaglegs umhverfis okkar. Stöðugleiki í efnahagsmálum, skipulagsbreyt- ingar, m.a. niðurfelling og minnkun styrkja og niðurgreiðslna, og aukin samkeppni eiga dijúgan þátt í hag- vextinum umhverfis okkur. Ástand- ið hér á landi er að flestu leyti andhverfa þess sem gerist annars staðar, samdráttur ár eftir ár, litlar sem engar skipulagsbreytingar, misheppnaðar nýfjárfestingar og mikil og sveiflukennd verðbólga. Það er kominn tími til að þessari öfugþróun verði snúið við. Enginn græðir á verðbólgunni Vandfundinn er sá sem hefur hag af þeirri 20-25% verðbólgu sem við höfum búið við undanfarin ár. Eng- inn sýnist græða á verðbólgunni. Allir taka undir það að lítil sem engin verðbólga sé það ástand sem þeir sækjast eftir. Vandamálið er bara það að sumir vilja fá ákveðnar leiðréttingar fyrst, einhver réttlæt- ismál sem yfirleitt kosta tuga pró- senta hækkun þurfa að ganga fram, eða að kaupmáttinn þarf að auka. Eins má hugsa sér fyrirtæki sem áður en verðbólgan dettur niður þurfa að hækka fyrst. Ef öll gerðu það mynduðust sífellt ný hækkun- artilefni og verðbólgan héldi áfram. Leiðréttingar ekki á dagskrá Sú leið sem rædd hefur verið undanfarið gefur ekkert færi á leið- réttingum einstakra hópa eða kaup- máttaraukningu á þessu ári. Áherslur á slík mál leiða beint til þess að kjaradeilur færast í hefð- bundinn farveg og vítahringur launa, gengis og verðlags viðhelst enn um sinn, öllum til tjóns. Áhersla hefur verið lögð á þann ávinning sem launþegar og þjóðfélagsþegnar allir bera úr býtum ef verðbólga næst varanlega niður á sama stig og er í viðskiptalöndum okkar. Margt þarf að ganga upp Það er ekkert smáræðis átak að ná verðbólgu varanlega niður úr 25% í 5%. Sérstaklega í ljósi þeirrar minnkunar kaupmáttar sem átt héfur sér stað á tiltölulega stuttum tíma og þess, að verðbólguvænting- ar almennings og fyrirtækja eru miklar. Til þess duga ekki þessir samningar einir heldur verða þeir að vera fyrstir í röð margra slíkra sem byggðust á svipuðum forsend- um. Til þess þurfa einnig aðrar for- sendur að uppfyllast, m.a. eftirfar- andi. 1. Litlum, öflugum þrýstihópum launþega má ekki leyfast að sprengja launarammann. Um þetta eru allir sammála, nema e.t.v. þeir sem ætla sér meira en aðrir. Það er ekki hægt að þola það, að þessir hópar hag- nýti sér þá aðstöðu sem þeir komast í við þessar aðstæður og knýi fram aðra launastefnu sér til handa en myndast hefur í þjóðfélaginu í heild. Um mark- miðið eru menn sammála en aðferðirnar ekki. 2. Stjórn ríkisfjármála og peninga- mála verður að vera sveigjanleg og bregast verður þegar í stað við fyrstu merkjum um ofþenslu, til að koma í veg fyrir launa- skrið sem gera mundu verðlags- markmið að engu. 3. Snúa verður af braut stöðnunar í atvinnulífi og framkvæma nauðsynlegar skipulagsbreyt- ingar, m.a. í landbúnaði og vinnslukerfi hans, og auka sam- keppni sem leiðir til aukins að- halds að verðlagi og hagræðing- ar. Ávinningur launþega En hver er ávinningur launþega af samningum sem þessum til skamms tíma? Er ekki verið að tala um að kaupmáttur haldi áfram að rýrna á þessu ári? Jú, reyndar er það svo, en sú kaupmáttarrýmun er smávægileg og felst fyrst og fremst í leifum verðlagsáhrifa launa- og gengisbreytinga vetrar- ins, en þau áhrif eru að fjara út. Ávinningurinn af þessari leið, miðað við t.d. leið meiri kaup- og gengis- breytinga og þar með verðbólgu á þessu ári, er sá að nafnvextir lækk- uðu hratt og yrðu innan skamms á bilinu 10-15%. Ef verðbólga verður lítil og stöðug í lengri tíma skapast grundvöllur fyrir lækkun raun- vaxta. Minni vaxtakostnaður minnkar kostnað fyrirtækja og bætir lausafjárstöðu þeirra og minnkar þar með þrýsting á verð- lag. Kaupmáttur verður meiri en ella. Atvinnuleysi verður minna. Lækkun nafnvaxta á skammtíma- lánum húsbyggjenda og annarra sem vafðir eru skammtímaskulðum er margfalt meiri kjarabót en launa- hækkanir. Sá sem tekur 100.000 kr. lán til tveggja ára með fjórum afborgunum á ári greiðir 19.000 kr. við fyrstu afborgun ef vextir eru 30%, en 16.000 ef vextir eru 15%. Fram hefur komið að einstakl- ingar skulda allt að 14 milljarða króna í skammtímaskuldum og greiða 4 milljarða í vexti af þeim lánum á ári, m.v. 30% vexti. Helm- ings lækkun vaxta bætti stöðu þeirra um 2 milljarða. Verð á land- búnaðarafurðum Landbúnaðarvörur háðar mið- stýrðum verðákvörðunum hækkuðu mun meira en laun á síðasta ári, m.a. vegna þess að bændur fengu „leiðréttingu" á launalið, sem nam 19% umfram almenna launaþróun. Verð á mjólkurvörum og kindakjöti er allt of hátt og er þar að sönnu ekki við bændur eina að sakast, en vegna þessarar miklu umfram- hækkunar hafa samningsaðilar gert sér vonir um að ná mætti samkomu- STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra áréttaði með bréfi á ríkisstjórnarfundi á þriðjudagsmorgun, hvert væri hlutverk oddamanns yfirnefhdar verðlagsráðs sjávarútvegsins. Með þessu bréfi segist forsætis- ráðherra hafa viljað ítreka að lögum og reglum samkvæmt er oddamaður ekki fulltrúi rikis- stjórnar, heldur tilkvaddur odda- maður, og þær ákvarðanir sem hann kann að taka eru ekki ákvarðanir rikisstjórnarinnar. „Ástæða þessa er sú að í gegnum árin eru margir farnir að líta svo á, að þegar oddamaður samþykkir eitthvað, þá sé ríkisstjórnin þar með skuldbundin til þess að fella gengið eða eitthvað annað,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. Forsætisráðherra sagði að þetta hefði ekkert með orð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í Vestmannaeyjum í síðustu viku að gera, en þar sagði utanríkisráð- Hannes G. Sigurðsson „Lækkun nafiivaxta á skammtímalánum hús- byg-gjenda og annarra sem vafðir eru skammtímaskuldum er margfalt meiri kjarabót en launahækkanir. Sá sem tekur 100.000 kr. lán til tveggja ára með fjórum afborgunum á ári greiðir 19.000 kr. við fyrstu afborgun ef vextir eru 30%, en 16.000 ef vextir eru 15%.“ lagi við bændur og aðra sem að verðlagningu landbúnaðarafurða koma um að verð landbúnaðaraf- herra á fundi að hann teldi að fisk- verð gæti ekki hækkað meira en launahækkanir á vinnumarkaðnum yrðu, í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir. „Samkvæmt lögum er oddamað- ur yfirnefndarinnar forstjóri Þjóð- hagsstofnunar eða staðgengill hans. Hann er þar ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar eða samkvæmt tilnefningu hennar. Hann er þar einungis á eigin ábyrgð sem ein- markmið og aðgerðir samtakanna beinist fyrst og fremst að uppeldis- skilyrðum barna fyrstu æviárin, eða frá fæðingu og allt að 10 ára aldri. Á stofnfundi samtakanna hér á landi gerði Valborg Sigurðardóttir fyrrverandi skólastjóri grein fyrir markmiðum og starfsemi samtak- anna og Ármann Snævarr prófess- or, gerði grein fyrir tildrögum að stofnun íslandsdeildarinnar, upp- byggingu og skipulagi samtakanna og tengslum landsdeilda við þau. Meðlimir geta verið einstaklingar, stofnanir og félagasamtök, sem láta sér annt um velferð ungra barna. Bæjarráð Kópavogs hefur þegar samþykkt að gerast aðili að íslands- deildinni og leggja fram sem nemur fimm þúsund krónum á hvern leik- skóla í bænum. urða verði óbreytt alit þetta ár. Lítil verðbólga, lægri vextir og stöð- ugt verðlag á afurðum bænda ætti ekki síður að gagnast bændum en öðrum þjóðfélagsþegnum. Verð á opinberri þjónustu Ein forsenda umræddrar kjara- sáttar er að verðlag opinberrar þjónustu verði sem stöðugast. Það hefur vissulega vakið úlfúð í þjóð- félaginu að á meðan framleiðslu- og þjónustufyrirtækin hafa verið að bregðast við samdrætti með fækkun starfsmanna og niðurskurði hafa önnur lögmál gilt hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Krafan um óbreytt verð á opinberri þjónustu er krafa um aðhald í út- gjöldum og hagræðingu, en ekki hefðbundin viðbrögð þar sem vand- anum er ýtt á undan sér. Ekki meiri gengislækkun En fyrst og fremst byggir þessi hugmynd á því að útflutnings- og samkeppnisgreinarnar séu tilbúnar í þennan leik á grundvelli stöðugs gengis. Það er mat manna í þeim greinum að hægt væri að lifa með 2-3% kostnaðarhækkun á þessu ári, þrátt fyrir slæma afkomu um þessar mundir, því eftir töluverðu sé að slægjast í vaxtalækkun og horfur séu á því að afurðaverð hækki alla vega í takt við almenna verðþróun. Ljóst er að margir munu ekki lifa af við þessi skilyrði. En það er jafnframt ljóst að hver pró- senta í kostnaðarhækkun umfram umrædd þrjú prósent kallar á að það verði bætt upp í gengi og þá sé fjandinn laus. Valið stendur því ekki á milli margra leiða heldur þess að kostnaðarbreytingar verði það litlar að stöðugleiki í gengis- málum sé mögulegur eða að haldið verði áfram á braut hefðbundins vítahrings víxlhækkana launa, gengis og verðlags. Höfundur er hagfræðingur VSÍ. staklingur,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að ýmsir hefðu rætt um að ríkisvaldið ætti að kippa oddamanninum út úr ráðinu og láta samningsaðilana sjálfa um að velja oddamann, sem ekki væri ríkis- starfsmaður. En aðrir hefðu bent á að forstjóri Þjóðhagsstofnunar hefði svo mikla yfirsýn og þekkingu á stöðunni hveiju sinni, að rangt væri að taka hann úr ráðinu. Þetta hefði því orðið niðurstaðan. Stjórn félagsins skipa Valborg Sigurðardóttir fyrrverandi skóla- stjóri, formaður, Bergur Felixson framkvæmdastjóri, ritari og Ingi- björg K. Jónsdóttir forstöðumaður, gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru Helga Hannesdóttir geðlæknir og Svandís Skúladóttir deildarstjóri. Varamenn eru Ármann Snævarr prófessor, Áslaug Friðriksdóttir fyrrverandi skólastjóri, Halldór Hansen barna- læknir, Kristjana Stefánsdóttir dag- vistarfulltrúi og Selma Dóra Þor- steinsdóttir formaður Fóstrufélags íslands. Þéir sem óska að gerast stofn- félagar geta tilkynnt það til Bergs Felixsonar hjá Dagvist barna, Tryggvagötu 19, Reykjavík, fyrir 1. mars n.k. Forsætisráðherra: Oddamaður verðlagsráðs ekki fiilltrúi ríkisstj órnarinnar A Islandsdeild stofiiuð um uppeldi ungra barna STOFNUÐ hefúr verið íslandsdeild OMEP, sem eru alþjóðleg sam- tök um uppeldi ungra barna. Samtökin voru stofnuð í Prag árið 1948 í kjölfar síðari heimstyijaldarinnar. Láta þau sig einkum varða rétt barnsins í þjóðfélaginu og hafa á stefnuskrá sinni þau markmið að börn í öllum löndum heims njóti mannsæmandi lífsskilyrða, þroska- vænlegs uppeldis og menntunar. í frétt frá samtökunum segir, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.