Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Verkfalli Sleipnis
lauk á miðnætti:
Bíðum
viðbragða
viðsemj-
enda okkar
-segir Pálmi
Steingrímsson
VERKFALLI Bifreidastjórafc-
lagsins Sleipnis lauk á miðnætti,
en á félagsfundi í gærkvöldi var
ákveðið að bíða viðbragða frá við-
semjendum félagsins. Síðast var
- — sáttafundur haldinn 29. desember
^ á síðasta ári. Félagið verður að
boða til nýs verkfalls með sjö daga
íyrirvara.
Verkfallsverðir í Bifreiðastjórafé-
lagi Sleipnis gerðu í gær tilraun til
að stöðva rútu Vestfjarðaleiðar á
Hvaleyrarholti í gær án árangurs.
í rútunni voru starfsmenn á leið til
vinnu í álverinu í Straumvík. Þá
stöðvuðu verkfallsverðir á Akranesi
rútu sem ætlaði að flytja starfs-
_jnenn Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga til vinnu. Ríkissak-
sóknara hefur verið sent afrit af
kæru Vinnuveitendasambandsins í
gær á hendur verkfallsmanna í Bif-
reiðastjórafélaginu Sleipni. Pálmi
Steingrímsson, formaður félags
Bifreiðastjóra Landleiða, segir að
mun fieiri kærur séu í gangi vegna
verkfallsaðgerða Sleipnismanna en
fram hafi komið í fjölmiðlum.
Hæstaréttar-
málum fjölgar
HÆSTARÉTTI bárust 497 mál
á liðnu ári, þar af 36 gagnstefn-
ur. 305 málum var lokið með
dómi eða á annan hátt en 132
mál biðu málflutnings eða dóm
við áramót.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá slysstaðnum skömmu eftir áreksturinn.
Sjö manns á slysadeild eflt-
ir árekstur strætisvagna
SJÖ manns voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild eftir árekst-
ur tveggja strætisvagna á mótum Hofsvallagötu og Túngötu við
Landakot á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Enginn þeirra var tal-
inn lífshættulega slasaður, en tveir höfðu hlotið höfuðhögg og
flestir hinna áverka á höndum eða fótum. Fjöldi farþega var í
vögnunum og köstuðust þeir til þegar vagnarnir skullu saman.
Snjókoma var og hálka þegar slysið varð.
Annar vagnanna var á leið
norður Hofsvallagötu en hinn
vestur Túngötu. Göturnar mætast
í krappri beygju við íþróttahús ÍR
og þar á hominu rákust vagnarn-
ir saman. Farþegar sem stuttlega
var rætt við á staðnum sögðust
einskis hafa orðið varir fyrr en
vagnarnir rákust saman. Sex far-
þegar úr vagninum á leið eftir
Túngötu og ökumaður hins vagns-
ins þurftu aðstoðar sjúkraliðs við.
Einn farþeganna hlaut skurð á
höfði, annar fann til ógleði eftir
höfuðhögg, aðrir meiddust á fót-
um, handleggjum eða brjóstkassa.
Vagnstjórinn meiddist á fótum.
Fleiri farþegar munu hafa orðið
fyrir hnjaski og haft á orði að
leita til læknis.
Á staðnum voru engin hemlaför
sjáanleg eftir vagnana, sem báðir
eru mikið skemmdir og voru
dregnir í burtu.
Sjúkrabíll og leigubifreið skullu
saman á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar
í gærkvöldi, þar sem sjúkrabíllinn
ók yfir á rauðu ljósi. Hjón í
sjúkrabílnum og ökumaður leigu-
bifreiðarinnar voru flutt á slysa-
deild.
ASÍ, VSÍ og YMS:
Samningaviðræður hjá sátta-
semjara heQast á sunnudag
Á fyrra ári hafði Hæstarétti
borist 424 mál og hlutu þá 269
mál afgreiðslu. Hæstaréttarmálum
hefur fjölgað ár frá ári síðan 1983
er 238 mál bárust réttinum. Þá
var 246 málum lokið.
Aukning varð frá fyrra ári á
öllum tegundum mála sem bárust
Hæstarétti, hvort sem um var að
ræða kærur eða áfrýjanir í einka-
málum eða opinberum.
AÐILAR vinnumarkaðarins
ákváðu í gær að fresta frekari
viðræðum um nýja kjarasamn-
inga til næstkomandi sunnudags,
þegar boðaður hefur verið fund-
ur í húsnæði ríkissáttasemjara
klukkan 14. Gert er ráð fyrir að
þá heíjist efhislegar viðræður um
launatölur, hvernig tryggingum
verði fyrirkomið, samningstíma
og fleira, auk atriða sem snúa
að öðrum aðilum og skipta miklu
um hvort samningur sem byggir
á því að halda verðbólgu í skeíj-
um getur orðið að veruleika. Má
þar nefha lækkun vaxta, búvöru-
verð og verð á þjónustu opin-
berra stofnana. Gera má ráð fyr-
ir að það taki nokkra daga að fá
niðurstöðu í viðræðurnar og
frekari hlé verði ekki gerð á
þeim.
Alþýðusamband íslands var með
miðstjórnarfund í gær og á hann
komu formenn landssambanda ASÍ.
Að honum loknum funduðu for-
svarsmenn Alþýðusambands ís-
lands, Vinnuveitendasambands ís-
lands og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna og var þar ákveðið
að viðræður myndu hefjast á sunnu-
daginn, en tímanji þangað til munu
forustumenn ASI og Verkamanna-
sambandsins nota til að ljúka kynn-
ingu á þeim hugmyndum að kjara-
samningum sem ræddar hafa verið
við vinnuveitendur.
„Á sunnudaginn munum við setj-
ast niður í eiginlegar samningavið-
ræður,_ ef allt fer sem ætlað er,“
sagði Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, „og það er gert ráð fyrir sam-
felldu starfi með það fyrir augum
að fá Iyktir í það hvort þessi leið
gengur upp eða ekki.“
Hann sagði aðspurður að þau
fundarhöld sem hefðu verið í verka-
lýðshreyfingunni að undanförnu
hefðu að hans mati styrkt þessa
hugmynd að kjarasamningum og
aukið fylgi við hana. „Endanleg
afstaða manna ræðst svo auðvitað
af því hver endanleg niðurstaða
verður, því við höfum ekki verið að
tala út frá samningsuppkasti heldur
út frá ákveðinni hugmyndafræði.
Eg tel ekki vafa á að hugmyndinni
hefur aukist fylgi og þær umræður
sem hafa orðið á þessum fundum
hafa styrkt mig í þeirri trú,“ sagði
Ásmundur.
„Við munum setjast niður með
það að markmiði að klára samn-
ingsgerð sem byggir á þeirri hug-
myndafræði sem við höfum verið
að ræða undanfarna mánuði,“ sagði
Einar Oddur Kristjánsson, formað-
ur Vinnuveitendasambands Islands.
Hann sagði aðspurður gera sér heil-
miklar vonir um að viðræðurnar
myndu bera árangur, en það væri
ekki hægt að tímasetja hve langan
tíma það tæki, enda vandamálin
margvísleg „Það eru ákveðnir
þræðir sem við erum byrjaðir að
spinna og ég trúi því að okkur
muni takast þetta, þrátt fyrir mörg
vandkvæði og mikla erfiðleika.“
Andramálið:
Lausnar vænst á föstudag
ENGIN niðurstaða varð um málefni Andra I á fundi íslenzkra og
bandarískra embættismanna í Washington í gær og var annar fund-
ur ákveðinn á föstudaginn. Yngvi Yngvason, sendiherra, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að þetta væri Bandaríkja-
mönnum greinilega erfítt mál og hann vildi engu spá um úrslit
þess. Menn vonuðust eftir lausn á fóstudaginn, en þó gæti brugðið
til beggja vona að hans mati.
I íslenzku viðræðunefndinni
voru með Ingva þeir Hermann
Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, Guðmundur
Eiríksson sendiherra, og Hörður
Bjamason sendiráðunautur.
Bandarísku nefndina leiddi dr. Fox,
yfirmaður fiskveiðideildar við-
skiptaráðuneytisins, og með hon-
um voru starfsmenn þess ráðu-
neytis, utanríkisráðuneytisins og
sendiráðsins í Reykjavík.
Fiskiveiðiráð Norður-Kyrra-
hafsins fundar reglulega fjórum
sinnum á ári. Svo vill til að viku-
langur fundur ráðsins stendur nú
yfir í Anchorage. Ragnar Halldórs-
son, framkvaæmdastjóri ÍSÚF,
útgerðar Andra I, hefur verið kall-
aður þangað til að veita upplýsing-
ar, verði þess óskað af hálfu ráðs-
ins. Á dagskrá þess í dag eru botn-
fiskveiðar og því reiknað með að
málefni Andra verði þá tekin fyrir.
Sjá einnig frétt á bls. 2.