Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990 3 Steftit að stofiiun Evrópubanka fyrir apríllok: r. Island leggur fram 730 milljónir í ábyrgðum og beinum framlögum JÓN Sigurðsson, viðskipta- og bankaráðherra, gerði ríkis- stjórninni í gær grein fyrir fund- um þeim sem hann sótti í París fyrr í vikunni, en þeir voru haldnir að frumkvæði Francois Mitterrands Frakklandsforseta og var þar fjallað um stofhun Menntamálaráðherra: Kvikmyndasjóð- ur og kvik- myndasafii verði sameinuð SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær frumvarg um að Kvik- myndasjóður Islands og Kvik- myndasafh íslands verði samein- uð í einni stofriun, Kvikmynda- stofnun. Svavar sagði í samtali við Morgunblaðið að frumvarpið yrði lagt fyrir stjórnarflokkana í næstu viku. „Það er gert ráð fyrir ýmsum breytingum í þessu frumvarpi, bæði 'á úthlutunarkerfinu sjálfu, svo sem það að rágert er að út- hluta tvisvar á ári úr sjóðnum, en ekki einu sinni, eins og verið hef- ur. Þá er gert ráð fyrir því að sjóð- urinn geti veitt mönnum ábyrgð á þeim lánum sem þeir verða að taka, vegna kvikmyndaframleiðslunnar. I þriðja lagi er gert ráð fyrir því að fyrirtæki geti fengið skatt- fríðindi út á það að leggja fram fjármuni til kvikmyndagerðar,“ sagði menntamálaráðherra. Svavar sagði að ábyrgð sú sem sjóðurinn gæti veitt takmarkaðist af eignum sjóðsins, en ekki af eig- um ríkisins. Ráðgert væri að fjár- veitingar til Kvikmyndastofnunar- innar yrðu sambærilega við það sem þær hafa verið til kvikmynda- sjóðs og kvikmyndasafns. Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Hugmynd Frakka, að sögn bankaráðherra, er sú að slíkur banki greiði fyrir þeim breytingum sem nú eiga sér stað á hagkerfi Austur-Evrópuríkj- anna, frá miðstýrðum áætlunar- búskap til markaðshagkerfis. „Ég legg jafnframt á það áherslu að styðja þá þróun til fjölflokka lýðræðis og virðingar fyrir rétt- arríki og mannréttindum, sem von- andi er þarna að verða að veru- leika,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði að þetta hefði verið sögulegt fundahald, því að þarna hefðu setið í fyrsta sinn í áratugi fulltrúar frá Austur-Evrópuríkjum, öllum nema Albaníu, við sama borð og fulltrúar hinna vestrænu iðnað- arríkja innan OECD, til þess að ræða efnahagsmál og sameiginlega stofnun. Hann sagði að Frakkar hefðu upphaflega gert tillögu um. að stofnfé bankans yrði um 17 til 18 milljarðar dollara, en á þessum fundi hefði komið á daginn að víðtækt samkomulag er meðal Evrópuríkja um að stofnframlagið yrði um 12 milljarðar dollara, eða um 730 milljarðar íslenskra króna. Ráð væri gert fyrir því að inn- borgað hlutafé yrði 20 til 30% af þeirri upphæð. „Hlutur Islendinga í þessu gæti orðið um eða innan við 0,1%, sem jafngildir um 730 milljónum króna. Innborgaði hlutinn yrði þá um 220 milljónir króna, sem yrðu greiddar á allmörgum árum, eða fjórum til fimm árum. Það myndi jafngilda því að við greiddum 40 til 50 millj- ónir króna á ári,“ sagði bankaráð- herra. „Ég tel það að sjálfsögðu ljúfa skyldu hinna tekjuháu iðnríkja að styðja þessa þróun í Austur-Evr- ópu. Áherslan í þessu starfi verður fyrst og fremst lögð á að efla at- vinnuvegi sem byggja á einkafram- taki og markaðsbúskap,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði það hafa verið athyglisvert að hlýða á erindi Austur-Evrópufulltrúanna á fund- unum um þau miklu straumhvörf og þær geysilegu breytingar í hugs- unarhætti, sem þarna væri að eiga sér stað. „Það er kannski gleggsta dæmið um breytinguna að fulltrúi Tékka á þessum fundi gerði það að sinni tillögu, bæði í gamni og alvöru, að hentugt hús fyrir höfuð- stöðvar hins nýja banka væri safn marxisma-lenínisma, Gottwald- safnið í Prag,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að íslendingamir á fundinum hefðu lýst stuðningi við tillögu Dana um að höfuðstöðvarn- ar yrðu í Kaupmannahöfn, en ljóst væri að margar evrópskar borgir myndu sækjast eftir þeim. Auk ráðherra sóttu fundinn þeir Albert Guðmundsson, sendiherra, Birgir Árnason, aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra, og Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráð- herra. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að mikil áhersla sé lögð á að flýta undirbúningsvinnu vegna stofnunar hins nýja Evrópubanka eins og kostur sé, þannig að undir- ritun stofnskrár hans geti farið fram í mars eða apríl á þessu ári. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Islendingar skuli áfram taka fullan þátt í þessari undirbúningsvinnu. Samkvæmt starfsáætlun Alþing- is 1989-1990 er stefnt að þing- lausnum með fyrra fallinu eða 27. apríl nk. Þing verður því með styttra móti; starfstíminn framund- an aðeins um þrír mánuðir. Astæð- an er sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 26. maí nk. Trúlega falla þingfundir niður síðustu viku febrú- armánaðar vegna Norðurlandaráðs- fundar í Reykjavík. Hækkun lánskjaravísi- tölunnar desember/janúar: Verðbólgu- hraðinn 16,3 prósent Byggingarvísitalan hækkar um 3,3 pró- sent en launavísitalan stendur í stað VISITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 3,3% frá desember til janúar og má ætla að 2% þeirr- ar hækkunar megi rekja til upp- töku virðisaukaskatts um ára- mótin. Launavísitala janúarmán- aðar breyttist ekki og er sú sama og í desember, 112,7 stig. Hækk- un lánskjaravísitölunnar frá des- ember til janúar varð því 1,26%, en launa-, byggingar- og fram- færsluvísitala vega hver um sig þriðjung í grunni lánskjaravísi- tölunnar. Áður hefur komið fram að hækkun framfærsluvisitölunn- ar var 0,5%. Þessi hækkun lánskjaravísi- tölunnar jafngildir því að verðbólg- an hafi verið 16,3% síðastliðinn mánuð, en umreiknað til árshækk- unar jafngildir hækkunin síðustu þijá mánuði 17,9% verðbólgu. Hækkunin síðustu sex mánuði jafn- gildir 20,4% verðbólgu á heilu ári og hækkunin síðustu 12 mánuði er 21,1%. Af einstökum hækkunum bygg- ingarvísitölunnar frá desember til janúar má nefna að verð á steypu hækkaði um 9,7% sem olli 1,0% hækkun vísitölunnar, innihurðir hækkuðu um 9,3% sem hafði í för með sér 0,3% hækkun og hönnunar- kostnaður hækkaði um 14,2% sem olli 0,7% hækkun vísitölunnar, en síðastnefnda hækkunin á fyrst og fremst rætur að rekja til upptöku virðisaukaskattsins. Við útreikning byggingarvísi- tölunnar tekur Hagstofan tillit til endurgreiðslna virðisaukaskatts af byggingu íbúðarhúsnæðis vegna vinnu á byggingarstað. Án þessara endurgreíðslna hefði hækkun bygg- ingarvísitölunnar orðið 11,8%. Meðal mála sem tekizt verður á um fyrstu þingvikur verða stjórnar- frumvörp er varða nýtt umhverfis- málaráðuneyti, skatt á orkufyrir- tæki og hækkun á bifreiðagjaldi. Samkvæmt starfsáætluninni verður skýrsla umboðsmanns Al- þingis á dagskrá 15. marz nk. Síðasti skiladagur nýrra þingmála er 10. apríl nk. Skipulag Almannavama Reylga- víkur endurskoðað á árinu Gústaf Níelsson ráðinn verkeftiisstjóri ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurskoða skipulag Almannavarna Reykjavíkur, semja við björgunarsveitir um hjálparstörf og yfír- fara birgðir og búnað. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri og fram- kvæmdastjóri Almannavarna Reykjavíkur, segir að jarðhræring- arnar í San Francisco hafi ýtt við mönnum, að búa betur um hnútana hér. Gústaf Níelsson, skrifstofustjóri hjá Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins, hefur verið ráðinn til að stjórna verkefninu. Rúnar Bjarnason segir að þar sem hann sé sjálfur störfum hlað- inn hafi sérstakur verkefnisstjóri verið ráðinn til þess að þoka mál- um Almannavarna áfram. Eftir San Francisco-skjálftann á síðasta ári hafi menn þurft að horfast í augu við hættu á Suður- landsskjálfta, skjálftamiðja í báð- um tilvikum væri í grennd við þéttbýli. Þetta hafi ýtt á að Al- mannavarnir Reykjavíkur yrðu styrktar. Gústaf Níelsson hefur störf hjá Almannavömum Reykjavíkur í næstu viku og ætlað er að verk- efnið standi út árið. Að sögn Rúnars Bjarnasonar verður skipu- lag Almannavarna Reykjavíkur endurskoðað í samvinnu við Al- mannavarnir ríkisins. Þá verður athugað um samninga við björg- unarsveitir um hjálparstörf og kannað hvort unnt sé að koma búnaði fyrir í hverfisstöðvum gat- namálastjóra. Ennfremur þarf að sögn Rúnars að yfirfara birgðir og búnað Almannavarna. Alþingi hefur störf á mánudag Alþingi Islendinga, 112. löggjafarþing, hefur störf á ný, eftir hlé yfír jól og áramót, næstkomandi mánudag, 22. janúar. Þá verður fundur i sameinuði þingi. A dagskrá verða tillögur til þingsályktun- ar, m.a. flugmálaáætlun 1990-1993. Minnzt verður látins þingmanns, Odds heitins Olafssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.