Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 7
f MORGUNBLAÐIÐ ÍAUGARDAGUR 20. JANÍJAR }1990 7 Frystitogarinn Siglfírðingur: Fáum ekki að frysta síldarkvótann okkar - erum sviptir mögulegum tekjum upp á 15 til 17 milljónir, segir Ragnar Ólafsson, skipstjóri „VIÐ erum að fá sannkallaða demantssíld þessa dagana. Hún virðist núna fyrst vera að ganga inn á firðina og veiðar og Iryst- ing hafa gengið mjög vel. Hins vegar er það babb komið í bátinn að við fáum ekki að vera við þetta nema til laugardagsins. Þó við eigum eftir töluvert af kvóta að verðmæti 15 til 17 milljónir eftir frystingu og síldin sé stór og feit, fáum við ekki að halda áfram,“ sagði Ragnar Ólafsson, skipsljóri á frystitogaranum Sigl- fírðingi, í samtali við Morgun- blaðið. Siglfirðingur hefur verið við frystingu frá því í haust og alls fryst um 700 tonn. Togarinn er ekki að veiðum, en báturinn Haf- steinn sér um þá hlið málsins. Allur afli hans hefur verið heilfrystur um borð í Siglfirðingi fyrir Japans- markað og nú eru rúmlega 300 tonn eftir af kvótanum. Samkvæmt reglugerð frá sjávarútvegsráðu- neytinu skal þeim síldveiðum, sem leyfðar voru eftir áramótin, lokið þann 20. þessa mánaðar. Ragnar segist alveg undrandi á þeirri stífni sem þeir hafi mætt í sjávarútvegs- ráðuneytinu. „Það þýðir ekkert að ákveða það með einhverri dagsetningu hvort síldin er vinnsluhæf eða ekki. Menn verða að fara eftir staðreyndum og við erum að vinna 17 til 18% feita demantssíld, eigum eftir kvóta, sem skilar okkur tekjum upp á 15 til 17 milljónir króna og þá á að reka okkur í land. Maður skilur bara ekki svona vitleysu, það er verið að svipta okkur möguleika á veru- legum tekjum,“ sagði Ragnar Ól- afsson. Alltaf margar atvinnuaug- lýsingar á þessum árstíma MIKIÐ var auglýst eftir fólki til starfa í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Blaðið leitaði til þriggja manna sem starfa við atvinnum- iðlun til að inna þá álits á þessu og töldu tveir þeirra að á þessum árstíma væri alltaf auglýst meira eftir fólki. Einn þeirra sagðist fínna fyrir meiri bjartsýni hjá fólki, þótt erfítt væri að fullyrða um hvort atvinnuástand væri að batna. Þórir Þorvarðarson ráðningar- stjóri hjá Hagvangi sagði að seinni hluta nóvembermánaðar og í des- ember væri alltaf lítið auglýst eftir fólki, jafnvel þegar þensla var mik- il hér á landi. Hins vegar tækju atvinnurekendur við sér í byijun ársins og þá væri yfirleitt mikið um atvinnuauglýsingar. Þessi fjölgun á auglýsingum nú væri því ekki marktæk. Þórir sagði að ef til vill hefði það áhrif nú að ýmis fyrirtæki úti á landi og smærri fyrirtæki hefðu til þessa látið vinna bókhald sitt úti í bæ. Með virðisaukaskattinum þyrftu þessi fyrirtæki að gera upp- gjör mun oftar og það kallaði á fólk til starfa við bókhald þeirra. „Annars er ekkert sem bendir til þess að atvinnuástand sé að batna. Hér er engin nýsköpun svo dæmi sé tekið og ekkert að gerast," sagði hann. Teitur Lárusson sagðist aftur á móti vera bjartsýnn og honum finnst léttara hljóð í fólki. Þó væri ekkert áberandi meira sóst eftir fólki í vinnu og því erfitt að full- yrða hvort um raunverulega grósku væri að ræða á atvinnumarkaðnum. Fólk væri þó greinilega bjartsýnna á framtíðina en verið hefur. Guðni Jónsson sagði að réttast væri að sjá hvernig næsta helgi kæmi út áður en farið væri að dæma um hvort ásókn eftir fólkí til vinnu væri raunverulega að auk- ast. Síðastliðin helgi hefði verið sú fyrsta á árinu sem raunhæft var að auglýsa eftir fólki. Samkvæmt fyrri reynslu væri alltaf auglýst meira eftir fólki í janúar en mánuð- ina á undan. fer í hönd viljum við hjó SPORTLEIGUNNI kynno hino f jölþætiu þjónustu okkar 'A' SKÍÐALEIGA: Svigskíði - gönguskíði ★ SKÍÐAVÖRUVERSLUN: K2 amerísku toppskíðin og skíðabrettin, K2 skíðagallar. ALPINA skíðaskór. SALOMON skíðabindingar. RIESINGER vönduð og ódýr austurrísk barna- og unglinga- skíði. ELAN gönguskíði o.fl. o.fl. ★ SKÍÐAPAKKAR FRÁBÆR VERÐ ★ TÖKUM NOTAÐ UPP í NÝTT: Við tökum nýlegan og vel með farinn skíðabúnað upp í nýjan. ★ NOTADUR SKÍÐABÚNAÐUR: Mikið úrval af notuðum skíðabúnaði ó hagstæðu verði. ★ SKÍDAVIÐGERDIR OG ÞJÓNUSTA: Ásefning - vaxbræðsla - kantskerping - hólfsólun skíðabotns - heilsólun. SPORTLEIGAN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMAR 19800 - 13072. [slandsbanki hefúr boðið ríkinu Útvegsbankahúsið við Lækjar- torg til kaups fyrir dómhús. Kostnaður við dómhús talinn um 400 milljónir ÁKVÖRÐUN um hvar framtíðar- dómhúsi verður valinn staður liggur enn ekki fyrir. Að sögn Tryggva Sigurbjarnarsonar verkefhisstjóra} er verið að kanna hvort Útvegsbankahúsið við Lækjartorg, sem íslands- banki heftir boðið ríkinu til kaups eða húsnæði ÁTVR við Borgar- tún 7, henti sem dómhús. Kostn- aður vegna kaupa og breytinga á hvorum stað er talinn vera um 400 milljónir króna, samkvæmt frumkönnun. „Við erum að tala um hús fyrir sameiginlegan dómstól, það er sakadóm, borgardóm og dómstól í ávana- og fíkniefnum auk hluta af starfsemi borgarfógeta,“ sagði Tryggvi. Ljóst er að bæði húsin geta hýst dómstólinn en samkvæmt frumkönnun þyrfti að rífa nánast allt innan úr húsunum og innrétta þau á ný. „Samkvæmt gróflegri áætlun kostar Útvegsbankinn um 200 milljónir króna og annað eins fer í að innrétta húsið. Svipuð upp- hæð færi fyrir Borgartún 7 ef það er reiknað til verðs og er verið að bera saman þessa tvo kosti en svo er þriðji kosturinn alltaf til og það er að byggja nýtt hús, 3.000 til 3.500 fermetra að stærð fyrir sömu upphæð,“ sagði Tryggvi. SUBARU Touring Wagon 4WD GL 1.8, ' með beinni innspý“------- SUBARU - fjárfesting sem skilar sér i öryggi, ánœgju og endursölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.