Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 10
íé-----------— ÉgfteftfíétÁfelö' IiAÍÍQÁÍÍbÁtiÍJR! 20.1 jáiWjM:
Í9ð0
Flóabúið - saga Mjólk-
urbús Flóamanna í 60 ár
FLÓABÚIÐ, saga Mjólkurbús
Flóamanna í 60 ár, er komin út.
Höfúndar eru Sigurgrímur Jóns-
son, Jón Guðmundsson og Páll
Lýðsson. Mjólkurbúið gaf bókina
út í tilefni af 60 ára afmæli fyrir-
tækisins á síðasta ári. í ritnefnd
voru Birgir Guðmundsson, Há-
kon Sigurgrímsson og Jón Guð-
mundsson. Páll Lýðsson var rit-
stjóri verksins.
í inngangsorðum Harðar Sig-
urgrímssonar stjórnarfomanns
MBF segir m.a.: „í bókinni er sagt
frá undirbúningi að stofnun búsins
og fyrstu framkvæmdum. Undir-
búningurinn tengist hugmyndum
manna um nýtingu landgæða, Suð-
urlandsgrasinu sem var aukið með
komu áveitu á Flóa og Skeið. Nokk-
ur ræktun hófst um og upp úr alda-
mótum, þótt hún gengi hægt fram-
an af þar til vélar og tilbúinn áburð-
ur komu til sögu. A þeim tíma var
mikið rætt og ritað um þessi fram-
faramál. Menn sáu möguleikana
sem landið bauð upp á og leituðu
leiða til að nýta það. „Hér má reisa
heilt konungsríki," sagði Friðrik
konungur 8. þegar hann leit yfir
Suðurland af Kambabrún 1907.
Sem barn heyrði ég oft vitnað til
þessara orða. Þeirra tíma menn
höfðu gaman af þeim og ég held
að þau hafi vakið með þeim bjart-
sýni og kjark í átökunum við ný
Forsíða bókarkápu er teiknuð af
Jóni Kristinssyni í Lambey.
verkefni. Þar með er talin stofnun
MBF.“
Síðar í innganginum segir Hörð-
ur að 60 ára saga Mjólkurbús Flóa-
manna sé að hluta til þróunarsaga
Suðurlands og um leið þróunarsaga
íslensks þjóðfélags frá því að tækni-
öld gekk hér í garð. „Breytingin
er mikil í sveitum frá því að rekinn
var sjálfsþurftarbúskapur með
handafli og hestum við heyskap og
samgöngur en nú er komin tölvu-
Selfoss:
Brynleifiir gefiir ekki
kost á sér í prófkjöri
Selfossi.
„Ég hef'Setið í átta ár í sveitar-
stjóm á Selfossi og hef haft bæði
gagn og gaman af því. Astæðan
fyrir því að ég hætti er persónuleg.
Mér gefst nú færi á að nota tímann
til annarra hluta sem ég hef gaman
af. Ég skil við þetta starf með
nokkrum söknuði því maður verður
hluti af þessu eftir þetta langan
tíma en ég hef átt áhugavert og
gefandi samstarf við marga menn
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJORI
EINAR ÞÓRISSOIM LONG, solumaðjr
KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. löggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Suðuríbúð við Geitland
Glæsil. 5 herb. íb. á miðhæð rúmir 120 fm nettó. 2 saml. stofur með
stórum sólsvölum. Parket. Sérþvottah. Ágæt sameign. Góð eign á
góðum stað.
Raðhús - vinnupláss - skipti
Stórt og glæsil. endaraðh. á vinsælum stað í Seljahverfi með 6-7
herb. íb. á tveim hæðum. innréttingar og tæki af bestu gerð. Kjallari
um 90 fm, gott vinnuplás. Ræktuð lóð. Bflskúr 30,6 fm nettó. Eigna-
skipti mögul.
5-6 herb. sérhæðir
við Digranesveg, Rauðalæk, Tjarnarstíg og Laufás. Teikn. á skrifst.
Ennfremur til sölu við:
Dalsel 4ra herb. glæsil. endaíb. Sérþvottah. Bílhýsi.
Hraunbæ 4ra herb. góð ib. á 1. hæð. Nýl. eldhinnr. Nýl. gler.
Langholtsveg 4ra herb. aðalhæö í þríbýli. Mikið endurn. Gott verð.
Sporhamra glæsil. 3ja og 4ra herb. íb. í smíðum. Frábær greiðslukjör.
Óvenju hagkvæm skipti
Nýtt steinhús í Seljahverfi, tvær hæðir 104 + 108 fm með 6-7 herb.
íb. íbúðarhæft, næstum fullgert. Stór og góður bflskúr. Stór og góð
lóð að mestu frág. Mikil og góð langtímalán. Skipti æskileg á íb. í
nágr. með 4 svefnherb.
Opið í dag kl. 10.00 til 16.00
2ja herb. góðar íbúðir
óskast í borginni
gegn útborgun.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAM
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
stýrð vélvæðing og viðskiptabú-
skapur allsráðandi.
Bókin segir frá undirbúningi að
stofnun búsins og getur þeirra
manna sem börðust fyrir því máli
og sáu um fyrstu framkvæmdir og
byggingu búsins. Segir hér frá erf-
iðleikum og baráttu fyrstu áranna
undir oki heimskreppunnar. Þá seg-
ir í bókinni frá þeim félagsmálum
sem fylgja starfi þessa stóra sam-
vinnufélags. Félagsmálin eru sá
kaf li þessarar sögu sem ég vil biðja
unga fólkið að lesa með athygli og
hugleiða. Mjólkurbúið er lífakkeri
þessa hóps, hvort sem það eru
bændur eða starfsmenn búsins.
Bændur þurfa að láta vinna
mjólkina og koma henni á markað.
Til þess var þetta fyrirtæki stofnað.
Það hefur skilað sínu hlutverki vel
og tekur nú á móti rúmlega þriðj-
ungi þeirrar mjólkur sem framleidd
er í iandinu. Bændur hafa staðið
fast um búið, stjórnað því frá stofn-
un með færa fagmenn sér við hlið
og gert það sterkt. Aðrir gera þetta
ekki betur, þótt þeir tali um breytt
rekstrarform.
Fyrstu tankbílarnir sem komu til Mjólkurbús Flóamanna 1947. Brús-
arnir enn á sínum stað. Mynd úr 60 ára sögu Mjólkurbús Flóamanna.
Bændur geta ekki án Mjólkurbús
Flóamanna verið og starfsmenn
þess hafa unað hag sínum vel.
Mjólkurbúið hefur verið hjúasælt
eins og sagt var. Vonandi verður
svo áfram. Von okkar sem stöndum
að útgáfu þessarar bókar er sú að
eftir lestur hennar líti félagsmenn
og starfsmenn til framtíðarinnar
o g standi fast saman um hag Mjólk-
urbús Flóamanna.“
, Kaflafyrirsagnir eru: í fóstri hjá
Flóaáveitunni, Undir danskri leið-
sögn, íslendingar taka við stjórn,
Endurbygging Mjólkurbúsins,
Tankvæðingin, Tölvubylting á
tækniöld, Mjólkurbúið í dag og
Starfsmannafélag MBF. Aftast í
bókinni eru töflur um innvegna
mjólk og framleiðslu og skrár um
tilvísanir, myndir og nöfn. Bókin
er alls 307 blaðsíður að stærð,
myndir eru 150.
Bókin er prentuð hjá Prentsmiðju
Suðurlands, bókband annaðist Arn-
arfell.
BRYNLEIFUR H. Steingrímsson forseti bæjarsljórnar Selfoss gefúr
ekki kost á sér sjálfstæðismanna 20. janúar næstkomandi. Brynleifiir
skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu bæjarstjórn-
arkosningar.
á Selfossi og í samtökum sunn-
lenskra sveitarfélaga.
Hafi ég mótað störf bæjarstjórn-
ar á einhvern hátt þá hefur það
verið með varkárni í peningamálum
að leiðarljósi. Og maður ætlast til
þess að landstjórnin stjórni landinu
eins vel og við höfum stjórnað Sel-
fosskaupstað," sagði Brynleifur H.
Steingrímsson forseti bæjarstjómar
Selfoss.
itömsiM doéD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Meðan ég hef vit og rænu,
skal ég berjast gegn því ómáli
í fréttum að „taka yfir“ (e. talce
over) í merkingunni að taka við
eða ná völdum, taka við stjórn-
inni, fá völdin o.s.frv. Þóroddur
læknir sagðist hafa heyrt í frétt-
um um áramótin (og spratt upp
undir ósköpunum): „Alþýðan tók
yfir, og það gerði útslagið, að
herinn gekk í lið með henni.“
Já, ljótt er síratið, sagði hann
Gamalíel í Skeggsstöðum.
Ég heyrði aftur á móti að
Frakkar hefðu minnst 200 ára
byltingarafmælis með meira
„pomp en prakt“, og er mér
ekki með öllu ljós munurinn.
Mér sýnist af orðabókum að
pomp hafi afar svipaða merk-
ingu og prakt, hvort tveggja=
dýrð, skraut, viðhöfn.
Þá var í fréttayfirliti í sjón-
varpinu um áramótin sagt frá
því að verið hefði „vargöld og
véöld“. Nú vandast málið. I
Völuspá kemur orðið vargöld
að vísu fyrir. Það hefur verið
skýrt „úlfaöld“, kannski vegna
þess að á fornum ófriðartímum
hafi þessi kvikindi haft yfrið
hræja að hakka í sig. En „véöld“
þekki ég hvorki né finn. Vé er
helgidómur eða jafnvel griða-
staður, svo að samsetningin
„vargöld og véöld“ er mótsagna-
kennd. Nú hef ég með góðra
manna hjálp helst komist að
þeirri niðurstöðu að þama sé um
margslunginn samslátt að ræða.
Griðníðingar nefndust vargar í
véum. í Völuspá er ófriðartím-
inn ekki aðeins vargöld, heldur
og vindöld, skeggöld og skálm-
öld. Ætli þessar „aldir“ allar
hafi ekki runnið saman við orða-
sambandið vargur í véum og
til orðið „véöld“ í vanhugsuðu
eða ranghugsuðu samhengi?
★
Þegar presti þótti mest að kveða,
öfugt gaut hann aupnum
eins og naut í fjörbrotum.
(Árni Gíslason (1820-1898); stuðla-
fall, frárímað, mishent.)
★
Charles Egill Hirt sagði í bréfi
sínu (3): „Orðið óskilgetinn fer
fyrir brjóstið á mér, því sam-
kvæmt orðanna hljóðan táknar
það, að faðernið sé óþekkt. í
nýlegri frétt í Mbl. var sagt frá
því, að í Noregi væru um 50%
nýfæddra barna óskilgetin, en
það hlýtur að hafa verið átt við
að tiltekið hlutfall hafi_ fæðst
utan vígðrar sambúðar. Ég legg
til að orðið verði aðeins notað í
upprunalegri merkingu og nýtt
orð fundið til að greina þau böm
frá sem búa hjá báðum foreldr-
um sínum, þó ógiftir séu.“
Umsjónarmaður hefur á þessu
aðra skoðun en bréfritari og
styðst þar við orðabækur. Ef
menn vilja leggja Charles Agli
Hirt lið að þessu leyti, er orðið
auðvitað fijálst.
★
Ég var ekki ánægður með orð
mín í næstsíðasta þætti um orð-
takið að láta e-ð í ljós(i). Ég
hef allar götur frá menntaskóla-
ámnum sagt og skrifað að láta
í ljósi og leggst því ekki undir
höfuð að birta það sem hér fer
á eftir úr bók Helga Hálfdanar-
sonar, Skynsamleg orð og
skætingur, bls. 223-224:
„Láta í ljósi, skýra frá. Al-
gengara mun að segja láta íljós,
og um sinn mun ekkert orðtak
málsins þrælkað af meiri
grimmd. í fréttum útvarps og
blaða er naumast nokkur maður
sagður stynja upp orði, nema
hann láti eitthvað í ljós.
Þess er að geta, að afbrigðið
láta í Ijós er gamalt í máli og
hefur orðið fyrr til að álpast á
bók. En ósköp er það kauðalegt
við hlið hins fagra orðtaks láta
í ljósi. Freistandi er að ætla, að
það sé yngra, þrátt fyrir hærri
ritaldur, enda sé það misskilin
leiðrétting; sögnin láta var þá
talin merkja setja (færa á ein-
hvem stað), eins og hún tíðast
merkir; en þá hlaut ljós að
standa í þolfalli. Þarna merkti
láta hins vegar skiljast við (eða
yfirgefa), líkt og í orðalaginu
láta eftir (sig), og í lýsingar-
hættinum látinn (andaður). Að
láta e-n einan merkir ekki, að
honum sé stungið í einangrunar-
klefa, heldur að allir hverfi frá
honum. Að láta skoðun sína í
ljósi merkir því að skiijast svo
við málið, að ljóst sé. Að láta í
Ijósi er hliðstætt láta í friði eða
522. þáttur
láta uppi. Bókaldur gerðarinnar
láta í ljós hefur veitt henni þó
nokkurn myndugleik og lífsrétt.
Ljóður hennar er ekki heldur sá,
að hún misbjóði íslenzku beyg-
ingakerfi eða skaplegri setning-
argerð; svo hér er ekki um að
ræða „rétt“ mál eða „rangt“,
jafnvel þótt um ljóta afbökun
væri að ræða. Hins vegar er illa
farið, ef ósnotur bókstafsmerk-
ing hennar ætlar að víkja á bug
fögrum þokka orðtaksins iáta í
ljósi.“
★
Málvemd á stríðsámnum:
„Málverndarstofnun hefir
miklu hlutverki að sinna. Fram-
burður málsins er í sumum
landshlutum á hættulega leiðin-
legu breytingastigi. Það er engin
ofætlun að kippa þessu í lag og
keppa að því, að íslendingar
tali sem flestir móðurmál sitt
rétt og með þeim framburði, sem
fegurstur verður talinn.
Þarf til þess aðeins nokkra
stefnufestu og markvisst starf
um nokkurt árabil.
Þýðingar á erlendum bókum
ætti og að leggja undir dóm
málverndarstofnunarinnar. Þær,
sem ekki stæðust lágmarkskröf-
ur um meðferð málsins, ætti að
banna útgáfu á. [Svo]. Hins veg-
ar fengju þeir þýðendur, sem
stæðust gagnrýnina, einskonar
meðmæli eða jafnvel óbeinlínis
löggildingu sem þýðendur.
Málverndarstofnun á að hafa
það hlutverk, að gæta málsins
og rækta það á hveijum tíma.
Gjöldum tungu okkar nokk-
urn skatt af því fé, sem að miklu
leyti hefir óverðskuldað rekið á
fjörur okkar í bili.
Stofnum málvarnasjóð til
minningar um Snorra.
Hve stór hann verður fer eftir
því, hve hátt við metum íslenzka
tungu og þjóðerni.“
(Forustugrein í Tímanum
14/4 1942.)
★
Vilfríður vestan kvað:
Já, það var hann Þorgeir á Kletti
með þónokkuð hugplegt smetti,
en ýmislegt annað
hálf aumlega hannað
og ekki upp í nösina á ketti.