Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
Sfld bemskulandsins
„teatralskar“ eins og það heitir á
norrænu fagmáli.
Slíkt þyrfti þó ekki að vera
galli ef leikmyndirnar hefðu
byggst á fijálsum myndrænum
leik, sem þó er sjaldgæft og hér
er ekki til að dreifa, því að auðséð ^
er á leikmyndum Siguijóns, sem
sýndar eru í formi litskyggna á
tjaldi á sýningunni, að hann hefur
verið trúr bundinni túlkun leikver-
kanna en þó á sinn sérstaka hátt.
Siguijón er þannig um margt
í sporum manna eins og hins nafn-
kunna Dana, Svend Johansen,
sem var i senn málari og leik-
myndahönnuður, en var jafnan
með leikhúsið á heilanum er hann
málaði málverk sín. Þannig eru
staðlaðar formrænar endurtekn-
ingar eins og eftir forskrift, það
sem mest er áberandi á sýning-
unni, en hvorki hrein formræn né
myndræn glíma.
Myndirnar eru nostursamlega
útfærðar og minna um margt á
stílfærðar ljósmyndir, en ekki veit
eg þó hvort listamaðurinn hafi
stuðst . við ljósmyndir, en það
skiptir mun minna máli en sjálf
útfærslan.
Þijár myndir á sýningunni
þykja mér alveg í sérflokki um
myndræn vinnubrögð, og þar sem
samanþjöppuð heildin skilar sér
vafningalaust, sem eru „Ríkiseld-
ar“ (15), „Ég ætlaði ofan“ (24)
og „Peningalykt“ (37).
Það er vissulega löng leið frá
klippimyndum Siguijóns Jóhanns-
sonar í anda pop-listarinnar frá
1965 og til þessara mynda og er
líkast sem hann hafi haft enda-
Stef við landið
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í upphafi var bernskan og þá
vilja menn ólmir komast til vits
og þroska, en svo er árin líða ligg-
ur leiðin til bernskunnar aftur,
þrá eftir birtu liðinna daga.
Þessi hringrás er öllum ljós og
kemur fram í myndlistinni jafnt
sem öðrum listgreinum, en þó eru
þeir til, er halda áfram að þrosk-
ast fram í rauðan dauðann og líta
aldrei til baka. En það eru undan-
tekningar frá reglunni.
Leikmyndasmiðurinn Sigurjón
Jóhannsson, sem er frá hinum
margrómaða síldarbæ Siglufirði
og hafði að leik- og lífssviði hin
myndrænu síldarplön þar, virðist
þó ekki vera nein undantekning
frá reglunni.
Eftir að hann hleypti heimdrag-
anum lá leið hans í myndlistar-
skóla í Reykjavík og hann stund-
aði lengi vel nám í fijálsri mynd-
list ásamt því að vera vel virkur
á því sviði um skeið, en gerðist
svo nafnkenndur leikmyndahönn-
uðu og starfaði sem slíkur í aldar-
fjórðung.
En fyrir tveim árum söðlaði
hann yfir í fijálsu myndlistina
aftur og tengdist síðasta verkefni
hans fyrir leiksvið sfldarárunum á
Siglufirði og virðist hann hafa lif-
að sig algjörlega inn í það verk,
því að allar athafnir hans í mál-
aralistinni snúast í kringum það
mikla ævintýri.
Siguijón er því ekki einn af
þeim sem hafa unnið í einhverri
bundinni hliðargrein myndlistar-
innar, en söðlar svo yfir í fijálsa
myndlist og reynir um leið að
gleyma öllu sem tengdist brauðst-
ritinu áður. Þvert á móti virka
myndir þær sem hann sýnir í
Listasafni ASÍ um þessar mundir
sem beint framhald af íeikmynda-
hönnuninni, hafa meiri svip í for-
rissum að leikmyndum en sjálf-
stæðum verkum og eru þannig í
hæsta máta leikhúslegar eða
Það er af hinu góða er listsýn-
ing kemur á óvart og býr yfir
meiri 'safa og vaxtarmagni en
maður átti von á.
Fyrir nokkrum árum hélt Pétur
Halldórsson, sem þekktari var
fyrir grafíska hönnun en tilþrif
með pentskúfinn, flestum að
óvörum málvekasýningu.
Þá einkenndust vinnubrögð
hans af óhömdum tilfinninga-
blossa í anda þess villtasta sem
verið var að gera á þeim tíma,
og ekki var þá verra að hafa kenn-
ingar Einars Pálssonar sér til full-
tingis og ábyggilega jafn gildur
bakhjarl og'' hver önnur goða-
fræði. Margur ungur málarinn
má nefnilega varla setja þríhym-
ing né feming á dúk, að ekki sé
einhver fræðingurinn með það
sama farinn að tengja gjörð hans
við ástir og örlög úr fornsögum
eða goðafræði og er það iðulega
fjarska skondin lesning.
Eitt sinn sóttu ýmsir málarar
myndefni stíft til fomsagna og
goðafræði og þótti ófínt, en nú
era menn teknir að tengja allt
mögulegt og að því er helst verð-
ur séð gjörsamlega óskyldum at-
riðum við hið sama og þykir mjög
fínt.
En það sem framformin, sem
allur heimurinn byggist á, era svo
fá, þá er það sjálfgefið að það sé
fjarska auðvelt, að renna ein-
hveijum stoðum að slíkum kenn-
ingum.
Síðastliðinn laugardag opnaði
Pétur sýningu á 22 málverkum í
kjallarasölum Norræna hússins,
sem era af þeirri stærð að þau
fylla auðveldlega báða salina og
era allar myndirnar málaðar með
olíulitum. Að þessu sinni gefur
hann fornum goðum og táknum
frí, en heldur sér þess meira við
sjálft innihald lita og forma og
áhrifamátt þeirra í hinni fjöl-
þættustu úrvinnslu.
Og það er eins og við manninn
mælt, að þessi nýju verk hans eru
mun áhrifaríkari og betur máluð
• > • P
skipti á tímarásinni, eins og hann
sjálfur hefur gefið í skyn. Og þrátt
fyrir að það geti verið fullgilt og
sé ekkert eindsdæmi í myndlist-
inni þá skynjar maður meiri
myndræna lifun í málaðri klippi-
mynd listamannsins frá 1965, sem
um þessar mundir hangir uppi í
Listasafni íslands, en í nokkurri
myndanna á þessari sýningu.
Pétur Halldórsson
en á fyrri sýningunni og nokkrar
myndanna myndu sóma sér vel á
sýningum sjóaðra atvinnumálara.
Nefni ég hér máli mínu til full-
tingis myndirnar „Vegur“ (4),
„Landslag" (6), „Stigi“ (9),
„Hreppamörk,, (13) og „Steinn“
(16).
Þetta era allar á sinn hátt vel
málaðar myndir, sem listamaður-
inn hefur lagt líf og sál í og hann
kemst merkilega vel frá þeim
sumum, miðað við það að þetta
er hans önnur sýning og að hann
vinnur þetta í hjáverkum frá erli-
sömu brauðstritinu.
Myndirnar era einhvem veginn
svo ferskar og búa yfir dýpri
myndrænni lifun en maður hefur
áður séð í vinnubrögðum hans.
Einkum vakti myndin Hreppa-
mörk athygli mína fyrir það hve
sterk hún er og heil þrátt fyrir
flókna og fjölþætta byggingu og
verður að telja hana hápunkt sýn-
ingarinnar.
Hinu er svo ekki að leyna að
innan um finnast mun lausari
myndir, þar sem listamaðurinn er
eins og úti að aka og ókennileg
fuglaform skjóta upp kollinum,
ijúfa og raska myndbyggingu.
Vera má að sýningin virki svona
vel á mig vegna hinna miklu fram-
fara sem ég þykist kenna í bestu
myndunum, en ég hef þó engan
fyrirvara á því að það leynist
dijúgur málari í Pétri Halldórs-
syni.
1
I
f
Svart regn; ágætis afþreying i það heila tekið.
Regnvotar götur o g neonljós
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Svart Regrn („Black Rain“). Sýnd
í Háskólabíói. Leikstjóri: Ridley
Scott. Aðalhlutverk: Michael Dou-
glas, Andy Garcia, Ken Takakura
og Kate Capshaw.
Leikstjórnareinkenni Ridleys
Scotts era útum alla hans nýjustu
mynd, þrillerinn Svart regn. Göt-
umar era alltaf regnvotar, neonljósin
blikkandi og skær, birtan dimm og
drungaleg og borgarlífið iðar af of-
beldi og glæpum. Svart regn er mjög
frambærilegur þriller en þú fínnur
ekkert nýtt í stflnum hans Scotts.
Þú fínnur hins vegar svolítið nýtt
og ferskt umhverfí, sem er glæpa-
mannahverfí Osaka,.og nýjan og
léttgeggjaðan Michaeí Douglas í að-
alhlutverkinu. Hann er órökuð og illa
til höfð New York-Iögga sem ásamt
félága sínum, leiknum af hinum vina-
lega Andy Garcia, er sendur til Jap-
ans með innfæddan sadista og ma-
fíósa. Sá sleppur úr höndum þeirra
á flugvellinum í Osaka og þeir reyna
að hafa uppá honum aftur með núll
skilning á því hvemig hlutimir ganga
fyrir sig í Japan.
Douglas er skemmtílega krampað-
ur í hlutverkinu, ekki óspilltur sjálfur
í leit að öðravísi lögguímynd og gef-
ur myndinni heilmikla innspýtingu,
óróa og ósvífínn kraft.
Myndin er tekin í Osaka en varla
þeirri sem túristar kynnast. Sögu-
sviðið er ofbeldisfullt næturlíf stór-
borgarinnar með stríðandi fylkingar
japönsku mafíunnar í bakgranni,
leikurinn berst inná lögreglustöðvar,
bóndabýli og það er að finna a.m.k.
eina ómissandi skotbardagasenu í
verksmiðju. Scott virðist miða að því
að gera umhverfið allt mjög fram-
andlegt og dulúðugt. Hann stefnir á
leyndardóma lítt þekkts menningar-
svæðis og tekst að blanda þeim
skemmtilega inní þrillerinn og undir-
strikar það með góðri, áhrifaríkri'
tónlist.
Spennan er mjög góð lengst af,
hasarínn hraður og harður. Aukaper-
sónumar era allar mjög góðar með
Garcia í fararbroddi ogjapönsku týp-
urnar, sérstaklega sadistinn, halda
manni við efnið. Hnökrar eins og
langsótt ástæða yfirkrimmans til að
hefna sín á Bandaríkjunum vilja týn-
ast í regnvota stílnum en Scott end-
ar myndina fullmikið og að ástæðu-
lausu eins og Tinnabækumar enduðu
hér eiiju sinni.
Yfir það heila tekið þó er Svart
regn ágætis afþreying. Stundum
súper.
Haltur styður blindan
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó:
Skollaleikur — See No Evil —
Hear No Evil
Leikstjóri Arthur Hiller. Aðal-
leikendur Richard Pryor, Gene
Wilder, Joan Severance.
Bandarísk. Columbia 1989.
Þeir Wilder og Pryor leiddu
saman hesta sína fyrir áratug eða
svo, (Stir Crazy), með slíkum
ágætis árangri að furðulegt má
teljast að einstakir gamnanleik-
hæfileikar þeirra hafa ekki verið
tvinnaðir saman aftur fyrr en nú.
Undirstaða skopsins í Skollaleik
er heldur óvenjulegt, því það bygg-
ist á blindu Pryors og heyrnar-
leysi Wilders! Grín að fötlun
manna er heldur gráleitt gaman,
en engum ætti að þykja við þá
meðferð sem það fær hér í ærsla-
leik þeirra félaga. Boðskapurinn,
ef einhver er í þessum brokkgenga
farsa, er öllu heldur sá að mönnum
■ er f lest mögulegt ef viljinn er fyr-
ir hendi.
Þeir kumpánarnir kynnast er
Pryor ræður sig til starfa hjá
blaðasalanum Wilder. Sú sam-
vinna verður heldur endaslepp þar
sem þeir lenda óðara í höndum
lögreglunnar, granaðir um morð.
Tekst að sleppa og hafa uppá ód-
ámunum í lokin.
Þetta makalausa grínleikarapar
nýtur sín langsamlega best þegar
skopið er lágstemmt og meira
reynir á þroskaðan látbragðsleik-
inn en útþvældan groddahúmor
sem er full fyrirferðarmikill einsog
oft áður i gamanmyndum félag-
anna. Efnið býður uppá aragrúa
skoplegra aðstæðna sem einum
sex handritshöfundum nýtast illa.
En Wilder og Pryor, sem tvímæla-
laust eru í fremstu röð spaugar-
anna vestra, una sér best undir
ómögulegum kringumstæðum,
strokka smjör úr undanrennunni
og gera Skollaleik að afþreyingu
sem ætti að létta skapið hjá jafn-
vel hinum örgustu fýlupokum! Og
ekki kæmi mér á óvart þó eggj-
andi fótleggir Severance eigi eftir
að koma við sögu í draumum fag-.
urkera á munaðarlegri beinabygg-
ingu ...
KLUÐURSLEGT
KVENNASTÚSS
-- r
Bíóhöllin
Vogun vinnur — Worth Winning
Leikstjóri Will MacKenzie. Aðal-
leikendur Mark Harmon, Madel-
eine Stowe, Lesley Ann Warren,
Maria Halvöe. Bandarísk. 20th
Century Fox 1989.
Æjæja, enn einn hraðsoðinn
samtíningurinn ofan í kvikmynda-|
hungraðan æskulýðinn. Oruggai'
smágróðagildrur sem gerðar eru á
mettíma, fyrir slikk — á Hollywood-
vísu — . frumsýndar samtímis í
hundruðum kvikmyndahúsa þar
sem þær ganga í svosem tvær til
þrjár vikur og deyja síðan drottni
sínum og gleymast að eilífu. Svo
metnaður af einhveiju tæi kemur
hvergi við sögu.
Vogun vinnur er hvorki betri né
verri en obbinn af þessum samsetn-
ingi. Harmon leikur alræmdan
pilsaveiðara sem veðjar við vini sína
að hann geti lagt og fengið gifting-
artilboð frá hvaða þrem konum sem
þeir velja. Astin kemur til sögunnar
og ekki þarf að spyija að leikslok-
um.
Heldur ámátlegt, alltsaman.
Harmon, sem er^ reyndar ekki
jafnlélegur leikari og virðist hér,
reynir að ná sjarma gömlu kvenna-
gullanna sem voru í tísku fyrr á
öldinni. En þrátt fyrir netta fegurð
barnsrassins vantar mikið uppá að
piltur sé nokkur Gable eða Grant
og svo sem þokkalegasta hugmynd
sofnar útaf í vandræðagang og
aulafyndni. Stúlkurnar í aðalhlut-
verkunum reyna að gera það sem
þær geta úr heldur niðurlægjandi
rullum um Evudætur og stormar
af þeim kynþokkinn. Fyrir þá sem
kaupa Playboy vegna miðopnunnar
og unglinga í vandræðum með að
slátra tímanum.