Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 13
MORGUNBIAÐIK EMJÖARDAGUK 29ir|ANUAR )}Q90 íslenzkir unglingar sýna erlendis ________Frímerki______________ Jón Aðalsteinn Jónsson Frímerkjasýningar erlendis hefur oft borið á góma í þessum þáttum og þá venjulegast í sambandi við þátttöku íslenzkra frímerkjasafnara í þeim. Að vonum er þessi þátttaka að jafnaði bundin við fullorðna safn- ara, sem hafa fengið verulega reynslu í söfnun frímerkja. Þess vegna er það vissulega ánægjuefni, þegar hægt er að segja frá þátttöku ungra safnara í erlendum sýning- um. Að sjálfsögðu má ekki búast við mjög miklu frá þeirra hálfu í fyrstu tilraunum, en „upphafið er til alls fyrst“, eins og máltækið segir. Á liðnu hausti gerðist einmitt það, að fjórir ungir félagar í Félagi frímerkjasafnara sendu söfn sín á erlendar sýningar. Ekki er það svo sem í fyrsta skiptið, því að áður höfðu tveir ungir safnarar tekið þátt í sænsku unglingasýningunni FRIMUNG 88 í Stokkhólmi árið 1988. Dagana 6.-8. okt. sl. héldu Norð- menn landssýningu fyrir unga frímerkjasafnara í bænum Skien. Nefndist sýningþessi SCHEEN ’89, en þetta nafn mun vera eldri rithátt- ur á bænum. Norska unglingasam- bandið NFU bauð unglingum frá öðrum Norðurlöndum að taka þátt í sýningunni. Hingað til lands barst einnig boð, enda erum við orðnir þátttakendur í samnorrænu ungl- ingasambandi. Þessir unglingar sýndu á SCHEEN ’89: Jón Einar Jónsson átti þar safn, sem nefnist Fuglar um víða veröld. Fyrir það hlaut hann silfrað brons. Haraldur Guðnason sýndi safn sitt, sem hann nefnir Flugvélar. Það fékk brons- verðlaun. Magnús Helgason sýndi safn, sem hann kallar Franskar nýlendur, og hlaut bronsverðlaun fýrir. Viggó Orn Jónsson sýndi safn, sem nefnist Yfirprentanir á merkj- um frá þýzkum stjórnarsvæðum, og hlaut það einnig bronsverðlaun. Þeir Magnús og Viggó Örn höfðu einmitt sýnt áður í Svíþjóð á árinu 1988. Dagana 13.-15. október sl. var svo haldin Norræn frímerkjasýning fyrir unglinga í Huskvarna í Svíþjóð, NORDJUNEX 89. Þar var þeim Jóni Einari, Haraldi og Viggó Emi boðið að sýna söfn sín utan dóma, enda vantaði eitt ár hjá þeim, til þess að þeir gætu samkv. reglum sýnt á slíkri sýningu. Allt um það voru söfn þeirra dæmd, og fengu þeir umsögn dómenda. Þessir ungu safnarar eru allir fæddir á árunum 1975 og 1976. Má örugglega vænta mikils af þeim innan samtaka ís- lenzkra frímerkjasafnara, ef þeir leggja áfram rækt við söfnun sína. Vil ég hér nota tækifærið, þó að seint sé, og óska þeim til hamingju með þennan árangur. DALSÝN 90 Pósthólf 29 620 Dalvík Frímerkjasýning á Dalvík í apríl nk. Dagana 20.-22. apríl 1990 heldur frímerkj aklúbþurinn Akka á Dalvík og í nágrenni frímerkjasýningu í íþróttahúsi Dalvíkur. Hefur hún hlotið nafnið DALSÝN 90. Verður stærð sýningarinnar um 150 ramm- ar í þremur deildum: kynningar- deild, samkeppnisdeild og svo deild fyrir nálaflokk. Samkv. þeim upp- lýsingum, sem ég hef fengið, verður einkum lögð áherzla á mótífsöfn, átthagasöfn og nútímasöfn frá Norðurlöndum. Auk þess mun verða þar alls konar sýningarefni af Eyja- fjarðarsvæði og ekki nærri allt, sem tengist beinlínis frímerkjum. Þá er gert ráð fyrir að sýna almennt íslenzkt frímerkjaefni, þar sem fram kemur fjölbreytt póstnotkun hér á landi. Sýningamefnd hefur boðið Þjóð- skjalasafni og Þjóðminjasafni að taka þátt í DALSÝN 90 með eitt- hvað af því ágæta efni, sem þessi söfn eiga og sýnir vel yfirlit yfir frímerkja- og póstsögu frá upphafi. Þetta efni hefur vissulega sézt áður á sýningum, en að sjálfsögðu er fengur í því fýrir norðlenzka safn- ara að geta nú virt það fyrir sér heima í héraði, ef svo má segja. Þá skilst mér, að jafnvel sé von á „góðum söfnum innlendra eigenda, sem áður eru ósýnd“, eins og það er orðað í tilkynningu, sem ég hef undir höndum. Þá mun vera leitað eftir völdu sýningarefni frá öðrum Norðurlöndum. Að sjálfsögðu verða ágæt verðlaun í boði fyrir þá, sem taka þátt í samkeppnisdeild. Eins verður gefinn út sérstakur minnis- peningur til ágóða fýrir sýninguna, enda kostar ekki svo lítið að koma frímerkjasýningu á fót. Loks er þess að geta, að Lands- samband íslenzkra frímerkjasafn- ara heldur landsþing sitt á Dalvík í tengslum við DALSÝN 90. Frá þessu verður greint betur síðar, þegar þættinum berast nánari upp- lýsingar um þessa viðburði í íslenzk- um frímerkjaheimi, sem fram eiga að fara á Dalvík í apríl nk. Hvert er fallegasta íslenzka frímerkið 1989? Á árinu 1989 gaf Póst- og síma- málastjórnin út fjórtán frímerki og að auki eina örk á Degi frímerkis- ins með þremur frímerkjum. Þannig komu út alls seytján frímerki, sem nota má til burðargjalds. Eins og um nokkur liðin ár efnir póststjórn- in til könnunar meðal frímerkja- safnara og annarra viðskiptamanna sinna um það, hvert frímerki menn telji fallegast frá liðnu ári. Eiga menn að merkja við það frímerki, sem þeir álíta fallegast, en jafn- framt við tvö önnur merki, sem þeim finnst koma þar næst á eftir. I þessu vali telst örkin sem eitt merki. Um leið og menn taka þátt í þessari skoðanakönnun um falleg- asta frímerki ársins, er til nokkurs að vinna sem fyrr. Dregin verða út 25 nöfn þátttakenda og hljóta þeir verðlaun fyrir. Eru þau árs- áskrift 1990 að íslenzkum frímerkj- um, þ.e. eitt fyrstadagsumslag og óstimpluð fjórblokk. Eyðublöð undir ' þessa „atkvæðagreiðslu” munu vera fáanleg á pósthúsum landsins, þótt þess sé ekki getið sérstaklega í tilkynningu póststjórnarinnar. Skilafrestur í könnun þessari er til 15. febrúar 1990. VERÐBRÉFASJÓÐIR ÞEIR SEM VÍB REKUR STÆKKUÐU MIKIÐ Á ÁRINU 1989. UM ÁRAMÓTIN VAR SAMANLÖGÐ STÆRÐ ÞEIRRA RÚMIR 2,3 MILLJARÐAR. VERÐBRÉFASJÓÐIR 9. janúar Avöxtun 1. janúar umfram Sölugengi veröbólgu siöustu: ftb) 3 mán. Omén. 12 mán. Fjárfestingarfélag íslands hf. Kjarabréf 4,520 6.0 7.5 8.5 Markbréf 2.401 8,4 8.6 9.4 Tekjubréf 1.885 7.3 7.7 8,6 Skyndibréf 1,364 6.0 6,2 7,1 Gengisbréf 2.022 — — —• Kaupþing hf. Einingabróf 1 4,553 8,1 8,2. 9.5 Einingabréf 2 2.506 6,0 6.5 6,6 Einíngabréf 3 2.994 9.4 9,9 10,7 Lífeyrisbréf 2,289 8.1 8.2 9,5 Skammtímabréf 1.556 6.0 6.5 7,5 Verðbréfam. islandsbanka Sjóðsbréfd 1 2,200 9.3 9.2 9.7 Sfóðsbréf 2 1,679 9,6 9.7 10,3 Sjóðsbréf 3 1,643 7.7 7.8 8,3 Sióðsbréf 4 1,297 9,1 9.5 — Vaxtarsjóðsbréf 1,5520 9.0 9,2 9,9 Avöxtun verðbréfasjóða, Morgunblaðið 9. janúar 1990 C. 24% B. 15 D. 38% JÚ10% E. 6% Sjóður 1 Sjóður 3 Valbréf I. ll Sjóður 2 Sjóður 4 Vaxtarbréf D. 12% A. Ríki, B. Sveitarfélög, C. Bankar og Sparisjóðir, D. Traust Fyrirtæki, E. Veðskuldabréf fyrirtækja og aðrar ábyrgðir, F. Veðskuldabréf, G. Hlutabréf, H. Bankar ogBæjarsjóðir, I. Skuldabréf með Sjálfskuldarábyrgð Sjóður 1 var 705 milljóniríupphaji pessa árs. Hann ereinkum œtlaóur peim sem vilja Jjárfesta í öruggum verbbréfum til lengri tíma. Sjóður 2 var 110 milljóniríupphafi pessa árs. Hann er œtladur peim sem vilja hafa reglulegar tekjur af sparifé sínu. Sjóður 3 var 734 milljóniríupphafi pessa árs. Hann er einkum ællaöur peim sem vilja geyma fésitt í stuttan tíma, 2-10 mánuhi. Sjóður 4 eryngsti sjóöurinn. Hann var 95 milljónir í upphaji pessa árs. Hann ereinkum œllaburpeim sem vilja spara til lengri tíma og njóta góörar ávöxtunar af hlutabréfum. Vaxtarbréf og Valbréf: VIB sér um rekstur Vaxtarsjóðsins hfog Valsjóösins hf. Eigendur Vaxtarbréfa og Valbréfa geta pví framvegis keypt og selt sín bréf í afgreidslu VIB ad Armúla 7 par sem peir hitta m.a. jyrir fyrrum starfsmenn Verdbréfamarkads Utvegsbankans. Helsta einkenni Vaxtarbréfanna erað pau má innleysa án kostnaðar 2 og 3 dag hvers mánabar. Valbréf má hins vegar innleysa fyrstu fimm daga hvers mánadarán innlausnargjalds. Þannig blandast i bádum tilfellum kostir langtíma ogskammlíma verdbréfasjóda. Vaxtarsjódurinn var 604 milijónir nú um áramótin, en Valsjódurinn 85 milljónir. Fjárfestingarstefna sjóbanna verbur ab mestu óbreytt áfram. Velkomin í VIB Nú um áramótin sameinuðust verðbréfamarkaðir Iðnaðarbankans, Alþýðubankans og Utvegsbankans og urðu Verðbréfamarkaður Islands- banka. Verðbréfamarkaður íslandsbanka tók þá við umsjón verðbréfasjóða verð- bréfamarkaðanna þriggja og innlausn hlutdeildarbréfaþeirra. Jafnframttók VIB að sér alla þjónustu á öðrum sviðum sem verðbréfamarkaðirnir þrír höfðu áður boðið. Verðbréfasjóðir þeir sem VIB rekur stækkuðumikiðáárinu 1989.Umára- mótin var samanlögð stærð þeirra um 2,3 milljarðar. Áfram verðuríylgtsömu fjárfestingarstefnu og áður, þ.e. að fjárfesta í öruggum verðbréfum ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Við hjá VIB bjóðum alla fyrri viðskiptavini VAL, VUB og VIB sem og nýja viðskiptavini velkomna til okkar í Armúla 7. Við leggjum áherslu á örugg verðbréf, góða ávöxtun og vandaða þjónustu. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.