Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 14

Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 20. JANÚAR 1990 Litið til baka Fyrri grein eftir Stefán Valgeirsson Um áramót velta menn því gjarnan fyrir sér hvaða lærdóm • sé hægt að draga af vegferðinni um liðið ár. Við þurfum að líta til baka til að gera okkur grein fyrir hvað hafi áunnist, hvað hefði mátt betur fara og síðast en ekki síst hver hafi verið alvarlegustu mistökin sem urðu á árinu sem var að líða. Hvað varðar framkvæmd efna- hagsmála tel ég að best hafi til tekist um viðreisn útflutningsat- vinnugreina fyrir atbeina Atvinnu- tryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs. Með auknu hlutafé og skuldbreyt- ingum hafa mörg útf lutningsfyrir- tæki orðið rekstrarhæf á ný. Pjár- magnskostnaður af þeirri fjárhæð sem skuldbreytt hefur verið mun hafa lækkað a.m.k. um helming fyrir utan innheimtu og lögfræði- kostnað. Þessi aðgerð leiddi til að at- vinnuástand var mun skárra á landinu en ýmsir höfðu gert ráð fyrir. En þrátt fyrir það var fólks- flótti af landsbyggðinni uggvæn- legur. Hvernig væri ástandið ef öllum þessum útflutningsfyrir- tækjum hefði verið lokað um lengri tíma eins og gerðist t.d. á Patreks- firði? Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu, fyrst og fremst vegna þess að forystusveit Sjálfstæðisflokksins lagðist mjög hart gegn því að Atvinnutrygging- arsjóður útflutningsgreina og síðar Hlutafjársjóður yrðu stofn- aðir til að koma í veg fyrir að fjöl- mörgum útflutningsfyrirtækjum yrði lokað. Þeirra leið var gjald- þrotaleiðin. Atvinnutryggingar- sjóður var kallaður ýmsum niðr- andi nöfnum t.d. skussasjóður, en nú eru þessi nöfn ekki nefnd og nú viðurkenna flestir, þ. á m. sjálf- stæðismenn, að umrædd aðgerð hafi bjargað framleiðslufyrirtækj- um á fjölmörgum stöðum í landinu og þar með komið í veg fyrir at- vinnuleysi. Hitt er annað mál að ekki er enn búið að afgreiða nokkur fyrir- tæki sem eru undirstaða atvinnu- lífsins í viðkomandi byggðum. Sumir ráðamenn segja að lausn þeirra mála sé ekki í sjónmáli. Staða flestra þessara fyrirtækja er ekkert eða lítið lakari en sumra þeirra sem fyrirgreiðslu hafa feng- ið. Það liggur einnig fyrir að dýr- asta leiðin, ef tekið er tillit til af- leiðinganna, er að gera þau gjald- þrota. Þess vegna verður að krefj- ast þess að hvert einasta fyrirtæki verði skoðað og allir þættir máls- ins metnir og það rökstutt án und- anbragða ef gjaldþrotaleiðin verð- ur valin. Það kann að vera að í einstökum tilfellum sé ekki hægt að komast hjá gjaldþrotum án þess að breyta lögum en þá þarf að athuga það. Á þessu ári hafa samt sem áður gengið yfir þjóðina fjöldagjaldþrot með skelfilegum afleiðingum. Fyr- irtæki og einstaklingar standa uppi eignalausir, fjölskyldur tvístrast og ekki eru horfur á að þessum hörmungum linni. Margar ástæður eru fyrir þessum gjald- þrotum. Erfitt er að gera áætlanir í verðbólguþjóðfélagi. Af verð- bólgunni leiðir breytjleg greiðslu- geta t.d. vegna minni launatekna í mörgum tilvikum, en aðalástæð- an er áhrifin af lánskjaravísi- tölunni og vaxtaokrinu. Að vísu verður að leita lengra aftur í tímann en til ársins 1989 til að rifja upp mistökin sem gerð voru, en það var þegar vextir voru gefnir frjálsir. Slík ákvörðun var byggð á reynslu annarra þjóða, sem búa við allt aðra atvinnuupp- byggingu og hagkerfi en við og miklu meiri stöðugleika. Vaxta- frelsið var eins og á stóð erlend eftiröpun og gerð án þess að menn gerðu sér ljóst hvernig yrði að halda á málum ef nokkur von átti að vera á því að slík aðgerð setti ekki allt úr böndunum. Frumskil- yrði fyrir vaxtafrelsi var að ríkis- sjóður væri rekinn hallalaus og þyrfti ekki á lánsfjármagni að halda. Þeir fjármálasnillingar sem ráð- ið hafa ferðinni, þ.e.a.s. í Seðla- banka, ríkisstjórn og fjármála- ráðuneyti, fóru öfugt að. Ríkis- sjóður var rekinn með halla ár eftir ár, einnig á góðu árunum og hallinn fjármagnaður að nokkru leyti með erlendum lántökum og einnig með sölu ríkisskuldabréfa og ríkisvíxla. Af þessu leiddi að skortur var á innlendu lánsfjár- magni og það orsakaði hækkun vaxta. Þó kastaði fyrst tólfunum eftir að ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar var mynduð 1987. Á fyrstu mánuðum þeirrar ríkisstjómar bauð ríkissjóður hærri og hærri vexti til þess að ríkisvíxlarnir seld- ust. Vextirnir meira en tvöföld- uðust á fyrstu fimm mánuðum hennar. Áðrir vextir hækkuðu hlutfallslega á sama tíma að sjálf- sögðu. Þetta ráðslag ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar er fyrst og fremst orsök þeirrar eignaupp- töku, þeirrar gjaldþrotahrinu og þess harmleiks sem hefur gengið yfir þjóðfélagið jafnt fyrirtæki sem einstaklinga og því miður sér ekki enn fyrir endann á. Þegar ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar var mynduð í september 1988 var eitt af aðal- áhersluatriðum í stefnu hennar að ná raunvöxtum niður í a.m.k. 6% og síðar var stefnt að því að ná þeim niður í 5%. Hvernig standa þau mál nú þegar árið 1990 geng- ur í garð? Lægstu raunvextir í bönkunum eru 6,50%, hygg ég að þessi vaxtakjör gildi aðeins um ríkistryggð lán. Almennir útláns- vextir eru lægstir hjá ríkisbönkun- um 7.5%, hjá einkabönkunum frá 7.5% upp í 8.25%, en þeir sem þurfa að láta skuldbreyta hjá sér verða að bera allt að 3% hærri vexti en að framan greinir og eru þeir þá allt að 9% að ógleymdum dráttarvöxtum fyrir þá sem í því lenda. Þetta eru kjörin sem þau fyrirtæki og einstaklingar verða að búa við sem em komnir með sín fjármál í ógöngur. Rangar ákvarðanir síðustu ríkisstjóma hafa orsakað það hvernig komið er fyrir þessum aðilum. Ég hef hvað eftir annað rætt þessi mál á Alþingi og átalið að Seðlabankinn skuli gefa lánastofn- unum heimild til þess að neyða þá sem em í erfiðleikum til að borga 2% vexti ofan á kjörvexti. Það er meira gert í orði en á borði af þessari ríkisstjórn sem öðram fyrrverandi ríkisstjórnum, loforðin reyndust létt á vigt, það er því ekki rétt að meðaltalsraunvextir Grundarfirði. LIONSMENN og kvenfélagskon- ur í Grundarfirði afhentu heilsu- gæslustöðinni hérna nýtt og mjög fullkomið lækningatæki fyrir skömmu. Tækið, sem er handhægt og auð- ■ KARLAKÓRINN Stefnir er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður opið hús í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 21. jan- úar kl. 15—18. Þar verður boðið upp á kaffiveitingar og Stefnir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperu- söngkona munu syngja nokkur lög. Allir em velkomnir, einkum styrkt- arfélagar kórsins og gamlir söngfé- lagar. Söngstjóri Stefnis er Lárus Sveinsson og Guðrún Guðmunds- dóttir er undirleikari. ■ ÓLAFUR Egilsson sendi- herra, afhenti A.I. Lukjanov vara- forseta Sovétríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Sov- étríkjunum hinn 17. janúar sl. séu 7% eins og hefur verið haldið fram. Ég hygg að þeir séu yfir 8% og þeir sem eru í mestum erfið- leikum eru látnir bera enn hærri vexti. Það er ef til vill í fullu sam- ræmi við þá siðblindu sem virðist ráða ferðinni hjá þeim sem vilja frelsi fjármagnsins. Ég vil einnig átelja söluna á Útvegsbankanum. Söluverðið á honum var langt undir eðlilegu verði. Ég mun taka þá sölu til umfjöllunar þegar endanlegar töl- ur liggja fyrir og þegar séð verður hvemig íslandsbanki stendur sig í samkeppninni við ríkisbankana. Mér kæmi það mjög á óvart ef útlánsvextir reyndust verða lægri þar en þeir verða í ríkisbönkunum. Bankamálaráðherra hefur afsakað söluverðið á Útvegsbankanum með því að verið væri að stuðla að samrana fjögurra banka sem myndi leiða það af sér að vextir lækkuðu. Við sjáum nú hvað ger- ist í þeim málum. Reynslan sker úr því. velt í flutningi, hefur tvö hiutverk. Það má nota til að fylgjast með hjartslætti hjá hjartasjúklingi og einnig er það notað við endurlífgun hjartasjúklinga. Heildarverð tækis- ins er um 665 þúsund krónur og söfnuðu Lionsmenn fyrir stærstum hluta kaupverðsins með sölu á rækju, skelfiski og reyktum laxi í Kolaportinu nú fyrir jól en til þess- arar söfnunar rann einnig ágóði af ljósaperusölu fyrr í haust og sölu jóladagatala. Kvenfélagið gaf krón- ur 100 þúsund. Það var Árni Halldórsson, for- maður Lionsklúbbs Grundarfjarðar, sem afhenti dr. Hallgrími Magnús- syni nýráðnum lækni heilsugæslu- stöðvarinnar tækið og sagði Hall- grímur þá meðal annars að hið nýja tæki gæti skipt sköpum fyrir hjartasjúklinga ekki síst þegar veð- urharka getur komið í veg fyrir að hægt sé að flytja fólk strax á spítala. NÚ ERUM VIÐ FLUTTIR Á LAUGAVEGINN — Ný og betrí hústtkynni — — Aukin og bætt þjónusto — — Atdrei meirn úrvol bílu — LAUGAVEGUR ~ =3 C mnfíifí nuifí LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695 660 - 695500 - Ragnheiður Höfundur er alþingismaður. Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar ásamt Árna Halldórssyni frá Li- ons og Auði Jónasdóttur frá kvenfélaginu. Frá vinstri Anna Dóra Tryggvadóttir, Þóra Guðjónsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir, Hallgrím- ur Magnússon, Árni Halldórsson og Auður Jónasdóttir. Grundarfjörður: Heilsugæslan á Grund- arfírði fær tækjagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.