Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
17
Erum við á réttri leið?
eftir Hríi fn Pálsson
Áhugi á meðferð ávana- og fíkni-
efnaneytenda hefur aukist hin síðari
ár. Nægir þar að nefna stofnanir
eins og geðdeildir sjúkrahúsa og
SÁÁ, sem hafa viðað að sér þekk-
ingu og reynslu í áranna rás, svo
og áhugamannafélög eins og Rauða
kross Islands, Vímulausa æsku,
Krössinn, Samhjálp og Krýsuvíkur-
samtökin, sem eiga mislangan feril
að baki og byggja á orku áhuga-
mennskunnar.
Árið 1989 voru mál ungra ávana-
og fíkniefnaneytenda mjög til um-
ræðu hjá stjórnvöldum enda sam-
þykkti ríkisstjómin að koma á fót
meðferðarheimili fyrir unga ávana-
og fíkniefnaneytendur á aldrinum
12 til 17 ára og var Unglingaheim-
ili ríkisins í samráði við samstarfs-
nefnd ráðuneyta í ávana- og fíkni-
efnamálum falið að hefja nauðsyn-
legan undirbúning á grundvelli til-
lagna hennar.
Fjármálaráðuneytinu var jafn-
framt falið að útvega húsnæði und-
ir meðferðarheimilið og hóf sam-
starfsnefnd þegar leit að heppileg-
um húsakosti og lét vandiega meta
þær húseignir, sem álitlegastar voru
taldar. Tillögur nefndarinnar um
vænlegustu húsakaupin í þessu
sambandi voru síðan lögð fyrir fjár-
málaráðuneytið til ákvörðunar og
sér nú fyrir endann á húsnæðismál-
um meðferðarheimilisins.
Þar sem hér er um að ræða afar
sérhæft og vandasamt verkefni leit-
aði samstarfsnefndin innan lands
sem utan eftir verðugri fyrirmynd,
sem gera mætti ábyrga tilraun með
á grundvelli þrautreyndra aðferða,
yfirgripsmikillar þekkingar og
víðtækrar reynslu.
Stjórnvöld kynntu fyrirætlanir
sínar og óskuðu eftir samstarfi við
innlendar stofnanir og áhuga-
mannasamtök og tóku flestir þeim
vel. Að vandlega athuguðu máli
varð Riverside Medical Center í
Minnesota í Bandaríkjunum fyrir
valinu og dr. Harvey Milkman gerð-
ur að umsjónarmanni verkefnisins
vestan hafs, en Einar Gylfi Jónsson
forstöðumaður Unglingaheimilis
ríkisins, umsjónarmaður þess hér,
enda meðferðarheimilinu ætlaður
Hrafh Pálsson
„Við komum til með að
byggja meðferðina fyr-
ir unga ávana- og fíkni-
efíianeytendur á með-
ferðarlíkani, sem er
með þeim viðurkennd-
ustu í heiminum í dag.“
staður á vegum þeirrar stofnunar.
Til að nálgast meðferðarlíkanið
var ákveðið að senda starfsmenn
fyrst í þjálfun og síðan að fá kenn-
ara þeirra til að fylgjast með starf-
seminni, uns tilrauninni væri lokið
og árangurinn ljós. Ákveðið er, að
tilraun þessi standi yfir næstu þrjú
árin. Að þeim tíma liðnum verðui
meðferð þessa hóps vonandi komir
í þann farveg, að allir megi vel við
una.
Oft hefur skipan mála verið met
þeim hætti hér á landi, að menr
hafa fundið hús, skipað sjálfa si£
til starfa og síðan leitað eftir skjól
stæðingum. Samstarfsnefnd ráðu-
neyta í ávana- og fíkniefnamálurr
valdi þá leið að hugsa fyrst urr
væntanlega skjólstæðinga, og vai
ríkisstjórnin nefnd sinni sammála.
Áhugavert verður að fylgjast mei
framvindu þessa verkefnis, því þa<
meðferðarlíkan sem nú er hafir
vinna við er um margt aðferðaleg:,
frábrugðið þeim, sem við höfum
kynnt okkur hingað til. Fyrst er
það, að tími sá sem aðalmeðferðin
tekur er mun styttri en áætlað var,
síðan eru þau úrræði sem þá taka
við mun fjölbreyttari og á færi fleiri
aðila en áður var álitið heppilegt.
Sé staldrað við og íhugað, hvernig
þessu er farið, þá er ljóst, að korn-
ungir fíklar eru í mótun eins og
annað ungt fólk og þurfa því hnit-
miðaða hjálp við að taka stefnu í
samræmi við getu þeirra og hæfi-
leika. Þá tekur sjálf afeitrunin og
nauðsynleg greining mun skemmri
tíma en áður var álitið. Auðvitað
byggist svo allur árangurinn á því,
að starfsliðið sé vel þjálfað og þjált
í störfum sínum.
Loks ber að geta þess, að kostn-
aðurinn við þessa meðferð er minni
en önnur hugsanleg úrræði, sem til
álita komu. Það er heldur ekki ver-
ið að reisa neitt bákn eða stofnun,
sem líklegt er að ekki verði ráðið
við er fram líða stundir. Hér er um
tilraun að ræða, sem byggist á nokk-
uð óstaðfestri þörf, því ekki er vit-
að, hve stór hún er í raun og veru.
Við komum til með að byggja
meðferðina fyrir unga ávana- og
fíkniefnaneytendur á meðferðarlík-
ani, sem er með þeim viðurkennd-
ustu í heiminum í dag. Við hljótum
því að vera á réttri leið.
Höfundur er formaður
samstarfsnefndar ráðuneyta í
ávana- og fíkniefnamálum.
SOLARKAFFI
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir
sínu árlega SÓLARKAFFI föstudags-
kvöldið 26. janúar nk.,
í Súlnasal, HÓTEL SÖGU.
Hófið hefst kl. 20.30 með rjúkandi heitu
kaffi og rjómapönnukökum. Vönduð
dagskrá.
AÐGANGSEYRIR kr. 1.200.-
Forsala aðgöngumiða verður í anddyri
Súlnasalar laugardaginn 20. janúar,
kl. 15-17, og sunnudaginn 21. janúar,
kl. 16-17.
Borð verða tekin frá á sama stað og tíma.
Miðapantanir auk þess í síma 83436 alla
virka daga.
STJÓRNIN
snmniKw
AKUITUR
Þegar við segjum:
„útsala!“
þá meinum við það..
Mættu á staðinn og
sjáðu úrvalið.