Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990 23 f gamla in aflanna í landinu. í nokkra ára- tugi hafa umræður af þessu tagi skotið upp kolli með nokkrum hlé- um. Undirleikurinn er gamalt stef með nýjum tilbrigðum. Stundum hafa menn gengið úr Alþýðuf lokknum til liðs við Sósíal- istaflokkinn eða Alþýðubandalag- ið á grundvelli samfylkingarhug- sjóna. En þess eru líka dæmi að menn hafa komið úr Alþýðubanda- laginu og gengið á ný til liðs við Alþýðuflokkinn á grundvelii sömu hugsjóna. Hannibal Valdimarsson klauf Alþýðuf lokkinn á sínum tíma með samfylkingarhugsjónina að vopni. Þá var stofnað út úr Alþýðu- flokknum Málfundafélag jafnað- armanna. Það var einskonar stökkpallur yfir til Sósíalista- flokksins og upp úr því samstarfi varð Alþýðubandalagið til. Það var mikil átakasaga sem öll var færð í búning stórra hugsjóna og kröfu nýs tíma. Síðar þurftu sömu menn að komast úr Alþýðubandalaginu yfir í Alþýðuflokkinn aftur. Þá vora stofnuð Samtök fijálslyndra og vinstri manna. Hugsjón þeirra var sú sama, að vera samfylkingarafl vinstri hreyfingarinnar í landinu. En sú fylking var aldrei sundur- lausari og veikari en einmitt á meðan sú hugsjón reis hæst í orð- skrúðinu. Innanmeinin eru undirrótin Nú hefur Alþýðubandalagið í Reykjavík verið klofið í tvær fylk- ingar. Nokkrir hugsjónamenn hafa stofnað félag undir heitinu Birting í þeim tilgangi að mynda farveg fyrir samfylkingu vinstri aflanna. Allt er.þetta með sama sniði og áður og röksemdafærslan sú hin sama. Vandræðagangurinn er sá að viðurkenna ekki innlimun ríkjanna þriggja í Sovétríkin. Út- sendingar útvarpsstöðvanna vora truflaðar í rúm 30 ár en talið er Þorsteinn Pálsson „En það hefur hins veg- ar vakið athygli margra þeirra sem fylgst hafa með þessari umræðu að fjölmiðlar skuli ekki hafa varpað fram spurningum um hugs- anlegt vanhæfi annarra stjórnenda bankastofti- ana. Ýmislegt bendir þó til þess að stærri álita- efni geti verið uppi í þeim efiíum en þetta mál sem hér hefur verið vikið að.“ sami og áður og hugsjónatalið jafn innantómt. Jafnan er það svo að það eru innanmein af ýmsu tagi sem eru undirrót þessara endurteknu sam- fylkingaatburða. Nú era það tvenns konar vandræði í Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi sem að 56 milljónir manna hafi að með- altali hlustað á þær á viku um miðjan þennan áratug. Starfsmenn gátu til skamms tíma ekki ferðast setja atburðarás af þessu tagi af stað enn einu sinni. Alþýðuflokkurinn hefur fyrir einhvem klaufaskap lokast inni í stjórnarsamstarfi þar sem hann hefur orðið að fórna grundvallar- atriðum í málatilbúnaði sínum undangengin ár. Fijálslyndir stuðningsmenn Alþýðuflokksins era því að snúa við honum baki. En í stað þess að snúa sér til þeirra aftur leita forystumennimir í vandræðum sínum að gamla úr- ræðinu um samfylkingu vinstri aflanna. Vandi Alþýðubandalagsins er af öðrum toga. Sósíalisminn hefur endanlega verið kveðinn í kútinn. Sú hugmyndafræði er búin að vera. Að vísu hefur pólitískt til- gangsleysi hijáð Alþýðubandalag- ið um nokkra hríð en um leið og múrarnir féllu í Austur-Evrópu stóð Alþýðubandalagið frammi fyrir kjósendum í nýju fötum keis- arans. Við það eru forystumenn- irnir feimnir. Og ráðvillt leitar hin nýja forysta í Alþýðubandaiaginu til gamla ráðsins um samfylkingu vinstri aflanna. Samfylkingarmenn með reynslu Svo stendur á um þessar mund- ir að formenn A-flokkanna hafa báðir verið í Alþýðubandalaginu en ekki samtímis. Þeir hafa báðir verið frambjóðendur fyrir Samtök fijálslyndra og vinstri manna. Það má því segja að þeir hafi langa og mikla reynslu af samfylkingar- starfi og vera má að það komi að góðu haldi að þessu sinni. Það samfýlkingartal sem nú fer fram snýst fyrst og fremst um framboð til sveitarstjórnakosn- inga. En um leið er verið að hóta fólkinu í landinu með áframhald- andi vinstra samstarfi að loknum næstu kosningum. Það er sérstakt athugunarefni fyrir fijálslynt fólk sem veitt hefur Alþýðuflokki og Framsóknarflokki brautargengi í kosningum. Nú sem fyrr hlýtur samfylkingartal vinstri manna að efla samstoðu fijálslyndra borg- aralegra afla í þjóðfélaginu. Höfundur erformaður Sjálfstæðisflokksins. til ríkja sem þeir fluttu fréttir til en þeir fylgdust þó náið með og rannsóknadeild RFE/RL þykir hafa eitt besta gagnasafn heims um nútímasögu kommúnistaríkjanna. Útsendingamar eru ekki lengur truflaðar og RFE hefur opnað skrifstofur í Búdapest og Varsjá. Útvarpsstjóri Útvarps Moskvu heimsótti höfuðstöðvarnar í Múnchen þegar hann var þar á ferð fyrir jólin. Það hefði verið óhugsandi fyrir fáeinum árum þeg- ar Radio Liberty var eitur í beinum þeirra sem eitthvað máttu sín í Sovétríkjunum og það gat haft al- varlegar afleiðingar að vera grip- inn við að hlusta á fréttirnar á bak við brakið og brestina í útvarps- tækjunum. FVéttaflutningur innlendra fjöl- miðla á hlustunarsvæði RFE/RL hefur gjörbreyst og stöðvarnar eru ekki lengur einar um „sannleik- ann“. Það hefur haft nokkur áhrif á dagskrárgerðina. Nú er meira um hringborðsumræður en áður og þau málefni tekin fyrir sem hlust- endur hafa óskað eftir upplýsingum um, til dæmis hvernig best sé að setja á fót lítið einkafyrirtæki í Póllandi eða hefja útgáfu vikublaðs í Búlgaríu. Fréttaflutningur af at- burðum í nágrannaríkjunum heldur áfram og áhersla er lögð á hluti sem verða útundan í fréttum ríkis- stöðvanna. Þeir era enn þó nokkr- ir, sérstaklega í Sovétríkjunum. Starfsmennirnir 1.740 era enn á varðbergi og ólíklegt þykir að bandaríska þingið ákveði að spara 174 milljónir dollara á ári (10,4 milljarða ísl. kr.) með því að leggja stöðvamar niður þótt kommúiiism- inn virðist að falli kominn. Radio Free Europe hefiir fært út kvíarnar og hér sést starfsmaður útvarpsins í Búdapest. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs ákveðin á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða ákveðin af dómne&id ráðsins í Helsingfors næstkomandi þriðjudag og afhent i lok febrúar í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Af hálfú Islands eru tilnefiidar ljóðabókin Dagur af degi eftir Matthías Johannessen og Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Verðlaunin nema 150.000 dönskum krónum. Fulltrúar íslands í dómnefnd era Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. Jóhann segir að sjaldan hafi verið lagðar fram jafn merkar bækur frá íslandi. „Ljóðabók Matt- híasar Johannessen, Dagur af degi, er ein af beztu bókum hans, kannski sú bezta, dæmi um kosti hans sem skálds og líka nýja áfanga í skáldskap. I Gunnlaðar sögu sækir Svava Jakobsdóttir líkt og Matthías efnivið í fornar bók- menntir og beinir um leið ljósi að samtímaefnum sem mönnum eru ofarlega í huga, stíllinn vitni um athyglisverða þróun í skáldsagna- gerð hennar. Báðar þessar bækur eru sprottn- ar úr menningararfi okkar og höf- undar þeirra horfast djarflega í augu við samtímann og á nýstár- legan hátt. Þau eru bæði, Matthías og Svava, hvort með sínum hætti, glæsilegir fulltrúar íslenzkra bók- mennta og um leið norrænna," seg- ir Jóhann. Tvær bækur frá hveiju Norður- landanna, að Færeyjum og Græn- landi undanskildu, en ein frá Söm- um era lagðar fram og er óvenju mikið um ljóðabækur að þessu sinni. „Það, sem setur svip sinn á tilnefningar að þessu sinni, er að ljóðabækur eru mjög áberandi. Auk bókar Matthíasar má nefna bók Henriks Nordbrandt frá Dan- mörku, Vandspejlet, ljóðabók Svíans Tómasar Tranströmer För levande och döda og bók Solveigar von Schoultz frá Finnlandi, Ett sátt att rákna tiden. Þetta era að mínu mati helztu ljóðabækurnar, . en fleiri ljóðabækur eru reyndar ~ lagðar fram. Henrik Nordbrandt er ekki neinn öldungur, innan við fimmtugt, en hann hefur samt verið kallaður höfuðskáld Dana nú og það með nokkrum rétti. Verk eftir Tomas Tranströmer hefur ekki verið lagt fram áður, en hann er án efa með- al mestu ljóðskálda Svía á þessari öld, mikils metinn og kunnur víða, meðal annars í Bandaríkjunum. Solveig von Schultz er eins konar þjóðskáld í Finnlandi og yrkir í nútímalegum stíl í anda brautryðj- enda í finnskri ljóðlist. Meðal athyglisverðra prósaverka > má nefna Præludier eftir Danann Peer Hultberg, sem eru endurminn- ingar óvenjulegs drengs, tilveran séð með augum hans. Þessi dreng- ur ólst upp í Póllandi og er enginn annar en Frederic Chopin. Rosa Liksom er finnsk og höfðar sér- staklega til yngri kynslóðarinnar með smáþáttum sínum, stuttum sögum eða frásögnum. I Station Gagarin segir hún frá undirheimum Sovétríkjanna. Frá Noregi má nefna viðamikla skáldsögu eftir Torí Aage Bringsværd. Þetta er söguleg skáldsaga og óvenjuleg sem slík,“ segir Jóhann Hjálmarsson að lok- um. Gjald fyrir bankaábyrgðir vegna virðisaukaskatts: Gjaldið er lágt ef reynir á ábyrgðina - segir Tryggvi Pálsson bankastjóri „ÞAÐ MÁ ef til vill segja að gjaldið sé hátt ef ekki reynir á ábyrgð- ina en of lágt ef reynir á hana,“ segir Tryggvi Pálsson banka- stjóri íslandsbanka um gjaldtöku bankanna fyrir að veita ábyrgðir vegna greiðslufrests í tolli. Fjármálaráðherra ritaði samtökum inn- flytjenda bréf þar sem fram kom það álit, að bankarnir þyrftu ekki að taka nema hverfandi gjald fyrir þessa þjónustu til traustra fyrirtækja. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans segir fúll- trúa bankanna hafa tjáð ráðuneytismönnum á fúndi að bankamir treystu sér ekki til að víkja frá gjaldtökunni. Tryggvi segir að ef banki gang- ist í ábyrgð, þá þurfi hann að vera viðbúinn því að ábyrgðin sé inn- leyst og eðlilegt sé að hann fái að taka gjald fyrir þá þjónustu sem veitt er. „Gjalddtakan er auðvitað háð áhættunni og á sama hátt og farið er að taka misháa vexti eftir trausti lántakenda þá er í undirbúningi hjá íslandsbanka að taka misháa þóknun fyrir veittar ábyrgðir. Staðan í augnablikinu er sú að menn staldra við og bíða endanlegs úrskurðar um hvort reglur sem kynntar hafa verið um gjaldfrest og ábyrgðarkröfu verða fram- kvæmdar í óbreyttri mynd,“ segir Tryggvi. Stefán Pálsson segir að fulltrúar bankanna hafi verið á fundi í fjár- málaráðuneytinu um síðustu helgi um ábyrgðirnar og gjaldtöku vegna þeirra. Þar hafi þeir lýst því yfir að bankamir treystu sér ekki til að víkja frá ábyrgðarþóknun, hins vegar yrði hvert fyrirtæki metið fyrir sig varðandi kröfur um tryggingar fyrir ábyrgðinni. Hann segir bankana verða að taka gjald, þar sem ábyrgðimar séu fortakslausar, í reglum segi að greiða skuli eftir 15 daga, þar af leiðandi verði bankarnir að hafa tryggingu. Stefán segir að svo virðist sem mörg fyrirtæki muni ekki nýta sér ábyrgðirnar ög þar með greiðslu- frestinn. „Mér sýnist að sterkari innflytjendur muni fara í sína við- skiptabanka og óska eftir fyrir- greiðslu um lán og staðgreiða virð- isaukaskattinn í tolli," segir hann. Báðir nefndu þeir Stefán og Tryggvi að gjaldtakan væri enn- fremur nauðsynleg vegna þess að reglur um bankana segja að þeir skuli leggja til hliðar eigið fé til jafns við ábyrgðimar, rétt eins og um hveija aðra lánafyrirgreiðslu sé að ræða. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, taka bankamir 1% til 1,25% gjald fyrir að veita ábyrgðirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.