Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
Minning:
Sigríður Siguijóns-
dóttir, Húsavík
Fædd 6. ágfúst 1895
Dáin 11. janúar 1990
í dag, þegar Sigríður í Framnesi
verður lögð til hinstu hvíldar, koma
margar minningar upp í hugann.
Okkar leiðir lágu fyrst saman
árið 1968 er ég kom til hennar og
Jóhannesar í Framnesi með tilvon-
andi eiginkonu minni og dótturdótt-
*^ir þeirra hjóna.
Mér eru enn í minni þau fyrstu
kynni, sú reisn, sá myndarskapur
og hin mikla hlýja sem yfir því
heimili var, og varð það mitt lán
að eignast hana sem vin.
Máltækið „Sælla er að gefa en
þiggja“ kemur upp í huga mér er
ég nú minnist og kveð þessa merku
konu, því fyrir hana skipti það
mestu, hvað hún gat fyrir aðra
gert, en ekki hvað aðrir gátu fyrir
hana gert.
Er við hjónin fluttum til Akur-
eyrar gafst oftar tækifæri til að
fara á æskuheimili konu minnar að
Fjöllum.
Var þá ævinlega ánægjuefni að
koma við hjá Sigríði, og var henni
viðbrugðið ef færri en 8-10 köku-
tegundir voru ekki fram bomar á
skömmum tíma.
Þegar við fluttum til Húsavíkur
1974 urðu samskiptin tíðari.
Sigríður var mörgum kostum
búin og væri of langt mál að telja
þá alla upp, en nokkurra þeirra vil
ég þó geta.
Aldref heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni og ávallt var hún
reiðubúin að rétta hvers manns
hlut.
Hún var mjög sjálfstæð og það
var henni ekki að skapi að vera upp
á aðra komin.
Hafi almættið þökk fyrir að veita
henni heilsu til að búa svo lengi í
Framnesi, íjarri öllum stofnunum,
sem ekki hefði átt við hana að bíða
á, eftir sínum brottfarardegi.
Sigríður hafði mjög gaman af
að spila, og ófáar voru þær stundir
sem setið var og spilað, spjallað og
drukkið kaffi annað hvort í Fram-
nesi eða á heimili okkar hjóna.
Hún hafði létta lund, var frá á
fæti og sá ætíð hið jákvæða í öllu,
stutt var í húmorinn hjá henni og
hláturinn smitandi.
Engri eldri manneskju hef ég
kynnst sem virtist yngjast upp með
ári hveiju og fylgja tíðarandanum
jafn vel, og minnið var óskert til
síðasta dags.
Oft ræddum við saman, um hvað
tæki við eftir þetta líf, og var Sigríð-
ur vel lesin um þau mál, og hafði
trú á framhaldslíf, og vissa mín er
sú, að margir hafi tekið á móti
henni, og hún fylgist áfram með
sínum.
Með þessum fátæklegu orðum
t
Eiginmaður minn og faðir,
JÓN HÓLM FRIÐRIKSSON,
Háaleitisbraut 105,
andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 17. janúar.
Anna Pálsdóttir,
Reynir H. Jónsson.
t
Sonur minn og bróðir,
PÉTUR KRISTINSSON,
sem andaðist 29. desember hefur verið jarðsettur í kyrrþey.
Þeir sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Vernd.
Fyrir hönd ættingja,
Anna Sigríður Lorange.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
BJÖRGVIN ANGANTÝSSON,
sjómaður,
Rjúpufelli 29, Reykjavík,
lést á heimili sínu 13. janúar sl.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Bryndfs Sigurðardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts
STEFANÍU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Suðurgötu 4.
Lára Lárusdóttir, Þórir Jónsson,
Guðjón Lárusson, Auður Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sendum öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MONU G. SIGURÐSSONAR ANDERSSONAR,
Hjallabraut 7,
Hafnarfirði.
Stefán S. Sigurðsson,
Róbert F. Sigurðsson,
tengdadætur og barnabörn.
vil ég þakka fyrir allan þann hlý-
hug, hjartagæsku ög göfuglyndi
sem ég varð aðnjótandi, og er þess
fullviss að við eigum eftir að hitt-
ast seinna, og hver veit nema við
eigum eftir að taka saman í spil.
Hafi hún þökk fyrir okkar kynni.
Evert Kr. Evertsson
Með fáum orðum langar mig að
minnast ömmu minnar, Sigríðar
Siguijónsdóttur, en hún lést á
Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 11. jan-
úar á 95. aldursári eftir fárra daga
legu.
Margar góðar stundir áttum við
saman í Framnesi og var þá oftar
en ekki setið yfir kaffi og kökum
og málin rædd.
Dugnaður og atorka einkenndu
ömmu alla tíð og vildi hún gera
hlutina sjálf. Ekki gat hún hugsað
sér að vera upp á aðra komin og
var nánast fram á síðasta dag á
heimili sínu sem henni var svo kært.
Fyrir fáeinum vikum hringdi ég
í hana og spjölluðum við lengi vel
og sagðist ég sakna þess að kom-
ast ekki í kaffisopann til hennar.
Já, sagði hún, ég helli alltaf uppá
kaffi kl. 10 á morgnana eins og þú
veist.
Vegna fjarveru minnar hittiimst
við ekki oft síðustu mánuði, en
mikið þótti mér af henni dregið er
við sáumst um jólin.
Hún bar sig þó vel og áttum við
saman nokkra góða daga.
Það var gripið i spil eins og svo
oft áður, og engu hafði hún gleymt.
Langömmustrákarnir Arnar Þór
og Gunnar Illugi nutu góðs af að
geta komið í Framnes, þá fengu
þeir mjólk og kökur og svo var set-
ið við spilin, því langamma gaf sér
alltaf nægan tíma fyrir börnin.
Söknuðurinn er því mikill hjá
þeim.
Og erfitt að skilja að nú verði
ekki farið í Framnes meira, en við
eigum góðar minningar um ömmu
í Framnesi sem við búum að alla tíð.
Guð blessi minningu hennar.
Guðrún Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Amma á Húsavík, eins og við
systkinin kölluðum hana, fæddist á
Tjörnesi, en bjó á Húsavík frá
tveggja ára aldri. Foreldrar hennar,
Guðrún Kristjánsdóttir og Siguijón
Þorbergsson, byggðu sér bæ sem
kallaður var Garður. Þar ólst amma
upp ásamt tveimur systkinum er
upp komust, Soffíu og Páli, en þau
eru bæði látin fyrir nokkrum árum.
Einkar kært var með þeim systkin-
um og mikill samgangur, enda
bjuggu þau öll á Húsavík.
Amma naut ekki langrar skóla-
göngu frekar en almennt tíðkaðist
um stúlkur á þeim tíma. Hún fór
snemma að vinna fyrir sér og var
meðal annars kaupakona í-Ysta-
felli. Þegar Sigurður Jónsson varð
ráðherra fékk hann kaupakonuna
tíl Reykjavíkur og var amma frosta-
veturinn imkla við störf í ráðherra-
bústaðnum. Hafði hún mikla
ánægju af þessari dvöl og minntist
hennar iðulega.
Hinn 12. nóvember 1922 giftist
amma Jóhannesi Guðmundssyni,
sem þá hafði starfað sem kennari
á Húsavík um nokkurt skeið. Þeim
varð fjögurra barna auðið: Sjöfn,
gift Héðni Ólafssyni, Siguijón,
kvæntur Herdísi Guðmundsdóttur,
Asgeir Guðmundur, kvæntur Sæ-
Minning:
Elín Oddsdóttir
Fædd 2. maí 1901
Dáin 9. janúar 1990
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Elínar Oddsdóttur,
sem lést 9. janúar á hjúkrunar-
heimilinu Grund. Hún dvaldist þar
í 8 ár og síðustu árin var hún rúm-
liggjandi og var henni því hvíldin
kærkomin.
Elín fæddist á Þæfusteini í Nes-
hreppi 2. maí 1901 og var því á
89. aldursári er hún lést.
Foreldrar hennar voru hjónin
Oddur Kristján Jónsson og Jóhanna
Elíasdóttir. Eignuðust þau 11 börn,
Elín var elst ásamt tvíburasystur
sinni Kristínu. Elín missir föður sinn
16 ára gömul, og fer því mjög ung
að vinna fyrir sér og nærri má geta
hvort það hafi ekki mótað ungling-
inn bæði fátæktin og erfiðleikarnir.
Þá voru ekki styrkir og bætur til
að aðstoða ekkjur, ekki annað en
að koma börnunum fyrir og leysa
upp heimilin þegar engin var fyrir-
vinnan.
Jóhann fór í sambúð með Þor-
varði Ketilssyni og eignaðist með
honum einn son. Þijú af systkinum
Elínar eru á lífi. Elín stofnaði heim-
ili með manni sinum, Haraldi Guð-
mundssyni ættuðum af Hellissandi.
Þau bjuggu á Hellissandi þar til að
þau flytja til Reykjavíkur 1949. Þau
eignuðust fjögur börn, Guðmundu,
Kristin, dáinn 1987, Harald og
Guðbjörgu. Haraldur maður hennar
lést fyrir 27 árum. Eftir að hann
lést bjó hún á heimili Guðbjargar
dóttur sinnar og hennar manni. Þau
voru þá að stofna sitt heimili.
Það var mjög kært með þeim
mæðgum og voru þær alla tíð sam-
an þar til hún fór á Grund fyrir 8
árum.
Tengdamóðir mín var mjög
snyrtileg og reglusöm húsmóðir,
hafði auga fyrir því sem fallegt
var, handlagin og saumaði og pijón-
aði bæði á sín börn og einnig fyrir
vandalausa. Hún þurfti oft að vinna
utan heimilisins til að drýgja tekj-
umar.
Það tók mig tíma að kynnast
henni enda var hún dul og fáskipt-
in kona en þegar vinskap við hana
var náð, þróaðist með okkur tryggð
sem var til æviloka enda var hún
mjög trygglynd þeim sem hún tók.
Henni þótti vænt um æskustöðv-
arnar, kom á hveiju sumri vestur
á Sand meðan heilsan leyfði enda
var hugurinn jafnan þar.
Ég minnist þess með hlýhug er
hún var að koma í heimsókn til
okkar á sumrin, hvað gaman var
að ræða við hana í rólegheitum, hún
hélt sér alltaf frá margmenni, vildi
helst vera þar sem minnst var um
að vera.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Nú veit ég að tengdamóðir mín
er komin til þeirra sem hún elskaði
og á undan henni eru farnir, og bið
ég henni blessunar drottins með
þakklæti fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Ester Friðþjófsdóttir
Hin langa þraut er liðin,
nú Ioksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
unni Sveinsdóttur, og Gunnar Páll,
kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur.
Amma starfaði ekki utan heimil-
is eftir að hún giftist og öll hennar
orka fór í það að hlúa að börnum
sínum og síðar meir áttu barnabörn-
in og barnabarnabörnin ævinlega
öruggt athvarf hjá henni. Fjölskyld-
an var henni allt og ekkert var
henni meira ánægjuefni en að hafa
hana samankomna. Hún fylgdist
grannt með afkomendunum sem
voru orðnir um fimmtíu talsins og
lagði háöldruð á sig langferðir til
að geta verið viðstödd tímamót í
lífi þeirra. Hún gladdist mjög yfir
því að lifa það að sjá fyrsta langa-
íangömmubarnið í desember.
Við systkinin vorum einu barna-
börnin sem ekki ólumst upp í ná-
grenni við afa og ömmu. Við bætt-
um okkur það hins vegar upp með
tíðum ferðum til Húsavíkur. Ég
fékk að dvelja hjá þeim á sumrin
frá 6 ára aldri og það var aðaltil-
hlökkunarefnið er skóla lauk á vor-
in að fá að fara sem fyrst norður.
Það var lærdómsríkt að fá að dvelja
hjá þeim. Afi stundaði alla tíð
kennslu, en fékkst gjarnan á sumr-
in við ritstörf og þýðingar. Hann
var í sambandi við skólamenn víða
um land og var gestkvæmt á heimil-
inu. Við barnabörnin, sem dvöldust
á heimilinu um lengri tíma, nutum
ekki aðeins ánægjunnar af sam-
vistum við þau heldur var sífellt
verið að fræða okkur og vekja at-
hygli á ýmsu sem fólk lætur nú til
dags fram hjá sér fara.
Mér verður sífellt ljósara hversu
ómetanlegur þessi tími var. Við
krakkarnir fengum ýmiss konar
verkefni og talað var við okkur eins
og fullorðið fólk. Afi lagði upp úr
uppeldislegu gildi starfs og leikja
og amma var okkur skjól með hlýju
sinni og mildi. Hún var undanláts-
samari við okkur. Við vissum að
henni gat orðið þungt í skapi, en
hún hafði svo mikla sjálfstjórn að
þess varð ekki vart.
Afi lést árið 1970 og hafði þá
stundað kennslustörf nánast óslitið
í 56 ár. Þetta hafði eðlilega mikla
breytingu í för með sér á líf ömmu.
Ég dvaldi hjá henni veturinn eftir
Með þessum orðum langar okkur
að byija minningarorð um Elínu
ömmu, sem fékk hvíldina þann 9.
janúar sl. eftir langa sjúkralegu á
elliheimilinu Grund.
Við minnumst hennar á æskuár-
um okkar, þegar hún kom á hveiju
sumri vestur og dvaldist í Rifi eða
á Hellissandi. Hún kom jafnan á
æskuheimili okkar og þegar hún
birtist þá vildum við gjarnan fylgj-
ast með hvað hún var að gera. Það
var svo gott þegar hún kom, því
hún hafði svo róandi áhrif á alla
sem í kringum hana voru.
Við systkinin bárum mikla virð-
ingu fyrir ömmu, þar sem hún var
svo yfírveguð og róleg þó ýmislegt
væri að gerast í kringum hana. En
ætíð hélt amma ró sinni þar sem
hún sat með pípuna sína.
Minningin um ömmu mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Baldur, Elvar, Dóra, Jóhann,
Helena, Hafalda, Jófríður,
Snædís og Guðbjörg.