Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
Minning:
Páll Ólafsson
á Starrastöðum
verustundirnar þar efra og heima-
fyrir á Starrastöðum þakka ég með
djúpri saknaðarkennd og fyrir hönd
konu minnar og bama okkar, sem
í æsku nutu einstakrar alúðar Páls
og Guðrúnar á Starrastöðum, skulu
sendar þakkarkveðjur minninga-
daginn.
Agúst Sigurðsson
Fæddur 15. maí 1910
Dáinn 12. janúar 1990
Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.
Með Páli á Starrastöðum er
genginn merkilegur skammtími í
þjóðfélaginu. Reisnartími land-
búnaðarins milli heimskreppunnar
og hins nýja efnahagsvanda, er
blómaskeið, sem atorkumennimir,
sem breyttu móum og mýram í
túnsléttur og reistu varanleg íveru-
og útihús á jörðum sínum, lifðu
óhikað og af aldagróinni hugsjón,
sem loksins fékk að rætast í
landinu. Þótt vér horfum fram í
spum og eftirvænting á nýju ári,
vitum vér og viðurkennum, að þar
er aðeins að vona. Sýnin til baka
er, í vild og brigðum, mynd þeirrar
lausnar viðfangsefnanna, sem
vænzt var. Kom eins og hógvær
aðdragandi á búskapartíma Ólafs á
Starrastöðum 1901-1937, en fékk
fullgildi á dögum Páls sonar hans
á þeim búnaðartíma í landinu, sem
stóð, og við svo mikla framför, að
kalla má stökkbreytingu, allan hans
búskapartíma á Starrastöðum.
Þess er getið í bókum að Ólafur
á Starrastöðum færði túnið út um
30 dagsláttur á fyrsta þriðjungi
aldarinnar, nýjaði öll hús og vann
til búverðlauna í danska ríkinu fyr-
ir hinar miklu framkvæmdir og
girðingar. Er það nefnt, vegna þess
að Páll sonur hans var slíkra verð-
launa meir en verður. í lýðveldi á
íslandi var umbunin önnur: Bóndi
er bústólpi. Þjóðmæringarnir Helgi
Hjörvar og síra Sigurður í Holti
hófu bóndatitilinn á loft. Loks var
áþján kyrrstöðu, átakanna milli
feigs og ófeigs í íslenzku þjóðfé-
lagi, af létt, og landstólpi þjóðarinn-
ar alla sögu var ekki aðeins við
réttur, en stóð fullvel, landi og Iýð
til blessunar.
Páll Ólafsson bjó þennan blómg-
unartíma góðbúi sínu á Starrastöð-
um í Mælifellssókn. Hann var mik-
ill bóndi. Gæfumaður að lifa þessa
hagfelldu tíð á íslandi. Gróinn í ald-
anna hefð og von. Loks hafði iýst
af þeim morgni, er birti af nýjum
degi búnaðarins, verkmiklum og
gjöfulum. Er Páll einn Starrastaða-
bænda alla íslandssöguna, er slíkur
kostur bauðst. Hann neytti færis,
enda þrekmikill til lífs og sálar, frá-
bær að líkamsorku og ýttist aldrei
með mótbáram. Hann var „Dala-
maður“, eins og vér köllum fólk úr
Skagaijarðardölum, ogbærðist ekki
með bylgjum við fjarlæga strönd-
ina. Hins vegar varjiann bæði bóka-
og sagnavinur, er skildi aðstöðu
annarra og virti um íslendingsins
mörgu og erfiðu ár. Miidur við þá,
sem töpuðu, hvort sem þeir höfðu
barizt lengur eða skemur í þjóð-
stríði fátæktarinnar. Hann lifði
tímana tvenna, unglingurinn oft við
hæpna heilsu vegna endurtekinnar
lungnabólgu, hraustmenni uppkom-
inn og fær til átaka. Margreyndur
og trúr maður í yfirveguðum huga,
en duldi hið heita hjarta og gæzku-
þel með óvenju hnyttinni gaman-
semi, orðspaugi og glettni.
Þau Þorbjörg eldri systir hans
vora mjög lík. Sterk að greind hlut-
anna og minni hversdagsins á
heimaslóðum, ásamt varfæmu mati
á því, sem þau höfðu lesið, var ein-
kenni skoðunar þeirra, þegar þau
horfðu til baka. Þó var eins og þau
álitu hinn mikla umrótstíma í þjóð-
félaginu ekki svo margslunginn.
íslenzki bóndinn og húsfreyja vora
frá landnámstíð búin undir aðra
reynd en aldalöng kefjun varð. Þeg-
ar breyttist, tók þetta þroskaða fólk
hinu nýja eins og af gróinni erfð
vonar kynslóðanna.
í fyrra sið vora Starrastaðir út-
býli frá Mæiifelli, síðar kirkjujörð
með kvöðum og skyldum. Þegar sú
skipun breyttist 1907, fjölda bú-
enda til heilla, keypti Ólafur Sveins-
son frá Bjamastaðahlíð jörðina, en
hann hóf búskap á Starrastöðum
ungur 1901. Lagði hann þannig
grundvöll að framtíð Páls og þess
óðalsréttar, að nú er Eyjólfur Páls-
son tekinn við jörð og búi.
Mannlýsingar Þormóðs Sveins-
sonar og annarra í Skagfirzkum
æviskrám eru svo haldgóðar, að
þeim er sjaldan mótmælt. Segir þar
frá Sveini Guðmundssyni frá Fremri
Svartárdal, bónda í Bjarnastað-
arhlíð, og Þorbjörgu Olafsdóttur
konu hans frá Litluhlíð, að hann
væri hár og þrekinn og orkumaður
mikill og áræðinn. Góðmannlegur
og skipti sjaldan skapi. Hestamaður
og ötull ferðamaður. Verkmaður
mikill og búhöldur og bætti jörð
sína. Um hana, að væri þrekkona
til orðs og æðis, en greiðasemi hjóna
við brugðið. Ólafí á Starrastöðum
kippir í kynið. Endurtekning er
óþörf, einnig er víkur að Páli. Hann
var ekki aðeins, sem frá er sagt
um þá feðga, föngulegur, hár og
breiðvaxinn, en hestamaður og á
gönguferðum svo, að fáir fylgdu
eftir. Hinn hái og líkamaþungi
maður, mæddur af lungnabólgu frá
fermingaraldri, rann á brekkurnar
og gekk ávallt beint á brattleiðið,
er þurfa þótti. Hanij var ham-
hleypa, sem unni sér ekki hvíldar,
nema aðeins af gestrisni. Þá virtist
aldrei standa illa á. Eða, þegar til
var kallað úr nágrenni. Þannig
kynntist ég honum fyrst og hef æ
síðan reynt traustið og vináttuna.
Páll var fæddur á Starrastöðum
hinn 15. maí í 910 og var móðir
hans síðari kona Ólafs, Margrét
Eyjólfsdóttir frá Stafni. Hún dó ung
1923 og stýrði Þorbjörg síðan búi
innanhúss, unz Páll var kvæntur
Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Krit-
hóli og tók við jörðinni 1937, en
Þorbjörg giftist Birni Hjálmarssyni
og bjuggu þau lengst á Mælifellsá.
Milli þeirra að aldri var Eydís,
hjúkranarkona á Vífílsstöðum og
dó liðlega fertug. — Það var gæfa
Páls, áð hann var bóndi á hagfelld-
um tímum í landi. Enn var ham-
ingja hans, að hann átti Guðrúnu
Kristjánsdóttur, frábæra að atorku
og mýndarskap og undu þau hvors
annars hag í samlyndi og einurð.
Áttu þau barnaláni að.fagna. Sig-
urður er fltr. syðra, en Ólafur raf-
virkjameistari og Reynir trésmíða-
meistari búsettir í héraði og Eyjólf-
ur, hinn yngsti þeirra bræðra, býr
með prýði og framkvæmd á jörð
föður síns og afa.
Bóndinn Páll á Starrastöðum var
bústólpi og sem slíkur landstólpi á
sinni tíð. Hann var góðbóndi, rækt-
unarmaður og mikill skepnuvinur.
Sparaði og aldrei sporin um Hamra-
heiðina, Mælifellsdal og heiðalönd.
Kunni hann þar ömefnin og á öllum
löndum skil. Frá unglingsáram
þekkti hann öræfin úr göngum, en
Kjalveg til hlítar, enda hafði faðir
hans varðað veginn og þeir feðgar
haldið við og haft eftirlit. Sam-
t
Systir okkar og mágkona,
SOFFÍA KRISTINSDÓTTIR,
Flókagötu 16A,
verður jarðsett frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Vilhelm Kristinsson, Ólína Guðbjörnsdóttir,
Sigríður Kr. Johnson.
Páll á Starrastöðum andaðist 12.
þ.m. á Sjúkrahúsi Sauðárkróks,
tæplega 80 ára að aldri. Hann var
í hærra meðallagi, ljóshærður,
hrokkinhærður og fölur í andliti en
vel á sig kominn bæði andlega og
líkamlega; prúður í framkomu,
hjálpsamur og drengur góður.
Foreldrar hans vora Margrét
Eyjólfsdóttir frá Stafni í Svartárdal
og Ólafur Sveinsson frá Bjarna-
staðahlíð. Þau bjuggu á Starrastöð-
um allan sinn búskap. Páll átti tvær
systur: Þorbjörgu sem er gift Birni
á Mælifellsá og Eydísi Guðrúnu
hjúkranarkonu á Vífílsstöðum en
hún dó 1951 ógift og barnlaus.
Margrét dó þegar Páll var aðeins
13 ára að aldri, árið 1923, og hefur
það verið mikið áfall fyrir bömin
og heimilið.
Páll var kominn út af hinni Ijöl-
mennu Hlíðarætt sem kennd er við
Bjarnastaðahlíð í Vesturdal. Ólafur
faðir Páls var sonur Sveins Guð-
mundssonar sem þar bjó um langan
aldur og konu hans Þorbjargar
Ólafsdóttur. Þetta er talið mikið
kjarnakyn, frændliðið er fjölmennt
og orðlagt atorku- og dugnaðarfólk.
Ólafur var góður bóndi enda hlaut
hann verðlaun úr Styrktarsjóði
Kristjáns konungs IX. fyrir búnað-
arframkvæmdir. Móðir Páls, Mar-
grét, var Skagfirðingur í móðurætt.
Hún var dóttir Herdísar Eiríks-
dóttur hreppstjóra í Djúpadal
Eiríkssonar.
Páll vann að búi foreldra sinna
strax og hann hafði aldur til enda
í eðli sínu mikið náttúrabarn. Þó
Starrastaðir séu í lágsveit á jörðin
land til hárra fjalla með bröttum
hlíðum og hamrabeltum upp á
Hamraheiði, Járnhrygg og Mæli-
fellshnjúk, konungs skagfirskra
fjalla. Þama í brekkunum og gras-
geiranum við læki og lindir liggja
bemskuspor Páls á Starrastöðum.
Ég sé hann í anda tylla sér á þúfu
í kvöldkyrrðinni, hlýða á margradd-
aðan fuglasöng og horfa yfir hina
dásamlegu fegurð Skagafjarðar.
En árin liðu við leik og störf og
nú kom að því að Páll ákvað að
hleypa heimdraganum og leita sér
aukinnar menntunar. Árið 1930
ákvað hann að fara í Laugaskóla í
Reykjadal þar sem hann dvaldi einn
vetur við nám. Af frekara námi
varð ekki því Ólafur faðir hans var
farinn að reskjast og þurfti örugga
hjálp við búskapinn. Páli fannst
sjálfsagt að hann settist að heima
enda hans framtíðarsýn að verða
bóndi á æskuheimili sínu sem og
varð, því á Starrastöðum bjó Páll
meðan kraftar entust. Hann vissi
vel að þar þurfti að taka til hendi.
Þó faðir hans væri í fremstu bænda-
röð voru búskaparhættir með gömlu
og grónu sniði, m.a. vora allar
byggingar úr torfi og gijóti. Páli
var ljóst að þarna beið hans mikið
verk við byggingar og aðrar fram-
kvæmdir á jörðinni enda varð það
hans ævistarf að fegra og bæta
jörðina og verður að því vikið síðar.
Árið 1937 giftist Páll eftirlifandi
konu sinni, Guðrúnu Kristjánsdótt-
ur frá Nautabúi, en þar var hún
að miklu leyti alin upp hjá Ingi-
björgu Sigfúsdóttur og Sigurði
Þórðarsyni hreppstjóra og síðar al-
þingismanni. Hennar raunveralegu
foreldrar voru Ingibjörg Jóhanns-
dóttir frá Saurbæ og Kristján Árna-
son frá Krithóli. Systkini Ingibjarg-
ar voru Eymundur bóndi í Saurbæ,
Sigmar bóndi á Steinsstöðum og
Jóhanna í Tunguhlíð, sem er lang-
amma Jóns Páls Sigmarssonar
heimsmethafa í kraftlyftingum.
Kristján var búfræðingur frá Olafs-
dal, sá eini sem þar hlaut menntun
úr Lýtingsstaðahreppi. Hann naut
aldrei sinnar menntunar og hæfí-
leika vegna fátæktar. Ingibjörg
kona hans var vel verki farin og
fyrirmyndar húsfreyja.
Guðrún á Starrastöðum var og
er höfðingskona, hreinlynd og
trygg, skaprík nokkuð en glaðlynd
og ræðin. Hún er fyrirmyndar hús-
móðir, hjálpsöm og gestrisin og
hafði óskorað yndi af að veita gest-
um, háum sem lágum.
Þau Guðrún og Páll eignuðust
saman fímm syni. Þeir era: Ólafur
rafvirkjameistari, búsettur á Sauð-
árkróki, giftur Hjörtínu Vagnsdótt-
ur og eiga þau tvö börn; Sigurður
bifreiðastjóri hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar, búsettur í Kópa-
vogi, hans kona er Sigurbjörg Stef-
ánsdóttir og eiga þau þijú börn;
Reynir húsasmíðameistari, búsettur
í Varmahlíð, hans kona er Soffía
Kristjánsdóttir og eiga þau
tvö börn; Ingimar'umsjónarmaður
Bifrastar á Sauðárkróki, giftur
Halldóru Helgadóttur og eiga þau
þijú börn; yngstur er Eyjólfur bóndi
á Starrastöðum, hans kona er María
Haukdsdóttir Reykdal og eiga þau
tvö börn. Eyjólfur átti einnig barn
með Kristbjörgu Einarsdóttur áður
en hann kynntist Maríu.
Páll keypti Starrastaði af föður
sínum 1937 og bjó þar af miklum
dugnaði síðan. Eins og áður segir
vora allar byggingar á jörðinni
gamlar og með fornu sniði. Rúmur
áratugur fór í að byggja upp öll
hús á jörðinni. Fyrst byggði hann
bæjarhúsin síðan fjárhús, fjós og
geymslur — allt úr steini sem var
besta byggingarefni sem þá þekkt-
ist. Jafnhliða stækkaði hann bú-
stofninn svo að hann varð með þeim
stærstu í hreppnum. Framkvæmda-
viljinn og vinnuþrekið var með ólík-
indum enda varð honum mikið
ágengt í ræktun lands og búpen-
ings.
Páll var meðal þeirra manna sem
stóðu fremstir í flokki sem fóra í
fjallaferðir, göngur og smala-
mennsku. Hann var ávallt vel
ríðandi, átti frábæra íjárhunda, var
snar í snúningum og svo fljótur að
hlaupa að með ólíkindum var með
mann sem ekki hafði iðkað þá
íþrótt. Fjárglöggur var hann svo
að af bar og þekkti flest fjármörk
í hreppnum og einnig í nágranna-
hreppunum. í stóðréttum var Páll
svo óragur við að svífa á fullorðin
ótamin hross að manni stóð stuggur
af en harkan í honum var svo mik-
il að fyrir hann var þetta ekkert
mál.
Ég fór nokkram sinnum í Vest-
flokk, sem svo er kallaður, en þá
var farið fram Goðdaladal að
Hraunlæk og gist þar fyrstu nótt-
ina. Morguninn eftir var farið upp
á Skiptabakka og þar skipt
göngum. Ég var ungur að árum
þá, milli fermingar og tvítugs, og
fór ég alltaf með þeim Páli á Starra-
stöðum og Sigfúsi Sigurðssyni á
Nautabúi upp að Eyfirðingahólum
og Jökulkrók, vestur með jöklinum
og upp fyrir Sátu og niður í Áfanga-
flá sem þá var náttstaður. Ég man
enn hvað mér fannst þessi leið löng
og erfið en jafnframt skemmtileg.
Ferðafélagarnir léku á als oddi,
voru alltaf með lögg í glasi en fóru
vel með það. í minni fyrstu ferð
með þeim félögum drakk ég minn
fyrsta brennivínssopa, þeir félagar
voru mér góðir og nærgætnir eins
og ég væri eitthvað brohætt sem
ekki mætti skemma.
Ég kynntist Páli fyrst þegar ég
var innan við tíu ára aldur. Þá kom
hann að Mælifellsá og var með
Sigmari á Steinsstöðum sem þá
mun hafa verið fjallskilastjóri. Þeir
voru að fara í heiðarleit fram á
Haukagilsheiði ásamt fóstra
mínum, Jóhanni á Mælifellsá, en
þeir fóru oft saman í leitir. Þetta
var fyrrihluta vetrar og kominn
snjór. Þeir leituðu fram heiðina
fyrsta daginn og gistu í Bugakofa
(við Almannavatn), en næsta dag
niður Stafnsgil, upp Einarsdal og
út Reykjafjall. Svona ferðir vora
algengar á þessum tíma og alltaf
farið gangandi, um annað var ekki
að ræða og mundi mörgum þykja
þetta þröngir kostir nú á dögum.
Á meðan slátrað var stórgripum
í sláturhúsinu á Laugarbóli og
Sveinn á Varmalæk hafði þar að-
stöðu til slátranar, var Páll verk-
stjóri hjá honum og hans hægri
hönd enda þrifinn og allur hans
frágangur á kjötinu eins og best
var á kosið. Þegar stórgripaslátran-
in fluttist til Slátursamlags Skag-
firðinga varð Páll fastur starfsmað-
ur þegar á slátran stóð meðan
kraftar og heilsa leyfði.
Páll var mikill sjálfstæðismaður
en hógvær og öfgalaus. Hann var
umboðsmaður frambjóðenda Sjálf-
stæðisflokksins við Steinsstaðakjör-
deild og átti að gæta þess að allt
væri í röð og reglu á kjörstað á
kosningadaginn. Þar kom sér vel
trúmennska hans og lipurð. Það
varð aftur á móti mitt hlutskipti
að gæta hagsmuna fyrir Framsókn-
arflokkinn og er ég ekki dómbær á
hvor hefur staðið sig betur í hlut-
verkinu. En það gerðist margt
skondið og skemmtilegt á slíkum
dögum sem lífgaði upp á tilveruna.
Þá vora kosningabílamir merktir
með blaktandi flokksmerkjum og
áróðursspjöldum. Páll keyrði á
sínum jeppa og var ötull í starfi.
Hins vegar átti ég engan bíl en það
kom ekki að sök því Gunnar á
Varmalæk ók fyrir mig og var það
góður kostur því hann var bæði
mælskur og orðheppinn. Síðan hófst
kapphlaupið um þá sem óákveðnir
voru og gekk á ýmsu að keyra fólki
á kjörstað. Ég held að það hafi
verið samdóma álit okkar allra að
starfið hefði skilað því einu að
greiða fyrir því að fólk kæmist á
kjörstað en hafi ekki haft nokkur
áhrif á skoðanir manna og fór vel
á því.
Páll var hlédrægur í eðli sínu og
tranaði sér ekki fram til mannvirð-
inga. Þó fór svo að hann varð eins
og svo margur annar að taka þátt
í félagsmálum sveitar sinnar í
nefnda- og trúnaðarstörfum. Hann
var kosinn í hreppsnefnd Lýtings-
staðahrepps 1958 og átti þar sæti
til 1966. Hann var tillögugóður og
vinsæll hreppsnefndarmaður og
vildi öll mál leysa í sátt og sam-
lyndi enda er það venjulegast þegar
menn þurfa að vinna saman að
velferðarmálum sveitarinnar að Iáta
flokkspólitík ekki rugla sig.
Páll hætti búskap 1981 og flutti
til Sauðárkróks enda farinn að
heilsu. Að endingu sendum við hjón-
in og synir okkar Guðrúnu, sonum
hennar og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur.
Jóhann Hjálmarsson
frá Ljósalandi.
í dag, laugardaginn 20. janúar,
verður til grafar borinn frá Mæli-
felli í Skagafirði Páll Ólafsson
bóndi, Starrastöðum.
Margar koma þær upp í hugann
minningarnar þegar við lítum um
farinn veg, ekki síst þegar við
stöndum í þeim sporum að kveðja
góðan vin sem kallaður hefur verið
burt.
Það má segja að vinátta okkar
Páls hafi byrjað með brúun kyn-
slóðabilsins þegar ég óharðnaður
borgarstrákurinn við fermingu kom
fyrst í Starrastaði.
Og margar voru þær ánægju-
stundirnar sem við áttum, ungling-
urinn og hinn aldraði lífs lærði
bóndi, jafnt við leik og störf í því
annríki hversdagsins sem sumarið
er fyrir bóndann. En efst standa
þær þó í minningu hugans þær ófáu
ferðir sem við Páll fórum til þess
að líta eftir stóðinu og telja folöld-
in. Og í þeim ferðum virtist gamli
maðurinn óþreytandi í að kenna
unga manninum og benda honum