Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚ.AR 1990 31 á örnefni sem birtust við hvert fót- mál og einnig að meta og njóta þeirrar stórfenglegu náttúrufegurð- ar sem Skagafjörðurinn er. Og af þeirri reynslu mun ég búa alla tíð. Mikið vatn rennur til sjávar á átta árum og nú þegar komið er á leiðarenda koma upp í hugann orð skáldsins: Kveð ég fagra fjörðinn Skaga, farðu vel um alla daga. Blessuð sé þín’byggð og saga, bæir, kot og höfuðból. Heyr mig, göfgi, glaði lýður, gæt þess vel, sem mest á ríður. Meðan tíminn tæpi líður, trúðu þeim, er skapti sól. Þá skal sólin sælu og friðar, sú er löngu gekk til viðar, fegra byggðir fagrar yðar, fóðra gulli Tindastól. (Matthías Jochumsson) Mig langar til að enda þessi fá- tæklegu kveðjuorð mín á því að þakka ævarandi vinskap og það sem sú vinaátta hefur gefið mér og mínum, um leið og ég votta eftirlif- andi eiginkonu Páls, Guðrúnu Kristjánsdóttur, sonum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð og megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin lifir. Ólafúr Eggertsson, Keflavík. Kynni mín af Páli Ólafssyni og Guðrúnu Kristjánsdóttir konu hans hófust vorið 1971. Þá varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera send í sveit 10 ára gömul til þeirra hjóna að Starrastöðum í Skagafirði. Reyndar hafði ferðinni verið heitið á annan bæ sem þau hjón höfðu haft milligöngu um að útvega vist á en þegar það svo brást óvænt buðu þau móður minni sem hafði orðið ekkja þá um veturinn að hafa telpuna í nokkrar vikur. Það er óþarfi að rekja hver áhrif föður- missis er á 10 ára barn. Kvíði og öryggisleysi fylla hugann og barns- leg gleði víkur fyrir áhyggjum hins fullorðna. En gott atlæti og hlýja þeirra hjóna var sem smyrsl á sárin og vikurnar urðu að tveim heilum sumrum. Útiverkin, sem voru í umsjá Páls og Eyjólfs, yngsta sonar þeirra hjóna, heilluðu meira en hefð- bundin heimilisstörf. Þolinmæði Páls var nær óendanleg við að svara fávíslegum spurningum borgar- barns um gang lífsins í sveitinni. Góðlátleg stríðni hans eyddi áhyggjum ef illa tókst til, hvort sem ég datt af baki á fetgangi, ruglaði saman reiða og gjörð eða datt í gegnum þakið á hænsnakofanum sem telpan átti vafalaust brýnt er- indi upp á. Hann átti líka til hvatn- ingarorð þegar við átti og ánægjan var óblandin við hrósyrði frá Páli og líka þegar hann fól manni vanda- verk eins og til dæmis að hreyta kýmar þegar búið var að vélmjólka þær. Vinátta mín og Páls rofnaði ekki þegar kaupakonustörfunum lauk. Flest sumur kom ég að Starra- stöðum, fyrst með móður minni og fóstra frænda Páls, og seinna sem fullorðin kona með mína fjölskyldu. Páll og Guðrún dvöldu einnig oft á bernskuheimili mínu þegar þau komu suður og var þá fagnaðar- fundur. Nokkur ár eru síðan Páll og Guðrún fluttu á Sauðárkrók en við búinu á Starrastöðum tók bernskufélagi minn, Eyjólfur, yngsti sonur þeirra hjóna, og kona hans, María. Síðustu tvö ár dvaldi Páll á sjúkrahúsi Sauðárkróks far- inn að heilsu og kröftum. Að Páli stóðu sterkar skagfirskar ættir. Frændgarðurinn er stór og því margir sem eiga um sárt að binda. Við lát hans er horfinn einn af máttarstólpum síns héraðs, einn af þeim mönnum sem með þrot- lausri vinnu byggði upp þjóðfélag okkar daga. Á stundu sem þessari ber að þakka það sem liðið er og varðveita góðar minningar sem dýr- an fjársjóð. Eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnu, sonum og fjölskyldum þeirra sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ragnheiður Gunnarsdóttir Fleiri greinar um Pál Ólafsson munu birtast íblaðinu næstu daga. rTEPPALAN DS UTSALAN Teppi, dúkur, parket og flísar Stórglæsilegt úrval af gólfefnum á ótrúlega lágu verði. Útsalan er á tveimur hæðum. í kjallaranum er Dúkaland með gólfdúk, flísar, parket og kork. En í Teppalandi, á fyrstu hæðinni, eru gólfteppin og motturnar í glæsilegu úrvali. Eitt glæsiiegasta úrval teppa og búta á útsölu til þessa. Margir gæðaflokkar og allir verðflokkar. Bútar allt að 30 fermetrar að stærð með 50% afslætti. Dæmi: Einlit uppúrklippt teppi, 100% polyester. Óhreinindavörn. Fallegir litir. Verð áður 2126- AFSLÁTTUR 20% 1699— Lykkjuteppi (Berber) úr gerviefni með viður- kenndri óhreinindavörn. Fallegt og efnismikið teppi í tveimur litum; Ijósgráu og „beige". Einstakt tilboð. Verð áður 1.785- AFSLÁTTUR 25% 1.339- Grimmsterkt teppi á skrifstofur, stofnanir og stigahús. Fallegir litir. Verð áður 1.495- AFSLÁTTUR 20% 1.196- Fallegt einlitt teppi með „velúr“áferð úr 80% ull og 20% nælon. Endingargott heimilisteppi í háum gæðaflokki. Verð áður 2.732- AFSLÁTTUR 22% 2.156- AFSLÁTTUR AF GÓLFTEPPUM ER 10-50% Fjölbreytt mynstur og margar þykktir. Ýmsar breiddir. Bútar á heiiu herbergin með 50% afslætti. Dæmi: „Art design" 2ja metra breiður dúkur sem er 2 mm að þykkt. Verð áður 914— AFSLÁTTUR 47% 484— „Strong super" 2ja metra breiður dúkur sem er 2,5 mm að þykkt. Verð áður 1755- AFSLÁTTUR 55% 790- „Tricastle'13ja metra breiður dúkur sem er 1,8 mm að þykkt. Verð áður .1.188- AFSLÁTTUR 25% 891 Úrvalsparket frá ýmsum framleiðendum á lækkuðu verði. Eitt glæsilegasta úrval landsins af stökum teppum í mörgum stærðum úr bæði uil og gerviefnum. Klassísk og nýtískuleg mynstur við allra hæfi. AFSLÁTTUR 10-25% Mikið úrval af keramikflísum á gólf og veggi á lágu verði. Mikið af góifteppum í fullri breidd í heilum rúllum sem eru allt að 70-80 fermetrar. Góðir gólfdúkabútar. Hafðu málin með þér og þú getur gert ótrúleg kaup fyrir heimiiið eða vinnustaðinn. Börnin una sér í Boltalandi meðan foreldrarnir spara stórar upphæðir. Staðgreiðsluafsláttur. Góðir greiðsluskilmálar. Greiðslukort. Euro og Visa afborgunarsamningar. E EUROCARD vrsA Samkort Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577, Rvík. öll verö eru uppgefirí i fermetrum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.