Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 42

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 KNATTSPYRNA / EVROPA Þrír íslendingar yrðu með í „stórdeild“ Evrópu ÞRÍR íslendingar yrðu með í baráttunni í „stórdeild" Evr- ópu i knattspyrnu, ef deildin verður stofnuð. Það hefur lengi verið draumur margra forráðamanna stóru félag- anna í Evrópu að koma á sérstakri deild þar sem fjör- utíu frægustu félagslið Evr- ópu taki þátt í. Anderlecht, Tottenham og Arsenal eru á listanum yfir þau félög sem eiga rétt á að leika í deildinni. íslensku landsliðs- mennimir Arnór Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Sigurður Jóns- son leika með þessum liðum. ítalski milljónamæringurinn og sjónvarpskóngurinn Silvio Berlus- coni er aðalmaðurinn á bak við þá hugmund að stofna stórdeild- ina, en aðaltekjulind deildarinnar yrði hagnaður af beinum útsend- Arnór Guðni ingum frá leikjum deildarinnar. Það eru ekki allir yfir sig hrifn- ir af hugmyndinni um stórdeild. Evrópukeppnin í knattspymu myndi að öllum líkindum falla niður í núverandi mynd. Þá yrðu meistarakeppni hinna ýmsu landa ekki lengur áhugaverðar. Hvað er ítalska knattspyman án Ju- ventus, Napolí, Róma og Mílanó- Sigurður liðanna. Og hveijir myndu hafa áhuga á spönsku deildarkeppninni án Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid? Stórkeppni Evrópu myndi skaða meistarakeppni í hinum ýmslu löndum. Eftirtalin félög hafa verið nefnd þegar umræður um stórkeppnina hafa verið: Hílalía: Napolí, Intfir Mllanó, AC Mílanó, Juventus, Roma, Fiorentina og Sampdoría. ISpánn: Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid, Valencia, Real Zaragoza og Atletico Bilbao. ■V-Þýskaland: Bayem Miinchen, Borussia Mönchengladbach, Hamburger og Köln. ■England: Manchester United, Liver- pool, Everton, Tottenham og Arsenal. ■Skotland: Glasgow Rangers og Celtic. ■Holland: Ajax, Feyenoord og PSV Eindhoven. ■Frakkland: París St. Germain, Mar- seilles, Bordaux og Mónakó. ■Austurriki: Austría Vín. ■Grikkland: Olympiakos og Panathin- aikos. ■Tyrkland: Galatasaray. ■Belgia: Anderlecht. ■ Svíþjóð: IFK Gautaborg. ■Portugal: Benfica, Sporting Lissabon og Porto. Eins og sést á þessu þá em þetta allt mjög fræg og fjársterk félög. Félög sem hafa margsinnis orðið Evrópumeistarar. TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ Ivan Lendl þurfti íjórar lotur til að vinna landa sinn, Karel Novacek. Lendl í basli með IMovacek IVAIM Lendl, besti tennisleikari heims um þessar mundir, átti í mesta basli með að komast í 16 manna úrslitin á opna ástr- alska meistaramótinu. Hann lék gegn landa sínum, Karel Novacek, í gær og þurfti fjórar loturtil að ná að sigra. Lendl vann fyrstu lotuna eftir jafnan leik, 6:4. Novacek gerði sér lítið fyrir og vann næstu 3:6 og var næstum búinn að vinna þriðju lotuna eftir að hafa komist 1:3, en þá tók meistarinn til sinna ráða og vann 6:3. Lendl vann síðan ijórðu lotuna sannfærandi, 6:1. „Ég var allan leikinn í vörn vegna þess að Karel hitti boltann mjög vel,“ sagði Lendl sem mætir Simon Youl frá Ástralíu í næstu umferð. „Þó svo að Karel hafði veitt mér harða keppni var ég aldrei hræddur um að mér tækist ekki að vinna.“ Steffi Graf, sem á möguleika á að vinna ástralska mótið þriðja árið í röð, byijaði illa gegn Leila Meshki frá Sovétríkjunum. Graf sló tennn- isspaðanum óvart í höfuðið á sér í upphafi leiks og það tók hana smá tíma að komast inní leikinn aftur. Meshki komst í 3:1 í fyrstu lotu, en þá var Graf búin að jafna sig og tók völdinn, vann 6:4 og 6:1. Graf, sem hefur ekki enn tapað lotu á ástralska mótinu síðan _ 1988, mætir Raffaellu Reggi frá Ítalíu í næstu umferð. Edberg fékk tertu Mótshaldarar komu Svíanum, Stefan Edberg, heldur betur á óvart er þeir færðu honum risastóra tertu. Tilefnið var 24 ára afmæli kapp- ans. Hann sagðist ekki gera mikið meira en að blása á þau 24 kerti sem á tertuni væru. Edberg og Ástralinn, Pat Cash, léku saman í tvíliðaleik í gær unnu Peter Kord og Cyril Suk frá Tékkó- slóvakíu, 7:6, 3:6 og 6:4 og eru komnir í 3. umferð. Laugardagur kl.14:55 3, LEIKV IKA* 20. ian.1989 1 m im Leikur 1 Arsenai 1 Tottenham m§ §§! Leikur 2 AstonVilla - Southampton Leikur 3 Chelsea - Charlton Leikur 4 C. Palace - Liverpool Leikur 5 Derbv - Nott. For. Leikur 6 Everton - Sheff. Wed. Leikur 7 Luton - Q.P.R. Leikur 8 Man. City - Coventry Leikur 9 Millwall - Wimbledon Leikur 10 Oldham - Newcastle Leikur 11 Oxford - Blackburn Leikur 12 Wolves - Swindon Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og LUKKULÍNAN S. 991002 SprengÍDOttur!!! -84464. [íA-xlí/feÆxíjíxJíx-ííx: ÍH&m FOLX H WIM Kieft, hollenski landsliðs- maðurinn hjá PSV Eindhoven, lýsti því yfir á fimmtudag að vildi fara frá félaginu. Kiefl sat á vara- mannabekknum í leik PSV og Fey- enoord í bikarleiknum á miðviku- dag og kunni hann því afar illa. Danski leikmaðurinn, Flemming Povlsen, tók stöðu hans. Kees Plögsma, stjómarformaður PSV, sagðist ekki skilja Kieft og vonað- ist til að hann myndi endurskoða afstöðu sína og vera áfram hjá fé- laginu. Kieft hefur átt fast sæti í hollenska landsliðinu og gert níu mörk í 21 landsleik. H NOTTINGHAM Forest eða Tottenham leikur gegn Sunder- land eða Coventry í undanúrslitum enska deildarbikarsins í knatt- spyrnu, en dregið var í gær. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Sout- hampton/Oldham og West Ham/Derby. Leikið er heima og Wim Kieft. heiman og fara leikirnir fram 14. febrúar og 28. febrúar. H STEUA Búkarest frá Rúm- eníu lék æfingaleik við Montpellier í Frakkiandi á fimmutdag og sigr- aði með tveimur mörkum gegn einu. Þetta er fyrsta ferð rúmenska liðs- ins síðan byltingin hófst í Rúm- eníu. Steaua, sem varð Evrópu- meistari 1986, leikur annan leik í Frakklandi um helgina og mætir þá liði frá Nice. H MEXÍKÓ sigraði heimsmeist- ara Argentínu, 2:0, í vináttulands- leik í knattspyrnu í Los Angeles á fimmtudagskvöld. Carlos Munoz og Lis Robegto Alves skoruðu mörkin fyrir Mexíkó. SJÓNVARP RUV sýnir beintfrá Kitzbuhel Ríkissjónvarpið sýnir í dag í fyrsta sinn beint frá heims- bikarkeppninni í skíðaíþrótt- um. Að sögn Ingólfs Hannes- sonar, forstöðumanns íþrótta- deildar RUV, er hér um tilrau- naútsendinguað ræða. Dagskrá íþróttaþátta sjónvarps- stöðvanna tveggja um helgina: RUV laugardagur: 11:15 Sýnt frá fyrri ferð í brunkeppni heim- bikarsins í karlaflokki sem fram fer í Kitzbuhel í Austurríki. 11:45 Bein útsending frá síðari umferð brunkeppninnar. 14:00 Meistaragolf. 14:55 Bein útsending frá leik Arsenal og Tottenham í ensku 1. deildinni. Bjarni Felixson lýsir frá Highbury leikvanginum. 17:00 Bein útsending frá 1. deild karla í handknattleik, sýnt frá tveimur leikjum. 18.10 Úrslit dagsins og fleira. Sunnudagur: 11.30 Sýnt frá fyrri ferð í svigi karla, sem fram fór fyrr um morguninn i heims- bikarkeppninni í Kitzbúhel í Aust- urríki. 11:45 Bein útsending frá síðari umferð í svigi karla í Kitzbúhel. Stöð2 Laugardagur: 17:00 Iþróttasyrpa. 17:10 Bein útsending frá 1. deild karla í handknattleik. Sunnudagur: 13:30 Bein útsending frá einvígi bandarísks pool-meistara og íslandsmeistarans í snóker, Brynjars Valdimarssonar. Einvígið fer fram í Sportklúbbnum við Borgartún. Þeir munu keppa bæði í snóker og pooli. Síðan verður ítölsk knattspyma_ og bandaríski NBA-körfuboltinn. íþróttaþættinum lýkur kl. 16:30. íþrótlir helgarínnar Handknattleikur Laugardagur 1. deild karla: .kl. 16.30 Hafnarfjörður FH — KA .kl. 16.30 Höllin Víkingur — Stjarnan ... .kl. 16.30 Valsheimili Valur —Grótta.... .kl. 16.30 Vestmannaeyjar ÍBV — ÍR.... 1. deild kvenna: ,kl. 16.30 Hafnarfj. Haukar — Stjarnan „kl. 13.30 Höllin Víkingur —FH ,kl. 15.00 Valsheimili Valur — Grótta.... ■kl. 18.00 2. deild karla: Digranes UBK — ValurB ..kl. 15.00 Hafnarfj. FHB —Haukar 2. deild kvenna: .kl. 15.00 Akureyri Þór — Þróttur ..kl. 14.00 Vestm. ÍBV — UMFA Sunnudagur ■kl. 15.00 3. deild karla: Garðabær Stjaman B — ÍR B. ..kl. 14.00 Sandgerði Reynir — Fram B.. ..kl. 14.00 Seljaskóli Fylkir —Ögri ..kl. 14.00 Seljaskóli KRB —VíkingurB..kl. 15.15 Körfuknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Bolungarv. UMFB — UBK ..kl. 14.00 Grundarfj. Snæfell — UÍA.... ,.kl. 14.00 Hagaskóíi Léttir —Víkveiji.. 1. deild kvenna: ..kl. 14.00 Seljaskóli ÍR-ÍS ..kl. 14.00 Sunnudagur Úrvalsdeild: Njarðvík UMFN —Valur ..kl. 16.00 Sauðárkrókur UMFT — ÍR ... „kl. 16.00 Hafnarfj. Haukar — ÍBK ..kl. 16.00 Grindavík UMFG — Þór ..ki. 20.00 Seltjamames KR — Reynir... 1. deild karla: ..kl. 20.00 Borgames UMSB —UÍA ..kl. 14.00 1. deild kvenna: Grindavík UMFG —Haukar. ..kl. 18.00 Njarðvík UMFN-KR ,.kl. 14.00 Hlaup Kópavogshlaupið fer fram í dag, laug- ardag, og hefst kl. 14.00 við Vallar- gerðisvöll í Kópavogi. Keppt verður í þremur flokkum; karlar 6 km, konur og drengir 3 km. Skráning á staðnum. Sund Hagvirkismót SH í sundi fer fram i Sundhöll Hafnarfjarðar um helgina. Pílukast íslenska pílukastfélagið heldur upp á fimm ára afmæli sitt í dag í félags- heimilinu Súðavogi 7. Haldið verður opið afmælismót sem hefst kl. 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.