Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
43
Þórdís og Broddi á sigurbraut
segirGuðni Bergsson sem leikurekki meðTottenham gegn
Arsenal. SigurðurJónsson ekki með vegna meiðsla
Guðni Bergsson á hér í höggi við Brian Marwood í leik Tottenham og
Arsenal í fyrra. Guðni leikur ekki með Tottenham í dag og Sigurður Jónsson
er ekki í iiði Arsenal.
Trewor Francis er nú kominn til
Sheffield Wednesday.
Étém
FOLK
■ RON Atkinson, framkvæmda-
stjóri Sheffield Wednesday, hefur
gert 18 mánaða samning við tvo
„gamlingja“ í ensku deildinni, Tre-
vor Francis, frá QPR og Kevin
Moran, frá spánska félaginu
Sporting Gijon. Atkinson sagðist
vera alsæll með kaupin enda hafi
hann fengið þá báða á tombólu-
verði. Báðir leikmennirnir fá aðeins
greitt fyrir þá leiki sem þeir spila.
■ BRYAN Robson leikur ekki
með Manchester United gegn
Norwich í dag. Hann hefur lítið
leikið’með United síðustu vikurnar
en liðið er í sjötta neðsta sæti.
Paul Ince, Danny Wallace og Lee
Sharpe koma hinsvegar inní liðið
að nýju.
■ STEFÁN Arnarson, fyrrum
markvörður KR og Vals, hefur ver-
ið orðaður við Tindastóí frá Sauð-
árkróki sem leikur í 2. deild.
Stefán, sem er 26 ára, hvíldi knatt-
spyrnuskóna síðasta sumar, en hef-
ur hug á að taka þá fram aftur í
sumar. Hann leikur nú handknatt-
leik með Gróttu í 1. deildinni. Gísli
Sigurðsson, sem verið hefur í
marki Tindastóls, hefur gengið til
liðs við Skagamenn. Sauðkræk-
ingar hafa því sett sig í samband
við Stefán og mun hann gefa þeim
svar eftir helgina.
■ GÍSLI Eyjólfsson hefur verið
ráðinn aðstoðarþjálfari Þorsteins
Ólafssonar hjá IBK í sumar. Gísli
mun einnig þjálfa 2. flokk félags-
ins.
„ÍSLENDINGASLAGURINN"
svokallaði í ensku knattspyrn-
unni, viðureign Arsenal og
Tottenham, verður íslendinga-
laus því Guðni Bergsson og
Sigurður Jónsson eru ekki í
leikmannahópi liðanna fyrir
þennan leik. Guðni leikur með
varaliðinu en Sigurður er
meiddur.
að er mjög svekkjandi að missa
af þessum leik enda eru leikir
Arsenal og Tottenham alltaf sér-
stakir. Það er uppselt á leikinn en
ég get ekki einu sinni horft á hann, ’
því á sama tíma verð ég að leika
með varaliðinu gegn Millwall á
White Hart Lane að viðstöddu fá-
menni og finnst það heldur fúl
skipti,“ sagði Guðni Bergsson, leik-
maður Tottenham. „Það er alltaf
erfítt að spá um svona leiki en ég
hef þó trú á að mínir menn hafi
betur.
„Það hefði verið gaman að mæta
Sigurði og ég held að við höfum
ekki leikið hvor gegn öðrum síðan
í úrslitaleik í 3. flokki sem Sigurður
og félagar unnu með grís. En því
miður er allt útlit fyrir að Bjarni
Fel verði eini íslendingurinn á vell-
inum,“ sagði Guðni Bergsson.
Hefði verið gaman að mæta
Guðna
„Það hefði verið mjög gaman að
mæta Guðna á Highbury og það
er alltaf mikil stemmning í kringum
leiki þessara liða. En ég hef ekki
náð mér af meiðslum sem ég hlaut
á þriðjudaginn í leik með varaliðinu
og verð því ekki með,“ sagði Sigurð-
ur Jónsson. „Eg fékk högg á bakið
og læknarnir te.lja að liðband hafi
skaddast. En ég vona að ég verði
ekki lengi að ná mér af því og nái
næstu leikjum Arsenal,“ sagði Sig-
urður.
„Það er alltaf erfitt að spá um
svona leiki og ef við leikum eins
og gegn Wimbledon um síðustu
helgi þá eigum við ekki möguleika.
En ég hef trú á að við tökum þá í
lokin,“ sagði Sigurður.
Þess má geta að lið Guðna og
Sigurðar hafa tvívegis leikið. Fyrst
er Sigurður var hjá Sheffield Wed-
nesday en þá lék Guðni með en
Sigurður.var á varamannabekknum
og síðar er Sigurður kom inná sem
varamaður hjá Arsenal en Guðni
var ekki með hjá Tottenham.
Ríkissjónvarpið verður með beina
útsendingu frá leiknum í dag.
BADMINTON
KNATTSPYRNA / ENGLAND
„Mjög svekkjandi að
missa af þessum leik“
Sigruðu á einliðaleiksmóti KR
órdís Edwals og Broddi Kristj-
ánsson, TBR, nýkrýndir meist-
arar TBR, héldu sigurgöngu sinni
áfram er þau sigruðu á einliðaleiks-
móti TBR í fyrrakvöld. Góð þátt-
taka var í mótinu og flestir sterk-
ustu leikmenn landsins voru með.
Broddi sigraði Jón P. Zimsen,
TBR, í undanúrslitum, 15:12 og
15:12, og í hinum leiknum sigraði
Þorsteinn Páll Hængsson, TBR,
Guðmund Adolfsson, TBR, 15:11,
15:12. Broddi sigraði svo Þorstein
í úrslitaleiknum, 15:9 og 15:6.
í undanúrslutm í kvennaflokki
sigraði Birna Petersen, TBR, Maríu
Thors, KR, 11:4 og 11:4 og Þórdís
sigraði Sigrúnu Erlendsdóttur, 11:1
og 11:1. Þórdís sigraði svo Birnu í
úrslitaleiknum 11:7 og 11:4.
María Thors sigraði í aukaflokki
kvenna, vann Sigrúnu Erlendsdótt-
ur, 7:11, 12:10, 11:8 og í auka-
flokki karla vann Reynir Guð-
mundsson, HSK, Viðar Gíslason,
Víkingi, 18:14 og 15:2.
GETRAUNIR
Sprengivika:
Fyrsti vinningur
tvær milljónir
S.prengivika er nú hjá íslenskum getraunum og því til mikil að
vinna fyrir tippara. Búist er við að fyrsti vinningur verði rúmar
tvær milljónir króna. Sölukössum lokar kl. 14.55.
Bein útsending verður í ríkissjónvarpinu frá viðureign Arsenal og
Tottenham og mun Bjarni Feiixson lýsa beint frá Highbury.
Broddi Kristjánsson sigraði í einliðaleik karla á einliðaleiksmóti KR í bad-
minton.
Árni Friðleifsson leikur ekki
með Víkingi í dag.
Ámií
leikbann
Missiraf leikVíkings
og Stjörnunnar
átr
Arni Friðleifsson, einn
markahæsti leikmaður
Víkings, leikur ekki m_eð liðinu
gegn Stjörnunni í dag. Árni fékk
rautt spjald um síðustu helgi er
Víkingar töpuðu fyrir Gróttu og
fær því eins leiks bann.
Víkingar, sem eru í næst
neðsta sæti deildarinnar, leika
einnig án Hrafns Margeirssonar
og Jóhanns Samúelssonar sem
eru meiddir.
KNATTSPYRNA
Boris þjátfapo
Valsstúlkur
Sovétmaðurinn Boris Abkashev
sem þjálfar handknattleikslið
Breiðabliks í 2. deild, hefur tekið
við þjálfun knattspyrnuliðs Vals í
1. deild kvenna í knattspyrnu. Bor-
is þjálfaði áður lið Vals í 1. deild í
handknattleik.
Boris tekur við af Loga Ólafssyni
sem þjálfar lið Víkings í 4. deild
karla næsta sumar.
íptímtR
FOLX
fl LEONEL Alvares, kólumbísk-
ur landsliðsmaður í knattspyrnu,
æfir nú með Derby og segist vo-
anst eftir að fá samning hjá liðinu.
Alvares hefur leikið 40 landsleiki
fyrir Kólumbíu en liðið tekur þátt
í lokakeppni HM í sumar. Lítið hef-
ur verið um knattspyrnu í Kól-
umbíu því deildakeppninni var
hætt eftir að dómari var myrtur.
Landsliðið heldur þó hópinn en
margir leikmenn eru að reyna fyrir
sér í Evrópu, þ.á.m. nokkrir í Sviss.
ÚRSLIT
NBA-deildin
ÚrsliL leika í NBA-deildinni á fimmtudags-
kvöld:
Mil waukee Bucks — W ashington.115:112
Chicago Bulls — Golden State.....132:107
Charlotte Hornets — Denver.......110:108
Phoenix Suns — Minnesota..........113:96
LA Clippers — Seattle Supersonics.... 105:95
Handknattleikur
Alþjóðlegt mót í París
A-riðill:
Frakkland—Veszprem (Ungverjal.) 26:23
Alsir—Milbertshofen..............23:22
■ Frakkland er með 6 stig, Alsír 4, Vesz-
prem 2 og Milbertshofen ekkert stig.
B-riðill:
Neva Leníngrad (Sov.)—Iviy (Frakkl.) 34:20
Rúmenía—Empor Rostoek (A-Þýskalandi)
.................................29:16
■ Neva er með 6 stig, Rúmenía 4, Rostock
1 og Ivry 1.
Frakkland mætir Rúmeníu í undanúrslit-
um og Alsír mætir Neva.