Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 I 15 Þriðju fimm, fjögnr Myndlist Bragi Ásgeirsson Menn taka upp á ýmsu í nafn- giftum verka sinna, ef þeim eru þá gefin einhver nöfn. Nöfn eru oft einungis til aðgreiningar, sér- heiti, og ber ekki að taka of alvarlega, en vissulega kemur það fyrir, að nöfn hitti í mark og lyfti undir hugarflugið. Það geta sérviskuleg nöfn einnig gert, en sú er hættan, að þau leiði hugann á aðrar brautir en ætlast var til. Nöfn og nafnleysur skipta þannig nokkru máli, þótt þau hafí ekki áhrif til úrslita um lífsmöguleika listaverka, en geta þó verið ögrun við skoðandann og stillt honum upp við vegg. Óneitanlega verða nöfn mynda Hlyns Helgasonar, sem kynnir nokkur verka sinna í listhúsinu á Skólavörðustíg 4a, skoðandan- um til umhugsunar, enda erfitt að koma auga á beint samhengi á milli þeirra og myndanna. Málverk Hlyns eru í besta máta ljóðræn og bera vott um, að hann gerir sér far um að skynja náttúruna og litbrigðin í kring um sig hveiju sinni og Hlynur Helgason koma samanlögðum hughrifun- um yfir á dúka sína. Þetta finnst mér honum takast einna best í myndflokki sínum frá Katalóníu, en þar þykir mér kenna heilmikils af spönskum lifunum — lifunum frá spánskri náttúru og mildu veðurfari, fijó- samri mold og mettuðu loftslagi. Þetta kemur einna greinilegast fram í myndinni „Þriðju fimm, fjögur", sem í útfærslu virkar í senn mettuð og safarík ásamt því, að hér nær gerandinn ein- hveiju dularfullu sambandi við móður jörð í gegnum pensilstrok- ur sínar. Aðrar myndir í þeim flokki, er vöktu sérstaka athygli mína, voru myndirnar „Næstu fimm, eitt“, „Næstu fimm, tvö“ og „Næstu fimm, fimm“. Mynd- flokkarnir eru annars þrír og nefnast Exeter, Katalónía og ís- land, sem vísar á, hvar hann hafi málað þær. Myndimar frá Exeter eru ekki ýkja frábrugðnar þeim frá Kata- lóníu og þar tók ég helst eftir málverkinu „Fyrstu fimm, fjög- ur“. Hins vegar eru myndimar frá Islandi frábrugðnar hinum mynd- aflokkunum, lífmeiri og formin órólegri, geta á stundum leitt hugann að Kristjáni Davíðssyni. Þessi sýning lætur ekki mikið yfir sér, verkin eru í minni stærð- unum og virka ekki átakamikil, en yfir henni er þó viss þokki og einlægni gerandans við listsköp- un sína augljós. Prentvilla í grein Gylfa Þ. Gíslasonar í GREIN Gylfa Þ. Gíslasonar Veiði- gjald á ekkert skylt við sósíalisma í Morgunblaðinu í gær slæddist meinleg villa. í greininni átti að standa „allir vita, að fjölmargir af helstu for- mælendum veiðigjalds eru ekki jafnaðarmenn", í stað „allír vita að helmingur af helstu formælendum veiðigjalds em ekki jafnaðarmenn“. ■ SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim, sem veitt geta upplýsingar um eftirtalin óhöpp í umferðinni. Ekið var á rauð- an Volkswagen Passat, sem stóð við Laugaveg 34, aðfaranótt föstu- dagsins 9. febrúar. Bifreiðin er mikið skemmd á vinstri hlið. Á sunnudag, um klukkan 23.15 skullu saman Chevrolet Monsa og Pe- ugeot leigubifreið á mótum Háa- leitisbrautar og Miklubrautar. Ökumenn greinir á um stöðu um- ferðarljósa þegar óhappið varð. Á mánudagsmorgun varð árekstur á mótum Ánanausta, Hringbrautar og Eiðsgranda. Þar var ekið á Suzuki-fólksbifreið, en ökumaður hinnar bifreiðarinnar ók á brott, áleiðis út á Seltjarnarnes. Loks varð óhapp á Bústaðavegi gegnt Valsheimilinu klukkan 10.30- 11.15 á mánudag. Hvítur Seat Ibiza bíll hafði verið skilinn eftir bilaður í vegkantinum. Þegar eig- andinn kom aftur að bílnum hafði verið ekið á vinstra afturhorn hans. KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaöur 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. öll önnur hvítlauksframleiðsla notai hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvitlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOUC fæst (heilsuvöru- og lyfja- verslunum og viðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1-28-04. Veröld býður þér betri gististaði á Costa del Sol á lægra verði. Einstakir hótelsamningar okkar hafa leitt til lægra verðs en í fyrra og í mörgum tilfellum sömu krónutölu. Við höfum gert samninga við marga glæsilegustu gististaðina á áfangastöðum okkar á Costa del Sol, Benidorm, Mallorka og Ibiza og látum verðlækkunina ganga til þín. n Láttu dekra við þig í sumarleyfinu fyrir lægra verð. Sunset Beach Club Við bjóðum nú glæsilegar íbúðir á þessum stórglæsilega gististað á frábæru verði. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið, sími, loftkæling, 2 sundlaugar, veitingastaðir, líkams- rækt og hér getur þú sannarlega látið dekra við þig í sumarleyfinu. Verð frá kr. 47.800,*- pr. mann. Hjón m/ 2 böm. Verð frá kr. 59.900,- pr. mann. 2 í íbúð. Ecuador Park Splunkunýr gististaður í Carihuela þorpinu, góð staðsetning og gott verð. íbúðir eru glæsilega innréttaðar, stúdíó eða íbúðir með einu svefnher- bergi og mannlíf og veitingastaðir allt í kring. Bestu kaupin i ár. ^ \ Verð frá kr. 45.200,- pr. mann. Hjón ml 2 böm. Verð frá kr. 55.800* pr. mann. 2 í stúdíó. AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK , SÍMI: (91) 622 011 & 62 22 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (14.02.1990)
https://timarit.is/issue/123068

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (14.02.1990)

Aðgerðir: