Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 AFGASRULUIB fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 681100 áeiti tíflíethíkei&u,! BLÓMAFRJÓKORN EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 eðaheflar samstæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stilfanlegar stærðir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitift upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN BlLDSHÖFÐA 16 SÍMt 6724 44 Morgunblaðið/Araór. Davíð Oddsson borgarstjóri tók þátt í sveitakeppni Bridshátíðar og spilar hér við Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann. Morgunblaðið/Arnór. Tveir kunnir bridsspilarar af landsbyggðinni, Magnús Aðalbjörns- son og Þórir Leifsson ræða spilin. Bridshátíð lokið: Flugleiðir unnu Flugleiðamótið SVEIT Flugleiða vann Flug- leiðamótið á Bridshátíð með yfirburðum á mánudagskvöld. Sveitin leiddi mótið frá annari umferð og vann alla leiki sína nema einn. Flugleiðasveitina skipa Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Matthías Þor- valdsson, Ragnar Hermanns- son, Ragnar Magnússon og Rúnar Magnússon. Sveit Flugleiða endaði með 197 stig. í öðru sæti varð sveit Mike Polowan með 181 stig, en auk hans spiluðu Bjöm Fallenius, Lynn Deas og Lars Blakset. I þriðja sæti varð sveit Icelandair- Sveden með sænsku Evrópumeist- arana Hans Göthe, Tommy Gull- berg, Anders Morath og Magnus Lindkvist innanborðs. Þeir enduðu með 179 stig. Spilaðar voru 10 umferðir eftir monrad-kerfi, 10 spila leikir. ís- lenskar sveitir skipuðu efstu sætin lengst af, en erlendu sveitimar fóra svo að sækja í sig veðrið undir lokin. Þegar tveimur um- ferðum var ólokið var Modem Iceland í 2. sæti, 7 stigum fyrir neðan Flugleiði og Svíamir vora komnir í 3. sætið. En í næst síðustu umferð voru Morgunblaðið/Árni Sæberg. Sveit Flugleiða. Frá vinstri eru Björn Theódórsson framkvæmdastjóri Iijá Flugleiðum, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Ragnar Magnússon, Matthías Þorvaldsson, Rúnar Magnússon og Ragn- ar Hermannsson. úrslitin nánast ráðin, þegar Flug- leiðir unnu sinn leik stórt meðan næstu sveitir töpuðu báðar. Flug- leiðir höfðu þá 14 stiga forskot á næstu sveit fyrir síðustu umferð, og sveitin tryggði sér sigurinn með því að fá 20 stig í síðustu umferð. Sveitin tapaði aðeins ein- um leik í mótinu, fyrir Polowan. Þetta er í annað skipti sem íslensk sveit vinnur Flugleiðamót- ið, og i fyrsta skipti síðan mótið var opnað. Sveit Karls Sigurhjart- arsonar vann mótið þegar það var fyrst haldið árið 1982, en þá var sérstaklega boðið til þess sex sveitum, þar af þremur erlendum. Þrjátíu og níu sveitir tóku þátt í Flugleiðamótinu að þessu sinni. Óvenju skamman tíma tók að raða saman sveitum í hverja umferð, og var það að þakka sérstöku tölvuforriti sem VKS & Tölvuþró- un hafa útbúið fyrir Monrad-mót. Þetta forrit hefur áður verið notað í skákmótum en var endurhannað með Flugleiðamótið í huga. Röð efstu sveitanna á mótinu varð annars þessi: 1. Flugleiðir 197 2. Polowan 182 3. Icelandair-Sweden 179 4. Modern Iceland 173 5. Sigmundur Stefánsson 170 6. Tryggingamiðstöðin hf. 167 7. Verðbréfam. ísl.banka 166 7. Hulda Hjálmarsdóttir 166 9. Magnús Torfason 165 9. BM Vallá 165 Ester Hermanns- dóttír — Kveðjuorð Fædd 23. mars 1928 Dáin 26. janúar 1990 Með örfáum orðum langar mig að minnast Esterar Hermannsdótt- ur, sem andaðist í Reykjavík 26. janúar sl. Móðir mín, Ester Eggertsdóttir, og Ester Hermannsdóttir kynntust fyrst þegar Eggert afi minn varð héraðslæknir í Borgamesi fyrir hart nær hálfri öld. Þá flutti hann með fjölskyldu sína í sama hús í Borgar- nesi og Sigríður Jónsdóttir bjó í með böm sín tvö, Jón og Ester. Þau kynni urðu ævilöng. Þegar ég man fyrst eftir Ester bjuggu þau systkinin ásamt Sigríði móður sinni í litlu húsi við Egilsgötu í Borgamesi og þar varð undirrituð fljótlega heimagangur. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir úr bemsku, era heimsóknimar á sunnudögum á Egilsgötuna til Siggu, Esterar og Nonna. Þær heimsóknir urðu síðan daglegar þegar ekki þurfti lengur aðstoðar afa við að komast leiðar sinnar. Það var ekki undarlegt þó að ég og frændsystkini mín, sem oft dvöldu í Borgamesi á sumrin, sækt- um fast að fara í heimsóknir til t Faðir okkar, EIRÍKUR LOFTSSON, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2. febrúar sl. Bálförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórdfs Eiríksdóttir, Loftur Atli Eiríksson. t Minningarathöfn um eiginmann minn, son, föður, tengdaföður og bróður, GUÐJÓN INGVA GÍSLASON, sem lést af slysförum 17. nóvember sl., fer fram frá Akranes- kirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Siysavarnafélag íslands. Valdís Guðnadóttir, Ingileif Guðjónsdóttir, Inga Lilja Guðjónsdóttir, Einar Maríasson, Guðný Guðjónsdóttir, Gísli Pált Guðjónsson, Oddur Gislason, Egill S. Gfslason. Nýtt INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta Iært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri á morgun, fimmtudag kl. 20.30, á Laugavegi 18a (4. hæð). Aðgangur ókeypis. Upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mafacsh Yogi Esterar því ekki skorti athyglina, sem böm fengu á heimilinu. Ester var víðlesin ekki síður en Jón bróðir hennar þó að skólaganga yrði ekki löng og hún gaf sér löngum tíma til að hlusta og útskýra hina ýmsu hluti. Þær urðu einnig margar bílferðirnar um Borgames og ná- grenni þar sem saga staðarins var sögð og ömefni tíunduð. Þeim sem Ester varð samferða á lífsleiðinni reyndist hún með afbrigð- um vel, bæði vinum og vandamönn- um. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina fyrir mína hönd og móður minnar og sendi okkar inni- legustu kveðjur til Nonna og ann- arra aðstandenda. Gunnvör Karlsdóttir t Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og Útför, GUNNLAUGS H. GUÐMUNDSSONAR, Helgamagrastræti 23, Akureyri, áður bónda á Hrappsstöðum, Bárðardal. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki Krist- nesspítala fyrir góða umönnun í langvarandi veikindum hans. Helga Guðvarðardóttir, Guðmundur Vföir Gunnlaugsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Sigrfður St. Gunnlaugsdóttir, Pétur Oddsson, Sverrir Gunnlaugsson, Gunnhildur Frfmann, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Þóra Hjartardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.