Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 44
Kringlan 5
Sími
692500
sjóvápPalmennar
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Niðurskurðaráformríkisstjórnariiinar:
Endanleg niðurstaða
nálægt einum milljarði
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði á fundi sínum í gær um með hvaða hætti
mögulegt verður að skera niður ríkisútgjöld á þessu ári, og er liklegt,
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að ákveðinn verði nálega
eins miHjarðs króna niðurskurður. Mestur verður niðurskurðurinn þjá
samgönguráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og
íjármálaráðuneyti. Samtals verða þessi ráðuneyti að skera útgjöld sín
niður um nánast hálfan milljarð króna.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að samgönguráðuneytið muni
þurfa að skera niður hjá sér um 130
milljónir króna, sem er mun lægri
upphæð en upphaflegar tillögur 01-
afs Ragnars Grímssonar fjármála-
ráðherra gerðu ráð fyrir. Þá mun
landbúnaðarráðuneytið þurfa að
skera niður um 33 milljónir króna,
félagsmálaráðuneytið þarf að skerða
framlag til byggingarsjóða um 100
milljónir króna, menntamálaráðu-
neytið var beðið um að skera niður
hjá sér um 200 milljónir króna, en
líklegra er að niðurstaðan þar verði
um 122 milljónir króna. Þá hefur
Bílum fækkaði
um tæp 3.300
á síðasta ári
BÍLUM íslendinga fækkaði
uni 3.289 á síðasta ári, að sögn
Karls Ragnars framkvæmda-
stjóra Bifreiðaskoðunar ís-
lands hf. Ekki liggja enn fyrir
nákvæmar upplýsingar um
heildarfjölda bíla í landinu í
árslok, en Karl sagði töluna
ekki vera fjarri 142 þúsund-
um.
Allt árið í fyrra voru afskráð-
ir 10.767 bílar. Nýskráðir voru
á sama tíma 7.478 bílar.
Skipting nýskráðra bíla var
þannig, að 6.241 voru nýir
fólksbílar, 472 voru notaðir
fólksbflar. Sendibflar, rútur og
vörubílar voru nýir 472 og not-
aðir 293.
Eigendaskipti notaðra bíla
skráð hjá Bifreiðaskoðun voru
alls 57.094 á síðasta ári og bílar
skoðaðir aðalskoðun voru
77.671. Um 14 þúsund bílar
skiluðu sér ekki í aðalskoðun
og sagði Karl Ragnars það
stafa öðrum þræði af því, að
þeim hefði verið hent og eig-
endur trassað að tilkynna þá
ónýta.
fjármálaráðherra sjálfur fallist á að
útgjöld ráðuneytis hans verði 90
milljónum króna lægri en gert var
ráð fyrir. Orku- og iðnaðarráðuneyt-
ið mun skera niður hjá sér um 30
milljónir króna og þá er ákveðinn
sparnaður fyrirhugaður í heilbrigðis-
og dómsmálaráðuneytinu.
Niðurskurðaráform ríkisstjórnar-
innar verða kynnt þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar í dag. Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra seg-
ist telja að samstaða hafi tekist á
ríkisstjómarfundinum í gær um nið-
urskurðartillögumar, en hann muni
ekki fjalla um þær opinberlega fyrr
en þingflokkar ríkisstjórnarflokk-
anna hafi fjallað um þær.
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
gönguráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann liti
þannig á, að þessu máli væri ekki
lokið, fyrr en þingflokkar stjómar-
innar hefðu fjallað um það og tekið
afstöðu til þeirra tillagna sem verða
kynntar þeim í dag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Brunað í brekku
Frost í háloft-
um bendir til
ózóneyðingar
SAMKVÆMT háloftaathugunum,
sem Veðurstofan lætur gera á
Keflavíkurflugvelli, mældist
10.-28. janúar óvenju mikið frost
yfir landinu í 20-27 km hæð, eða
78-85,8 gráður. Að sögn Borgþórs
H. Jónssonar veðurfræðings er
talið að eitt af skilyrðum i lofthjúp
jarðar til að ózón eyðist sé að
frostið fari niður fyrir 78 gráður.
Hann sagði miklar líkur til þess
að gat hafi verið á ózónlaginu
yfir íslandi þessa daga.
Borgþór sagði að frostið félli nið-
ur fyrir 78 gráður, þegar ózón eyð-
ist í háloftunum vegna sambanda
klórflúorkolefnasambanda. Fyrir
rúmu ári mældist gat í ózónlaginu
yfir Norðurlöndum og þá jókst frost-
ið í háloftunum yfir Osló í um 23
km hæð og fór nokkuð niður fyrir
80 gráður. Nokkru síðar kom óz-
ónríkt loft í háloftunum frá Kanada
og Alaska og fyllti upp í skarðið.
„Eg hugsa að svipað hafi verið að
gerast hjá okkur. Frostið hefur
minnkað um nær 50 gráður síðan
29. janúar sem er mikil upphitun á
ekki lengri tíma. Ég held að í þetta
skipti höfum við fengið ósónríkt loft
einhvers staðar að, en við höfum
ekki fylgst nógu vel með þessu. Það
er þess virði að ózonlagið sé athugað
gaumgæfilega og reglulega, því það
gæti veríð lífsnauðsynlegt,“ sagði
Borgþór.
Formaður Lyfjafræðingafélagsins um nýja reglugerð:
Ríkíð hækkar lyfjakostnað
sjúklinga um 30 af hundraði
Heilbrigðisráðherra segir að verð breytist ekki á meirihluta algengustu lyfja
FORMAÐUR Lyfjafræðingafélagsins segir að með nýrri reglugerð um
greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði sé ríkið að hækka lyfja-
kostnað sjúklinga um 30%. Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt
reglugerðinni breytist ekki verð á meirihluta algengustu lyfja og reglu-
gerðin muni enn fremur leiða til notkunar á ódýrari lyfjum.
Umrædd reglugerð tekur gildi á
morgun, 15. febrúar. Samkvæmt
henni hækkar fastagjald fyrir lyf
úr 550 krónum í 750 krónur eða um
Borgin greiðir 385
millj. í virðisaukaskatt
ÚTGJÖLD Reykjavíkurborgar vegna virðisaukaskatts verða samtals
385 miiyónir króna á þessu ári. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun
borgarinnar var ekki gert ráð fyrir skattinum, sem leggst á mun
fleiri liði en söluskatturinn gerði, heldur tekið fram að reynt yrði að
meta áhrif hans á milli umræðna, þar sem áhrifin væru enn ójjós.
„Þetta er stærsta breytingin á
fjárhagsáætlun borgarinnar,“ sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri, en áætl-
unin kemur til síðari umræðu á fundi
borgarstjórnar á morgun. Borgar-
stjóri sagði, að nýgerðir kjarasamn-
ingar auðvelduðu borginni að nokkru
leyti að mæta þessum mikla skatti,
á því væri enginn vafi þó svo ágóði
þeirra eyddist og vel það.
„Útsvarstekjur minnka miðað við
það sem gert var ráð fyrir með ný-
gerðum kjarasamningum og Iækk-
uðu kaupi manna," sagði Davíð.
„Það mun verða veruleg raunlækkun
á rafmagns-. og hitaveitu til borg-
arbúa á þessu ári og er það tilraun
borgarinnar til að koma inn í þessa
samninga og mæta fólki þar. Þau
eru náttúrlega afar sérkennileg
ummæli utanríkisráðherra í Morgun-
blaðinu, þar sem hann er að beina
því til sveitarfélaga að lækka útsvör
sín af þessu tilefni en ríkið er ný-
búið að hækka tekjuskattinn þó svo
Alþýðuflokkurinn hafi lofað allt öðr-
um hlutum. Hann ætti að líta í eigin
barm.“
36%. Gjald fyrir öryrkja og ellilífeyr-
isþega hækkar úr 170 krónum í 230
krónum. Með reglugerðinni fylgir
hins vegar listi yfir rúmlega 70 lyfja-
tegundir í um 140 pakkningum sem
kosta sjúklinga áfram 550 krónur
og 170 krónur.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir for-
maður Lyfjafræðingafélagsins sagði
við Morgunblaðið, að stjórnvöld
segðust með þessu vera að beina
notkun yfir á ódýrari lyf og fá lækna
til að skrifa upp á minni skammta
í hvert skipti. „En sá galli er á gjöf
Njarðar, að það er aðeins um 5%
af skráðum lylj'um á þessum iista,
svo það segir sig sjálft að í mörgum
tilfellum er útilokað að nota þau.
Að auki virðist hafa verið valið á
listann af handahófi því ein 9 lyf á
honum eru greidd að fullu af sjúkra-
samlögum. Þau eiga því ekkert er-
indi á listann,“ sagði Guðbjörg.
■ Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
isráðherra sagði við Morgunblaðið
að þetta væru allt aðrar upplýsingar
en hann hefði um málið. Þvert á
móti væru á þessum lista yfír „bestu-
kaupalyf" verulegur hluti algeng-
ustu lyfja. Sumirteldu að um 70-80%
þeirra væru á listanum, en sennilega
væri þar rúmlega helmingur. Á þess-
um forsendum hefði verið farið af
stað með málið og hann hefði ekki
ástæðu til að efast um þær.
Guðbjörg sagði, að ýmislegt fleira
væri athugavert við lyfjalistann. Þar
væru til dæmis aðeins stærri pakkn-
ingar af ýmsum sýklalyfjum, sem
fengjust í fleiri pakkningastærðum.
í sumum tilfellum gætu 50 töflur á
ákveðnu lyfi kostað 550 krónur
meðan 30 töflur kostuðu 750 krón-
ur, og það stangaðist á við þann
yfirlýsta tilgang af fá lækna til að
ávísa minna magni af þessum lyfj-
um.
Guðmundur Bjarnason sagðist
verða að játa að hann væri ekki
fagmaður í lyfjamálum, en þessi listi
hefði verið unninn af fagmönnum,
aðallega Ingólfi Petersen, lyfjafræð-
ingi ráðuneytisins og Guðmundi Sig-
urðssyni, heilsugæslulækni á Seltj-
arnarnesi. „Eg hlýt að treysta því
að þetta sé gert eins og réttlátast
er. En slíkar ábendingar og athuga-
semdir mun ég að sjálfsögðu taka
til meðferðar og bendi á að þessi
lyfjalisti er ekki endanlegur og auð-
velt að breyta honum með auglýs-
ingu,“ sagði Guðmundur.
„Þegar farið er ofan í saumana á
þessu, virðist tilgangurinn vera sá
einn að slá ryki í augun á fólki og
drága athyglina frá því, að verið er
að hækka þessa opinberu þjónustu.
Þama er verið að hækka hlut sjúkl-
inga um 30% og spara ríkinu um
100 milljónir króna á sama tíma og
gerðir er kjarsamningar þar sem
helsta forsendan er að gjald fyrir
opinbera þjónustu hækki ekki,“
sagði Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.
Selurinn kvið-
klippir aflann
„ÞAÐ ER mikið um sel, sem
kviðklippir fiskinn og lyá mér
hefúr hann eyðilagt 10-15%
af aflanum. Selnum fer fjölg-
andi og ástandið er verst með
þorskanetin, því það hefúr
komið fyrir að nær hver fisk-
ur í þeim er klipptur," sagði
Gunnar Jóhannsson, sjómað-
ur á Siglufirði.
Gunnar gerir út 6 tonna bát,
Jökul II. „Eg hef verið á rauð-
maga frá því í byijun janúar
þegar gefið hefur á sjó, en það
hefur ekki verið nema fjórum
sinnum,“ sagði hann. „Það er
greinilegt að selnum íjölgar allt-
af, enda er nú hætt að nýta
hann. Hann sækir því mikið í
netin, þar sem hann getur í ró
og næði étið úr þeim. Stundum
er hann við borðstokkinn þegar
verið er að draga netin og þorsk-
urinn kemur stundum spriklandi
inn yfir borðstokkinn, þó búið
sé að klippa á kviðinn á honum,
svo nýskeð er það.“