Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 7

Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 7 Loðnan stendur undir aflaaukningu Mestu landað á Seyðisfirði FISKAFLINN í janúar varð alls um 240.000 tonn, sem er um 36.000 tonnum meira en í fyrra. Mismunurinn liggur nánast allur í meiri loðnuafla nú. Þorskafli er nokkru minni en í fyrra, en afli annarra helstu nytjategunda hefur aukizt. Alls öfluðust nú 21.163 tonn af þorski en 24.859 í fyrra. Um- talsverð aukning er á ýsu- og karfaafla, nokkur aukning varð ennfremur á ufsaafla og nú veidd- ust 2.000 tonn af síld en 700 í fyrra. Loðnuaflinn nú varð 203.000 tonn á móti 168.000 í fyrra. Afli togara þennan fyrsta mán- uð ársins varð um 1.000 tonnum minni en í fyrra og skiptir þar mestu að þorskaflinn er nú 2.400 tonnum minni. Um 1.000 tonnum meirra hefur hins vegar veiðzt af karfa. Bátaflinn jókst um 36.000 tonn en það samsvarar aukningu loðnuafla milli mánaðanna og ýsu- afli jókst verulega eða úr 828 tonn- um í 1.363. Smábátar juku hlut sinn lítils háttar og fiskuðu 1.145 tonn alls. Mestum afla var í janúar landað á Seyðisfirði og er loðna uppistað- an eins og á þeim stöðum öðrum. þar sem miklu hefur verið landað. Alls bárust þar 36.782 tonn að landi. í Eyjum var landað 28.950 tonnum, á Eskifirði 27.350 tonn- um, í Neskaupstað 22.326 og í Siglufirði 19.478 tonnum. Erlendis var landað 9.977 tonnum en 24.071 í janúar í fyrra. Drukknaði í Eskifjarðará MAÐURINN, sem drukknaði í Eskifjarðará á fostudaginn, hét Ragnar Þorsteinsson. Ragnar var á 55. aldursári, fædd- ur 18. ágúst 1935. Hann bjó á Strandgötu 7b á Eskifirði. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu og þijú uppkomin börn. Fundur í bankaráði Landsbanka síðdegis EYJÓLFUR K. Siguijónsson, formaður bankaráðs Landsbankans hefúr boðað fund bankaráðsins kl. 15 í dag, samkvæmt beiðni meirihluta bankaráðsins, þeirra Friðriks Sophussonar, Kristins Finnbogasonar og Kristínar Sigurðardóttur. „Ég fagna þvi að formaður bankaráðs skuli að þessu sinni fara að lögum,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að hann vildi að öll tvímæli yrðu tekin af á fundinum í dag með hvaða hætti ákvörðun verður tekin um það hvort greiða beri Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga vexti af kaupverði á hlut þess í Samvinnubankanum, frá 1. september sl. til 31. desem- ber. „Ég hef lýst því yfir að ég sé ekki tilbúinn til að greiða atkvæði með því að Sambandinu verði greiddir vextir af kaupverðinu þennan tíma. Það er í fullu ósam- ræmi við tilboð bankaráðs Lands- bankans frá 29. desember sl. Ég vil bara að það komi fram við hvað hafi verið átt, þegar af- greiðsla síðasta fundar fór fram,“ sagði Friðrik. & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLCTnjR kORKO PtA«T GÓLFFLÍSAR ^ARKAPLAST EINANGRUN VIIMKLARÁTRÉ Öll fjölskyldan klæðist norsku ullamærfötunum, venjulegum eða fóðruðum! Þö svo að Stil ullarnærfötin stingi ekki er komin á markaðinn ný tegund sem er fóðruð með mjúku Dacron efni. Fóðrið gerir fötin mýkri og þægilegri fyrir þá sem ekki þola ullina næst sér af einhverjum ástæðum. _____________Fjölskyldutilboð________ í tilefni kynningar á nýju fóðruðu ullarnærfötunum bjóðum vlð hagstætt kynningarverð á fóðruðum nærfötum i barna- og unglingastærðum. Skoðaðu verðskrána! Verðskrá Stærðir Buxur einf. fóðrað Bollr einf. fóðrað Herra 2052- 2150- 2122- 2298- Dömu Barna 1698- 1785- 2122- 2298- 4-6-8 1291- 1394- 1397- 1527- 10-12 1344- 1451- 1503- 1633- 14-16-18 1486 1598- 1609- 1810- Stuttermabolir á dömur og herra kr. 1857- SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2. Rvík., sími 28855 SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjörður: Rafbær sf., Aðalgötu 34. Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: Öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaður: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornaflröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Rötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.