Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 36
86 MPRfiUNftLAÐIÐ. MIÐyiKUDAGUR 14, f^BRpAR 1990 fclk í fréttum VOPNAHLE Konungleg hjónabands- rækt á Mauritius Frá því var greint fyrir nokkru, að Sylvía, hin austurríska drottning Svía, hefði tekið bónda sinn í sátt eftir uppgjör í kjölfar orðróms um meint kvennafar hans hvenær sem færi gæfist, síðast á íslandi er hann skrapp hingað til lands til hreindýraveiða í haust að sögn danska blaðsins BT. Þau fóru til Mauritius í 10 daga til að rækta hjónabandið og að sögn var ferðin vel heppnuð og Svía- kóngur hagaði sér vel. Myndimar em teknar á Mauritius og ber ekki á öðm en að allt hafí gengið að óskum hvað svo sem síðar verð- ur. BORGARAFLOKKURINN ALMENNUR STJORNMALAFUNDUR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Mikið Qölmenni var þegar almenningi var boðið að koma og þiggja kaffiveitingar i nýja húsnæðinu. VESTMANNAEYJAR A Vígsluhóf í Asgarði Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj- um, vígðu fyrir nokkru nýtt fé lagsheimili. Húsinu var í vígsluhófi gefið nafnið Asgarður. Sjálfstæðisfélögin í Eyjum festu í upphafi vetrar kaup á hluta hús- eignarinnar Heimagötu 35-37, af Knattspymufélaginu Tý. Húsnæðið er á fjórða hundrað fermetra, jarð- hæð og kjallari. Undanfarnar vikur hefur verið unnið við að mála og snyrta húsið auk þess sem innan- stokksmunir hafa verið keyptir. Formleg vígsla hússins fór fram laugardaginn 3. febrúar. Opið hús var um miðjan daginn þar sem Vestmannaeyingum var boðið að skoða húsið og þiggja kaffiveitingar sem sjálfstæðiskonur buðu upp á. Fjöldi fólks leit inn og skoðaði hina glæsilegu aðstöðu. Á laugardagskvöld var síðan vígsluhátíð. Hátíðin hófst með borð- haldi en síðan tóku við ávörp, og ýmis létt skemmtiatriði. Ólafur Elís- son, formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna, rakti aðdragand- ann að húsakaupunum og þá vinnu sem unnin hefur verið á síðustu vikum en sagði síðan húsið form- lega tekið í notkun. Unnur Tómas- dóttir, sem sæti á í hússtjórn sjálf- stæðisfélaganna, gaf síðan húsinu nafn. Hún sagði að leitað hefði ver- ið eftir hugmyndum að nafni hjá þeim gestum er komið hefðu í heim- sókn um daginn og eitt nafn hefði greinilega fallið fólki best í geð, nafnið Ásgarður. Hún sagði að nafnið væri sótt í goðafræðina, það væri fallegt og reisn yfir því sem væri vel við hæfi á þessu næst stærsta félagsheimili sjálfstæðis- manna á landinu. Halldór Blöndal, alþingismaður, var heiðursgestur á vígsluhátíðinni. Flutti hann ávarp og sló á létta strengi. Árni Johnsen var veislu- stjóri og stjómaði fjöldasöng fram eftir nóttu. Á vígsluhátíðinni afhenti Magnús Jónasson málverk eftir Bjarna Ólaf Magnússon að gjöf frá nokkrum sjálfstæðismönnum, og á það að prýða nýja húsnæðið. Sjálfstæðisfélögin hafa nú opnað skrifstofu í nýja húsnæðinu og verð- ur hún opin fýrst um sinn fyrir hádegi alla virka daga. Grímur i ] Frá borðhaldi vígsluhátíðar, talið frá vinstri: Arni Johnsen, Halldóra Filippusdóttir, Halldór Blöndal alþingismaður, heiðursgestur kvölds- ins, Stella Skaftadóttir og Ólafur Elísson formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna. Þingflokkur Borgaraflokksins heldur fund í Danshöllinni Þórskaffi fimmtu- daginn 15. febrúar og ræðir m.a.: - Kjarasamninga - Stjórnmálaástandið - Þingstörf - Fiskveiðistefnu - Sveitarstjórnamál - Skattamál - Umhverfismál og margt fleira. Formaður Borgaraflokksins flytur framsögu- ræðu og í kjölfarið verða opnar umræður þar sem þingflokksmenn sitja fyrir svörum. Öllum er heimil þátttaka. Húsið opnað klukkan 20.00 og hefst fundur- inn stundvíslega klukkan 20.30. Alllr velkomnir. Þlngfíokkur Borgarafíokksins. COSPER COSPER £„p.l° Uiz.^ - ~ Stefnumót okkar er orðið öðruvísi en fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.