Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 Minning: EinarB. Ólafsson líffræðingur Fæddur 14. mars 1950 Dáinn 18. janúar 1990 Það sækja á minningar. Minning- ar um góðan dreng, drengilegan dreng. Hann sem var bam handan götunnar, leikfélagi, vinur. Hann og Óli. Eins og þrír bræður. Við og hinir krakkamir. Svo fluttu þeir með fjölskyld- unni. Voru handan sjóndeildar- hringsins. Þeir komu alltof sjaldan hingað. Samt vom þeir til héma megin. Góður Guð gaf okkur skólaár saman. Þeir komnir aftur, Lúlli, Halli, allir hinir. Lífíð og tilveran brotin til mergjar. Við allir og þetta land okkar. En leiðir skildu. Einar fann ást- vin og stofnaði sína fjölskyldu. Fjarri okkur og fjölskyldu okkar. Hann byggði þar framtíð sína og vísindastörf. En samt var hann ætíð nálægur okkur. Hann kom til okkar á leið sinni fyrir skömmu. Eins og svo oft áð- ur. Strákurinn handan götunnar orðinn fullorðinn, ábyrgur, sáttur við þessa tilveru en samt ósáttur. Eins og við öll emm. Svo kvaddi Einar eins og eftir ótal heimsóknir fyrr. Hann hélt á vit örlaga sinna. Hörmulegt slys og hann er ekki þar lengur. Þeir feðg- ar nú saman á ný hjá algóðum Guði. En hann er hér hjá okkur. Tær minning í hjarta okkar. Ætíð. Kristín, Asdís, Óli, Diddi, Kata, Sigga og Eva. Ykkur og öðmm ástvinum vottum við einlægustu samúð okkar. Góður Guð veri með ykkur eins og hann er með Einari nú sem og ætíð fyrr. Við varðvéitum í hjarta okkar tæra minningu góðs vinar, sem var sem bróðir. Helgi, Auður, Jón Gestur, Kristín og Kristín eldri. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Þegar æskuvinur er fyrirvara- laust hrifínn í burtu í blóma lífsins er erfitt að skilja gang tilverannar. Liðnar stundir leiftra upp í hugan- um en maður skynjar ekki enn að um framhald er ekki að ræða. Ég minnist fyrstu funda við 16 ára dreng, sem var nýfluttur til íslands með fjölskyldu sinni eftir margra ára búsetu í Svíþjóð. Dreng, sem í fyrstu fylgdi bróður sínum, sem komið hafði ári áður, í hópi félaga hans en var fyrr en varði orðinn einn af okkur og hrókur alls fagnaðar. Þá var lifað fyrir líðandi stund og það gleymdist æði oft að skólinn og skyldan biðu að morgni. En þá urðu til vináttubönd sem aldr- ei slitnuðu. Ég minnist endurfundanna á háskólaáranum í Lundi í Svíþjóð. Kransar, krossar og kistuskreýtingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álflicimum 74. sími 84206 Þangað var hann fluttur aftur ásamt fjölskyldunni og þar lágu leiðimar saman um margra ára skeið. Heimili hans og heimili for- eldra hans var ætíð opið íslendingi sem var að stíga _sín fyrstu spor á erlendri grandu. í Lundi bjó hann með stúlkunum tveimur, sem náðu föstum tökum á hjarta hans, eigin- konunni Evu Haettner og dótturinni Kristínu Áslaugu; þau tök losnuðu aldrei. Með þeim hafði hann kjöl- festu í lífínu. Námið, sem var áður stundað í hjáverkum ef tími gafst til slíks, fór nú smám saman að skipta meira máli og þau hjónin hvöttu hvort annað til dáða. Og það var alltaf tími til að gleðjast á góð- um degi. Ég minnist fárra en kærra endur- funda á undanförnum áram. Úthöf- in skildu okkur að og tækifærin því ekki mörg til að hittast, en tengslin rofnuðu aldrei. Á vinafundum var eins og tíminn hefði staðið í stað og alltaf leið manni jafn vel í ná- vist hans. Þess á milli fylgdust gamlir vinir vel með hvorum öðram úr flarlægð. Ég minnist samtals" okkar í síðasta mánuði í örstuttu stoppi hans á leið til starfa í Bandaríkjun- um, þar sem hann hafði stundað rannsóknir undanfarin ár. Sjávar- vistfræði hafði tekið hug hans og þar var hann að skapa sér starfs- vettvang eftir að hafa lokið doktors- gráðu. Tíðar fjarvistir frá fjölskyldu höfðu þó sagt til sín á sársaukafull- an hátt og þau hjónin gengið frá skilnaði um jólin eftir 18 ára hjóna- band, nokkuð sem hann var ekki búinn að sætta sig við. Ég minnist líka eigingjamra hugsana minna eftir þetta samtal um að nú yrðu endurfundimir ör- ugglega fleiri og þeir næstu vænt- anlega á sumri komanda. Og nokkr- um dögum seinna dynur reiðarslag- ið yfir, sviplegt slys við störf úti fyrir ströndinni, saknað, drakknað- ur og eftir era aðeins hjartfólgnar minningar um samverustundirnar með góðum vini. Einar Benedikt Ólafsson fæddist 14. mars árið 1950, sonur hjónanna Ólafs Hauks Ólafssonar læknis, sem lést á síðasta ári, og Ásdísar Kristjánsdóttur. Einar bjó lengst af í Lundi í Svíþjóð, þó að nám hans í sjávarlíffræði hefði stundum í för með sér tímabundna dvöl í öðram löndum. Búsetuárin á íslandi vora ekki mörg eftir að hann komst til vits og ára, en það vora fáir meiri Islendingar í sér. Á Islandi átti hann ræturnar, vinina og fjöl- skyldu. Veraldlegur auður höfðaði aldrei til hans, en andans verðmæti því meir. í íslensk ljóð sótti hann gjaman sína lífsfyllingu og þar var hann betur að sér en flestir. Hann átti heldur ekki langt að sækja þann áhuga og var stoltur af því að bera nafn þjóðskáldsins frænda síns. Það er komið að kveðjustund. Kristín og Ásdís, megi góður Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum í lífínu og blessa minningu vinar míns Einars Benedikts Ólafssonar. Lúðvik S. Georgsson Að ferðast er að lifa. Þetta spakmæli H.C. Andersens kemur ósjálfrátt upp í hugann er góður drengur er kvaddur. Einar Ölafsson hafði lagt undir sig hálfan heiminn til þess að geta sinnt vísindastörfum. Hann hafði numið fræðin í Svíþjóð, Noregi og starfs- vettvangur hans var líka visinda- stofnanir í Bandaríkjunum. Hann kafaði inn í leynda heima undirdjúp- anna f leit að hinu óþekkta. Einar var ljúfur drengur. Hann átti góða að, hafði eignast fallegt bam og stofnað heimili, en leiðir Evu og Einars lágu ekki saman til frambúðar. Það var glöð manneskja sem ég hitti á fömum vegi um daginn. Ein- ar sagði mér að hann væri á leið vestur um haf. Dvölin varð stutt í þetta sinn. Nokkram dögum síðar lagði hann fyrirvaralaust upp í ferð- ina sem okkur er öllum ætlað. Við kveðjum vin, en minningin lifir. Ég flyt Kristínu litlu og að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Þorlákur H. Helgason Einar B. Ólafsson man ég fyrst frá þeim tíma er við báðir sóttum leikskóla í Tjarnarborg ein- hvemtíma skömmu fyrir miðbik sjötta áratugarins. Ég man grannan og kvikan dökkhærðan dreng sem brosti með öllu andlitinu, ævinlega í fylgd með Ólafí Hauki bróður sínum, sem var ári eldri. Þeir bræð- ur hurfu þó brátt af leiksviði Vest- urbæjarins þegar fjölskylda þeirra fluttist til Svíþjóðar, en birtust svo skilvíslega á ný í Menntaskólanum í Reykjavík á seinni helmingi sjö- t Bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN THEODÓRSSON frá Húsavík, til heimilis á Dalbraut 18, Reykjavík, sem lést 8. þ.m. verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði- fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 15.00. Elisabet Theodórsdóttir, Hjálmar Theodórsson, Stefanía Jónsdóttir. t Útför móður minnar og tengdamóður, HELGU ÞÓRÐARDÓTTUR, fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Rannveig Jónasdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar miðvikudaginn 14. þ.m. frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar Dr. Einars B. Ólafssonar. H. Ólafsson & Bernhöft. unda áratugarins. Veraleg kynni tókust þó ekki með okkur Einari fyrr en haustið 1969 í Lundi á Skáni, en þangað hafði Einar þá flust á_ný ásamt foreldram sínum, þeim Ásdísi_ Kristjánsdóttur hús- móður og Ólafí Hauki Ólafssyni lækni. Á þessum árum fór mjög fjölg- andi Islendingum þeim sem stund- uðu nám í Lundi og smám saman varð sá hópur nokkuð fjölskrúðugur sem gat verið samankominn í há- deginu við íslendingaborðið á hinni fomfrægu stúdentakaffiteríu Aþenu, meðan hún var og hét og flæminu hafði enn ekki verið breytt í bókabúð. í þessum félagsskap urðu þeir feðgar, Einar og Ólafur Haukur, brátt snar þáttur og litrík- ur. Engum duldist hve samrýndir þeir vora, enda líkir um margt, örir í lund og skáldhneigðir og lítt gefn- ir fyrir að feta alfaraleið í skoðunum á mönnum og málefnum. Oft var harkalega deilt um pólitík og skáld- skap og önnur lífsspursmál, en spaugilegri hliðina á sérhverju máli misstu þeir feðgar þó aldrei úr aug- sýn lengur en góðu hófí gegndi, þá kvað við dillandi hlátur og sama gamla drengjabrosið færðist yfír andlit þeirra beggja. Heimili þeirra Asdísar og Ólafs Hauks stóð okkur íslendingum í Lundi ævinlega opið og varð mörg- um ómetanleg stoð í að eiga þau að. Ólafur Haukur lést hér í Reykjavík á síðasta ári, langt fyrir aldur fram, eftir áralanga erfíða vanheilsu. Hann verður ógleyman- legur öllum sem honum kynntust, skarpgreindur maður og sérstæður persónuleiki, margfróður samræðu- snillingur og meistari hinna meitl- uðu tilsvara. í Lundi kynntist Einar Evu Haettner, bókmenntafræðingi frá Trollháttan, þau gengu að eigast 1971, stofnuðu heimili og eignuðust dótturina Kristínu Áslaugu sama ár, augastein föður síns og stolt. Um svipað leyti lauk Einar stúd- entsprófi frá menntaskóla í Lundi. Flestir sem þekktu hann munu þá hafa talið líklegast að hann veldi sér einhveija húmaníska leið í há- skólanámi, enda virtist áhugi hans vera allur á sviði skáldskapar, tungumála og heimspeki. En Einar hafði þá þegar kosið sér aðra braut, hann jók fyrst raungreinum við stúdentspróf sitt en hóf eftir það nám í líffræði og skyldum greinum við háskólann í Lundi og setti fljótt stefnuna á sémám í sjávarlíffræði. Þessa braut gekk hann síðan ótrauður og af vaxandi metnaði, bjó sig undir starfið á ýmsa lund, meðal annars með því að læra köf- un, og sótti sér föng þangað sem þau var best að fá, þar á meðal til Björgvinjar í Noregi. Vorið 1988 varði hann svo doktorsritgerð sína við háskólann í Lundi með góðum vitnisburði. Þá um sumarið hittumst við síðast eina kvöldstund hér í Reykjavík, en samfundir okkar höfðu verið mjög stopulir síðan við Unnur fluttum frá Lundi vorið 1975. Einar var sjálfum sér líkur, ræðinn og skemmtinn og brosið góða enn á sínum stað þegar liðnir dagar vora rifjaðir upp. Miklum áfanga var lokið, hann var ánægð- ur, yfirvegaður og vonbjartur og hlakkaði til að takast á við ný rann- sóknarverkefni. Á þeim vettvangi var hann er honum var svipt á brott með svo óvæntum og hörmulegum hætti 18. janúar sl. þegar bátur hans fórst undan strönd Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Einar B. Ólafsson bjó erlendis að mestu allt frá bernskuáram, og fyrirsjáanlegt var að fjarri íslandi hefði starfsvettvangur hans orðið ef honum hefði enst aldur. Það var því aðdáunarvert hve mikill íslend- ingur hann var og vildi vera gegn- um þykkt og þunnt. Úr fjarlægð fylgdist hann alla tíð grannt með þróun þjóðmála og menningarmála hér heima og hafði skoðanir á þeim, hann hélt íslenskum ríkisborgara- rétti og lagði oft mikið á sig til að halda kosningarétti sínum og neyta hans. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu Einar er hann hverfur nú yfír móðuna miklu svo skömmu á eftir föður sínum. Við Unnur vott- um Kristínu, Ásdísi og Evu, systkin- um Einars og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Þórarinn Eldjárn + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLS ÓLAFSSONAR frá Starrastöðum. Guðrún Kristjánsdóttir, synir og fjölskyldur þeirra. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Bárugötu 14, Reykjavík, lést í Landspítalanum 12. þessa mánaðar. --- Haraldur Eyvinds, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför EYJÓLFS GUÐNASONAR bónda, Bryðjuholti. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hann í veikindum 'hans. Guð blessi ykkur öll. Helga Magnúsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.