Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 ici i ,\.y Oddur Fnðnksson, ísafírði - Kveðjuorð Fæddur 26. september 1917 Dáinn 1. febrúar 1990 Látinn er á ísafirði Oddur Frið- riksson, fósturbróðir minn og frændi í föðurætt okkar beggja. Hann fæddist í Fremri-Breiðadal í Önundarfirði, sonur hjónanna Guð- bjargar Guðmundsdóttur, f. 1880, d. 1960, og Friðriks Guðmundsson- ar bónda og smiðs, f. 1875, d. 1960. Oddur var á öðru ári er móðir hans veiktist af spönsku veikinni. Hún gekk þá með tólfta barn þeirra hjóna af þrettán, sem þau eignuð- ust, og öll komust til fullorðinsára nema ein dóttir sem dó mánaðar gömul. Þá voru búandi á Ytri-Veðrará móðurforeldrar mínir, Guðrún Ingi- björg Jónsdóttir, f. 1867, d. 1948, og Jón Guðmundsson, f. 1864, d. 1938. Árið 1917 lést eitt barna þeirra, sonurinn Oddur 23 ára, úr bráðaberklum, vestur í New York. Hann var þá stýrimaður á flutn- ingaskipi sem sigldi milli Kúbu og New York með sykur. Ekki barst fregnin af láti hans fyrr en mörgum mánuðum síðar. Saga er til alls. Nokkru eftir að drengurinn á Breiðadal fæddist dreymdi Friðrik föður hans, að hann er staddur úti á bæjarhlaði og heim túnið kemur ókunnur maður. Hann tekur upp , póstkort og réttir Friðrik, sem tók við því og leit á bakhliðina. Þar stóð Oddur. Lengri var draumurinn ekki, en drengurinn fékk nafnið. En ekki ber allt upp á sama daginn. Þegar Guðbjörg móðir Odds litla veiktist kom Friðrik með hann til Guðrúnar á Veðrará og bað hana að hafa drenginn á meðan Guðbjörg væri sjúk. Ekki þarf að orðlengja það að drengurinn var aldrei sóttur og honum ekki skilað. Um sama leyti kom í fóstur til afa og ömmu Jón Franklín hálf- bróðir minn, en faðir hans lést þetta ár. Sex árum síðar bættust í búið systir mín og ég, eins og tveggja ára, þegar móðir okkar veiktist al- varlega. Trúlega hefur það verið nokkuð verk fyrir þessi rosknu hjón að halda utan um þetta lið. Það var ekki vikist undan þegar á bjátaði. En eitt er víst að ekki skorti okkur andlegt né líkamlegt fóður. Og öll áttum við okkar heimilisfang hjá þeim þar til afi lést 1938. Oddur var greindur piltur, skap- góður og dagfarsprúður. Lagði aldrei slæmt til nokkurs manns í orði eða verki. Hann var góður fóst- ursonur og bróðir. Friðrik í Breiðadal var mikill listamaður af Guðs náð, hvort held- ur var á tré eða járn. Það var ekki ónýtt fyrir það sveitarfélag sem átti slíkan mann. Ef stykki brotn- aði í vél eða tæki vafðist það ekki fyrir honum að slá til járnbút og smíða nýtt. Það hafa sagt mér menn sem muna Friðrik eftir að hann var fluttur til Flateyrar og fór að starfa við hlið annarra járn- smiða, að ekki hefði þurft nema að líta á hlutinn til að þekkja hand- bragð Friðriks, svo nett var það. Hann var annálaður rokkasmiður og bárust honum pantanir viðs veg- ar að. Voru þeir eftirsottir fyrir traustleika og fagurlega renndir og stundum skreyttir með beinhnúð- um. Þeir eru víða til enn og þykja merkisgripir. Þegar byijað var að kemba ull í lopa keyptu nokkrir bændur vestan fjarðarins innflutta spunavél. Frið- rik skrapp yfír á bæi og skoðaði gripinn, fór heim og smíðaði spuna- vél með fimmtán snældum og út- búnaði til að ijölga snældunum svo hægt væri að tvinna á hana líka. Þarna þurfti mikið hugvit til. Hann hafði sína vél minni og léttari en fyrirmyndin var, svo hægt væri að flytja hana á milli bæja. En hús- pláss var víða takmarkað. Bændur á norðurströndinni sameinuðust um kaup á vélinni. Það er mikill skaði skeður ef þessi gripur er endanlega glataður. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, var stundum sagt. Svo var um Odd að hann fékk í vöggugjöf snilligáfu föður síns og margt af afkomendum þeirra Breiðadalshjóna er mikið hagleiks- fólk. Mér þykir ekki ótrúlegt að um svipað leyti og Oddur fór að ganga hafi hann verið kominn með hníf og spýtu milli handa. Margar voru bílagerðirnar hans ’ og þá oft smíðaðar eftir myndum. Ýmiskonar útbúnaður var, pallur á hjömm, hægt að opna vélarhúsið o.fl. Ekki vantaði hugvitið, hann smíðaði bílskúr fyrir bílana og bjó til galdra- lás fyrir, sem hann bauð öðmm drengjum að reyna að opna. Allt vakti þetta mikla aðdáun annarra drengja. Þegar Oddur var um fermingu smíðaði faðir hans sér nýjan og fullkomnari rennibekk og gaf Oddi þann gamla. Þá stóð þannig á að nýbúið var að reisa viðbyggingu við bæinn heima. Var þá þegar afréttað pláss handa Oddi, fyrir rennibekk- inn á annan veginn og hefilbekkinn á hinn. Og Oddur tók til að renna, úr tré, jámi og kopar. Ég man t.d. eftir ótal litlum módelum af bátavél- um sem hann renndi. Hugurinn snérist snemma um vélar. Kleinu- jám úr glampandi kopar gaf hann ömmu. Renndu blómsúlurnar hans fóru víða og þannig mætti lengi telja. Ég var stödd á ísafirði fyrir nokkrum ámm. Nærri heilan dag sátum við á skrifstofu Odds og rifj- uðum upp ýmislegt frá æsku- og bernskuárum okkar, mér til mikillar ánægju og fróðleiks. Hann fræddi mig um margt sem ég kunni ekki deili á og hann mundi betur, þar sem hann var fimm ámm eldri en ég. Hann minntist þess að eftir að hann fékk rennihekkinn eyddi hann við hann öllum stundum sem hann gat við komið. Hann orðaði það svo: „Hún amma skildi mig svo vel, þó ég væri stundum latur við útivinnuna. Og alltaf var passað upp á að ég hefði gott ljós í smíða- kompunni minni. Ekki var um ann- að ljós að ræða en olíulampa. Þetta var nú á þeim ámm sem allt þurfti að spara. — En olían á lampann minn var aldrei talin eftir,“ sagði Oddur. Þegar Oddur fór að fara að heim- an vann hann við vömbflaakstur hjá Ásgeiri Guðnasyni kaupmanni á Flateyri og við vélaviðgerðir, því Ásgeir rak jafnframt útgerð. Síðar varð hann vélgæslumaður við íshús- ið á staðnum. Árið 1941 gekk Oddur að eiga stúlku frá Flateyri, Álfheiði Guð- jónsdóttur, greinda, reglusama myndarkonu. Þau voru ráðdeildar- fólk og komu sér strax upp hús- næði í viðbyggingu við hús foreldra Odds, Guðbjargar og Friðriks. Nokkrum árum seinna fluttu þau til ísafjarðar.og þar fæddust dæt- urnar þijár, Lára 1946, Kristín 1948 og Guðný 1956. Hafa þær allar menntast vel, em nú giftar konur og eiga börn. Þegar til Isafjarðar kom fór Odd- ur í rafvirkjanám hjá Þórði Finn- bogasyni og starfaði hjá honum og síðar með Júlíusi Helgasyni í Neista, þar til hann setti upp eigið verk- stæði. Hann starfaði alla tíð við vélfræði. Strax og ratsjártæki og önnur mælitæki komu í skip varð það hans sérgrein. Mér er það minnisstætt að gaman var að fylgjast með útvarpsfréttum á þeim ámm sem bresku togararn- ir vom enn á veiðum hér við land og voru komnir með ratsjártæki. Þá var ísafjarðarhöfn ein tekju-. hæsta höfn landsins og fylgdi með í fréttum að það væri vegna bresku togaranna, sem sæktu til Odds Frið- rikssonar vegna hæfni hans í við- gerðum og stillingu á tækjum þeirra, sem oft biluðu í vondum veðmm og ísingu og þurftu þá að liggja inni meðan á viðgerð stóð. Upphaflega fór Oddur ásamt öðmm til Englands til að kynna sér og læra á tækin. Síðar fór hann ásamt konu sinni bæði til Englands og Noregs í boði framleiðenda. Sögu sagði Oddur mér í þessu fyrrnefnda spjalli okkar, sögu sem 35 ég þekkti ekki og sem bæði vakti hjá honum ljúfar minningar og gladdi mig mjög að heyra. Sumarið sem hann varð sextán ára um haustið var verið að leggja akveg á Bakkahlíðina inn í fírði. Afi lagði til hest og kerru og Odd með sem kúsk. Um haustið kom greiðslan fyrir, landsávísun upp á áttatíu krónur. Þá stóð þannig á að á Flateyri átti að halda mótorvélanámskeið á næstu vikum. Og þátttökugjaldið þar var áttatíu krónur. Nú kölluðu afi og amma Odd á sinn fund, sögðu honum frá peningunum og buðu honum að fara á námskeiðið með því fororði að hann skryppi út á Flateyri og hitti foreldra sína og bæði þau um fæði og húsnæði á meðan á námskeiðinu stæði. Hann fór og það var auðsótt mál. Þá voru peningarnir hans. Pilturinn var rétt nýorðinn sextán ára þegar námskeiðið byijaði, en námið sem hann var að fara í gaf réttindi mið- að við átján ára aldur. Og inngöngu fékk hann. Oddur sagði að það hefði verið álit afa og ömmu að honum myndi nýtast námið þótt réttindin kæmu síðar, en nú væru peningamir fyrir hendi. Og það gekk eftir. Oddur örðaði það svo að þetta hefði glöggt sýnt fórnfýsi þeirra og skilning á því hvar hæfileikar hans lágu. Ekki var það algengt að átta- tíu króna ávísun bærist inn á heimil- ið og sjálfsagt nóg brúk fyrir pen- ingana heima, voru hans orð. Að lokum sagði Oddur við mig að ég mætti hafa það eftir sér hvar sem væri og koma því á framfæri, að betri fósturforeldra hefði hann ekki getað eignast en afa sinn og ömmu á Veðrará, sem hann kallaði ætíð svo eins og við hin börnin. Og með þessum aðgerðum hefðu þau í raun verið að leggja grundvöllinn að lífsstarfí hans. Það húmar hægt að kveldi og hljóðnar lifs á vegi er verða skugga skil. Og vinir kveðja og hverfa, en klökkvi, auðn og tregi er angurs undirspil. (Ók. höf.) Oddi bið ég blessunar á Guðs vegum. Heiðu, dætrum þeirra og öðrum vandamönnum sendi ég sam- úðarkveðjur. Guðrún 1. Jónsdóttir frá Ytri-Veðrará Guðríður Einarsdótt- ir, Pjaaten - Minning Fædd 24. júní 1905 Dáin 6. febrúar 1990 Guðríður lést að morgni 6. febrú- ar sl. og verður jarðsungin í Osló í dag, 14. febrúar 1990. Guðríður móðursystir mín, var dóttir hjónanna Einars Einarssonar hreppstjóra og fyrri konu hans, Kristínar Sigurðardóttur I Vestri- Garðsauka í Hvolhreppi í Rangár- vallasýslu. Guðríður var yngst sex barna þeirra hjóna. Þegar hún var nokkurra mánaða gömul dó móðir hennar. Henni var þá komið til fóst- urs hjá móðurömmu sinni og afa, Guðríði Þorsteinsdóttur og Sigurði Sighvatssyni á Þórunúpi í Hvol- hreppi, og dvaldi hún hjá þeim á meðan þau lifðu. Þijú elstu systkini Guðríðar dóu í bernsku, en hin tvö sem upp kom- ust voru Sigurður og Sigríður, móð- ir undirritaðrar, en þau eru nú bæði látin. Seinni kona Einars, föð- ur Guðríðar, var Þorgerður Jóns- dóttir frá Hemru í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu og eignuð- ust þau tvö börn, Jón og Kristínu, sem ein lifir þeirra systkina. Guðríður fór ung til Noregs og lærði til mjólkurfræðings. Á meðan hún var við nám kynntist hún eigin- manni sínum, Christian Pjaaten frá Valdres, sem einnig var mjólkur- fræðingur. Þau bjuggu í nokkur ár hér á Islandi, en árið 1935 fluttu þau til Oslóar. Þau unnu bæði sem mjólkurfræðingar hjá Fælles Mei- eriet, og hélt Guðríður áfram að vinna þar eftir að maður hennar dó 1961. Þau eignuðust einn son, Torgny Kolbein, sem fæddur er 1936. Hann er lögfræðingur að mennt, en starf- ar sem deildarstjóri hjá norska flug- félaginu Braathen Safe. Eiginkona hans er Áase, f. Gulbrandsen, og eiga þau tvo uppkomna sonu, Christian og Sverre. Christian og kona hans Siv eiga eina dóttur, Stine, sem fæddist í fyrra. Kynni mín af þessari móðursyst- ur minni byijuðu með frásögnum móður minnar af systur sinni, svo og lestri bréfa Guðríðar. Ég sá þessi skyldmenni mín í fyrsta sinn vorið 1960 þegar þau mæðginin komu í stutta heimsókn hingað til íslands. Man ég ennþá þegar þau stóðu í dyragættinni heima hjá okkur; hún lítil og hnellin, stuttklippt og brún- hærð, með sólskinsbros sem lýsti upp allt andlitið, og mólituð, tindr- andi augu. Við hlið hennar stóð sonur hennar lágvaxinn, ljóshærður og bláeygður. Sumarið 1962 fór ég til Noregs og dvaldi á heimili Frænku í eitt ár (en Frænka var gælunafn sem við systkinabörn hennar gáfum henni). Pjaaten, eiginmaður hennar, var þá látinn og Torgny búinn að stofna sitt eigið heimili. Á þessu ári kynntist ég þessari frænku mihni og hetju bernsku minnar vel, og skildi þá virðingu sem móðir mín hafði borið fyrir henni. Viðhorf Frænku til vinnu og fólks var það sem mér fannst einkum einkenna lífsspeki hennar. Ekkert verk var svo lítilfjörlegt, að ekki ætti að inna það sem best af hendi. Hún var hamhleypa til allra verka, og öll vinna vannst henni undra létt. Frænka var alla tíð mjög sjálf- stæður einstaklingur og var sjálfri sér næg. Hún hafði sterka siðferðis- vitund; lagði mikla áherslu á heiðar- leika í samskiptum við fólk, og ætlaðist til hins sama af öðrum. Hún var aldrei hnýsin, kunni listina að hlusta; ráð gaf hún aldrei, nema ef um var beðið. Hún hafði fastmót- aðar skoðanir á stjórnmálum og félagsmálum almennt, sagði sína meiningu afdráttarlaust ef spurð, en hrópaði þær lítið á torgi. Hún var hógvær og’raunsæ; lítið gefin fyrir óþarfa vangaveltur um lífið og tilveruna, og sýndi fólki í lífsgæðakapphlaupinu litla þolin- mæði. Hún átti auðvelt með að umgang- ast fólk á öllum aldri. Á meðan ég dvaldi hjá henni eignaðist hún lífsíðarvini úr mínum aldurshópi. Má þar sérstaklega nefna Haugo- systkinin, ættingja Pjaatens heitins frá Valdres. Var oft glatt á hjalla þegar hópurinn hittist á Kaldbakks- lyngen á föstudagskvöldum. Síðar nutu hin systkinabörn hennar öll gestrisni hennar um lengri eða skemmri tíma. Öll eigum við ofan- nefnd það sameiginlegt að eignast í Frænku dýrmætan vin sem okkur þótti innilega vænt um og bárum virðingu fyrir. Öll höfum við fylgst vel með hennar högum í gegnum tíðina, og ekki var það skyldurækn- in sem rak okkur til. Frænka var mjög heilsuhraust þangað til hún fékk hjartaáfall þeg- ar hún var um sjötugt. Fyrir fjórum árum fékk hún svo annað áfall og var lengi mjög veik. Hún náði sér aftur nokkurn veginn, en var mátt- laus öðru megin og gat ekki tjáð sig eftir það. Ég sá hana síðast sumarið 1988. Hún var þá sjúklingur á hjúkrun- ardeild. Mér verða ógleymanlegar móttökur hennar þar. Hún sat í hjólastólnum sínum á ganginum og var búin að heilsa Torgny, þegar hún kom auga á mig. Hún rétti út heilbrigða handlegginn í áttina til mín, og þetta heillandi bros hennar geislaði á móti mér. Ég spjallaði lengi við hana á íslensku, og var auðséð og fundið að hún hafði engu gleymt. Hún hafði grennst mikið og þama sá ég í fyrsta inn, hversu lík í útliti þau alsystkinin höfðu verið. Frænka var bara ljósari á hár og augnlit en hin tvö höfðu verið. Sumt fólk er svo andlega ríkt, að það virðist endalaust geta gefíð öðrum af sér. Þannig var þessi sér- stæða kona. Vinátta verður ekki mæld í þeim klukkustundum sem vinir eyða saman, heldur í því hvort einlægni fylgir samskiptum. Ég þakka henni auðæfín sem vinátta hennar gaf mér. Hrafnhildur Wilde BLÓM OG LISTMUNIR Kransar, krossar, kistuskreytingar. Samúðar skreytingar. Opið til kl. 10 kvöld og hélgar. Þekking og góð þjónusta. BLÓM OG LISTMUNIR Kringlunni 6 s. 687075

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.