Morgunblaðið - 14.02.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 14.02.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 25 Greiddur gistikostnaður þingmanna á ferðalögum: Við teljum rétt að þing- menn njóti góðs aðbúnaðar - segir rekstrarstjóri Alþingis „VIÐ teljum rökin vera þau, að rétt sé að þingmenn njóti góðs aðbúnaðar á ferðalögum sem þeir fara í á vegum einnar af æðstu stofnunum íslenska ríkisins,“ sagði Karl M. Krisljánsson rekstrar- sljóri Alþingis, aðspurður hvers vegna þingmenn fái greiddan gisti- kostnað á ferðalögum. Þegar þingmenn fara á vegum Alþingis í ferðalög til útlanda eða innanlands annað en í sitt heima- kjördæmi, fá þeir greidda dag- peninga og að auki er endur- greiddur til þeirra gistikostnaður. Af gistikostnaði er þó tekinn Btað- greiðsluskattur. Samkvæmt skattmati í stað- greiðslu 1990, sem ríkisskattstjóri Ríkisstjórnin: 25 millj. i gjaldeyris- varasjóð fyrir Pólland ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur sent Leszec Balcerowicz, fjármála- ráðherra Póllands, bréf þar sem tilkynnt er um þá ákvörðun ríkissljórnar íslands frá 16. jan- úar síðastliðnum að leita sam- þykkis Alþingis fyrir 25 milljóna króna framlagi í alþjóðlegan gjaldeyrisvarasjóð vegna Pól- lands. Balcerowicz sendi Ólafi Ragnari beiðni á síðastliðnu ári um að Islendingar tækju þátt í stofhun sjóðsins. Pólsk stjórnvöld stefna að því að gjaldeyrisvarasjóðurinn geti orðið allt að einn milljarður Bandaríkjadala, eða um 60 millj- arðar íslenskra króna. Varasjóður- inn er stofnaður að tillögu pólsku ríkisstjórnarinnar en gert er ráð fyrir að flest iðnríki Vesturlanda taki þátt í sjóðnum. Verkefni hans verður að stuðla að stöðugleika í gjaldeyrisviðskiptum með gjald- miðli Póllands, zloty, segir meðal annars í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. gefur út, eru skattfrelsismörk dag- peninga, séu þeir undanþegnir staðgreiðsluskatti, sem hér segir. A ferðalögum til útlanda eru almennir dagpeningar 155 SDR, eða um 12.400 krónur. Sé ferðast til Noregs eða Svíþjóðar eru dag- peningarnir 190 SDR, eða um 15.150 krónur og sé farið til New York eru dagpeningamir 180 SDR, eða um 14.350 krónur á sólarhring. Dagpeningar til ferðalaga inn- anlands eru í skattmati síkisskatt- stjóra 6.090 krónur á sólarhring. Karl M. Kristjánsson se'gir vera nokkur ár síðan ákveðið var að endurgreiða þingmönnum gisti- kostnaðinn. Ákveðið hafi verið að greiða þeim álag á dagpeninga og tekið mið af sambærilegum regl- um um æðstú embættismenn ráðuneytanna og þá að fram- kvæma það með þessum hætti, að endurgreiða gistikostnað. Karl telur að sjö til átta ár séu síðan þetta var ákveðið. Úr mynd Bíóhallarinnar, „Saklausi maðurinn". Bíóhöllin: „Saklausi maðurinn“ BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga myndina „Saklausi maðurinn". I aðalhlutverkum eru Tom Selleck og F. Murray Abraham. Leik- sfjóri er Peter Yates. Parnell og Scalise eru starfsmenn fíkniefnalögreglu Kaliforníu og þykja standa sig með eindæmum vel í starfi. Þeir fá bendingu um að dópsala sé að fínna í tilteknu húsi og ráðast til inngöngu. Jimmie er þar húsráðandi, og þeir átta sig á því að þeir hafí farið húsavillt, en tekst þó að fela dóp sem þeir höfðu meðferðis ásamt byssu og „fínna“ hvort tveggja. Málið fer fyrir rétt og Jimmie gefst kostur á að játa „sekt“ sína gegn vægari dómi, en hann heldur fram sakleysi sínu. Honum er stungið í fangelsi og kynnist þar öllum hliðum fanga- lífsins. Kate kona hans reynir allt hvað hún getur til að fá bónda sinn lausan og leitar til lögreglunnar. Þar fellur grunur á að ekki sé allt með felldu með þá félaga Pamell og Scalise en þegar Jimmie losnar úr fangelsinu ganga þeir í gildru. Meintur fjárdráttur forsvarsmanna Hafskips kominn á dagskrá sakadóms BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, fyrrum forsfjóri Hafskips, kom fyrir sakadóm Reykjavíkur að nýju í gær og var þá yfirheyrður um þann kafla ákæru í Hafskipsmáli sem fjallar um meinta bókhaldsóreglu og fjárdrátt hans af sérstökum tékkareikningum. Þar er Björgólfl gefíð að sök að hafa frá byijun árs 1979 til 4. desember 1984 dreg- ið sér úr sérstökum hlaupareikningum Hafskips við Útvegsbankann, sem Björgólfur hafði í vörslu sinni, samtals rúmar 6,7 milljónir króna, eða til vara rúmar 2 milljónir króna, umfram þá ágóðaþókn- un sem komið hafi í hlut hans samkvæmt samningi, sem stjórn Haf- skips hafði gert við hann, og nýtt peningana i eigin þágu eða aðila óviðkomandi Hafskip hf. Björgólfur hefur neitað þessum sakargiftum og hefur sagt að út- tektir hans af þessum reikningum hafi verið í samræmi við umsamin FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 13. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 100,00 84,00 86,06 38,692 3.329.736 Saltflök 240,00 225,00 233,33 0,150 35.000 Ýsa 100,00 92,00 94,22 6,287 592.336 Ufsi 44,00 44,00 44,00 0,248 10.912 Steinbítur 50,00 46,00 47,84 2,417 115.626 Steinbítur(óst) 20,00 20,00 20,00 0,291 5.820 Langa 53,00 53,00 53,00 0,327 17.320 Lúða 650,00 260,00 359,83 0,236 84.920 Keila 35,00 21,00 26,23 2,263 59.355 Lifur 20,00 20,00 20,00 0,093 1.850 Gellur 220,00 220,00 220,00 0,060 13.200 Hrogn 250,00 240,00 243,20 0,625 59.355 Samtals 83,75 52,854 4.426.763 í dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 90,00 72,00 83,06 13,131 1.090.707 Þorskur(ósL) 75,00 75,00 75,00 0,548 41.100 Ýsa 129,00 84,00 100,11 1,437 143.862 Ýsa(ósl.) 90,00 82,00 89,10 0,417 37.154 Karfi 50,00 44,00 44,24 4,572 202.280 Ufsi 56,00 56,00 56,00 0,537 30.072 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,426 17.040 Langa 55,00 49,00 53,57 0,623 33.371 Lúða 295,00 290,00 293,70 0,023 ‘ 6.755 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,034 2.244 Keila 24,00 24,00 24,00 0,123 2.952 Rauðmagi 90,00 85,00 85,51 0,644 55.070 Samtals 73,77 22,650 1.670.807 ( dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 97,00 73,00 86,15 32,059 2.761.933 Þorskur(3n.) 88,00 62,00 73,56 4,500 331.000 Ýsa 86,00 77,00 81,76 9,089 743.120 Ýsa(3n.) 41,00 41,00 41,00 0,050 2.050 Karfi 53,00 43,00 46,75 2,685 125.525 Ufsi 50,00 34,00 46,42 11,190 519.480 Steinbítur 47,00 35,00 42,59 1,420 60.478 Langa 57,00 49,00 52,41 1,246 65.306 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,200 5.000 Keila 27,50 27,50 27,50 2,600 71.500 Rauðmagi 50,00 50,00 50,00 0,070 3.500 Hrogn 180,00 180,00 180,00 0,012 2.160 Kinnar 55,00 55,00 55,00 0,016 880 Samtals 72,08 65,725 4.737.481 í dag verður selt óákveðið magn úr línu i- og netabátum. kjör hans hjá félaginu. Af tékka- reikningnum hafi honum verið heimilt að ráðstafa 60% ofan á fost laun sín sem eins konar launaupp- bót, sem að hluta hafi verið notuð til að mæta óbeinum kostnaði vegna starfs hans. Þá hafi hann af þessum reikningu greitt ýmsan kostnað við starf sitt sem síðar hafi verið fært í gegnum venjulegt bókhald félags- ins. Hann hefur sagt að reikningur þessi hafí aldrei verið uppfærður í því skyni að ganga úr skugga um hvort farið hafí verið umfram 60% heimildirnar, sem tveir stjórnar- menn Hafskips hafa borið fyrir rétti að hafi verið hugsuð sem launaupp- bót. Þá sagði Björgolfur á þá leið að hann teldi að í ákæru væri gengið út frá því að honum hefði ekki bor- ið ágóðaþóknun vegna rekstraraf- komu félagsins árið 1984 en hann og Ragnar Kjartansson höfðu gert samning við stjórn félagsins um hagnaðarhlutdeild, sem í fyrstu nam 3,5% af hagnaði fyrir fjár- magnskostnaði, afskriftum og skatta en síðar var samningurinn endurskoðaður og prósentan lækk- uð niður í 2% að ósk stjórnarinnar. Björgólfur sagðist hafa staðið í þeirri trú og byggt hana á upplýs- ingum frá löggiltum endurskoðanda félagsins, sem hann kallaði sér- stakan trúnaðarmann stjómenda og eigenda félagsins, að hann hefði átt rétt á hagnaðarhlutdeild fyrir árið 1984. Hagnaðarhlutdeildin hafí verið reiknuð út í íslenskum krónum en skuldfærð í bandaríkjadölum og hafí sú aðferð verið valin sem eins konar vaxtaákvörðun á þessar inni- stæður, sem að hluta til hefði verið litið á sem lífeyrisréttindi og ekki hefði staðið til að greiða út fyrr en við starfslok hans hjá fyrirtækinu. Sú staðreynd hefði ekki verið dreg- in í efa í sín eyru fyrr en 1986. Þeir endurskoðendur sem komið hafa að rannsókn málsins hafa komist að annarri niðurstöðu um stöðu þesara mála í bókhaldi félags- ins og rekstrarafkomu þess en lögg- iltur endurskoðandi félagsins Helgi Magnússon. Samninga af þessu tagi segir Björgólfur víða þekjast í íslensku viðskiptalífí. Ákært er einnig fyrir ófullnægj- andi skil fylgiskjala með þessum reikningum sem voru ekki með- höndlaðir sem hluti af bókhaldi Hafskips, að sögn Björgólfs vegna þess að talið hefði verið óheppilegt að kjör æðstu manna fyrirtækisins væm á almannavitorði innan þess. Björgólfur játaði á sig trassaskap eða ónákvæmni við skil á fylgiskjöl- um en sagði að í sínum huga hefði aldrei verið og væri ekki enn vafi á að hann ætti raunverulegar inni- stæður á þessum reikningi og að vegna tíðra dvala sinna erlendis á vegum fyrirtækisins hefði skipulag þessara mála hvað hann varðaði ekki verið sem skyldi. Skiptaréttur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Björgólfs og Ragnars til innistæðu hjá þrotabúi Hafskips vegna hagn- aðarhlutdeildar og Hæstiréttur hef- ur staðfest þá niðurstöðu hvað Ragnar varðar. Björgólfur sagði fyrir rétti í gær að hann hefði fall- ið frá áfrýjun til Hæstaréttar að svc stöddu enda byndi hann vonir við að málið mundi upplýsast frekar fyrir sakadómi en unnt hefði verið að gera við rekstur skiptaréttar- málsins þannig að þessi réttur hans skýrðist. Yfírheyrslum um þessi atriði verður fram haldið á m'orgun, fimmtudag, og þá verður einnig Ragnar Kjartansson yfirheyrður um meðverð þessara sérstöku tékka- reikninga. Úr myndinni „Buck frændi“ sem Laugarásbíó sýnir þessa dagana, en þar fer John Candy með hlutverk Buck frænda. Laugarásbíó: „Buck frændi“ HAFIN er sýning í Laugarásbíói á myndinni „Buck frændi“. í að- alhlutverkum eru John Candy og Jean Louisa. Leikstjóri er John Hughes sem einnig er höfundur handrits. Þegar þau hjónin Cindy og Bob Russell frétta að faðir Cindy hafí fengið hjartaáfall kemur ekki annað til greina en að heimsækja hann hið fyrsta, en um talsvert langa leið er að ræða. Ekki er auðhlaupið að því að fara að heiman vegna bamanna. Þrautalendingin er að fá Buck frænda, bróður Bobs, til að bjarga málinu. Buck frændi er kannski ekki alveg eins og fólk er flest, en reynir að leysa þennan vanda með sínu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.