Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1990
UMROTIÐ I SOVETRIKJUNUM
Stefiit að markaðsbúskap og
einkaeignarréttur skal leyfður
Miðstjórnin fordæmir hugmyndina um al-
ræði öreiganna og þröngsýna stéttahugsun
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKI kommúnistaflokk-
urinn vill koma á „skipulögð-
um markaðsbúskap" þar sem
ólikum eignarréttarformum
verður gert jafn hátt undir
höfði, þar á meðal einkaeign-
arrétti á framleiðslutækjum.
Kemur þetta fram í samþykkt
miðstjórnarinnar frá því í fyrri
viku en hún var birt í heild í
gær. Segir þar ennfremur, að
komið skuli á „lýðræðislegu
Flóttamenn frá Káka-
sus skapa vandamál
Moskvu. Reuter.
Tugþúsundir flóttamanna hafa að undanförnu komið til Moskvu
frá Kákasuslöndunum Armeníu og Azerbajdzhan vegna þjóðaólg-
unnar þar. Margir þeirra kvarta yfir því að þeir þurfí að lifa við
sult og seyru og sumir sofa á götunum þar sem þeir fá hvergi
húsaskjól. Höftiðborgarbúar eru lítt hrifiiir af flóttamanna-
straumnum og óttast að erjur bijótist út á milli Armena og Azera
í borginni.
„Ég er allslaus núna. Hef enga
íbúð, ekkert rúm og fæ hvergi
gistingu. Það sem ég á er í tveim-
ur pokum og ég á tuttugu rúbl-
ur,“ sagði armensk flóttakona,
Arúsíja Stepanova. Hún er 69 ára
gömul og grét fyrir framan skrán-
ingarskrifstofu fyrir flóttamenn í
Moskvu, sem ekki hafði veitt
henni neina aðstoð.
Sovésk stjórnvöld höfðu lofað
að hver flóttamaður fengi hundr-
að rúblur, um 10.000 ísl. kr., til
að kaupa matvæli við komuna til
Moskvu og hafa útvegað nokkrum
þeirra gistingu í þeim fáu hótel-
herbergjum sem völ er á. „Við
höfum verið hér í rúma tvo mán-
uði og höfum ekki enn fengið
neina hjálp frá ríkinu,“ sagði 24
ára armensk kona sem flúið hafði
Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans,
ásamt eiginmanni sínum.
Margir Moskvubúar eru
andvígir því að ríkið styðji flótta-
mennina og blaðafregnir benda
til þess að flóttamannastraumur-
inn auki andúð Rússa á fólki af
öðru þjóðemi. Eitt af dagblöðum
höfuðborgarinnar Vetsjernjaja
Moskva kvartar yfir því að armen-
skir og azerskir flóttamenn hafi
hafnað atvinnutilboðum frá öðr-
um borgum Sovétríkjanna og kos-
ið að búa í Moskvu vegna þess
að vöruúrvalið sé þar meira og
höfuðborgin hafi meira upp á að
bjóða.
Talið er að allt að 30.000 Rúss-
ar hafi einnig flúið til Moskvu frá
Bakú vegna ótta við hefndarað-
gerðir eftir að Rauði herinn réðst
inn í borgina. Yfírvöld hafa ekki
sinnt þeim en Moskvubúar hafa
stofnað félag til að koma þeim til
hjálpar.
forsetavaldi“ og eins og áður
heftir komið fram ætlar flokk-
urinn að falla frá tilkalli sínu
til valdaeinokunar í þjóðfélag-
inu.
I samþykktinni, sem verður
lögð fyrir þing kommúnista-
flokksins á sumri komanda, er
alræði öreiganna fordæmt og
einnig sá siður að nota stéttabar-
áttuna sem viðmiðun í samskipt-
unum við aðrar þjóðif.
„Markmiðið er manneskjuleg-
ur, lýðræðislegur sósíalismi" seg-
ir í samþykktinni en eftir sem
áður er lýst yfir trúnaði við hug-
sjónir brautryðjendanna, þeirra
Karls Marx, Friedrichs Engels
og Vladímírs Leníns. Þá segir,
að þróun þjóðfélagsins útiloki
ekki, að aðrir stjómmálaflokkar
verði stofnaðir.
Um efnahagsstefnuna sagði,
að stefnt skyldi að „skipulögðum
markaðsbúskap" og jafnræði
komið á með ýmsum eignarrétt-
arformum, þar á meðal einka-
eignarrétti á framleiðslutækjum.
Voru þessi mál ekki útlistuð nán-
ar en þau virðast boða, að horfið
verði frá einni helstu kenningu
kommúnismans, sem er, að öll
framleiðslutæki skuli vera á
hendi ríkisins eða opinberra aðila.
Áður hefur komið fram, að til
stendur að leggja niður stjórn-
málaráðið í núverandi mynd og
stofna nýtt, sem skipað verði
fulltrúum kommúnistaflokka
allra Sovétlýðveldanna, og mið-
stjórnin samþykkti einnig að
koma á „lýðræðislegu forseta-
valdi“. Ekki var sagt hvemig
forseti yrði kjörinn en ljóst er,
að völd hans eiga að aukast veru-
lega. Urðu miklar umræður um
það fyrirkomulag og kom fram
ótti við, að hættulegt gæti verið
að afhenda einum manni of mik-
il völd. Formlega hefur Míkhaíl
Gorbatsjov nú meiri völd en
nokkur fyrirrennara hans í sæti
Sovétleiðtoga. Samt hafa stuðn-
ingsmenn hans í ýmsum fjölmiðl-
um rekið áróður fyrir því að völd
hans verði enn aukin, einkum
framkvæmdavaldið.
Boris Jeltsín.
Jeltsín segir hættu
á blóðugri byltingn
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BORIS Jeltsín, sovéskur umbótasinni sem gagnrýnt hefur Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétleiðtoga, varaði við hættu á blóðugri byltingu í
Sovétríkjunum í viðtali við The Sunday Times sl. sunnudag.
Jeltsín var eini miðstjómarmað-
urinn, sem greiddi atkvæði gegn
tillögum Gorbatsjovs þar sem m.a.
var kveðið á um afnám valdaein-
okunar sovézka kommúnista-
flokksins í síðustu viku. Jeltsín
sagði, að mikilvægast væri að
halda breytingum á valdakerfi
Sovétríkjanna innan siðlegra
marka eins og í Tékkóslóvakíu,
Búlgaríu og Austur-Þýzkalandi.
Aðalhættan væri, „af því að við
höfum skrýmsli eins og KGB, að
breytingamar fylgi fordæminu frá
Rúmeníu og út brjótist borgara-
styrjöld."
Jeltsín segir í viðtalinú, að aft-
urhaldsmenn í miðstjórninni hafi
ráðizt á Gorbatsjov á fundinum
fyrir að sleppa takinu á ríkjunum
í Austur-Evrópu. Einn ræðumað-
urinn hafí ásakað Gorbatsjov um
að fóma varnarbelti Sovétríkj-
anna í Evrópu, sem Stalín hafi
unnið með því að úthella miklu
sovézku blóði í styijöldinni við
Hitler.
Jeltsín segir þetta vera dæmi
um gamlan hugsunarhátt Kreml-
veija að líta á fólk sem peð í valda-
tafli.
Jeltsín sagðist hafa greitt at-
kvæði gegn tillögum Gorbatsjov,
vegna þess að þær hefðu ekki
verið skýrar og þær hefðu ekki
heldur verið rétta svarið við ósk-
um almennings um breytingar.
Hann segir Gorbatsjov ekki hafa
náð tökum á vandamálum Sov-
étríkjanna, bara frestað þeim.
Jeltsín segir einnig, að þessar
breytingar komi allt of seint. Al-
varlegustu mistök Gorbatsjovs
hafí verið að taka tillit til aftur-
haldsmannanna.
Jeltsín telur Gorbatsjov ofmet-
inn á Vesturlöndum. Ákvörðun
miðstjórnarinnar hafí verið algert
lágmark en marki engin þáttaskil
í þróun Sovétríkjanna.
Rostropovítsj á æfíngu í Moskvu í gær.
Rostropovítsj í Moskvu
eftir 16 ára langa útlegð
MnL'l/ini Pnlllai*
MSTÍSLAV Rostropovítsj, sovéski sellóleikarinn og hljómsveitarstjór-
inn heimskunni, sem hefiir verið í útlegð í 16 ár, vitjaði ættlandsins
aftur á sunnudag og var þá tekið með kostum og kynjum. Voru mörg
hundruð manns samankomin á Sheremetjevo-flugvelli í Moskvu til að
fagna honum.
A síðustu árum hafa sovésk
stjómvöld sýnt vilja til að sættast
við Rostropovítsj, sem yfírgaf Sov-
étríkin 1974, og í febrúar fyrir ári
var tilkynnt, að aðild hans að sov-
éska tónskáldafélaginu hefði verið
endurvakin. í síðasta mánuði fengu
Rostropovítsj-hjónin svo aftur full
borgararéttindi og Rostropovítsj var
boðið að koma í hljómleikaför til
Sovétríkjanna.
í viðtali við Interfax, fréttabréf
Moskvuútvarpsins, sagði
Rostropovítsj, að hann ætlaði að
vanda vel til þeirra verka, sem hljóm-
sveitin flytti, og vakti sérstaka at-
hygli á Pathetique, sjöttu sinfóníu
Tsjakovskíjs. „Því verki stjórnaði ég
seinast í Moskvu áður en ég fór í
útlegð og það má segja, að meb
flutningi þess nú sé ég að reyna að
brúa þessi 16 ár,“ sagði
Rostropovítsj.
Fundur utanríkisráðherra NATO og Varsjárbandalagsins í Kanada:
Samstaða vex um fyrirkomu-
lag sameiningar Þýskalands
Sovétmenn halda ekki til streitu kröfunni um hlutleysi Þýskalands
Ottawa. Reuter.
FUNDUR utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) og
Varsjárbandalagsins í Ottawa í Kanada hefur fyrst og fremst snúist
um sameiningu þýsku ríkjanna. Minna hefiir farið fyrir umræðum
um fundarefnið sjálft, opnun lofthelgi. Það er mál manna á fundinum
að Sovétmenn, Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðverjar hafi nálgast
hver annan mjög í afstöðunni til framtíðar Þýskaiands og þar með
Evrópu.
Fréttaskýrendur segja að í
síðustu viku hafí tvö stór ágrein-
ingsmál verið leyst. Niðurstaðan sé
sú að Þýskaland verði sameinað á
næsta ári og samið á þessu ári um
mikla fækkun í heijum í Evrópu.
„Ennþá á eftir að afgreiða smáat-
riðin. Megindrættimir eru ljósir,"
sagði ónefndur bandarískur emb-
ættismaður í gær.
Ágreiningurinn stendur einkum
um það hvort sameinað Þýskaland
verði í NATO eins og vestræn ríki
krefjast eða h'lutlaust eins og Sov-
étríkin hafa lagt til. Bandaríkja-
menn hafa tekið undir hugmynd
Hans-Dietrichs Genschers, utanrík-
isráðherra Vestur-Þýskalands, um
að sameinað Þýskaland verði í
NATO en hersveitir þess fari ekki
austur yfir Saxelfi sem skilur Aust-
ur- og Vestur-Þýskaland að. Sov-
étríkin og Austur-Þýskaland hafa
þangað til fyrir skemmstu haldið
fast í hugmyndir um hlutlaust
Þýskaland en um helgina virtist sem
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
færðist nær Vestur-Þjóðveijum í
afstöðu sinni. „Hann viðurkenndi
þá afstöðu okkar að þýskt hlutleysi
kemur ekki til greina," sagði Helm-
ut Kohl, kanslari Vestur-Þýska-
lands, eftir heimsókn sína til
Moskvu. Edúard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
sagði á blaðamannafundi á mánu-
dag í Ottawa að hlutleysi væri
„besti kosturinn en ekki sá eini“.
Stjórnmálaskýrendur segja að
Gorbatsjov geri sér grein fyrir því
að aðstaða hans til að hafa áhrif á
sameininguna sé ekki sterk. Mark-
mið hans hljóti að vera að tryggja
öryggishagsmuni Sovétríkjanna
sem best hann má. Þar sé sameinað
Þýskaland með eigin her utan hern-
aðarbandalaga ekki álitlegur kost-
ur. Vonist hann til að fá því komið
til leiðar að sovéskir hermenn verði
á því landsvæði sem nú heitir Aust-
ur-Þýskaland um nokkurt skeið eft-
ir að sameiningin er farin af stað.
Bandaríkjamenn hafa lagt til að
nefnd sex ríkja; Bretlands, Frakk-
lands, Sovétríkjanna, Banda-
ríkjanna og þýsku ríkjanna tveggja,
fyalli um öryggismál og önnur
vandamál sem tengjast sameiningu.
Heimildarmenn Reuters-fréttastof-
unnar segja að James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
hafí reifað þessa hugmynd fyrir
hálfum mánuði. Síðan hafi hann
rætt hana við Gorbatsjov og She-
vardnadze í Moskvu í síðustu viku.
■ MOSKVA - , Míkhaíl Gorb-
atsjov Sovétforseti nýtur vinsælda
hjá 43% Sovétmanna samkvæmt
skoðanakönnun sem birt var í viku-
ritinu Ogonjok í gær. Einungis 22%
landsmanna bera fyllsta traust til
kommúnistaflokksins samkvæmt
könnuninni. Könnun þessi var gerð
í ágúst síðastliðnum en ekki var frá
því greint hvers vegna nú fyrst er
sagt frá úrslitum. Spurt var hver
væri fremsti leiðtogi landsins og
hlaut Gorbatsjov þá einkunn hjá
43% aðspurðra. Ekki var getið um
vinsældir annarra leiðtoga landsins.