Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 ntmmn I 9/39 „Ef ég borga alla þessa skatta verð ég orðinn skatt- fijáls vegna hallareksturs." .að hjálpa henni á hak. TM ReQ. U.S. P*t Off.—all riQhu --------- . . _ wSyf ° 1990 Lo* Angeles Twne* Syndicat* 'N 126 Ég get ekki séð neitt að tungunni... HÖGNI HREKKVtSI Svikull gróði Til Velvakanda. Sala áfengis á sl. ári jókst um fjórðung. Þetta er því miður sorgleg staðreynd. Bjórinn veldurþar mestu og unglingamir hafa hann fyrir stökkbretti upp í annað sterkara. Eins og sáð er svo er upp skorið. Hollvinir Bakkusar á Alþingi, sem komu þessari veitu inn í landið, geta nú fagnað áfanga (því ekki hætta þeir við svo búið). Nú sjá þeir árangur erfiðisins: Bjórstofur alls staðar fullar af fólki frá morgni fram á nótt og biðraðir fyrir dyrum úti. Þarna er gróðinn. En heilsa og hreysti tapar. Það er sorglegt hversu þeir sem síst skyldi ota fólk- inu niður hjarnið. Okkur sem viljum hér betra þjóðfélag virðist ganga miður. Ég hefi oft hugsað um það hversu margt myndi batna í þjóð- félagi okkar ef við fyiktum okkur um konung krossins, sjálfan Jesú Krist og kirkja hans væri betur sótt en hof Bakkusar. En gróðaöfl- in hefðu kannski ekki eins mikið upp úr því? Árni Helgason Fallegt lag Til Velvakanda. Við höfðum eitt af fallegustu lög- um sem íslenskt tónskáld hefur búið til í höndum okkar en við ís- lendingar tókum ekki eftir því, eða að minnsta kosti mjög fáir. Jú, níunda dómnefndin taldi það vera besta lagið: Til þín eftir Gunnar Þórðarsson, sungið af Björgvini Halldórssyni. Þetta lag hefði hrifið hlustendur um alla Evrópu eða náð að komast í eitt af fyrstu fimm sætunum í Eurovision söngva- keppninni að mínu mati. Við völdum Eitt lag enn, sem er að vissu leyti ágætt lag. Söngur og bros Sigríðar Beinteinsdóttur og reyndar þeirra beggja á eftir að bjarga því en sviðsframkoma er líka áríðandi og tel ég þau vera mjög góð á sviðinu. En það skiptir kannski ekki máli að vinna einhveija söngvakeppni en ég vil þakka Gunnari Þórðarsyni fyrir að mega njóta þess að hlusta á þetta fallega lag hans um ókomna framtíð. Hann á vissulega hrós ski- lið og einnig Björgvin Halldórsson sem syngur lagið. Thea HEILRÆÐI „Hmfur og skæri - ekki barnameðfæri“ Yíkveiji skrifar Það kemur oft fyrir, að vinsam- legir lesendur senda blaða- mönnum úrklippur úr erlendum blöðum, þeim til fróðleiks eða í því skyni að sagt verði frá efninu. Kunna blaðamenn yfirleitt vel að meta slíkt, þótt þeir nýti efnið auðvitað með misjöfnum hætti. Lykilatriði er, þegar slíkt efni er sent, að skilmerkilega komi fram hvar og hvenær það birtist. Fólk áttar sig oft ekki á nauðsyn þess að skrifa dagsetningu og heiti blaðs eða tímarits á úrklippu. Víkverji telur sér ekki fært að nota aðsent efni af þessu tagi, nema þessar grunnupplýsingar liggi fyrir. lega að verki staðið fyrir skatt- peningana hans. fylgjast með því að farið væri að þess eigin lögum. . .“ Með þessa vinnureglu í huga varð Víkveiji því undrandi þegar honum barst í síðara hluta janúar umslag frá utanríkisráðuneytinu með ljósriti af úrklippu úr erlendu blaði og korti með áletruninni: Með kveðju frá utanríkisráðuneyt- inu. Úrklippan bar hvorki með sér úr hvaða blaði hún var né hvaða dag umrætt tölublað þess var gef- ið út. Fyrir vikið lagði Víkverji þessa úrklippu til hliðar og hugs- aði að ,ekki, yæri þarna fagmann- Víkverji getur sér þess til, að einhverjir vilji vita, hvað það var sem sjálft utanríkisráðuneytið sendi frá sér með þessum klaufa- lega hætti. Um var að ræða grein í bresku eða bandarísku blaði um að Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagið (EB) hefðu komið sér saman um að efla efnahagsleg tengsl sín. Strikað hafði verið við þrjár setningar í greininni. í fyrsta lagi þessa í íslenskri þýðingu: „Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra íslands — sem er núna formaður EFTA-ráðsins — sagði að hann væri „ákaflega ánægður" með niðurstöðu fundarins í gær“ í öðru lagi þessa: „Mr. Hannibals- son kallaði Comecon [efnahags- bandalag kommúnistaríkjannaj „leifar liðins tíma“ og sagði að atburðirnir í Mið- og Austur- Evrópu sönnuðu, að þessi ríki væru „að brjótast út úr þessum samtökum“.“ Og í þriðja lagi: „Mr. Hannibalsson sagði að hvort ban^alag myndi halda áfram að Þeir sem fylgjast með viðræð- um EFTA og EB geta giskað á að þetta hafi birst í hinu erlenda blaði 20. desember eða þar um bil og þarna sé verið að segja frá sameiginlegum ráðherrafundi EB og EFTA sem var í Brussel 19. desember, ef Víkverji man rétt. Umslagið frá utanríkisráðuneyt- inu með þessari margræddu úr- klippu er hins vegar póststimplað 18. janúar 1990, eða tæpum mán- uði eftir að hið erlenda blað birti fréttina, sem þar er kennd við fréttastofuna Associated Press, og allt sem í henni stóð hafði þegar komið fram í íslenskum fjölmiðlum en um áramótin lét Jón Baldvin af formennsku í EFTA-ráðinu. Víkverji telur, að það hafi ekki aðeins verið klauflega að frágangi úrklippunnar staðið af hálfu ut- anríkisráðuneytisins heldur hafi beinlínis verið út í hött hjá ráðu- neytinu að senda svona gamla frétt frá sér með þessum sérkenni- lega hætti. Vill upplýsingadeild ráð\,ineytipji>^ upplýsa málið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.