Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 1
48 SIÐUR B 55. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkisstjórn V-Þýskalands samþykkir kröfiir Pólverja um landamærasamning: Kohl kanslari játar að sér hafi orðið á mistök Helmut Kohl kanslari Vest- ur-Þýskalands var á kosn- ingafundi í Magdeburg í Austur-Þýskalandi í gær með bandalagi hægri flokka. Þar sagði hann m.a. að ekki væri stefiit að „Fjórða ríkinu“ með sam- einingu Þýskalands. Þjóð- verjar vildu ennfremur að Pólveijar gætu búið við örugg landamæri. Bonn, Varsjá, Moskvu, Washington. Reuter. HELMUT Kohl kanslari Vestur-Þýskalands lét undan á ríkisstjórnar- fundi í gær í dcilunni ura vesturlandamæri Póllands. Samkomulag náðist um að koma verulega til móts við Pólverja sem vilja að gerður verði samningur um landamærin áður en Þýskaland sameinast. I álykt- un sem lögð verður fyrir vestur-þýska þingið á morgun, fimmtudag, er ekki minnst á stríðsskaðabætur. Kohl sagði fyrir helgi að hann vildi ekki gera samning við Pólverja um vesturlandamæri þeirra nema þeir afsöluðu sér tilkalli til stríðsskaðabóta á hendur Þjóðverjum. Zbigniew Augustynowicz, blaðafulltrúi pólsku stjórnarinnar, sagði í gær að sam- þykkt Bonnstjórnarinnar væri óneitanlega í samræmi við óskir Pól- verja. „En hún er samt ekki fylliiega það sem Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra lagði tii. Við munum fylgjast grannt með þróun máls- ins.“ Á fúndi með fréttamönnum í gær sagði Kohl: „Allir aðilar máls- ins gerðu mistök, þar á meðal ég.“ Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagðist í gær fagna því að Kohl hefði „leiðrétt" afstöðu sína. Hann sagði jafnframt að það væri útilokað fyrir Sovétmenn að sætta sig við að sameinað Þýskaland yrði í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Deilan um landamæri Póllands var farin að spilla stjórnarsamstarfinu í Bonn og var boðað til neyðarfundar í gærmorgun til að freista þess að ná sáttum. Var Kohl sakaður um að varpa skugga á sameiningu þjóðar- innar og vekja að óþörfu grunsemdir um að Þjóðverjar ágselduut gamlar iendur sínar sem afhentar voru Pói- veijum eftir stríð. Á rúmlega þriggja tíma fundi náðist samkomulag sem er túlkað svo að frjálsir demókratar undir forystu Hans-Dietrichs Gensc- hers utanríkisráðherra hafi knúið Kohl til að láta undan. Ríkisstjórnin ákvað að leggja ályktun fyrir þýska þingið þar sem segir: „Leysa ber ágreining um landamærin með samningi milli ríkisstjórna Póllands og sameinaðs Þýskalands þar sem sátt þjóðanna er innsigluð." Þar er einnig hvatt til þess að þing beggja þýsku ríkjanna árétti yfirlýsinguna eftir fijálsar kosningar í Á-Þýska- landi 18. mars nk. Wojciech Jaruzelski, forseti Pól- lands, segir í viðtali við þýska dag- blaðið Die Welt, sem tekið var í gær, að sovéski herinn eigi ekki að fara frá Póllandi á meðan hernaðar- leg staða sameinaðs Þýskalands sé óljós. Kristilegir demókratar undir forystu Kohls vilja að sameinað Þýskaland verði í NATO. Oskar La- fontaine, sem nú þykir líklegasta kanslaraefni jafnaðarmanna í V- Þýskalandi, sagði hins vegar um helgina að slíkt kæmi ekki til greina. Tilkynnt hefur verið í Washington að fyrstu viðræður fjórveldanna svo- kölluðu, Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands, við þýsku ríkin tvö um sameiningu hefjist í næstu viku. Hans Modrow, forsætisráðherra A-Þýskalands, átti í gær viðræður við Gorbatsjov í Moskvu. í viðtali við austur-þýska sjónvarpið sagði Qor- batsjov að hann fagnaði því að Kohl hefði breytt afstöðu sinni til pólsku landamæranna. „Það er ekki mikil stjórnviska að fara klaufalega og af lítilli nærgætni með svo mikilvægt og örlagaríkt mál,“ sagði Gorbatsjov. Reuter Kommúnistar berjast innbyrðis í Afganistan: ByIt ingíiililimui gegn stjóm Najibullahs kæfð í fæðingu Islamabad, Moskvu, Kabúl. Reuter. STJÓRN kommúnista í Afganistan virðist að mestu hafa tekist að bijóta á bak aftur byltingartilraun sem gerð var í gær. Skömmu eftir hádegi að staðartíma gerðu flugvélar loftárásir á höll Najibullahs for- seta í höfúðborginni Kabúl og skýrt var frá hörðum bardögum víða í borginni. Leiðtogi uppreisnarmanna var Shahnawas Tanai varnarmála- ráðherra og tókst honum að flýja frá borginni. TASS-fréttastofan sovéska gefur í skyn að Tanai hafi verið í sam- bandi við einn af leiðtogum mujah- Neytendasamtök EB: Eldvarnir gistihúsa víða ófiillnægjandi Brussel. Frá Kristófer M. Krislinssyni, SAMTÖK neytenda innan Evr- ópubandalagsins (EB) hafa síðastliðin 12 ár gert reglulega kannanir á cldvörnum og neyð- arútgöngum á hótelum í aðild- arríkjum bandalagsins. í nýlegri könnun kemur fram, að langt er frá því að hótel uppfylli reglu- gerðir EB um þessi efúi. Af 11 hótelum í Amsterdam sem neytendasamtökin skoðuðu reynd- fréttaritara Morgunblaðsins. ust tíu uppfylla reglugerð EB. í sams konar könnun á Benidorm á Spáni fannst ekkert hótel sem upp- fyllti kröfurnar og af 11 hótelum í Aþenu reyndist einungis eitt hafa fullnægjandi eldvarnir. Á Korfu og Torremolinos voru skoðuð 22 hótel sem uppfylltu ekki lágmarkskröfur bandalagsins. í fjórum hótelum á Spáni og Grikklandi áttu gestir engrar undankomu auðið ef til elds- voða kæmi. edin-skæruliða, Gulbuddin Hekm- atyar. Hekmatyar skipaði liðsmönn- um sínum að aðstoða byltingar- menn en gekkst ekki við því að Tanai ynni beinlínis með skærulið- um. Yfírstjóm hers Najibullah sendi frá sér yfirlýsingu í Kabúl-útvarp- inu þar sem allir þátttakendur í „þessu svikasamsæri" voru hvattir til að gefast upp. „Ef þið gefið ykkur eins fljótt og mögulegt er á vald nálægustu hersveit munuð þið halda jafnt lífi sem eignum.“ Ut- . göngubann hefur verið fyrirskipað í Kabúl að næturlagi. TASS-fréttastofan sagði í gær- kvöldi að enn væri barist í Kabúl þrátt fyrir staðhæfingar Naji- bullahs um að tekist hefði að bæla uppreisnina niður. „Bardagarnir eu sérstaklega harðir við varnarmála- ráðuneytið og þar eru notuð þung vopn. Fylking skriðdreka og fót- göngulið sást á leið til ráðuneytis- ins,“ sagði í skeytum frétta- stofunnar. Full- trúar Sameinuðu þjóðanna í Kabúl sögðu að enn heyrðust stijálir skothvellir. Her- yfirvöld létu út- varpa hvatning- Nigibullah um yj hermanna um að handsama Tanai sem hefur verið tengdur Khalq-hópnum, öðr- um tveggja helstu hópa í stjórnar- flokki kommúnista. Khalq er talinn hafa innan sinna raða helstu harðlínumennina en í hinni klíkunni, Parcham, eru menn sagðir hollari stjórnvöldum í Moskvu. Stjórnmálaskýrendur segja að deilur milli hópanna í afganska stjórnarflokknum hafi færst mjög í aukana eftir að Sovétmenn drógu heri sína á brott. Sagt er að Khalq njóti mikils stuðnings í flugher landsins. Khalq hefur lýst andstöðu við friðarumleitanir Najibullahs sem gert hefur skæruliðum mörg tilboð um vopnahlé og tekist að ná samn- ingum við suma foringja þeirra um óformleg vopnahlé. Sovétmenn hafa haldið áfram að senda Kabúlstjórn- inni vopn af öllu tagi eftir brott- flutning heijanna á síðasta ári. Sovéska þingið: Einkaeign samþykkt Moskvu. Reuter. ÆÐSTA ráð Sovétríkjanna hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta ný lög sem heimila í reynd einstaklingum að eiga fyrir- tæki þótt það sé ekki sagt beinum orðum í lögunum. Þetta er talið stórt skref í þá átt að einkaeign verði almennt viðurkennd í landinu. Gert er að fyrir að „borgarar" (forðast er að nota hugtakið einstakl- ingar) megi eiga verksmiðjur en stranglega er bannað að arðræna verkamenn. „Með þessu er lagður grundvöllur að valddreifingunni sem fylgir einkaeign," sagði einn af leið- togum róttækra umbótasinna, Alexej Jablokov. Sjá einnig frétt á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.