Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 15

Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 15 CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM Athugasemd varðandi tvo púka 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavik - Sími 688588 S JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. eftir Garðar Gíslason Fyrir nokkrum árum fór ég að veita því athygli að menn nefndu „púkann á fjósbitanum" þegar þeir töluðu um aðila sem hagnaðist og fitnaði á illmælgi, óhróðri og fúk- yrðum. Hugsaði ég með mér að þarna rugluðust menn heldur betur á sögum, og að einhver góður mað- ur myndi leiðrétta þetta opinber- lega. Engar leiðréttingar komu sem ég tók eftir, og þetta fór að áger- ast, og menn nefndu „púkann á fjósbitanum“ eins og ekkert væri eðlilegra og allir skildu við hvað væri átt. Þegar ég heyrði víðkunnan blaðamann nota þetta orðatiltæki í föstum þáttum sínum í ríkisútvarp- inu hætti mér að lítast á blikuna. Hugsaði ég með mér að nú yrði lítið við þetta ráðið, og þetta væri enn ein afleiðing afsiðunarinnar, sem hófst með því að þéringar og zeta voru lagðar niður og menn fóru að tala um að „fara erlendis" og „verzla jólagjafir“. En á mánudagsmorgun 19. febr- úar varð mælirinn fullur. Virtur rit- höfundur, sem alla tíð hefur skrifað og talað íslenzkt mál betur en flest- Halldór Pétursson: Púkinn lifnaði við. ir aðrir, nefndi þennan púka á fjós- bita í föstum pistli sínum til þjóðar- innar í ríkisútvarpinu. Þá verður ekki lengur orða bundist. Athugasemd mín er sú, að þegar menn nefna púka „á fjósbita" þá hljóti þeir að eiga við púkann í fjós- inu hjá Sæmundi fróða. Það var Guðmundur Thorsteinsson: Púkinn á kirkjubitanum. púkinn sem nærðist á blótsyrðum og formælingum fjósamanns Sæ- mundar, og var loks orðinn spik- feitur (sjá mynd I). En þarna er mergurinn málsins: Þessi púki var aldrei á neinum bita í fjósinu, held- ur í fjósinu á meðal kúnna til þess að gera verulega illt af sér og hafði Uppbygging eftir Árna Helgason Ég hefi undanfarna daga verið að lesa bókina Jákvæður lífskraftur eftir dr. Peale í þýðingu Baldvins Þ. Kristjánssonar. Þessi bók á ekki einungis heima í erli dagsins heldur þarf hún að vera íhugunarefni og leiðbeining allri þjóðinni. Svo mörg góð boð hefir hún að flytja. Hún bókstaflega eins og aðrar bækur þessa höfundar getur verið burðar- ás í lífi hvers manns, hjálpað honum til að ná fótfestu á þeim tímum sem við lifum á, þar sem allt er á hverf- anda hveli og meira en það. Þing- mennirnir okkar ættu að eignast hana og fá hjálp í örðugum verkefn- um því í henni er að finna þann styrk sem oft vantar í átökum mannlegs lífs. Bókin byggir upp og ýtir við mörgum að komast af breiða veginum yfir á þann mjóa. Alls hefir Baldvin þýtt 7 bækur eftir þennan ágæta höfund og allar miða þær til uppbyggingar á lífinu og hjálpar í samskiptum manna. Þessar bækur eru viti á kaldri braut hversdagsleikans og því vek ég athygli á þessu leiðarljósi til betri framtíðar. Við verðum að fara að hugsa alvarlega um hvað við getum gert fyrir land og þjóð en ekki horfa á okkur sjálf, þetta sífellda „ég“ sem alls staðar ræður lögum og lofum. Og þegar hugsjón- ir eru horfnar og sumar valtar í sessi þurfum við að byggja einstakl- inginn upp til dáða. Ef það tekst verður brautin framundan greiðari og erum við ekki öll að keppa að því? Því miður eru alltof margir sem ýta freistingum í veg okkar og hugsunarlaust stundum, þess vegna er enn fjarlægari draumur okkar um gróandi þjóðlíf. Allr þær hörm- ungar sem við heyrum um á hveij- um degi og öll þau verðmæti sem glatast fyrir það eru fleiri sem benda upp en niður eru hugsandi mönnum áhyggjuefni. Það er lítill vandi að renna sér niður hjarnið en klífa brattann til betra lífs. Eitt er víst. Ef menn gætu verið samtaka um hið góða sem alls stað- ar er í kringum okkur, og látið allt sem miðar að niðurrifí eiga sig, þá „Með því að tala um „púkann á jQósbitanum44 rugla menn því saman tveimur ágætum sög- um, sem báðar íjalla um áhugamál púka, en þar endar samlíkingin.“ meira að segja sinn bás, eins og segir í sögunni. Annað hvort var hann svo vesældarlegur að hann hefði ekki komist upp á bitann, eða hann var svo feitur að hann hefði oltið ofan. En hvaðan er ruglingurinn kom- inn? Víkur nú sögunni að allt öðrum púka. Sá sat á kirkjubita, og hefur hingað til verið kallaður púkinn á kirkjubitanum. Hann sat á bita í kirkjunni til þess að leynast þar við messuna og gat hlustað á kerling- arnar rífast fyrir neðan og skrifað skammyrðin eftir þeim (sjá mynd II). En hann var sjáanlegur mannin- um sem gat ekki annað en hlegið þegar púkinn var að detta af bitan- um, en gat læst klónum í hann og hangið. Með því að tala um „púkann á ljósbitanum" rugla menn því saman tveimur ágætum sögum, sem báðar fjalla um áhugamál púka, en þar endar samlíkingin. Skaðinn af rugl- ingnum er þó meiri en þetta. Merk- ing sögunnar af fjósamanni Sæ- mundar tapast gjörsamlega, vegna þess að menn geta ekki hugsað sér afvelta púka uppi á bita, nema þeir hugsi ekki neitt. Mælist ég því til að menn nefni púka sína réttum nöfnum. Vilji þeir minnast púkans í fjósi Sæmundar þá segi þeir t.d. „púkinn í fjósinu“ eða „púkinn í fjósi Sæmundar". Vilji þeir hins Garðar Gíslason vegar minnast púkans sem var í hlutverki skrásetjarans í kirkjunni, þá nefni þeir „púkann á kirkjubitan- umk“. En hætti með öllu að nefna púkann „á fjósbitanum", végna þess að þar er einn af fáum stöðum hér á landi sem púkar hafa ekki haft erindi. Myndirnar eru fengnar úr bók Einars Ólafs Sveinssonar íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, 2. útg. 1951. Höfundur er borgardómari. Barnaskðr Ný sending ffyrir þou yngstu. St. 19-23 2 gerðir 4 litir Skólavörðustíg 6, sími 622812. Árni Helgason gætum við litið til bjartari tíma. Og á ekki þetta góða land það fylli- lega skilið. Þökkum guði sem gaf okkur það og nýtum það honum til dýrðar. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SlMI: 62 84 50 Heimilistækin frá Míele eru sannkallaðir dýrgripir sem endast milli kynslóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.