Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Er íslenskt dýra- líf á heljarþröm? eftir Óhií' Jónsson Tilefni þessa pistils er dæmalaus grein sem birtist í Velvakanda 9. febrúar sl. rituð af Magnúsi H. Skarphéðinssyni. Þar vitnar Magnús í frétt Morg- unblaðsins frá 3. febrúar sl. sem segir frá búraref er veiddist í dýra- boga. Útlistar Magnús þar fyrir lesend- um Morgunblaðsins hve stoltur veiðimaðurinn sé af þessum veiði- skap sínum og einnig hve langan tíma það taki að myrða dýr úr hungri í gildum þessum o.fl., o.fl. Skulu hér rituð nokkur orð til að upplýsa Magnús og aðra þá sem ekki vita, um eðli þessara veiða og af hveiju þær eru því miður,nauð- synlegar. Undirritaður á því heldur ekki að venjast að vera talinn stoltur af óhæfuverkum, haldinn kvalalosta eða flokkaður undir nýtt hugtak, „veiðimannaskríll", og sér sig því knúinn til að leiðrétta rangfærslur Magnúsar. Til að byija með er skýrt frá því að veiðar þessar fari fram með tenntum lásboga. Lásbogi er allt annað verkfæri, sem haldið er á og skotið úr örvum í mark. Á dýrabogum eru alls engir gaddar. Það eru sléttir armar sem klemmast saman og halda þannig minknum. Það heyrir til algerra undantekn- inga að refir séu veiddir á þennan hátt. Þeir einfaldlega fara ekki í vatn ótilneyddir, eins og hér gerðist þó, og einmitt þess vegna var at- búrður þessi sérstakur. I grein Magnúsar kemur fram að dýrin séu glorsoltin í náttúrunni þ.e.a.s. minkar og refir. Þetta er ekki rétt, einfaldlega vegna þess að stofnstærð þessara dýra er haldið niðri með veiðum og því færri munnar sem viðkvæmt vistkerfi Islands þarf að metta. Þetta jafnvægi væri fijótt að rask- ast ef veiðum yrði hætt. Fram kemur í fyrrnefndum skrif- um að venjulegast sé dýrið fast dögum og vikum saman eða þar til það deyr yfirleitt hungurdauða. Ekki veit ég hvaðan greinarhöf- undur hefur þessar upplýsingar en ætla að kynna honum hvernig þetta gengur fyrir sig þar sem ég þekki til. Dýrabogar eru vanalega lagðir í vatn og þannig festir að minkurinn komist ekki úr vatninu. Hann drukknar því fljótlega en lifir ekki sólarhringa og vikur. Svo var einn- ig með bláref þann sem blaðaskrif þessi hófust út af, hann var stein- dauður daginn eftir. Af þessu má Ijóst vera að minkur- inn kvelst ekki daga og vikur en auðvitað er ekki mannúðlegt að drekkja honum heldur, en hann deyr þó fljótlega og sennilega áður en dofinn fer úr fætinum. Vángaveltur um það hvort ekki sé bara hægt að skjóta þessi dýr ef þarf þá að veiða þau á annað borð skal svarað með eftirfarandi: Fyrir nokkrum tugum ára fyrir- fannst ekki minkur í íslensku dýra- ríki. Það hlýtur því að hafa verið fyrir slysni að minkur slapp af loðdýrabúum og eru það því mistök mannsins að minkur er nú villtur og kominn um allt land. Til að byija með lét hann sér nægja að veiða fisk sem hann náði til og var hann gjarn á að raða veiðinni á bakkann. Einnig bar fljót- lega á þessari söfnunargleði í æðarvörpum þar sem egg og ungar fundust í hrúgum undir bökkum, æðarræktendum til skeifingar. Nú síðari ár hefur minkurinn leitað æ meira til heiða þar sem endur og mófuglar eru á sumrin en ijúpa á vetrum. Lítur út fyrir að framboð á fiskmeti í ám og vötnum fullnægi ekki lengur matar- þörf hans og því leiti hann í annað. Einmitt þetta atriði gerir málið snú- ið. Það er hvergi hægt að ganga að honum vísum. Það er alveg út í hött að ætla sér að setjast einhvers staðar á hól og bíða þess að minkur birtist. Ólafúr Jónsson „Enn á ný er vá fyrir dyrum í íslensku dýra- ríki, nefnilega búraref- urinn sjálfiir, og aftur er það maðurinn sem veldur.“ Byssa er einungis notuð þegar læða finnst með hvolpa sína, enda minkurinn þá bundinn við einn stað þ.e. grenið. Í Kelduhverfi einu veiddust 30 minkar veturinn ’88-’89 en þrátt fýrir það voru unnin 9 greni með samtals 33 hvolpum vorið ’89. Hvernig hefði ástandið orðið ef ekki hefði verið stunduð bogaveiði um veturinn? Meðfram lækjum og smátjömum þar sem áður mátti sjá óðinshana, urtönd, stokkönd, toppönd, straum- önd o.fl. tegundir sést nú varla stakur fugl lengur, en þar kemur fleira til en bara minkurinn. Aukinn Ijöldi ránfugla og þó einkum fjölgun fálka er líka ástæða þessa bagalega ástands. Alfriðun fálkans hefur haft þau áhrif að honum hefur ekki verið haldið niðri eins og áður var gert. Furðu og gremju vekur sú árátta einstakra fuglaskoðara að hafa bara áhuga á einni tegund fugla, og vilja fjölda hennar sem mestan án tillits til þess hvaða áhrif það hafi á aðrar tegundir. Náttúruvernd af þessu tagi vinnur á móti upphaf- legum markmiðum rétt eins og skrif Magnúsar koma til með að gera. Fálki leitar nú í auknum mæli til veiða á sundfuglum svo sem gulönd, æðarkollu, hávellu, og hús- önd en sumar þessar tegundir eiga í vandræðum með ' að koma upp ungum sínum á Mývatni og eru taldar í útrýmingarhættu hér á landi. Fjöldi hrafna og máfa bætir ekki ástandið og nægir kannski að minna á fréttir af salmonellusmiti nú nýlega til að fólk átti sig á því hvert stefnir. Enn á ný er vá fyrir dyrum í íslensku dýraríki, nefnilega búra- refurinn sjálfur, og aftur er það maðurinn sem veldur. Búrarefur er nefnilega þeim eiginleika gæddur að geta tímgast við íslenska villi- refnum og er sú blöndun nú þegar hafin sumstaðar á landinu. Já, leitt er nú til þess að hugsa ef eftir nokkra áratugi verður ekki neitt til sem heitir íslenskur villirefur aðeins blendingar og bastarðar. ís- lenski refurinn er hluti af íslenskri sögu og arfleifð þjóðarinnar. Hann ber að varðveita ómengaðan jafn- framt því sem fjölda hans er haldið innan skynsamlegra marka. Enginn veit hvaða hegðunarmynstur blend- ingar þessir myndu taka upp þegar fram liðu stundir en þó er ljóst að Yfírlýsing frá Flugfax hf: Flugfax fái sjálft að af- greiða sínar fraktflugvélar Vegna blaðaskrifa um afgreiðslugjöld og lendingar Afgreiðslugjöld Flugleiða Fram hefur komið að Federal Express hafi beðið um aukna þjón- ustu hjá Flugleiðum og látið er að því liggja að Fedex hafi yfir engu að kvarta varðandi afgreiðslugjöld fraktflugvéla á vegum Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Flying Tigers/Federal Express hafa formlega kvartað undan hárri gjaldtöku Flugleiða við utanríkis- ráðuneytið þann 6. júlí 1989 ásamt ítrekuðum mótmælum Flugfax hf. fyrir þeirra hönd um þessi atriði. Forráðamenn Flugfax hf. fengu skriflegt umboð til samninga fyrir hönd Flying Tigers í desember 1988 og er núverandi samningur byggður á þeim samningaviðræðum. Flying Tigers og Flugfax hf. fyrir þeirra hönd óskuðu þá sérstaklega eftir „pro rata“ (hlutfallslegri) gjaldtöku en þeirri ósk var alfarið hafnað. Það var því eðlilegt að Flugfax hf. með samþykki Flying Tigers reyndi að ná þessari mikilvægu leiðrétt- ingu fram. Eftirfarandi atriði skulu hér ná- kvæmlega rakin: 1. í desember 1988, Samningur um afgreiðslugjöld: Flugfax hf. fyrir hönd Flying Tigers samdi um afgreiðslugjöld B-747-vöruflutningavéla. Samkom- ulag varð um gjaldtöku vegna vöru- afgreiðslu, sértaklega „pro rata“- gjaldtöku. Á þessum tíma var gjald- skrá Flugleiða fyrir B-747 um USD 1.900,- að viðbættu 50% álagi þegar um vöruflug var að ræða eða um USD 2.850,-. Samkvæmt gjaldskrá er miðað við afgreiðslu á heilum vélum, þ.e.a.s. efra og neðra dekk eða neðra dekk og farþegaaf- greiðslu. Samþykkt var að sinni að greiða USD 2.514,- fyrir vöruaf- greiðslu neðra dekks, þ.e.a.s. um 25 tonn afgreidd út og um 25 tonn afgreidd inn í vélamar. Samningur var ekki stðafestur af hálfu Flying Tigers þar sem aðilar vildu frekari viðræður síðar. 2. í apríl 1989. Beiðni Flug- leiða um gjaldskrárbreytingar og hækkun afgreiðslugjalda. Flugleiðir óskuðu eftir breyting- um á gjaldskrá sem átti að byggj- ast á samræmingu við LATA-staðla ásamt því að millilendingargjöld hækkuðu lítillega. Óskað var eftir að gjaldtaka fyrir leiguflug og áætl- unarflug verði með samkomulagi milli aðila og eiginleg gjaldskrá felld niður. Miða átti við gagn- kvæmni, að SAS borgi sama gjald hér og Flugleiðir borga SAS í Skandinavíu fyrir sömu þjónustu og sama myndi gilda fyrir t.d. Lufthansa. Ofangreind beiðni var samþykkt af utanríkisráðuneytinu að tillögu umsagnaraðila, flugval larstjórans á Keflavíkurflugvelli. Hvorki umsagnaraðila né utanríkis- ráðuneyti var gerð grein fyrir umtalsverðum hækkunum á af- greiðslu fraktflugvéla. Flugleiðir sem afgreiðsluaðili og flugrekstra- raðili gátu nýtt sér gagnkvæmni gjaldtöku og öðrum mismunað, t.d. Amarflugi, sem ekki gátu nýtt gagnkvæmni í samningum við t.d. Lufthansa í Hamborg. Sem dæmi um hækkun afgreiðslugjalda B-747 þá var gjaldið skv. gjaldskrá USD 2.850,- hækkað í USD 6.250,- auk USD 35,- per tonn umfram 35 tonn eða samtals USD 12.025 fyrir fulla vél sem er yfir 300% hækkun frá fyrri gjaldskrá. 3. í júní og júlí 1989. Beiðni Flugfax um afgreiðslu efra dekks B-747 og gjaldtaka vegna þess. Vegna beiðni hrossaútflytjenda um flutning á takmörkuðum fjölda hrossa til Evrópu á samkeppnis- hæfu verði og óska innflytjenda á flutningi til landsins á vörum sem ekki var unnt að afgreiða af neðra dekki B-747 sökum stærðar og vegna hugsanlegs flutnings á laxi frá Færeyjum til Japans í gegnum Keflavíkurflugvöll óskuðu Flug- fax/Flying Tigers eftir afgreiðslu á efra dekki B-747. Þar sem Flugleið- ir áttu ekki tæki til að afgreiða efra dekk og ekki tókst að fá fram hvenær unnt væri að fá slíka af- greiðslu var leitað til utanríkisráðu- neytisins og fóru fulltrúar Federal Express/Flying Tigers og Flugfax á fund þess þann 6. júlí 1989. Þar var kvartað undan gjaldtöku Flug- leiða, neitun þeirra á að ræða „pro rata“gjaldtöku, vöntun á efra dekks lyftara og ósk um afgreiðslu Flug- fax á fraktvélum á eigin vegum. Að beiðni ráðuneytisins aflaði Flug- fax gagna um gjaldtöku á sambæri- legri fraktvélaafgreiðslu erlendis. Með samanburði á gjaldtöku hér og erlendis kemur í Ijós eftirfarandi: Eins og að ofan greinir eru gjöld Flugleiða miðað við þá flugvelli, sem notaðir eru mest af Flugleiðum þegar eingöngu er um vöruflug að ræða, miklu hærri. Á öllum þessum flugvöllum er unnt að semja um svokallað „pro rata“-kerfi, sem leið- ir til miklu meiri lækkunar á verði, auk þess sem hægt er að semja um Federal Express 20-45% afslátt. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Flugleiðir keyptu efra dekks lyftara sem kom í nóvember 1989 og var strax notaður við lestun efra dekks á Airbus 310-flugvélum Martinairs svo og við afgreiðslu á B-747 frá Federal Express í desem- ber 1989. 4. Júlí/október 1989. Samn- ingaviðræður Flugfax og Flug- leiða um afgreiðslugjöld. Á þessu tímabili eru haldnir, all- margir fundir með félögunum, flest- ir fyrir milligöngu utanríkisráðu- neytisins sem lagði á það mikla áherslu að réttmæt lausn fyndist. Aðilar nálguðust hvað varðar gjald- töku á heilum fraktvélum en Flug- leiðir stóðu enn sem áður óhaggan- legar hvað varðaði „pro rata“-gjald- töku. Þá var tilboð um gjöld mis- munandi eftir því í hvaða átt flug- vélarnar voru að fara, þ.e.a.s ef flogið var á leiðum sem Flugleiðir fljúga var gjaldið hærra en á þeim leiðum sem þeir fljúga ekki á, sbr. til Japans. Enn og aftur er afgreiðslu- aðilinn Flugleiðir að styðja við flug- rekstraraðilann Flugleiðir. Flugfax lagði mikla áherslu á að ná fram „pro rata“-gjaldtöku þar sem ljóst var að DC-10-vélar kæmu í stað B-747 véla Fedex og því yrði eldsneytistaka í Keflavík ekki eins nauðsynleg og áður og yrði því að minnka kostnað við lendingu í Keflavík til að sama hagkvæmni næðist. Enn var ítrekuð ósk Flugfax um að taka að sér afgreiðslu véla á vegum þess, svo Flugleiðir þyrftu ekki að styrkja útgerðarmenn og Flugvöllur Lestun Grunn- Sam- gjald tals B-747 ÍUSD Ostende, 10 pl.=35 tonn 1.333 1.244 2.577 Billund, full vél inn/út 1.595 1.595 Shannon, full vél inn/út 3.681 3.681 Keflavík, 35 tonn inn/út 6.250 6.250 * Allt verð miðast við gengi 12.10. 1989. laxabændur eins og þeir hafa gefið í skyn að þeir séu að gera. Fram hefur komið með feitletruð- um fyrirsögnum að Fedex biðji um frekari þjónustu og jafnframt að aldrei hafi verið kvartað yfir gjöld- um. Þetta er einkennandi fyrir málflutning Flugleiða í þessu máli að rugla sanian beiðni um áhafnar- kost og afgreiðslugjöldum á frakt- flutningavélum eins og virðist. Fram koma villandi tölur um milli- lendingargjöld sem enginn ágrein- ingur hefur ríkt um og afgreiðslu- gjöldin sem þeir forðast að ræða. Leiðrétta verður einnig ýmis atriði í málflutningi Flugleiða hvað varðar flutninga Federal Express þar sem talsmenn Flugleiða halda því fram að lendingum hafi verið hætt vegna lítilla farmflutninga Fedex. Nýjar vélategundir Fedex, DC-10 í stað B-747 á pólar-leiðinni, hafa minna rúmmál en B-747 og ná því í mörgum tilfellum ekki hámarks- þyngd þótt þær séu fullar af vörum. Því er síður þörf að taka eldsneyti í þessum tilfellum en heildarkostn- aður við lendingar kemur auðvitað inn í útreikninga um hagkvæmni þess að taka eldsneyti eða vörur. Þá halda Flugleiðir fram að flutn- ingamagn hafi dregist saman hjá Flugfax. Staðreynd er að flutninga- magn jókst í desember og var per flug einna hæst yfir árið 1989 og sama lá einnig fyrir um fyrstu flug eftir áramót. Að lokum hafa Flugfax/Federal Express barist með útflytjendum í u.þ.b. ár fyrir því að unnt sé að ná fótfestu á þessum mikilvæga mark- aði, Japansmarkaði, sem verður annar stærsti markaður fyrir fisk- eldi íslendinga í framtíðinni, hvort sem Flugleiðir reyna að leggja stein í götu þess eður ei. Beiðni Flugfax til stjórnvalda er: a) Flugfax fái að afgreiða sínar fraktflugvélar. b) Ef það fæst ekki, að þá verði tekið upp „pro rata“-kerfí á af- greiðslugjöldum með sama verði og er á þeim fraktflugvöllum sem Flugleiðir skipta aðallega við, þ.e. a.s. í Billund eða Ostende. F.h. Flugfax hf., Guðmundur Þór Þormóðsson framkvæmdastj óri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.