Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
17
Valdníðsla sjávarútvegsráðherra
búrarefur er töluvert frábrugðið dýr
og t.d. helmingi frjósamara. Hvern-
ig væri nú að grípa í taumana strax
í stað þess að láta þetta fara eins
og með minkinn, í algjört óefni.
Hér hefur verið stiklað á stóru,
fólki til umhugsunar, en að lokum
kemur hér smá frásögn sem dæmi
um ókunnugleika blaðakonu nokk-
urrar sem er alfriðunarsinni.
Veturinn ’87 bjó ég um nokkurra
mánaða skeið á vesturströnd
Kanada í nágrenni Vancouver.
Næsti nágranni minn var ung kona
sem hafði þann starfa að rita grein-
ar í dagblað. Meðal annars hældi
hún Paul Watson og félögum fyrir
vasklega framgöngu og taldi
skemmdarverk þeirra, _sem framin
voru í hvalstöðinni á Islandi, rétt-
lætanleg.
Einu sinni sem oftar ræddum
við gang lífsins og eins og vanalega
mátti helst ekki neitt líf deyða.
Ég spurði þá rétt svona hvort
við yrðum þá ekki líka að hætta
að drekka mjólk og borða jógúrt.
Nei, hún sagði svo ekki vera þar
sem ekki þyrfti að drepa neitt þó
kýrnar væru mjólkaðar. „Nei, en,“
sagði ég „hvað á þá að gera við
alla litlu kálfana?" „Kálfana" át hún
úpp eftir mér „það á bara ekki að
láta kýrnar eignast alla þessa
kálfa.“ Ég útskýrði hægt og skil-
merkilega fyrir henni að ef ekki
fæddust kálfar þá kæmi heldur
engin mjólk. Nú rann upp ljós fyrir
dömunni og hún roðnaði en eftir
það ut'ðu umræður ekki málefnaleg-
ar en niðurstaða hennar var þó sú
að ekki væri réttlætanlegt að neyta
mjólkurafurða. Nóg um það.
Að lokum skora ég á íslenska
náttúruunnendur að stinga niður
penna og tjá sig um þessi mál á
opinn og málefnalegan hátt,
skítkast manna á milli er ekki
líklegt til árangurs.
Ég þakka fyrir birtinguna og
lesendum lesturinn.
E.s. Hugmyndir um aðra veiðiað-
ferð sem komið getur í stað boga-
veiði eru vel þegnar. Upplýsingar
um skoðanakönnun sem staðfestir
tíðar ferðir veiðimanna í kirkju
væri gaman að fá.
Höfúndur er búfræðingur og
starfar við fískeldi.
eftir Vestarr
Lúðvíksson
Hvers eigum vér smábátaeigendur
að gjalda?
Það er með öllu óskiljanlegt og
óþolandi hvernig sjávarútvegsráð-
herra hugsar sér að kæfa niður alla
sjálfsbjargarviðleitni okkar smábáta-
eigenda.
Allt frá landnámsöld hefir það
talist til dyggða að fólkið í landinu
hafi getað bjargað sér sjálft - vera
sjálfbjarga.
Þetta má eigi lengur samkvæmt
framkomnu frumvarpi Halldórs As-
grímssonar, sjávarútvegsráðherra.
Hvernig dettur nokkrum heilvita
manni í hug, að bátar innan við 10
rúmlestir, eða jafnvel innan við 30
rúmlestir muni nokkurn tíma ganga
að fiskistofnunum dauðum! Það er
með öllu útilokað.
Með frumvarpsdrögum sjávarút-
vegsráðherra um fiskveiðistefnu á
að banna undirrituðum og þúsundum
annarra íslendinga þann frumburð-
arrétt, sem flest í því að fæðast á
_________Tónlist______________
JónÁsgeirsson
Karlakór, drengjakór og lítil
strengjasveit frá Bandaríkjunum
hélt tónleika til stuðnings Amnesty
International í Bústaðakirkju sl.
sunnudag. Það sem er skemmtilegt
við hingaðkomu kórsins er að
stjórnandinn, Hope Armstrong Erb,
er gift dóttursyni dr. Victor Urbanc-
ic, en hann skilaði meginpartinum
af sínum starfsdegi uppi á íslandi
og var dugmikill kennari og hljóm-
sveitarstjóri. Á efnisskrá kórsins
voru meðal annars raddsetningar á
tveimur ísl. þjóðlögum eftir Urbanc-
ic, Austan kaldinn og Móðir mín í
kví, kví.
I efnisskrá er vísan við Austan
„Hvernig dettur nokkrum
heilvita manni í hug, að
bátar innan við 10 rúm-
lestir, eða jafiivei innan
við 30 rúmlestir muni
nokkurn tíma ganga að
fiskistoftiunum dauðum!
Það er með öllu útilokað.“
íslandi, sem íslendingur, að mega
sækja björg í bú.
Þetta er í mörgum tilfellum stóra
stundin í lífí manna kringum landið
allt eftir langan vetur, tilhlökkunar-
efnið að komast í sumarfrí og end-
urheimta andlegt og félagslegt at-
gervi. Hjá mjög mörgum eina leiðin
að hafa efni á því að eiga sumarfrí.
Trillurnar komá sömuleiðis inn
með besta hráefnið sem hugsast
getur.
Það væri nær fyrir Halldór og
kaldann sögð veja eftir Ingimund
í Treinungarvík. Í safni Bjarna Þor-
steinssonar er Ingimundur þessi
sagður vera frá Sveinungsvík og á
hann að hafa „orkt vísuna, þá er
hann hraktist við 4. mann á opnu
fari austan frá Langanesi og vestur
á Siglunes, þar sem þeir loks náðu
landi.“ Hvað sem þessu líður var
skemmtilegt að heyra kórinn syngja
á íslensku og auk þess lagið Bára
blá, sem kórinn söng ágætlega.
Drengjakórinn söngtvö verk með
undirleik strengjasveitar og þar á
eftir flutti strengjasveitin nokkur
smástykki eftir Karel Husa. Besti
hluti tónleikanna var þegar báðir
kórarnir sungu saman bandarísk
þjóðlög og í smálagi eftir George
N. Allen í minningu um Martin
Luther King. Annað bandarískt lag,
Vestarr Lúðvíksson
ráðuneyti hans að skoða nánar þá
könnun sem Skáís lét framkvæma
að ósk Kristins Péturssonar, alþing-
ismanns.
Ekki verður 53.000 tonnum af
fiski hent í sjóinn aftur frá þessum
bátum. Það er öruggt mál.
Who Shall Speak for the People,
eftir Robert Kurka, við texta eftir
Sandburg, söng karlakórinn mjög
vel og var það besta verk tónleik-
anna. í heild voru þetta þokkalegir
tónleikar og það sem mestu máli
skiptir, til stuðnings góðu málefni.
Manni finnst að nóg sé komið af
framsóknarstefnunni sem nærri er
búin að ganga af bændastéttinni
dauðri. Nú á sem sagt að slátra
smábátaeigendum sömuleiðis. Menn
tala um sport, já, hvað skyldi flokk-
ast undir sport!
Það hefur máske verið sport hjá
stjórnmálamönnum sem ausið hafa
úr sameiginlegum sjóðum lands-
manna í óarðbærar fjárfestingar og
aukabúgreinar handa t.d. bændum,
sem síðan hafa farið á hausinn með
allt saman.
Ég er sannfærður um það að
meirihluti þingmanna, eftir rækilega
endurskoðun á frumvarpi sjávarút-
vegsráðherra, hendir þessum ósköp-
um út í hafsaugað þar sem það á
heima.
Það yrði meiri háttar vistfræði-
legt, félagsfræðilegt og sálfræðilegt
slys, ef sjávarútvegsmálastefna
Framsóknar nær fram að ganga.
Höfúndur er trillukarl á
Bakkafírði og í Félagi
smábitaeigenda.
Wfconöere Kork-O'Plast
Sœnsk gœðavora í 25 dr.
KORK O PIAST er með sl.Qterta vinyihúð oq notað á gólf sem mikiö
ma-öit á. svo sem á flugstöðvum og á sjúkfahúsum
KORK O PLAST er aoövelt að prffa og þatg.legt e. að ganga á þvi
Sírtega hentugt tyrif vmnustaöi. banka og opinbetaf sknhtofur
KORK O PtAST byggir ekk. upp spennu og er mikið notað i
tötvuherbergjum
P ÞORGRIMSSON & CO
Aimula 29 R. yk|av.k s.m. 38640
Macintosh fyrir byrjendur
Skemmtilegt og fræðandi 22 kennslustunda námskeið
um forritið Works. Macintoshbók, 180 blaðsíður,
innifalin. Síðdegis-, kvöld- og helgarnámskeið.
Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 • stmi 68 80 90
Bandarískir skólatónleikar
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA FLYTUR
VERSLUNINA ÚR SKÓGARHLÍÐ 6 AÐ
SMIÐJUVEGI 5 KÓPAV0GI.
í NÝRRI 0G BJARTARI VERSLUN MUNUM VIÐ
KAPPKOSTA AÐ HAFA MIKIÐ VÖRUÚRVAL 0G VEITA
ALLA ÞJÓNUSTU TENGDA GARÐ- 0G GRÓÐUR-
RÆKT. AÐK0MAN ER AUÐVELD 0G FJÖLDI
BÍLASTÆÐA. KYNNTU ÞÉR LEIÐINA TIL 0KKAR 0G
K0MDU í HEIMSÓKN.
REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA
SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211