Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
Gróðurátak vegna afmælis forseta íslands
Y R K J A
gamall draumurað rætast
YRKJA nefhist afxnælisrit sem
gefið verður úttil heiðurs
forseta Islands, Vigdísi
Finnbogadóttur, sem á sextíu
ára afmæli þann 15. apríl
næstkomandi. 56 skáld,
rithöfúndar, Iista- og
fræðimenn skrifa í ritið um hin
margbreytilegustu efhi. Allir
þeir sem að ritinu koma gefa
vinnu sína. Öllum íslendingum
verður gefinn kostur á að
gerast áskrifendur ritsins og
skrá sig um leið á
heillaóskalista sem afhentur
verður forsetanum með fyrsta
eintaki Yrkju. Ágóði af sölu
bókarinnar verður lagður í
sjóð, sem að ósk forseta íslands
verður færður íslenskri æsku
og á að standa straum af
kaupum á tijáplöntum handa
öllum grunnskólabörnum í
landinu vor hvert. Sjóðurinn
mun bera sama nafh og
afmælisritið og nefhast: Yrkja
— sjóður æskunnar til ræktunar
Iandsins. Frá athöfhinni í Listasafni íslands.
Ljósmyndir/Jim Smart
Yrkja var kynnt við hátíðlega
athöfn í Listasafni íslands í gær.
Njörður P. Njarðvík lektor og einn
ritstjóra afmælisritsins sagði að
hugmynd þessi hefði vaknað í
september síðastliðnum í hópi
vina frú Vigdísar Finnbogadóttur,
og votta henni þannig virðingu
fyrir frammistöðu sína í forseta-
embættinu, sem hefði vakið at-
hygli víða um heim. Margir hefðu
tekið höndum saman til að gera
hugmyndina að veruleika. 56
skáld, rithöfundar og fræðimenn
skrifa í ritið. Ákveðið var að sam-
eiginlegt viðfangsefni alls efnisins
skyldi vera „ræktun“ í víðasta
skilningi þess orðs, í því ljósi að
Vigdís Finnbogadóttir hefur verið
óþreytandi að hvetja til upp-
byggingar og ræktunar lands og
lýðs. Jafnframt var ákveðið að
bókin skyldi bera nafnið Yrkja,
sem er fornt orð og merkir bæði
sköpun og ræktun.
Leitað var til bókaútgáfunnar
Iðunnar um útgáfu á afmælisrit-
inu. Heimir Pálsson deildarstjóri
hjá Iðunn, og einn ritstjóra Yrkju,
sagði frá því að ákveðið hefði
verið að gefa öllum íslendingum
kost á áð skrá sig á heillaóska-
lista til forsetans og kaupa ritið
jafnframt. Þá varð ljóst að af
bókinni yrðu gefin út fleiri eintök
en menn eiga að venjast hér, og
um léið vaknaði spurningin, hvað
ætti að gera við ágóðann. Heimir
sagði að þetta hefði verið rætt
við forseta íslands, og hennar
hugmynd hefði verið að stofna til
sjóðs sem stæði straum af kaup-
um á tijáplöntum handa börnum
til að gróðursetja. Ekki til að
rækta nytjaskóg öðru fremur
heldur til þess að hvetja upp-
vaxandi og komandi kynslóðir til
að hlúa að öllu lífí og efla virð-
ingu þeirra fyrir umhverfi sínu.
Heimir sagði að markið væri
sett hátt. Aðstandendur Yrkju
sæju fyrir sér sjóð sem væri svo
öflugur að hann gæti staðið und-
ir kaupum á hundruðum þúsunda
Hulda Valtýsdóttir skrifar á heillaóskalista til frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Hjá henni
standa Heimir Pálsson, Gunnar Stefánsson og Kristín Gunnarsdóttir.
Nína Margrét Grímsdóttir
leikur á tónleikum EPT A
ÞRIÐJU pianótónleikarnir á vegum Evrópusambands pianókennara,
EPTA, verða haldnir í Hafharborg í Hafnarfirði í kvöld og á Kjarv-
alsstöðum mánudaginn 12. mars og hefjast þeir kl. 20.30 í bæði skipt-
in. Einleikari að þessu sinni verður Nína Margrét Grímsdóttir, og
leikur hún verk eftir J. S. Bach, Haydn, Jónas Tómasson, Debussy
og Chopin.
Nína Margrét Grimsdóttir er
fædd f Reykjavík árið 1965, og
stundaði hún tónlistarnám við Tón-
menntaskólann og Tónlistarskólann
í Reykjavík þar sem aðalkennari
hennar var Halldór Haraldsson.
Þaðan lauk hún einleikaraprófi vo-
rið 1985.
Nína Margrét hlaut styrk frá
breska sendiráðinu til framhalds-
náms í London 1985-1988 þar sem
kennarar hennar voru meðal ann-
arra Peter Feuchtwanger og Bem-
ard Oram, en hún hefur einnig no-
tið tilsagnar Edith Picht-Axenfeld,
Richard Langham Smith og Philip
Jenkins. Vorið 1988 lauk hún ein-
leikaraprófí, L.G.S.M., frá Guildhall
School of Music and Drama, og
síðastlið haust lauk hún M.A. prófi
í tónlist frá City University of Lon-
don og fjalla lokaritgerðir hennar
um íslenska píanótónlist og mikil-
vægi tónlistarkennslu í grunnskól-
um.
Nína Margrét hefur komið fram
Nína Margrét Grímsdóttir
á tónleikum bæði hérlendis og er-
lendis, meðal annars í Purcell Room
í London á síðasta ári, þar sem hún
lék með Áshildi Haraldsdóttur
flautuleikara.
Fæðingarheim-
ilið opið áfram
VEGNA fréttar um að hugsan-
lega yrði stofnuð fæðingardeild
við St. Jósepsspítala í Hafnar-
íírði, vill Guðjón Guðnason lækn-
ir Fæðingarheimilisins við
Eiríksgötu taka firam að heimilið
er ekki lokað og mun ekki Ioka.
„Það er alrangt að Fæðingar-
heimilinu verði lokað,“ sagði Guð-
jón. „Enn síður verður dregið úr
starfseminni en það hefur verið
ruglingur í gangi í nokkra mánuði
um að það standi til að loka heimil-
inu. Borgarstjórn leigði út tvær
hæðir í desember en málin standa
þannig núna að þeir læknar, sem
tóku hæðirnar á leigu, hafa fengið
skurðstofuna til afnota á fyrstu hæð
en sennilega fáum við eitthvað af
rúmunum á annarri hæð. Nú er til
dæmis allt fullt hjá okkur.“
Sagði Guðjón að auk þess hefði
verið ákveðið að hafa heimilið opið
í sumar en undanfarin ár hefur
þurft að loka yfir sumarmánuðina
vegan sumarleyfa.
Leiðrétting
Föstudaginn 2. marz birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Ragnhildi
Eggertsdóttur. Upphaf greinarinnar
féll niður í birtingu en það var svo-
hljóðandi: „Fyrir nokkru var mikið
fjallað um það í fjölmiðlum, að í
gangi væru umræður milli minni-
hlutaflokkanna í borgarstjórn um
það, hvort minnihlutinn ætti að bjóða
sameiginlega fram á móti Sjálfstæð-
isflokki í borgarstjórnarkosningun-
um í Reykjavík á komandi vori.“
Morgunblaðið biður höfund vel-
virðingar á þessum mistökum við
birtingu greinarinnar.