Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 19 skógplantna á hveiju ári. Skólarnir, Skógrækt ríksins og Skógræktarfélag íslands tækju höndum saman um gróðursetn- ingu þannig að hver grunnskóla- nemandi gæti að skólagöngu lok- inni séð marga hektara lands í heimabyggð sinni skipta um ásýnd. „Þeir nemendur vita hvers virði ræktun er,“ sagði Heimir og bætti við að varla væri til áhrifaríkari leið til að skapa nauð- synlega hugarfarsbreytingu með komandi kynslóðum. Samkvæmt drögum að skipu- lagsskrá sjóðsins er þess vænst að stjórn hans verði skipuð full- trúum Skógræktarfélags íslands, Skógræktar ríkisins, mennta- málaráðherra, kennarasamtaka og forseta íslands og mun sá stjórnarmaður gegna for- mennsku. Heimir sagði að sér hefði verið heimilað að tilkynna það að forseti hefði þegar valið Matthías Johannessen skáld sem sinn fulltrúa og hefði hann tekið verkið að sér. Árið 1990 verður gottár Svavar Gestsson menntamála- ráðherra kynnti því næst bréf, sem menntamálaráðuneytið sendi öllum skólastjórum grunnskól- anna þann 20. febrúar sl. í bréf- inu er annars vegar kynnt Land- græðsluátak 1990 en þar munu Skógræktarfélag íslands, Skóg- rækt ríkins, Landgræðsla ríkisins og landbúnaðarráðuneytið beita sér fyrir því að plantað verði einni og hálfri milljón plantna í friðað gróðursnautt land á 73 stöðum á landinu nú í vor, frá miðjum maí til júníloka. Menntamálaráðuney- tið beinir því til skólanna að þeir veiji að minnsta kosti einum kennsludegi til fræðslu um gildi gróðurverndar og tijáræktar á Islandi. Fjársöfnun til verkefnis- ins fer fram 27.-29. apríl. Hins vegar er í bréfinu kynntur afmælissjóður Vigdísar Finn- bogadóttur. Segir þar, að mennta- málaráðuneytið muni, ásamt kennarasamtökunum, Skógrækt- arfélagi íslands og Skógrækt ís- lands, beita sér fyrir að sjóðurinn komi að sem bestum notum. Ekki verði um að ræða gróðursetningu á vegum sjóðsins á árinu 1990 heldur taki hann við gróðursetn- ingarátakinu vorið 1991. Menntamálaráðherra skýrði jafnframt frá því, að í kringum 22. apríl, Dag jarðarinnar, yrði hrint af stað barnamenningará- taki, sem bera mun yfirskriftina Börnin skapa heiminn. Þar sagði menntamálaráðherra að ætti að tengja saman landið, listina og börnin í anda þeirra hugsjóna sem forseti íslands hefur æ og aftur brýnt fyrir íslendingum á undanf- örnum mánuðum, misserum og árum. Menntamálaráðherra þakkaði að endingu það framtak sem þarna var verið að kynna „Ég er sannfræður um að árið 1990 verður gott ár, þótt ekki sé nema vegna þess sem við höfum frétt hér í Listasafninu í dag,“ sagði Svavar Gestsson. Gróðursetning _ embættistákn Þá tók Hulda Valtýsdóttir for- maður Skógræktarfélags íslands til máls og sagði að forseti okkar hefði gert gróðursetningu tijá- plantna með aðstoð ungu kynslóð- arinnar í landinu, að embættis- tákni sínu. „Ég veit ekki hvort nokkur annar þjóðhöfðingi um víða veröld hefur valið betur,“ sagði Hulda. Hún sagði að þeir sem stæðu að Skógræktarfélagi íslands og aðildarfélögum þess hugusðu með tilhlökkun til komandi ára þegar þetta góða tækifæri gæfist til að efla skóg- og tijárækt í samvinnu við skólayfirvöld. „Það er gamall draumur sem nú er að rætast,“ sagði Hulda. Hún bætti við, að ekki væri ólíklegt að þetta framtak ætti eftir að vekja athygli víða og verða öðrum þjóðum fyrirmynd. En íslendingar yrðu að tryggja að árangur næðist með víðtækri þátttöku og vanda yrði til verks- ins. „Við verðum að gefa þeim, sem fylla flokk skólaæsku í dag, möguleika á því að geta litið til baka á fullorðinsárunum yfir svæði þakin öflugum gróðri, sem fékk að vaxa þegar þetta tæki- færi gafst. Það markmið hlýtur að vera nóg veganesti," sagði Hulda. Þrír ættliðir. niðja eins helsta forystumanns íslenskrar skóg- ræktar, Valtýs Stefánssonar rit- stjóra, þau Hulda Valtýsdóttir, dóttir hennar Kristín Gunnars- dóttir og dóttursonur, Gunnar Stefánsson, skrifuðu loks nöfn sín á heillaóskalista Yrkju. Athöfnin hófst með því að barnakór undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur söng íslensk lög og lyktaði henni einnig með söng þarnanna. Margir höfundanna í Yrkju vöru viðstaddir, auk ann- arra gesta, og mátti þar sjá ýmis kunnustu skáld landsins. A næstu dögum verður Islend- ingum gefinn kostur á að gerast áskrifendur að afmælisriti forseta Islands. Afmælisritið verður um 300 síður að stærð, og verð þess til áskrifenda 2.500 krónur. Rit- stjórar eru Njörður P. Njarðvík, Heimir Pálsson, Jónas Kristjáns- son og Sigríður Th. Erlendsdóttir. Bókina prýðir mynd af frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem Tryggvi Ólafsson listmálari málaði af þessu tilefni. Vorum á að giska 10- 15 mínútur í sjónum - segir skipsfélagi mannsins sem féll í höfhina á Olafsvík „FÉLAGA mínum varð fótaskort- ur þegar við vorum að fara um borð þarna um nóttina, og ég vissi ekki fyrr en liann var kominn í sjóinn milli báts og bryggju. Ég fór strax niður honum til hjálpar, og þarna vorum við á að giska 10-15 mínútur þar til lögreglan kom,“ sagði Jóhannes Jónsson skipverji á Dagfara, en þeim félög- um var bjargað úr höfninni á Oi- afsvík aðfaranótt sunnudags. „Þegar við komum á staðinn voru tveir menn I sjónum, og sá þriðji var langt kominn niður dekkjaröð sem hangir utaná bryggjunni. Við byijuð- um á því að kalla hann uppá bryggj- una, og þegar ljóst varð að ekki var hægt að ná mönnunum tveimur upp með hjálp snæris sem þeir höfðu flækt sig í, fór ég niður dekkjaröðina þeim til bjargar,“ sagði Adolf Steins- son lögreglumaður. Honum tókst síðan með snarræði sínu að koma reipi utan um þann manninn sem fyrr fór í sjóinn. Adolf, sem lenti sjálfur tvívegis á kaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar, var eftir þetta hjálpað upp. Jóhannesi var síðan bjargað upp á bryggjuna eftir að hann hafði komið á sig kaðli, og sagði Adolf að ekki væri gott að segja hvernig farið hefði, ef hann hefði ekki verið félaga sínum til hjálpar í sjónum þar til aðstoð barst. ÚTFLUTNINGUR Á SALTFISKI Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Þolir alveg próf að af- nema einkaleyfi SIF JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra sem er jafhframt staðgengill utanríkisráðherra til næsta föstudags, hefur tekið jákvætt undir óskir fiskútflytjenda sem biðja um leyfi utanríkisráðherra til þess að flylja út léttsaltaðan eða fullsaltaðan fisk með skipum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að hann hefði kynnt er- indi útflytjendanna og afstöðu sína á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un. Viðskiptaráðherra kvaðst vilja hafa samstarf sjávarútvegsráðu- neytisins og utanríkisráðuneytisins um lausn málsins, en vakti athygli á því að það væri að sjálfsögðu í valdi utanríkisviðskiptaráð- herra að leyfa útflutninginn og engar ákvarðanir yrðu teknar i þeim efiium fyrr en hann væri kominn heim. „Mér finnst að það þoli alveg próf, að afnema einkaleyfi SÍF á útflutningi á saltfisk,“ sagði við- skiptaráðherra og sagði það vera í samræmi við fyrri afstöðu sína í sambandi á útflutningi á freð- fiski. „Ég tel að þá hafi óttinn við frelsið reynst ástæðulaus og bendi á það að ýmsir af forystumönnum sjálfstæðismanna töluðu mjög harkalega gegn því þegar ég veitti ýmsum aðilum útflutningsheimild- ir, þar á meðal gjaldkera Sjálf- stæðisflokksins," sagði Jón. Jón átti í gærmorgun fund með allstórum hópi fiskútflytjenda og fiskverkenda, sem mótmæltu reglugerð sjávarútvegsráðherra frá sl. föstudegi, þar sem bann er lagt við útflutningi á flöttum og flökuðum ferskum fiski í öðrum flutningatækjum en flugvélum. „Þessir útflytjendur telja að reglu- gerðin þrengi þeirra hlut og banni þeim bjargir. Þeir biðja um út- flutningsleyfi fyrir sig á léttsöltuð- um eða fullsöltuðum fiski,“ sagði ráðherra. Viðskiptaráðherra sagði það vit- að mál að útflutningur á flöttum og flökuðum fiski, ósöltuðum, væri að hluta tilkominn vegna ákvæða í reglum Evrópubanda- lagsins, þar sem væri allhár tollur á sumum saltfiski, en lágur eða enginn á ferskum fiski. „Þessir útflytjendur telja að þeir hafi fundið nýja markaði sem ekki skarist við markaði SÍF,“ sagði Jón, en hann kvaðst ekki leggja dóm á það. „Eitt er víst að kjör þessara manna hafa raskast við þetta bann og grundvellinum er kippt undan rekstri þeirra í einu vetfangi,“ sagði ráðherra. Hann kvaðst því telja að ýmsar hliðar væru á þessu máli. „Þótt ég vilji virða vel viðleitni sjávarút- vegsráðherrans til þess að tryggja gæði íslenskrar útflutningsfram- leiðslu, þá fer það stundum svo að tvö æskileg markmið rekast á: athafnafrelsi annars vegar, og gæðaeftirlitið hins vegar,“ sagði Jón Sigurðsson. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Vill hafa samráð í ríkisstjórninni HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að vissu- lega sé það á valdi utanríkisviðskiptaráðherra að veita út- flytjendum léttsaltaðs eða fúllsaltaðs fisks leyfi, en sjávarút- vegsráðuneytið vilji hafa þar hönd í bagga og hann telji eðli- legt að um slík hagsmunamál íslendinga sé haft samráð í ríkis- stjórninni. „Við höfum sett reglugerð þar sem koma fram almennar kröfur að því er varðar þennan fisk sem fluttur hefur verið út flattur og ferskur, þar sem við teljum það ekki samrýmast viðurkenndum vinnsluaðferðum. Hveijir hafa heimild til þess að flytja út salt- aðan fisk er annað mál, sem er óþarfi að blanda saman við þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvort hann væri Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra sammála að rétt væri að afnema einkaleyfi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) til sölu á saltfiski, a.m.k. til reynslu. Sjávarútvegsráðherra sagðist ekki hafa myndað sér ákveðna skoðun í þeim efnum hvort tíma- bært væri að afnema einkaleyfí SÍF. „Ég tel að við höfum unnið okkur ákveðinn sess á hinum ýmsu mörkuðum og að það þurfi að fara varlega í breytingar. Ég tel að það sé algjör forsenda að gerðar séu sambærilegar kröfur til þeirra aðila sem standa í út- flutningi, en mér hefur fundist að þar skorti nokkuð á,“ sagði ráðherrann. „Ég tel að okkar útflutnings- mál séu það mikilvæg að rétt sé að hafa um þau samráð innan ríkisstjórnar, en það er rétt að þetta er á valdsviði utanríkisvið- skiptaráðherra,“ sagði Halldór, „en við í sjávarútvegsráðuneyt- inu teljum okkur hafa þar um að segja, að almennum skilyrð- um sé fullnægt að því er varðar eftirlit. Utflytjendur verða að standast þær kröfur sem Ríkis- mat sjávarafurða gerir til þeirra sem nú standa í útflutningi." Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF: Utflutningur flatts fersks físks skaðar markaði okkar MAGNÚS Gunnarsson, forsljóri Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda, segir einsýnt að bann við útflutningi á ferskum flöttum fiski hafi verið sett til að koma í veg fyrir að fluttur sé út fiskur frá íslandi þannig frá genginn að hann skemmist eða rýrni mjög að gæðum á leið á markað. Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leggja yrði áherslu á að á undanfórnum 18 mánuðum hefði verið fluttur út fiskur í þannig ástandi sem síðan hefði verið saltaður á meginlandi Evrópu og komið inn á markaðina sem íslensk- ur saltfiskur en verið af mjög vafasömum eða lélegum gæðum. „Það er ljóst að slík starfsemi stofnar markaði íslensks saltfísks í hættu,“ sagði Magnús. Magnús sagði að hafa yrði í huga að Evrópubandalagið hefði ákveðið einhliða 1986 að setja toll á saltfísk og saltfiskflök, 13% á flöttum físki og 20% á flökum, til þess að þrýsta á um að íslendingar veittu veiðiheimildir fyrir skip Evr- ópubandalagsins í íslenskri land- helgi. Hann benti einnig á að salt- fiskur er ekki með í bókun 6 (ekki var samið um saltfisk í tvíhliða samningum íslands og Evrópu- bandalagsins árið 1972). „Kaupendur þessarar vöru eru aðilar sem salta fiskinn og selja í samkeppni við íslenska saltfisk- framleiðendur,“ sagði Magnús og benti á að væntanleg saltfiskfram- leiðsla Islendinga í ár annaði vart þörfum hefðbundinna kaupenda , sem væri sanngjarnt að nytu for- gangs eftir áratuga viðskipti við Islendinga. „Rétt er að benda á að kaupendur á flöttum ferskum fiski eru fýrst og fremst, um þessar mundir, aðilar í Danmörku, Bret- landi og Hollandi, þar sem engin hefð er fyrir neyslu á saltfiski og því er allur þessi fískur ætlaður til sölu á hefðbundnum saltfískmörk- uðum Islendinga," sagði Magnús. Spurningunni um það hvort nú væri tímabært að afnema einka- leyfí SÍF til saltfisksölu svaraði Magnús á eftirfarandi hátt: „Það er rétt að benda á að saltfiskiðnað- urinn á undir högg að sækja í sam- keppni við tollverndaðan og styrkt- an saltfiskiðnað Evrópubandalags- ins. Mörg þeirra fyrirtækja sem nú eru í samkeppni við íslenskan salt- fískiðnað um hráefni eru á svæðum eins og Hirtshals þar sem bæjarfé- lögin styrkja fyrirtækin til að halda uppi_ atvinnu í byggðarlaginu. SÍF er augljóslega þymir í aug- um saltfiskframleiðenda innan Evr- ópubandalagsins. Það væri því lítill pólitískur styrkur í því að breyta fyrirkomulaginu áður en til samn- inga við Evrópubandalagið kemur.“ Magnús sagði að lokum að rétt gæti verið, væri það ósk framleið- enda sjálfra, að huga að breytingu á fyrirkomulagi saltfísksölu þegar íslenskur saltfiskiðnaður stæði jafnfætis samsvarandi fiskvinnslu innan Evrópubandalags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.