Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
Sovétríkin:
Reuter
Áhugasamir áhorfendur
/i/o/íslia-ökuþórum í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, þykir að vonum vænt um farkosti sína. Nú
ætla borgaryfirvöld að gera átak gegn óþrifnaði í borginni og felst meðal annars í því að öllum
slíkum farartækjum verður hent i Jakarta-flóa. Hér sést hvar ökumennirnir stíga upp á hina hand-
dregnu vagna sína til að geta fylgst með knattspyrnuleik.
Mikill stuðningur
við flölflokkakerfi
London, Ósló, Róm. Reuter.
MIKILL meirihluti Sovétmanna er hlynntur fjölflokkakerfi og
aðeins fáir trúa því, að kommúnistaflokkurinn verði enn við völd
eftir fimm ár. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem breskir
Qölmiðlar létu gera í Sovétríkjunum. Borís Jeltsín, sem kjörinn
var á þing í Sverdlovsk með um 80% atkvæða, sagði í Ósló í gær,
að hugsanlega byði hann sig fram sem forseta í Rússneska lýðveld-
inu.
Breska ríkisútvarpið, BBC, og
dagblaðið The Guardian fengu fé-
lagsvísindadeild sovésku vísinda-
akademíunnar til að annast skoð-
anakönnunina og leitaði hún álits
3.000 manna í Moskvu, Leníngrad,
Gorkíj, írkútsk, Alma Ata og Tall-
inn. Voru niðurstöðurnar meðal
annars þær, að Míkhaíl Gorbatsjov
forseti er manna vinsælastur, fékk
6,88 stig af tíu mögulegum, en á
hæla honum kom Borís Jeltsín
með 5,69. Harðlínumaðurinn Jeg-
or Lígatsjov fékk 2,67.
Nærri 80% þeirra, sem spurðir
voru, vildu koma á fjölflokkakerfi
í Sovétríkjunum og langflestir
töldu, að kommúnistaflokkurinn
yrði ekki lengur við völd en í fimm
Fyrirhugaðar firiðarviðræður ísraela og Palestínumanna í Kaíró:
Stj órnarslitum hótað fall-
ist Likud ekki á viðræður
Jerúsalem. Reuter. dpa.
ÁGREININGUR er nú risinn milli stjórnarflokkanna í ísrael um hvern-
ig eigi að standa að kosningum meðal Palestínumanna sem yrðu undan-
fari friðarviðræðna. Likudflokkurinn setti það skilyrði á mánudags-
kvöld að íbúar Austur-Jerúsalem fengju ekki að taka þátt í kosningun-
um. Verkamannaflokkurinn hótaði í gær stjórnarslitum ef Likud
breytti ekki afstöðu sinni innan sólarhrings.
Stefnt er að því að friðarviðræð-
umar verði í Kaíró í Egyptalandi og
heimta ísraelar að fulltrúar
Palestínumanna verði valdir með
kosningum á hemumdu svæðunum.
Markmiðið er að reyna að hindra að
í viðræðunefnd Palestínumanna
verði liðsmenn Frelsissamtaka Pa-
lestínumanna, PLO, en ísraelar telja
að samtökin séu hryðjuverkahreyf-
ing. Ljóst er að hörð andstaða er í
flokki Shamirs, Likud, við friðarvið-
ræðurnar í Egyptalandi. Bandaríkja-
menn hafa lagt til að haldnar verði
undirbúningsviðræður milli Pa-
lestínumanna og ísraela um skipulag
kosninga. Nú segir Verkamanna-
flokkurinn að Likud hafi hafnað
þeirri tillögu Bandaríkjamanna.
Ástæðan fyrir því að Likud vill
ekki að kosningar nái til Austur-
Jerúsalem er sú að flokkurinn telur
að það kynni að valda þeim misskiln-
ingi að ísrael sé reiðubúið að láta
borgarhlutann af hendi. Yitzhak
Shamir, forsætisráðherra ísraels,
hefur t.d. hvatt til þess að fleiri
gyðingar setjist að í Jerúslem, einn-
ig í austurhlutanum þar sem Pa-
lestínumenn eru í meirihluta. George
Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess
á laugardag að ísraelsstjóm kæmi
í veg fyrir að fleiri gyðingar settust
að í austurhlutanum og á vestur-
bakka Jórdan. Harðlínumenn í ísreal
brugðust ókvæða við og sögðu for-
setann reyna að beita ísraela þrýst-
ingi.
Teddy Kollek, borgarstjóri Jerú-
salem, varaði við því í gær að um-
Allt í eldhúsið frá BOSCH
mæli Bush gætu stefnt í voða til-
raunum Bandaríkjamanna til að
hafa milligöngu um fyrstu friðarvið-
ræður Palestínumanna og ísraela í
42 ár. „Eining Jerúsalem er bókstaf-
lega það eina sem allir ísraelar eru
sammála um að varðveita," sagði
Kollek. ísraelskir embættismenn
sögðu að ummæli Bush ættu sér
ekki fordæmi; áður hefðu Banda-
ríkjamenn ávallt gert greinarmun á
landnámi á hernumdu svæðunum og
búsetu gyðinga í Austur-Jerúsalem.
Um 70.000 gyðingar hafa sest
að á hernumdu svæðunum frá því
ísraelar náðu þeim og Austur-Jerú-
salem á sitt vald 1967 og segja
embættismenn að um tíundi hluti
innflytjenda, sem nú streyma til
landsins frá Sovétríkjunum, setjist
að í Jerúsalem. Ekki er vitað hve
margir þeirra velja austurhluta borg-
arinnar.
Á föstudag tilkynntu ísraelsk yfir-
völd að frásagnir fréttamanna af
innflytjendum frá Sovétríkjunum
yrðu framvegis ritskoðaðar. Sagt var
á sunnudag að þetta væri gert vegna
hótana ýmissa hryðjuverkasamtaka,
í sumum tilvikum palestínskra, gegn
innflytjendum.
Reuter
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, yfirgefúr fund
Likudflokksins þar sem ákveðið
var að útiloka Palestínumenn í
Austur-Jerúsalem frá kosning-
um.
ár. Um helmingur manna sagði,
að lífskjörin hefðu versnað á
síðustu fimm árum og aðeins 30%
bjuggust við, að þau bötnuðu á
næstu árum.
Borís Jeltsín, sem er nú að
kynna nýútkomnar endurminning-
ar sínar á Vesturlöndum, sagði í
gær í Ósló, að yrði það niðurstað-
an úr kosningunum um síðustu
helgi og endurkosningum, að um-
bótasinnar fengju helming sæ-
tanna, myndi hann bjóða sig fram
til forseta í Rússneska lýðveldinu.
I endurminningum sínum fer
Jeltsín hörðum orðum um leiðtoga
Sovétríkjanna fyrr og síðar og
segir, að „kerfið“ hatist út í hann.
Nefnir hann sem dæmi frásagnir
af því þegar stökk af brú út í
Moskvufljót í október sl. og segir,
að hann hafi ekki átt annars kosts
vegna bifreiðar, sem stefndi á
hann. Síðan hafi þeirri sögu verið
komið á kreik, að hann hafi verið
drukkinn. Þá hafi sögur um
drykkjuskap hans í Ameríkuferð-
inni einnig verið uppspuni.
Um Andrei heitinn Gromyko
forseta segir Jeltsín, að hann hafi
„virst vera tii. Hann starfaði að
mörgu, hitti fólk og hélt ræður en
samt varð hann aldrei nokkrum
manni að liði“. Míkhaíl Gorbatsjov,
forseta Sovétríkjanna, lýsir hann
sem meistara meðalmennskunnar,
sem lifi í þeirri blekkingu, að per-
estrojkan, umbótastefnan, hafi
komið einhveiju áleiðis.
Jelena Bonner, ekkja friðar-
verðlaunahafans Andreis Sak-
harovs, sagði í Róm í gær, að
Gorbatsjovs yrði hugsanlega frem-
ur minnst fyrir þjóðarmorð en
umbætur í landi sínu. Kvaðst hún
óttast, að deilur Azera og Armena
kynnu að leiða til hörmunga á
borð við ofsóknir Tyrkja á hendur
Armenum árið 1915 en þá var
hálf önnur milljón Armena drepin.
Gísladeilan í Beirút:
Iranir and-
vígir viðræð-
um við Banda-
ríkjamenn
g JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 8undaborg 13-104 Reykjavík - Síim 688 588
Suður-Afríka:
Neyðarástand í Ciskei
Bisho. Reuter.
Suður-afríkustjórn skýrði frá því í gær að nýju valdhafarnir í heima-
stjórnarlandinu Ciskei hefðu lýst yfir neyðarástandi í landinu. Óöldin
þar eftir sljórnarbyltinguna um helgina olli miklu eigna- og mann-
tjóni. Tugþúsundir manna misstu atvinnuna vegna árása drukkinna
óeirðaseggja á fyrirtæki, sem tengdust fyrri valdhöfum landsins, og
um tuttugu manns biðu bana.
Felmtri slegnir íbúar Ciskei skoð-
uðu í gær brunarústir skrifstofa,
verslana og verksmiðja, sem óeirða-
seggirnir eyðilögðu eftir' að herinn
hafði bylt stjóm Lennox Sebe, fyrr-
um forseta landsins. Allt atvinnulíf
var lamað. Starfsemi lá enn niðri í
tugum fyrirtækja og skóla, sem ekki
urðu fyrir skemmdum í óeirðunum,
og íkveikjur héldu áfram. Herfor-
ingjastjórnin, sem tekið hefur við
völdunum, viðurkennir að tjónið, sem
mun hafa numið tíu milljónum randa
(250 milljónum ísl. kr.) hafi verið
meira en búist var við. „Stjórn Sebe
hefur verið steypt en það er lítið
gagn að því þar sem að foreldrar
okkar hafa misst vinnuna," sagði
ungmenni í bænum Mdantsane.
Afríska þjóðarráðið (ANC), sem
berst gegn aðskilnaðarstefnu suður-
afrískra stjórnvalda, fagnaði falli
Sebe, en talsmaður framkvæmda-
nefndar samtakanna, Aziz Pahad,
sagði að óöldinni yrði að ljúka. Sam-
tökin segja að Sebe hafi verið
strengjabrúða suður-afrískra stjóm-
valda.
Beirút. Reuter.
HÁTTSETTUR írani sagði í
gær að leiðtogar landsins væru
mótfallnir því að hefja beinar
viðræður við bandarísk stjórn-
völd um lausn bandarískra gísla
í Líbanon. Hann taldi langt í
Iand að gisladeilan leystist.
Heimildir í Beirút í Líbanon
hermdu í gær að samningaviðræð-
ur um Iausn gíslamálsins væru vel
á veg komnar og bandaríski frétta-
maðurinn Terry Anderson kynni
að verða iátinn laus 16. mars nk.,
en þá verða liðin fimm ár frá því
honum var rænt. íranski embætt-
ismaðurinn sagði hins vegar að
engar viðræður væru í gangi. Af
hálfu Bandaríkjastjórnar var hins
vegar sagt í gær að talsverð sam-
skipti hefðu átt sér stað að undanf-
örnu við aðila gísladeilunnar á bak
við tjöldin. Ástæðulaust væri þó
að búast við því að 17 vestrænir
menn sem væru í haldi mannræn-
•ingja yrði sleppt á næstunni.