Morgunblaðið - 07.03.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
25
Athugasemd frá Sambandinu:
Náinn samstarfssamningur
forsenda hlutaQáraukningar
Morgunblaðinu hefiir borist eftirfarandi athugasemd frá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, vegna fréttar sem var í blaðinu í gær um
viðskipti Miklagarðs og Verslunardeildar þar sem meðal annars kom
fram að Sambandsstjórn hafi ekki viljað staðfesta hlutaQárloforð
forstjóra Sambandsins:
í „Samkomulagi um verslunar-
mál“ sem undirritað var 31. janúár
sl. af Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra
Sambandsins, Ólafi _ Sverrissyni,
stjórnarformanni, og Ólafi Friðriks-
syni, framkvæmdastjóra Verslunar-
deildar, fyrir hönd Sambandsins
annars vegar, og Þresti Ólafssyni,
framkvæmdastjóra KRON, Atla
Gíslasyni, stjórnarformanni KRON,
og Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnar-
manni í KRON, hins vegar, segir
m.a.:
„Fulltrúar KRON og Sambands-
Myndbanda-
kvöld hjá
Amnesty
ÍSLANDSDEILD Amnesty
International gengst fyrir
myndbandakvöldi í Hlað-
varpanum í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20.30.
Sýnd verða nokkur mynd-
bönd sem Amnesty hefur gefið
út. Meðal annars verður sýnd
kynning á starfsemi aðalskrif-
stofunnar í London. „The next
step“, sem sýnir hrylling dauð-
arefsinga og myndband um
ástandið í Perú. Mun fólki síðan
gefast kostur á að taka þátt í
alþjóðlegri Perú-herferð Am-
nesty International, sem stend-
ur nú yfir. Dreift verður bréfum
á spænsku, ásamt þýðingu til
þeirra sem óska þess. Einnig
verður sýnd mynd frá Alþjóða-
þingi Amnesty sem haldið var
í Dublin síðastliðið haust.
Eftir sýningu myndanna
verða málin rædd yfir kaffiveit-
ingum.
ins eru sammála því meginmark-
miði að beina rekstri smásölu
KRON og heildsölu Sambandsins í
einn farveg... Til þess að ná þessu
markmiði skal rekin öflug og hag-
kvæm heildsala innan Sambandsins
en Mikligarður hf. sjái um smásöl-
una og verði rekin sem sjálfstæð
rekstrareining. Gerður verði náinn
samstarfssamningur sem leitt geti
til sameiningar Verslunardeildar og
Miklagarðs hf.“
Þá segir að til þess að ná þessu
markmiði séu fulltrúar framan-
greindra félagssamtaka sammála
um atriði, sem m.a. fela í sér að
Mikligarður hf. yfirtaki rekstur
KRON og að hlutafé í Miklagarði
hf. verði aukið hið fyrsta um allt
að 200 milljónir kr. „Samkomulag
er um að Sambandið eða samstarfs-
félög þess leggi fram 102,1 millj.
kr. og í framhaldi af því verði haf-
ist handa um víðtæka hlutafjársöfn-
un sem lokið skal eigi síðar en 31.
mars nk.“
Forsendan fyrir hlutafjáraukn-
ingu Sambandsins er sú að „náinn
samstarfssamningur" vetði gerður,
sem „leitt geti til sameiningar
Verslunardeildar og Miklagarðs
hf.“ eins og fram kemur í inngangi
samkomulagsins. Skipaðir voru
fjórir rnenn til að vinna að þessum
samstarfssamningi, tveir frá hvor-
um aðila: Ólafur Friðriksson og
Hörður Gunnarsson, fjármálastjóri
Verslunardeildar, frá Sambandinu,
og Þröstur Ólafsson og Örn Ingólfs-
son, ijármálastjóri, frá KRON.
Þegar þetta mál kom til umræðu
á stjórnarfundi Sambandsins 3. og
4. mars sl. lá fyrir að ekki hafði
tekist samkomulag um þennan
samstarfssamning. Sambands-
stjórn samþykkti því, að þar sem
hann lægi ekki fyrir væri málinu
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
6. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 85,00 66,00 80,77 6,012 485.578
Þorskur(óst) 89,00 69,00 83,33 1,511 125.913
Ýsa 137,00 125,00 131,85 3,765 496.401
Ýsa(ósl.) 132,00 50,00 121,52 3,884 471.975
Ufsi 35,00 35,00 35,00 0,237 8.295
Steinbítur 45,00 45,00 45,00 0,015 653
Steinbítur(ósk) 54,00 45,00 53,01 2,516
133.380
Lúða 410,00 185,00 380,11 0,045 17.105
Rauðmagi 90,00 71,00 81,45 0,089 7.208
Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,024 1.680
Gellur 190,00 185,00 188,40 0,047 8.855
Samtals 96,84 18,144 1.757.043
Í dag verður meðal annars selt úr Stakkavík ÁR og Klettsvík VE.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 80,00 52,00 71,44 7,648 546.340
Þorskur(ósL) 81,00 30,00 50,05 3,057 152.991
Ýsa 150,00 89,00 115,17 6,376 734.330
Ýsa(ósl.) 149,00 71,00 139,38 6,700 . 933.858
Karfi 39,00 33,00 35,90 0,314 11.274
Ufsi 51,00 49,00 50,11 12,459 624.363
Hlýri+steinb. 50,00 31,00 38,47 0,454 17.457
Langa 63,00 58,00 63,00 1,590 100.157
Lúða 400,00 305,00 356,52 0,237 84.495
Skarkoli 39,00 39,00 39,00 0,013 507
Keila 32,00 32,00 32,00 0,399 12.768
Skata 85,00 5,00 25,00 0,068 1.700
Skötuselur 250,00 250,00 250,00 0,056 14.000
Rauðmagi •95,00 80,00 87,20 0,483 42.120
Samtals 82,01 39,906 3.272.595
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 104,00 50,00 75,85' 92,091 6.984.800
Þorskur(dbt) 43,00 40,00 41,01 16,005 656.389
Ýsa 146,00 66,00 109,79 10,897 1.196.389
Karfi 50,00 15,00 18,14 0,616 11.177
Ufsi 32,00 20,00 27,84 19,700 548.501
Steinbítur 47,00 24,00 42,06 11,233 472.423
Langa 39,00 39,00 39,00 0,113 4.407
Lúða 476,00 150,00 357,30 0,089 31.800
Skarkoli 63,00 27,00 51,13 0,620 31.700
Keila 26,00 26,00 26,00 0,019 494
Rauðmagi 90,00 60,00 84,27 0,194 16.348
Hrogn 218,00 218,00 218,00 0,249 > 54.282
Samtals 65,88 152,525 10.049.051
I dag verða meðal annars seld 30-35 tonn af karfa úr Gnúpi GK.
vísað til framkvæmdastjórnar til
afgreiðslu, þegar sá samningur lægi
fyrir.
Það er því rangt til orða tekið
að forstjóri Sambandsins hafi gefið
einhver hlutaijárloforð einn og sér,
sem Sambandsstjórn hafi ekki viljað
staðfesta. Það er eðlilegt að stjórn-
endur Sambandsins vilji sjá slíkan
samstarfssamning áður en stórauk-
ið hlutafé er reitt af hendi. Það er
rangt gi-eint frá því hverjir hafi
verið í umræðunefnd um samstarfs-
samninginn, en þeir sem' nefndir
eru í fréttinni sitja í nefnd sem vinn-
ur að almennum skipulagsmálum
Sambandsins. í síðasta lagi hlýtur
að teljast vafasamt að segja, að
„stjórnendur Miklagarðs hf. líta á
þessi skilyrði Sambandsstjórnar
sem þvingunaraðgerðir", þar sem
Sambandið á 36% í Miídagarði,
hefur þar fulltrúa í stjórn ásamt
Kaupfélagi Kjalarnesþings og
KRON.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Dufl í vörpu
Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK kom inn til Hafnaríjarðar á sunnnu-
dagsmorgun með sprengidufl sem komið hafði í vörpu togarans. Sprengj-
usérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til. Þeir fluttu duflið
suður í Hafanarfjarrðarhraun og þar var því eytt. Myndin sýnir duflið
komið frá borði Hrafns Sveinbjarnarsonar og á hafnarbakkann.
VMSÍ um starfshætti Aflamiðlunar:
Náist ekki samkomulag fer
Mltrúi VMSÍ úr stjórninni
MORGUNBLAÐINU heftir borist
Verkamannasambandi íslands.
„Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands lýsir undrun
sinni á málatilbúnaði í sambandi við
stjóm Aflamiðlunar.
Stjórnin er skipuð af ráðherra ut-
anríkisviðskipta, 4 eftir ábendingu
frá hagsmunaaðilum og samkomulag
varð síðan um formann stjórnarinnar
og 'því treyst að hann kæmi ekki
fram sem fulltrúi neins hagsmunaað-
ilans heldur að hann legði áherslu á
að ná samkomulagi um alla af-
greiðslu mála.
Þegar daginn eftir að stjómin er
skipuð kom í fjölmiðlum sú frétt,
höfð eftir Sveini Hjartarsyni hag-
fræðingi LÍÚ, að LÍÚ ætti tvo full-
trúa í stjórninni og þrátt fyrir að
þessari frétt væri mótmælt af ráð-
herra og formanni VMSÍ, kom engin
athugasemd frá formanninum, Sig- •
urbirni Svavarssyni.
Fulltrúi VMSÍ óg stjórn hefur alla
tíð lagt áherslu á að Aflamiðlun
væri óháð, með eigin skrifstofu og
eftlrfarandi fréttatilkynning frá
starfslið, en sú starfsemi spm hún á
að annast var áður hjá LÍÚ og ut-
anríkisráðuneytinu. LIÚ gerði kröfu
til þess að starfsemin sé öll hjá LIÚ
og starfsmenn eingöngu þaðan. Full-
trúi VMSÍ lýsti yfir að hann gæti
samþykkt ráðningu Vilhjálms Vil-
hjálmssonar starfsmanns LÍÚ enda
kæmi annar starfsmaður úr annarri
átt.
Þegar sýnt var að ekki náðist sam-
komulag um þessa skipan óskaði
fulltrúi VMSÍ eftir því sl. mánudag,
5. þ.m. að fundi sem halda átti
síðdegis þann dag yrði frestað og
tíminn notaður til að finna lausn sem
samkomulag gæti orðið um.
Þrátt fyrir fyrirheit um frestun
fundar kom í Morgunblaðinu í morg-
un frétt frá hinum „hlutlausa odda-
manni“ um að stjómin hefði sam-
þykkt_ að Aflamiðlun yrði til húsa
hjá LÍÚ í 3 mánuði til reynslu og
að starfslið yrði frá LÍÚ.
Af þessu tilefni vill VMSÍ tak
fram:
1. Formaður brýtur samkomula;
um að fresta fundi til nk. mánudags.
2. Formaður ákveður að starfsli
LIÚ skuli annast starfsemi Aflamiði
unar næstu 3 mánuði.
Hér starfar hlutlaus og sanngjar.
oddamaður!!!
VMSÍ leggur mikla áherslu é s
Aflamiðlun komist á og hefur reyn
að leggja sig fram til að ná sam
komulagi um málið, enda er um a
ræða brennandi hagsmunamál fisk
vinnslufólks í landinu sem hundruc
um saman gengur atvinnulaust.
VMSÍ mun bíða næsta funda
stjómar Aflamiðlunar nk. mánudai
þrátt fyrir furðuleg vinnubrögð forn
stjórnarinnar og halda áfram a<
leggja sig fram um að ná samkomu
lagi um þetta þýðingarmikla mál. .
Náist hins vegar ekki samkomulaí
fyrir þann tíma lítur VMSÍ svo á a
stjóm Aflamiðlunar lúti hagsmunun
eins aðila og mun þá draga fulltrú:
sinn út úr stjórninni.
■ MAGNÚS Gunnarsson varð
efstur með 7 vinninga á Skákþingi
Selfoss 1990, sem lauk 28. febrúar
síðastliðinn. Tefldar voru sjö um-
ferðir eftir Monrad kerfi.
í öðru sæti varð Guðmundur Búa-
son með 5 vinninga og í þriðja til
sjötta sæti urðu Hjalti Glúmsson,
Úlfhéðinn Sigmundsson, Sigurður
Sólmundarson og Stefán Oddsson
með 4 '/2 vinning hver. Þátttakend-
ur í mótinu voru tuttugu og tveir.
Hraðskákmeistaramót Selfoss
verður haldið miðvikudaginn 7.
mars og hefst kl. 20. Teflt er á
Hótel Selfossi.
■ ÍÞRÓTTAMÓTI Háskóla ís-
lands, sem staðið hefur yfir frá 24.
febrúar, lýkur á næstkomandi
fimmtudag með Íþróttahátíð Há-
skólans. Þar verða leiknir úrslita-
leikir í viðamestu keppnisgreinum
mótsins, og á milli greina slegið á
létta strengi.
I frétt frá framkvæmdaraðilum
mótsins segir að slík mót hafi verið
haldin áður, en þó ekki reglulega.
Það er félag viðskiptafræðinema,
Mágus, sem annast framkvæmd
mötsins að þessu sinni.
Auk úrslitaleikja í aðalgreinum
Iþróttamótsins, handbolta, körfu-
bolta og fótbolta verða sem fyrr
segir ýmsar gamansamar uppá-
komur á dagskrá hátíðarinnar. Má
þar nefna kappleik tveggja önd-
verðra fylkinga Háskólamanna,
Vöku og Röskvu, og handbolta-
leiks þar sem úrval háskólapilta
með kunna handknattleiksmenn í
broddi fylkingar, mun leiða saman
hesta sinna við lið Vals B. í tilefni
hátíðarinnar hefur háskólanemum
verið gefið frí eftir hádegi á fimmtu-
dag.
■ ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra í
Reykjavík verður með kynningu á
íþróttagreinum sem iðkaðar eru hjá
félaginu á heilsuviku Kringlunnar
2.—17. mars. Bogfimi verður kynnt
föstudaginn 2. mars kl. 10.30—
19.30 og laugardaginn 3. mars kl.
11.30—16.00. Borðtennis verður
kynnt fimmtudaginn 15. mars kl.
16—18. Boccia verður kynnt laug-
ardaginn 17. mars kl. 14—16.
■ HÓPUR 20 arkitekta hefur
skorað á stjórn Arkitektafélags
íslands að halda opinn fund um
fyrirhugaðar breytingar á Þjóð-
leikhúsinu og verður fundurinn í
Hugvísindahúsi Háskólans Odda
fímmtudaginn 8. mars kl. 20.30. Á
fundinum mun byggingarnefnd
Þjóðleikhússins og húsameistari
ríkisins útskýra fyrirhugaðar breyt-
ingar og verða fyrir svörum. Arki-
tektarnir eru ósáttir við þá ákvörð-
un að breyta sal og anddyri Þjóð-
leikhússins og telja að skýringar
byggingarnefndarinnar sem fram
hafa komið í fjölmiðlum hafí gefið
takmarkaða og ófullnægjandi myn-'
af fyrirhuguðum breytingum. Ekl
hafi gefíst nægilegur tími til a>
ræða svo afdrifaríkar framkvæmd
ir. Búið sé að ákveða að flana út
skemmdarverk á einu helsta bygg-
ingarlistaverki þjóðarinnar án sýni
legra ástæðna og án þess að a)
menningur hafi verið nægilega upp
lýstur um málið.
■ ORATOR, félag laganem:
gengst fyrir málþingi í stofu 101
Lögbergi, húsi Lagadeildar, mic
vikudaginn 7. mars kl. 20. Ræt
verður um ókeypis lögfræðiaðsto
fyrir almenning. Frummælendu’
verða Björn Þ. Guðmundssoi
prófessor, Atli Gíslason hrl., Inp-
ólfur Hjartarson hdl. og Kristjái
G. Valdimarsson laganemi.
■ I.T.C. deildin Korpa, Mosfelb
bæ, heldur fund í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20 stundvíslega ,
Hlégarði. Allir velkomnir. Upplýs-
ingar gefur Guðrún í sífna 666221
og Sara í síma 666391.
■ / TILEFNI af sýningu myndar
Stöðvar 2 um sjálfsvíg í dag, mið-
vikudaginn 7. mars kl. 21, munu
Samtök um sorg og sorgarvið-
brögð bjóða upp á kyrrðarsamveru
í Laugarneskirkju eftir sýningu
myndarinnar. Samveran hefst kl.
22.30 og munu sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson og sr. Bragi Skúla-
son leiða stundina.