Morgunblaðið - 07.03.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 07.03.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 ATVINNUA I ■! YSINGAR 2. stýrimann vantar nú þegar á Stokksnes SF-89. Þarf að geta leyst 1. stýrimann af. Upplýsingar í síma 97-81818 á skrifstofutíma. Sölumaður - markaðsfulltrúi Óskum eftir harðduglegum og samviskusöm- um vinnuþjarki til að annast sölu á fram- leiðsluvörum, fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa bifreið til umráða. Upplýsingar í síma 628489. W Kerfisforritari á tæknisviði Laus er til umsóknar staða kerfisforritara á tæknisviði. Helstu verkefni: Kerfisforritari annast í samvinnu við aðra innsetningu, aðlögun og stillingu á netstýri- kerfum fyrir stærsta og umfangsmesta tölvu- net landsins og tekur þátt í að greina vanda- mál, og leita lausna á þeim. Ennfremur veitir hann tæknilega ráðgjöf. Hæfniskröfur: Kerfisforritari skal hafa háskólamenntun í raungreinum, svo sem tölvunarfræði, raf- magnsverkfræði eða tæknifræði eða aðra sambærilega menntun eða starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir Douglas Brotchie, framkvæmdastjóri tæknisviðs. Umsóknum skal skila til SKÝRR fyrir 17. mars á umsóknareyðublöðum sem þar eru hjá starfsmannastjóra eða í afgreiðslu SKÝRR. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskast til starfa til Bolungarvík- ur frá 1. maí eða síðar. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur sjúkraþjálfari í símum 94-7147 0g 94-7470. Ýtumenn Óskum að ráða vana ýtumenn til starfa á Grænlandi á tímabilinu júní-október 1990. Upplýsingar á skrifstofu okkar í Skúlatúni 4, sími 622700. ÍSTAK Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar stöður heilsugæslu- lækna sem hér segir: 1. Fáskrúðsfjörður H1, ein læknisstaða frá og með 1. júlí nk. 2. Patreksfjörður H2, tvær læknisstöður frá og með 1. maí nk. 3. Stykkishólmur H2, ein læknisstaða frá og með 1. maí nk. 4. Flateyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. júní nk. eða eftir samkomulagi. 5. Þingeyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. 6. Þórshöfn H1, ein læknisstaða frá og með 1. júní nk. eða eftir samkomulagi. 7. Siglufjörður H2, ein læknisstaða frá og með 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist ráðu- neytinu fyrir 26. mars 1990 á sérstökum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilis- lækningum. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir ráðu- neytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið 26. febrúar 1990. Þroskaþjálfar - starfsmenn Eftirtaldar stöður í Lækjarási eru lausar til umsóknar. 1. Stöður deildarþroskaþjálfa. Stöðurnar veitast frá 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi. Möguleikar eru á barna- heimilisplássi fyrir börn 2ja-6 ára. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. 2. Stöður meðferðarfulltrúa (ófaglærðra starfsmanna). Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um framtíðarstörf er að ræða. Umsóknareyðublöð liggja frammi á stofnun- inni, Stjörnugróf 7, og þar eru einnig veittar nánari upplýsingar í síma 39944 milli kl. 10.00 og 16.00 virka daga. Sölustarf - vönduð vinnubrögð Vilt þú taka þátt í sölu og markaðsmálum nýrra ritverka með mikla sölumögleika? Einn- ig verða boðin þekkt ritverk. Starfið getur hvort sem er verið aðal- eða aukavinna við- komandi. Nauðsynlegt er að hafa bifreið til afnota. Við leitum að traustu og áreiðanlegu sölu- fólki, sem getur unnið markvisst og skipu- lega. Há sölulaun eru í boði, auk þess sem boðið verður uppá námskeið í nútíma sölu- tækni. Hafðu samband við markaðsstjóra okkar í dag og næstu daga milli 10.00 og 12.00. ÖRN OG Yi'& ORLYGUR Síðumúla 11, sími84796. TIL SÖLU Veitingastaður Til sölu mjög vandaður veitingastaður á sér- sviði í miðborginni. Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Miðbær-8070“. GRANDIHF Tilboð óskast í eftirfarandi notaða hluti: - Indar rafmótor 550 hö., 380 v., 1.480 sn. - Bazan Man díselvél 225 hö., 1.000 sn. - AEG rafall 380 v., 185 kVA, 1.000 sn. - Sjávarísvélar, framleiðandi Stálver, afköst 6,7 tonn. - Lóðréttur plötufrystir Kværner KKV-4. - Lóðrétt stigaband, lyftihæð 105 sm. - Lóðrétt stigaband, lyftihæð 175 sm. - Fiskþvottakar. - Rafmótorar og niðurfærslugírar. - Astik botnstykkisbúnaður SK3. - Astik SB2. - Ýmsir varahlutir í Wichmann AX ásamt Frank Mohn dælugír, nýuppgerður. Upplýsingar í síma 622641. Tilboðum skal skila til tæknideildar Granda hf., Norðurgarði. BATAR-SKIP Rækja - fiskur Óska eftir skiptum á 120 tonnum af rækju fyrir fisk. Upplýsingar í síma 97-81265. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Sjálfstæðishúsið hf., Siglufirði Hér með er boðað til aðalfundar í hlutafélag- inu Sjálfstæðishúsið hf., Siglufirði. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishús- inu, Grundargötu 11, Siglufirði, þriðjudaginn 14. mars 1990 kl. 17.30. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv! 14. gr. hlutafélagsins. 2. Framtíðaráform v/rekstrar- og eignar- halds hússins. 3. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi til skoðun- ar hjá Ola J. Blöndal. Stjórnin. GIGTARFÉLAG ÍSLANDS ÁRMÚLI 5 - 105 REYKJAVÍK Slmi: 91-30760 Aðalfundur Gigtarfélags íslands árið 1990 verður haldinn laugardaginn 10. mars nk. kl. 14.00 í sal Hjúkrunarfélags íslands á Suðurlandsbraut 22, inngangur bakvið, (lyfta). Að loknum aðal- fundarstörfum mun Jón Þorsteinsson, lækn- ir, Þóra Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Anna Sveinbjörnsdóttir, iðjuþjálfi og Erna Jóna Arnþórsdóttir, sjúkraþjálfari, segja frá norrænu þingi heilbrigðisstétta í Kaup- mannahöfn í nóvember 1989. Á fundinum verða seldar kaffiveitingar. Stjórnin. A TVINNUFiUSNÆÐI Verslunarhúsnæði á Laugaveginum Óska eftir að taka á leigu verslunarhús- næði, jarðhæð, á Laugaveginum. Upplýsingar í símum 25037 og 31016.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.