Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
31
Grein og myndir:
Kristinn Benediktsson
ur á firði með fullfermi af loðnu sem
fékkst út af Stafnnesinu. Undan-
farna daga hafði verið lögð aðal-
áhersla á að ná sem mestu í fryst-
ingu og höfðu Háberg GK og
Sunnuberg GK skipst á að koma
með slatta til Grindavíkur þar sem
loðnunni var landað á vörubíla og
ekið í öll frystihús á Suðurnesjum
og allt til Reykjavíkur.
„Þetta er harður slagur. Japanir
eru svo duttlungafullir. Einn vill
vinna loðnu sem annar eftirlitsmað-
ur vill ekki sjá. Sumir sjá átu þar
sem aðrir sjá enga í sömu loðnu svo
það er erfitt að gera þeim til hæf-
is. Við höfum ekki heyrt hvernig
nýtingin er hjá okkur en hún má
ekki fara niður fyrir 20%,“ segir
Sveinn.
Eftir tvö köst á torfu sem Sveinn
fann skammt frá aðaltorfunni er
báturinn orðinn vel siginn og senni-
lega vantar aðeins 50 tonn til að
fylla. Fyrra kastið reyndist um 350
tonn og það seinna um 250 tonn
en alls getur hann borið 650 tonn.
„Nú á að fylla því búið er að loka
á frystinguna," segir Sveinn og sigl-
um við annað hvort til Vopnaijarðar
eða Raufarhafnar með aflann í
bræðslu til að verksmiðjan í
Grindavík geti unnið upp áður en
byrjað verður að taka á móti til
hrognafrystingar.
Nú hafa Sunnuberg GK og ísleif-
ur VE bæst í hópinn og er allur
flotinn að snúast á smábletti. Sann-
arlega þröng á þingi. Nú á að kasta
aftur og freista þess að fá lítið
kast til að fylla.
Torfan stendur á 28 föðmum.
„Lago,“ æpir karlinn og Snorri
öskrar skipunina út um gluggann.
Kastháfurinn fer ekki aftur af.
Strákarnir baksa við að lyfta honum
út fyrir lunninguna og koma honum
fyrir borð.
Karlinn blótar ferlega í brúnni.
Nótin rennur loks aftur af. Dýr-
mætt andartak er farið forgörðum
svo kastið misheppnast.
Sveinn er þó að vona að torfan
sé enn undir og kastið lukkist.
Snorri fylgist með sökkmælinum.
„Hvernig sekkur?“ spyr Sveinn.
„Sekkur hægt,“ svarar Snorri.
„Uss, Uss,“ segir þá Sveinn og
hallar sér út um brúargluggann og
kallar fram á að slaka vírnum.
„Heyrðu, nú er eitthvað að koma
undir alveg upp við bát,“ segir
Sveinn við einn skipstjórann í tal-
stöðinni.
„Hún er að synda inn hjá þér,“
svarar hinn.
ísleifur VE rennir sér fyrir aftan
okkur og kastar.
„Helvíti, við getum ekki treyst
þessu. Þetta er gras,“ segir Sveinn
við Snorra.
„Við hljótum að fá 50 tonn þó
við látum rétt sökkva," segir
Sveinn. „Ég held að það sé einhver
punktur inni í nótinni," bætir hann
við.
Sunnubergið GK er að dæla 300
tonnum skammt frá okkur. Bátarn-
ir eru margir orðnir vel signir.
Víkurbergið GK hringsólar nú um
flotann og segir Reynir skipstjóri
að besta lóðningin sé á milli Há-
bergs GK og ísleifs VE.
Nu er snurpað en nótin reynist
tóm. Sveinn krossbölvar og segir
Snorra að gera klárt fyrir enn eitt
kast.
„Það eru ekki alltaf jólin,“ segir
hann. Guðmundur VE náði ekki
heldur að fylla.
„Víkingur-IIilmir," er nú kallað
í talstöðina. „Hvar eru skipin að
fiska í dag,“ kallar skipstjórinn á
Víkingi.
„Það er nú misjafnt fiskiríið," er
svarað, „en flotinn er hér út af
Reykjanesi. Þú ferð ekki framhjá
honum án þess að verða hans var.“
Loðnuslagurinn heldur áfram.
Hábergið GK fyllti sig í næsta kasti
og gaf Guðmundi VE það sem eftir
var í nótinni, um eitt hundrað tonn,
og nægði það til að fylla hjá honum.
Þeir þökkuðu pent fyrir sig og
þar með kvöddu bæði skipin flotann
og settu á fulla ferð austur á land.
- Kr.Ben.
- --------------------------------------
Jóhann H.Ellerts-
son - Mhmíngarorð
Fæddur 4. júlí 1960
Dáinn 22. janúar 1990
Elskulegur bróðir okkar, Jóhann
Halldór Ellertsson, lést í Washing-
ton DC 22. janúar 1990, aðeins 29
ára að aldri, eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu.
A stuttum lífsferli okkar systkina
í föðurhúsum er okkur ljúft að
minnast hans, sérstaklega vegna
blíðu hans og hins sérstaka lundar-
fars, ávallt jákvæður, greiðvikinn
og hjálpsamur.
Hið jákvæða hugarfar hans verð-
ur okkur ávallt að leiðarljósi í lífi
okkar og minning okkar um hann
mun lifa í huga okkar. Við unnum
honum svo mjög og þess vegna er
söknuðurinn svo mikill en við vitum
að hann er í góðum höndum Al-
mættisins og að leiðarlokum biðjum
við honum Guðs blessunar.
Guðjón, Hulda, Elli og Leifur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin.
(V. Briem)
Elskulegur mágur minn, Jóhann
Halldór Ellertsson, lést 22. janúar
1990 í Bandaríkjunum, tæplega
þrítugur. Hver hefði trúað að hann
yrði næstur? Ungur maður, sem
horfði fram á veginn með bjartar
vonir í farteskinu, hrifinn á brott.
Það sem einmitt einkenndi Jóhann
heitinn var bjartsýni, lífsgleði og
sú gáfa að fá aðra til að hrífast með.
Elsku Jan, Þórhildur, Erlingur
og systkini. Missir ykkar er mikill
og sorgin stór en mihningin um
góðan dreng mun varða lífsleið
ykkar alla.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Kata
Hinn 22. janúar sl. barst okkur
sú harmafregn frá Bandaríkjunum
að sonur góðvina okkar hjóna, Jó-
hann Halldór Ellertsson, hefði látist
þá um nóttina.
Fregnin kom þó ekki alveg á
óvart, þar sem Jóhann hafði verið
lagður inn á sjúkrahús í byijun jan-
úar mjög sjúkur.
Þrátt fyrir það er erfítt að trúa
og sætta sig við að 29 ára gamall
maður skuli hrifsaður í burtu í
blóma lífsins „en þeir sem guðirnir
elska, deyja ungir“.
Jóhann fæddist 4. júlí 1960 í
Washington DC í Bandaríkjunum,
sonur þeirra heiðurshjóna Þórhildar
Guðjónsdóttur Ellertsson og Erlings
Ellertssonar, sem fjölmargir íslend-
ingar munu þekkja, enda fræg fyr-
ir gestrisni og höfðingsskap og
heimili þeirra í Woodbridge oft kall-
að hótél ísland á meðal kunningj-
anna.
Jóhann var næst yngstur fimm
systkina og ólst því upp í stórum
og glaðværum hópi og oft hefur
líklega ýmislegt gengið á, en þá
greip mamma bara inniskóinn sinn
og allt datt í dúna logn. Öll voru
þau systkinin alin upp við það að
ganga úr rúmi ef marga gesti bar
að garði og þótti þeim það jafn sjálf-
sagður hlutur og borða matinn sinn.
Jóhann var einstaklega glaðvær
og hláturmildur piltur og hvers
manns hugljúfi er honum kynntist.
Jóhann bar mjög sterkar taugar til
íslands enda hafði hann oft komið
til íslands og var tvö sumur í sveit
í Þykkvabæ 3 í Landbroti. Sýnir
það best hug Jóhanns til þeirrar
dvalar að ein hinsta ósk hans var
þegar hann vissi að hveiju stefndi
að ösku hans yrði dreift yfir Land-
brot.
10. maí 1986 kvæntist Jóhann
eftirlifandi konu sinni, Jan A. De-
Bruhl. Hún kom tvisvar sinnum
með Jóhanni til íslands og tel ég
mér óhætt að fullyrða að hún hafi
hrifið alla ættingja og vini Jóhanns
með framkomu sinni og glæsileik.
Hún hafði mikinn hug á að koma
oftar til íslands og höfðu þau hjón-
in ákveðið að koma 30. mars nk.
og fest kaup á farseðlum. Mennirn-
ir ákveða en guð ræður.
Ég vil að lokum biðja guð að
styrkja ykkur, Jan mín, Þórhildur,
Erlingur og systkini í þessari miklu
sorg en vona þó að .minningin um
þennan góða dreng megi vera hugg-
un harmi gegn. Eg, kona mín og
börn, sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur yfir hafið. Blessuð
veri minning Jóhanns Halldórs.
Ólafur Thordersen
Jóhann Halldór Ellertsson fædd-
ist í Washington DC í Bandaríkjun-
um hátíðardaginn 4. júlí 1960 og
lést í Washington DC 22. janúar
1990. Var hann næstyngstur 5
systkina, sonur hjónanna Þórhildar
Guðjónsdóttur og Erlings Ellerts-
sonar. Foreldrar Þórhildar voru
hjónin Hulda Petersen, fædd í
Keflavík og eiginmaður hennar var
Guðjón M. Guðjónsson, rakara-
meistari þar. Foreldrar Erlings voru
hjónin Guðleif Sveinsdóttir og Ell-
ert Helgason, sonur Helga Arna-
sonar sem kenndur var við Safna-
húsið í Reykjavík.
Þórhildur og Erlingur fluttust
búferlum til Bandaríkjanna árið
1956 ásamt 2 börnum sínum, Guð-
jóni og Huldu, sem bæði fæddust á
íslandi.
Jóhann ólst upp í föðurhúsum í
Woodbridge í Virginíufylki sem er
byggðarlag í úthverfi Washington
DC og var hann aðeins 29 ára gam-
all er kallið kom. Naut hann ástúð-
ar á heimili sínu ásamt systkinum
sínum. Var hann skírður þessum
íslensku nöfnum sínum í höfuð
tveggja frænda sinna, Jóhanns Pet-
ersen og séra Halldórs Johnson, en
hann var prestur íslendinga í Vest-
urheimi. Kom hann til íslands árið
1949 og fórst með mb. Helga á
Faxaskeri við Vestmannaeyjar í
janúar 1951.
Þrátt fyrir ijarlægð heimsálfanna
kynntist ég Jóhanni mjög vel bæði
sem barni, unglingi og fullorðnum
manni. Það sem mér er minnisstæð-
ast um þennan unga mann var
hans jákvæða hugarfar, sífellt glað-
lyndi og óhemju mikil greiðvikni.
Minnist ég ekki nokkum tímann
að hafa séð Jóhann nema með bros
á vör.
Erlingur, faðir Jóhanns, hóf
snemma atvinnurekstur í sambandi
við viðhald fasteigna og hafði oft
marga menn í vinnu sem og út-
heimti vissan bílakost. Kom fljót-
lega í ljós áhugi Jóhanns og sérstök
lagni við viðgerðir á hinum mjög
svo flóknu farartækjum, og má ör-
ugglega segja að Erlingur hafi ekki
þurft að kosta miklum fjármunum
í bifreiðaviðhald eftir að Jóhann
kom þar við. Að loknu gagnfræða-
námi í Woodbridge Senior High
School 1979 hóf Jóhann nám við
Nashville Diesel College, í hinni
frægu borg Nashville, Tennessee
og útskrifaðist þaðan 1980. Þó svo
að bifvélavirkjun ætti allan hug
Jóhanns um tíma sneri hann sér
að þeirri atvinnugrein sem hann
hafði lært hjá föður sínum, húsa-
málun og viðhald fasteigna og rak
sitt eigið fyrirtæki í þeirri grein til
dauðadags.
Jóhann kom oft með foreldrum
sínum til „fóstuijarðarinnar“ en svo
var Island í hans huga þátt fyrir
hans bandaríska ríkisfangs. Undir-
rituðum er ljúft að minnast þess
og bera ábyrgð á því að koma hon-
um í sveit á íslandi og dvaldist
hann tvisvar sinnum á heimili hjón-
anna Helgu og Jóns Skúlasonar í
Þykkvabæ III í Landbroti í Vestur-
Skaftafellssýslu. Var þetta mik^
lífsreynsla fyrir ungan pilt sem
fæddur var og uppalinn í framandi
landi með litla íslenskukunnáttu i
byrjun. Var mér sagt að hann hefði
farið létt með viðræður við heima-
fólk þótt enginn mælti þar á enska
tungu. Þegar Jóhann var kominn á
spítala og búið var að tjá honum
um hinn banvæna sjúkdóm er hann
hafði, sagði hann mér að hann
væri staðráðinn að heimsækja fóst-
uijörðina að vori og spurði hvort
ég væri ekki reiðubúinn að lána
honum farkost til þess að heim-
sækja vini sína í Þykkvabæ III. Var
þetta síðasta samtal okkar í lífi
hans.
Jóhann kvæntist eftirlifandi konu-
sinni Jan DeBruhl, listakonu, 10.
maí 1986. Komu þau tvisvar til ís-
lands og veit ég að Jan hreifst mjög
af hinni íslensku náttúrufegu.rð sem
hún hefur málað. Tóku þau mikinn
og virkan þátt í félagsstarfi íslend-
ingafélagsins í Washington DC, þar
sem Jan er í stjórn. Jafnframt hef-
ur Jan teiknað hið íslenska skjaldar-
merki samtvinnað með ameríska
fánanum sem er verðugt tákn sam-
vinnu íslendinga og Bandaríkja-
manna í samfélagi þeirra þar. *.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka Jóhanni sam-
fylgdina og biðja honum Guðs bless-
unar um leið og við vottum ekkju
hans, foreldrum, tengdaforeldrum
og systkinum okkar dýpstu samúð.
Júlíus P. Guðjónsson
Hinsta kveðja til
ástkærs sonar
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þirín náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Mamma og pabbi.
Ingibjörg Krístjáns-
dóttir - Minning
Fædd 28. júní 1898
Dáin 26. febrú.ar 1990
Þegar minnst skal látins sam-
ferðamanns, sem verið hefur hluti
af lífshlaupi manns langa hríð, verð-
ur stundum orða vant. Ingibjörg
Kristjánsdóttir er látin, aldin að árum
og södd lífdaga. Hún fæddist að
Hvalskeri í Patreksfjarðarhreppi árið
1898 þann 28. júní, næstyngst fimm
barna hjónanna Kristjáns Bjömsson-
ar og Bergljótar Sigurðardóttur.
Kristjáni, föður sínum, mundi Inga
ekki eftir nema sem sjúklingi, en
hann dó á besta aldri. Bergljót, móð-
ir hennar, hlaut því að stýra búi
þeirra sem hún og gerði af hinum
mesta skörungsskap. Þegar Bergljót
brá brúi fluttist hún með börnum
sínum til Reykjavíkur, þeim Valde-
mar, Sigríði, Marteini og Ingu, eins
og hún jafnan var kölluð, en Magnús
soour hennar hafði þá þegar hafið
búskap vestra. Valdemar dó ungur
en Bergljót bjó með börnum sínum
þremur langa hríð en þegar Marteinn
kvæntist bjuggu þær mæðgur sam-
an. Hjá þeim mæðgum ólst upp ein
af dætrum Magnúsar, Hlín, sem gift-
ist Sveini Jónssyni, skrifstofumanni,
ættuðum úr Onundarfirði. Dætrum
Hlínar og Sveins og síðar börnum
þeirra, reyndist Inga alltaf sem besta
amma. Þær systur, Sigríður og Inga,
giftust ekki en bjuggu saman meðan
báðar lifðu en Sigríður lést árið 1967.
Inga vann öll algeng störf, var þátt-
takandi í síldarævintýrinu mikla á
Siglufirði, vann lengi hjá Sláturfélagi
Suðurlands og við fiskverkun.
Ég kynntist Ingu fyrst árið 1962
þegar við Bergljót, elsta dóttir Hlínar
og Sveins, gengum í hjúskap. Oft
dvaldi hún langdvölum á heimili okk-
ar í Borgarfirði og síðar á ísafirði.
Hún var afar hreinskiptin kona og
mátti margt af henni læra. Bernsku-
minningar sona okkar allra tengjast
mjög þessari konu. Alltaf varð hún
að vera að gefa, aldrei söfnuðust
henni svo fjármunir að hún verði
þeim ekki til þess að gleðja aðra.
Hún skuldaði aldrei neinum neitt og
ég held að hún hafi aldrei tekið neitt
lán. Mér opnaði hún innsýn í það líf
sem lifað var í byijun þessarar ald-
ar. Lengst af var Inga heilsuhraust,
og vann meðan hún hafði þrek tii,
en að vinnudegi loknum settist hún
að á Dalbraut 27, þar til hún var
orðin svo sjúk að hún var flutt að
Skjóli, þar sem hún andaðist 26. febr-
úar sl. eftir miklar þrautir. Á báðum
þessum stöðum naut hún hinnar
bestu aðhlynningar sem vert er að
þakka hér.
Hin langa þrautarganga er nú lið-
in, eftir lifir minningin um kær-
leiksríka konu, heiðvirða og dreng-
lundaða. Þá minningu blessum við
sem eftir stöndum á ströndinni hérna
megin.
Kjartan Sigurjónsson
Ekkert mannshjarta er svo sterkt
að eitt sinn hætti það ekki að slá,
engin vegferð svo löng að sá dagur
renni ekki upp að henni ljúki. Hún
Inga vinkona mín hóf göngu sína
hér í heimi vestur í Patreksfirði í lok
síðustu aldar og þar sleit hún fyrstu
skónum sínum. Þaðan átti hún
margar sínar fegurstu minningar en
jafnframt þær sárustu. Þá sögu
þekki ég ekki nema af örstuttum
frásögnum hennar um þessa tíma,
oftast skotið inn í annað rabb og
vangaveltur um tilveruna.
Leið Ingu lá ungrar ti! höfuð-
borgarinnar, þar sem hún ól aldur
sinn lengst af síðan. Erfiðisvinnan
varð hlutskipti hennar í þessum stað.
Árum saman flakaði hún og bein-
skar fisk til útflutnings og lagði
þannig með verkum sínum grunn
að því vellauðuga samfélagi sem við
búum í núna, án þess að bera mikið
úr býtum sjálf. Því að veraldlegur
auður safnaðist Ingu aldrei og iðu-
lega var hún á hrakhólum með hús-
næði. Efnaleg fátækt Ingu var að
miklu leyti naumum launakjörum
daglaunakonunnar að kenna, en hitt
hygg ég þó ekki síður hafa verið
ástæðuna að Inga var ósínk á aur-
ana við þá sem henni voru kærir,
og gjafir hennar oft stórtækari en
efnin hefðu leyft eigingjarnari huga.
Því að hjartað hennar Ingu sló
fyrir aðra, einkum þó Hlín frænd-
konu hennar Magnúsdóttur og af-
komendur hennar. Þeim gaf hún ást
sína og umhyggju eftir fremsta
megni. Nú er þetta hjarta hætt að
slá og Inga hefur stigið sín hinstu
spor meðal okkar. Á þessari stundu
er mér efst í huga þakklæti í garð
Ingu fyrir ómetanleg kynni og vin-
áttu. Áldrei man ég eftir því að ég
bæri svo upp við hana erindi að hún
yrði ekki við því. Hafí forsjónin heila
þökk fyrir að láta leiðir okkar sker-
Trausti Ólafsson