Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 33 Sigíús Sigmundsson kennari — Kveðjuorð í blöðunum að heiman les ég andlátsfregn míns gamla og góða kennara Sigfúsar Sigmundssonar og að útför hans verði gerð í dag. Vegna fjarlægðar get ég ekki fylgt honum sem ég hefði viljað, en sest þess í stað niður, læt hugann reika fjörutíu ár aftur í tímann og skrifa nokkrar sundurlausar minningar sem tengjast honum og skólanum okkar í gamla daga. Það var mér mikil gæfa að lenda í bekk hjá Sigfúsi þegar ég tæplega 9 ára varð að skipta um skóla, fara úr Grænuborg sem svo var köliuð og hafði ekki framhaldsbekki aila leið frá Lokastíg niður í Miðbæjar- skóla þar sem ég þekkti engan. Ég man að ég grét af kvíða alla nótt- ina fyrir fyrsta skóladaginn og hélt ég myndi ekki ætla mér af. Stelpa úr götunni sem hét Ásta og var með langar fléttur var fengin til að fylgja mér í skólann þennan fyrsta dag. Hún var í bekk hjá ein- hverjum Sigfúsi og þar átti ég að vera líka. Bekkurinn var 9 ára C. Og er skemmst frá því að segja að úr bekknum hans Sigfúsar útskrif- aðist égjafnauðug við fullnaðarpróf fjórum árum síðar og ég hafði áður í hann sest. Það var erfitt að þurfa að verða fullorðin, segja skilið við kennarann sinn og fara í gagn- fræðaskóia þar sem enginn einn var kennarinn heldur hinir og þessir og margir. Sigfús var kennari af guðs náð og hann var kennarinn minn. Hann hafði einstakt lag á að um- gangast viðkvæm börn, uppörva þau og framkalla hjá þeim það besta sem þau höfðu yfir að búa. Hann kunni að hafa aðgát í nærveru sál- ar, niðurlægði aldrei, ofbauð eng- um, en samt var hann það sem kallað var strangur og hann hafði skilyrðislausan aga. Fyrsta prófið sem ég tók hjá Sig- fúsi var skyndipróf í dýrafræði. Þar áttum við m.a. að svara því hvað það væri sem rjúpan safnaði í sarp- inn. Ég vissi ekkert hvað sarpur var og b&r málið undir kennarann sem reyndi að útskýra eftir því sem tilhlýðilegt var í miðju prófi. Af ein- hverjum ástæðum datt mér ekkert annað í hug en það hlytu að vera glerbrot sem ijúpan safnaði í þenn- an sarp og skrifaði það. Sigfús horfði á blaðið hjá mér, lygndi aug- unum, velti vöngum og brosti og sagði að ég yrði að lesa dýrafræði- bókina betur. Hann gerði ekki lítið úr tillögum manns, hversu langsótt- ar sem þær voru, en leyfði manni að efast og bæta sig. Það skiptir máli hvernig komið er fram við börn. Svona lítið atvik eins og þetta muna þau alla ævi, sífellt hrædd um að verða sér til skammar og að athlægi hjá fullorðna fólkinu. Fyrstu dagana í skólanum sat ég ein, því allir höfðu þegar sín ákveðnu sæti og sessunauta. Þótti mér þetta mjög leitt og staðfesta útlegð mína í bekknum, en einhvern veginn kom Sigfús því þannig fyrir að ég var flutt í sætið við hliðina á Ástu sem var sú eina sem ég lítil- lega þekkti. Sátum við á þriðja aft- asta borðinu við gluggann sem snerí út að tjörn. Næst fyrir framan okk- ur sat Dússa og fyrir aftan Helga Magga. Urðum við þessar fjórar bekkjarsystur óaðskiljanlegar vin- konur og hefur sú vinátta haldist fram á þennan dag þótt ein sé fall- in úr hópnum. Enn þann dag í dag erum við að minnast ýmissa atvika frá þessum dýrmætu bernsku- og skólaárum þegar lífið blasti við en vandamálin og sorgirnar voru samt sem áður skammt undan hjá hverri okkar. Miðbæjarskólinn og C-bekk- urinn hans Sigfúsar varð heimur út af fyrir sig. Og það var bara einn Sigfús. Þetta var á þeim árum þegar skrifað var með penna og pennastöng, og var lögð mikil áhersla á að eiga skrautlegan penna og blek til að dýfa í sem var fallegt á litinn, jafnvel lillablátt. Við stelp- urnar gengum um í köflóttum skólakjólum og leyfðum okkur að- eins að fara í skíðabuxur sem svo voru kallaðar þegar snjór var svo mikill að ekki var hægt að komast leiðar sinnar í pilsi. Seinna þegar um liðkaðist voru slíkar buxur kall- aðar „síðbuxur". Hjá Guðrúnu handavinnukennara lærðum við níu ára að pijóna utan um herðatré. Var það gert með garðaprjóni úr mórauðu bandi og fitjað upp á 20 lykkjum, síðan sikksakkað yfir af- urðina með grænu eða rauðu til skrauts. Reyndist þetta margri o.f- viða og þurfti sú að fá aðstoð heima hjá mömmu sinni eða ömmu. Voru sumir lepparnir orðnir ansi þófnir áður en yfir lauk. Seinna var gerð prufa á striga í rauðu og bláu með alls kyns stoppi sem átti að koma sér vel síðar í lífinu þegar sokka- plöggin dyndu yfir, en hangir nú í römmum sem nýlist uppi á vegg ásamt pijónaða þvottapokanum með bleiku röndinni eða bláu. Á hveijum morgni kom Addís sem svo var kölluð inn í bekkinn með lýsiskönnu og hellti lýsi upp í hvern þann sem ekki hafði um það skriflegt vottorð að heiman að vera gefið lýsi þar. Flestir höfðu útvegað sér slíkt vottorð og sluppu, nema nokkrir strákar aðallega sem létu sig hafa það og göptu á móti könn- unni og Áddís þurrkaði svo af stútn- um með tusku. Agi var svo mikill að við gengum um í röðum, Sigrún Pálma fyrst, vegna þess að því er við töldum að hún var dóttir Pálma yfirkennara og síðar skólastjóra. Ýmsir hömdust þó illa í sætum og var lögð töluverð áhersla á það að fá að standa upp til að ydda við ruslakörfuna og helst fleiri saman. Eins var með það að fá að fara á klósettið sem var í kjallaranum, það þýddi lítið að biðja um að fá að fara úr tíma á þann eftirsótta stað nema einn í einu og alls ekki oftar en einu sinni í hveijum tíma, jafn- vel þótt það kæmi hvað eftir annað fyrir að mörgum yrði mál í einu og sumum undarlega oft. Fyrir kom að Sigfús missti þolinmæðina við þessar aðstæður og las okkur pis- tilinn, kallaði okkur illa siðaða aum- ingja og jafnvel lassaróna, en það var orð sem við höfðum ekki heyrt fyrr og tókum ekkert nærri okkur heldur þótti ákaflega skemmtilegt og vel að orði komist um svo óþekk- an bekk. Við virtum Sigfús, hlýdd- um honum og vorum stolt af að fá að vera í bekk hjá honum. Eitt af því sem mest var um Ingibjörg Guðlaugs- dóttír - Minning Fædd 31. desember 1971 Dáin 27. febrúar 1990 Með þessum fátæklegu orðum kveð ég gamla æskuvinkonu. Leiðir okkar lágu saman þegar við fluttum báðar í Vesturbergið aðeins nokk- urra ára gamlar. Þó að við höfum ekki verið háar í loftinu þegar við lékum okkur og gengum í skóla saman, man ég mjög vel eftir því að Ingibjörg var alltaf í góðu skapi. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa manni ef eitthvað var að, tilbúin til að gefa manni eitthvað og alltaf var maður velkomin til hennar. ^inna best man ég eftir því þegar við vorum litlar, að við áttum að laga til í herberginu hennar, eftir að hafa verið að leika okkur þar, en við vorum svo æstar í að fara út, þannig að við skelltum dótinu í eina hrúgu bak við hurð og hlupum svo út. Það sem einkenndi Ingi- björgu var að þegar maður var nálægt henni fékk hún mann til að hlæja. Það geislaði af henni gleðin. Eftir að hún flutti til Hafnar- fjarðar hitti ég hana ekki oft, en þegar við hittumst urðu fagnaðar- fundir. Alltaf kom hún brosandi og fagnandi á móti mér. En nú er hún horfín yfír móðuna miklu, og við sem eftir sitjum skiljum ekki af hveiju hún, svona ung. Nú kveð ég gamla vinkonu sem mér þótti alltaf vænt um. Guðlaugi, Elísabetu, Bryndísi og Sigurdísi votta ég mína dýpstu sam- úð. Guð blessi ykkur. Dóra Guðmundsdóttir Fyrir rúmum fimmtán árum var ég svo lánsamur að komast í dag- vistun til Ingibjargar Halldórsdótt- ur og naut ég handleiðslu hennar og ástúðar fyrstu 5 æviárin. En það var einmitt þar sem ég sá fyrst dótturdóttur hennar og nöfnu, Ingi- björgu Guðlaugsdóttur, sem svo skyndilega er frá okkur kölluð. Hún var hnellin ljóshærð hnáta, fyrsta barnabarnið og augasteinn allra. Foreldrar hennar, Elísabet og Gulli, bjuggu henni fallegt og gott heimili þar sem ástúð og hógværð ríkti. Samgangur var mikill milli heimilanna enda fjölskyldan stór og amma Imba, hin einstaklega vel gerða kona, máttarstólpi hennar. Fundum ókkar Ingibjargar bar aftur saman nokkrum árum síðar er hún hóf að vinna í fyrirtæki for- eldra minna. Vann hún þar í rúm tvö ár og allt til síðasta dags, ýmist í fullu starfi að sumarlagi eða með annarri vinnu og nú í vetur með framhaldsnámi. Ingibjörg var mjög dugleg í starfi og ósérhlífin. Hún var róleg í fasi, prúð og áreiðanleg. Sjáum við nú á bak góðum starfs- krafti sem var afar ljúf í allri um- gengni og samstarfi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég senda ömmu Imbu, sem gaf okkur börnunum svo óendanlega mikla ástúð og hlýju á kærleiks- heimili sínu, og afa Sigvalda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Foreldrum og systrum sendi ég og fjölskylda mín dýpstu samúðar- kveðjur, en minningin um góða stúlku lifir í hjörtum okkar. Jóhann Örn Þórarinsson og Qölskylda. Blóm og skreytingar vid öll tækiíæri - gjaíavörur Tilboð alla mánudaga og þriðjudaga. Opió til kl. 22.00 öll kvöld. Nóg bílastæði. Oskablómið, Hringbraut 119, (v/ J.L. húsið) sími 625880 vert við kennslu Sigfúsar og sem ég er honum ævinlega þakklát fyr- ir var að hann lét okkur læra ljóð. Það skipti engu máli hvort við skild- um þau eða ekki, við skyldum læra þau utanbókar (ekki utanað, það var danska). Þetta held ég hann hafí gert til að þroska með okkur máltilfinningu. Fyrir utan kennsl- una hafði hann umsjón með bóka- safninu og var þar á lesstofunni til taks að hlýða okkur yfír ljóðin jafn- óðum og við höfðum lært þau. Það var ekki nóg að við lærðum eitt og eitt erindi sem við létum hann hlýða okkur yfír og afgreiddum, heldur þurftum við að læra heilu kvæða- bálkana í einu, sem oft voru ein tíu til tuttugu endalaus erindi. Á les- stofu bókasafnsins sat ég tímunum saman og lærði löng kvæði til að flytja Sigfúsi, undarlegar setningar sem ég botnaði lítið í en hugsaði þeim mun meira um, ögrandi orð, spennandi heimar: „Á búlkanum situr brúður ung“, „gamall þulur hjá græði sat“. Það var ekki aðeins að Sigfús gæfí mér á sinn hátt vinkonur mínar og þroskaði með mér áhuga á tungumáli og bókmenntum, hann gaf mér einnig þjóðerniskennd. Þann sögulega dag, 30. mars 1949, gaf hann, aldrei þessu vant, bekkn- um frí af þvi hann sagðist eiga erindi niður á Austurvöll. Við flækt- umst þangað mörg með skólatösk- urnar okkar á öxlinni, þótt við viss- um lítið hvað væri að gerast, þar á meðal ég því að mig langaði að vita hvaða erindi kennarinn minn ætti þangað svona brýnt. Þarna upplifði ég einn minnisstæðasta atburð bernsku minnar, skildi að eitthvað var í húfi sem máli skipti og aldrei mætti svíkja. Komst að eigin mati í lífshættu og slapp hlaupandi heim upp Skólavörðustíg- inn blinduð af táragasi en full.af stolti yfir að vera Islendingur og tilheyra fólki sem barðist fyrir sjálf-/ stæði landsins míns. Móðir mín var samkennari Sig- fúsar í Miðbæjarskólanum og mat hann ákaflega mikils og þau hvort annað. Fékk ég stundum að koma með henni í skólann utan skólatíma og ganga þar um hljóða og velbón- aða ganga sem við krakkarnir höfð- um rennt okkur um fótskriðu fyrr um daginn. Við gengum ekki inn um portið, heldur upp tröppur norð- anmegin við húsið og um fallegar dyr sem mamma opnaði hátíðlega með lykli. Þótti mér merkilegt og var stolt af því að hún skyldi hafa lyklavöld að svo stóru húsi sem þar að auki var skólinn minn. Sérstakt ævintýri var að fá að fara með henni á litlu þröngu kaffístofuna hjá Addísi í kjallaranum og hitta hina kennarana. Þarna ríkti sérstök og einhvern veginn gamaldags stemmning samkenndar og öryggis sem hvergi nokkurs staðar er til lengur. I endurminningunni er kaffistofan hálfrökkvuð og hlý, það rýkur úr bollum og af heitu bakk- elsi. Þar situr mamma, og þar sitja Sigfús, Hjálmar, Unnur, Þuríður og Sigríður, og þar kemur Pálmi og stundum Týra tönn sem allir krakkar voru hræddir við. Öll eru þau nú horfin eins og Miðbæjarskól- inn og kannski bráðum miðbærinn og tjörnin. Eru veröld sem var. Sigfús fylgdist alla tíð vel með C-bekknum sínum, og oft var á það minnst að bekkurinn þyrfti að hitt-. ast, en úr slíkum áætlunum verður sjaldnast. Hann gladdist þegar vel gekk, og ég held honum hafi fund- ist hann eiga eitthvað i okkur. Það átti hann líka. Fyrir nokkrum árum fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann þakkar mér fyrir minningar- orð sem ég hafði látið frá mér fara um kæran móðurbróður. Sú setning sem hann hafði sérstaklega tekið eftir varðaði tilfínningar og fegurð í mannlegum samskiptum, aðgát í nærveru sáiar. Kennara minn, Sigfús, hitti ég fyrir utan dómkirkjuna við útför móður minnar einn fallegan júnídag fyrir tæpum tveimur árum. Hann beið þar álengdar til að taka í hönd- ina á mér. Hann var að samhryggj- ast, en hann var einnig að kveðja. Að leiðarlokum þakka ég honum fyrir kennsluna og uppeldið og veganesti sem ekki þrýtur. Ég þakka honum fyrir mig og mömmu og minningarnar um gamla Mið- bæjarskólann. I Kaliforníu, Helga Kress, 9 ára til 12 ára C í Miðbæjarskólanum 1948-1952. Yale rafmagnstalíur Nfðsterkar og öruggar Yale - gædi - ettding Heildsöludreifing K JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. ♦3 Sundaborg IJ - ItM Rr>k>avik - Simi 6885ÖÖ Kransar, krossar og kistuskreýtihgar. w Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Átfheímum 74. sími 84206,1$ Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Armstrong & Ávallt tilálager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns og bróður, EGGERTS TORFA JÓHANNSSONAR, Sandholti 18, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og hlýju í veikindum hans. Bergþóra Guðjónsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.