Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
39
Til styrktar
ungri
flölskyldu
Til Velvakanda.
Þann 1. mars var til grafar bor-
inn ungur maður, tæplega þrítugur,
er lést í hörmulegu vinnuslysi 19.
f.m. Hann lætur eftir sig konu og
tvo syni. Er sá eldri þriggja ára en
sá yngri fæddist þremur dögum
eftir lát föður síns. Það þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að skynja
hvílík sorg hefur nú kvatt dyra hjá
fjölskyldunni ungu. Við þetta bæt-
ast ijárhagslegir erfiðieikar, ef að
líkum lætur, nú þegar fyrirvinnan
er horfin.
Eigum við ekki, samborgarar
góðir, þau okkar, sem aflögufær
erum, að leggja ungu konunni og
litlu drengjunum hennar lið? Fjár-
framlög má leggja á sparisjóðsbók
nr. 14-100035 í útibúi íslandsbanka
á Seltjarnarnesi.
Rannveig Tryggvadóttir
Siðlaust bruðl
Til Velvakanda.
Hingað og ekki lengra. Hvað er
að gerast, gæti venjulegt fólk sagt.
Ég er að tala um fólkið sem fær
lúsarsamninga og heilan helling af
allskonar sköttum. Ég ætlaði að
tala um útboð byggingarnefndar
flugstöðvarinnar á svokölluðum
listaverkum sem eiga að rísa fyrir
utan þennan steinkubb, þau eiga
að kosta litlar $60.000.000,00. Á
sama tíma og það stendur ekki
steinn yfir steini varðandi þetta
hús. Við skulum ekki gleyma því,
að kubburinn kostar 3 milijarða í
dag.
Ég segi fyrir mitt leyti, lái mér
hver sem vill, ég skil þetta ekki.
Því ætla ég að skora á háttvirtan
Skattmann, öðru nafni Ólaf Ragnar
Grímsson, að sjá til þess að stöðva
þetta strax.
Hvar á annars að skera niður ef
það eru ekki svona gæluverkefni.
Það er hægt að nefna miklu fleiri
slík dæmi, ég minni á Þjóðleik-
húsið, Þjóðarbókhlöðu og Bessa-
staði, sem ætti að skera alveg niður
í svona samdrætti eins og nú er.
Kári Jónsson
Saltið veldur miklu tjóni
Til Velvakanda. tíma. Tjöruslettum sem ausið er
Mig langar til að taka undir það yfir gangandi vegfarendur er
sem „einn sem ekur“ skrifar í ómögulegt að ná úr flíkum. Þessi
Morgunblaðið 27. febrúar. Þetta er ófögnuður berst líka inn í híbýli
eins og af mínum munni mælt. manna og eyðileggur t.d. teppi á
Daglega á ég leið bæði um þær stigagöngum meira en nokkuð
götur sem strætisvagnarnir aka og .annað.
þær sem eru utan strætisvagna- Ein sem þrífiir bæði bíl og gólf.
kerfisins. Þar er ólíku saman að
jafna. Göturnar utan kerfísins eru
þurrar og hreinar, hinar þaktar
svartri leðju sem bílamir ausa yfir
sjálfa sig jafnt sem gangandi veg-
farendur. Ég hef ekið á eftir
saltbíl klukkan hálfsjö að morgni
þar sem hann dreifði salti ofan í
nýfallinn 5 sm þykkan snjó, engin
tilraun var gerð til að fjarlægja
snjóinn, saltinu bara dælt saman
við. Eftir örstutta stund var þetta
orðið að svartri tjörublandinni leðju
sem bílarnir þeyttu uppá gangstétt-
ir og yfir gangandi fólk. Það þarf
engan sérfræðing til að sjá að sal-
tið leysir upp malbikið. Götur sem
lausar eru við saltið eru aldrei
svona útleiknar. Þar þjappast snjór-
inn saman og myndar náttúrlega
hlíf gegn nöglunum í dekkjunum.
Ég held það væri affarsælla að
eyða meiru í að fjarlægja snjóinn
af götunum og spara heldur saltið.
Hefur nokkur reiknað út það
gífurlega tjón sem bíleigendur
verða fyrir vegna saltsins? Ég er
hrædd um að þar sé um nokkur
hundruð milljóna króna að ræða á
ári. Saltið étur sundur lakkið og
bílarnir ryðbrenna.
Og eitt atriði enn sem ég sé
aldrei minnst á: Saltið eyðileggur
allan skófatnað fólks á skömmum
Þessir hringdu . .
„Mömmumorgnar"
Margrét Sverrisdóttir
hringdi:
„Daglegt líf“, fylgiblað morg-
unblaðsins á föstudögum, sagði
frá því í síðustu viku að mæður
gætu hist með börn sín í Nes-
kirkju á morgnana. Mig langar
að benda mæðrum á, að slíkir
„mömmumorgnar" eru einnig í
félagsmiðstöðvunum Vitanum í
Hafnarfirði og Fjörgyn í Graf-
arvogi.
„Mömmumorgnarnir" hafa
verið í Vitanum í tvö ár og nú
í vetur hófst slík starfsemi í
Pjörgyn. Þá langar mig að
benda sérstaklega á, að tvíbur-
amæður hittast fyrsta fimmtu-
dag hvers mánaðar, ýmist í
Vitanum eða Fjörgyn.
SjáHstæðar
hillur
eðaheilar
samstæður
.
s, ;
.r\
p
Níösterkar og
hentugar stálhillur.
Auðveld
uppsetning.
Margarog
stillanlegar stæröir.
Hentar nánast
allsstaðar.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFDA 16 SiMI:6724 44
i
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Ármann J. Lárusson og Ragnar Björnsson hampa glæsilegum far- _
and- og eignabikurum í mótslok.
__________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Ármann og Ragnar
Reykjanesmeistarar
Ármannn J. Lárusson og Ragnar
Björnsson sigruðu í Reykjanesmótinu
í tvímenningi sem spilað var í Pjölbraut-
arskólanum í Keflavík sl. laugardag.
20 pör spiluðu og var spilaður baromet-
er, þrjú spil milli para. Friðþjófur Ein-
arsson og Kristófer Magnússon tóku
forystu í mótinu í upphafi og héldu
henni fram í mitt mót er Ármann og
Ragnar náðu forygtunni sem þeir héldu
til loka.
Lokastaðan:
Ármann J. Lárusson —
Ragnar Björnsson 97
Þórður Björnsson —
Birgir Steingrímsson 72
Jacqui McGreal —
Guðmundur Pétursson 53
Gísli Torfason —
Arnór Ragnarsson 41
Friðþjófur Einarsson —
Kristófer Magnússon 31
Grethe íversen —
Sigríður Eyjólfsdóttir 24
Ásgeir Ásbjörnsson —
Dröfn Guðmundsdóttir 20
Þorbergur Ólafsson —
Óskar Friðþjófsson 16
Eins og alltaf þegar Reykjanesmót
fara fram var kolvitlaust veður. Þrátt
fyrir það voru það spilarar úr nágranna-
byggðarlögunum sem tók lengstan
tíma að komast á keppnisstað en ekki
þeir sem voru lengst að komnir. Keppn-
isstjóri var Kristján Hauksson.
Konur óskast í landslið
Á fundi stjórnar Bridssambands ís-
lands 23. febrúar sl. var ákveðið að
auglýsa eftir pörum sem gæfu kost á
sér í landslið íslands í kvennaflokki sem
mun taka þátt í Norðurlandamótinu í
Færeyjum nú í sumar. Því beinir stjóm
sambandsins því til spilara að hafa
samband við skrifstofu BSI sem fyrst,
hafi þeir áhuga á að vera með í hópnum.
Bridsfélag Reykjavíkur
Eftir 5 kvöld af 7 er staða efstu
sveita í aðalsveitakeppni félagsins
þannig:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka 105
Jón Þorvarðarson 100
Púl og basl 92
Tryggingamiðstöðin 91
Flugleiðir 86
Delta 86<
Næsta miðvikudag eigast m.a. við
VÍB-Púl og basl, Jón Þ.-Tryggingamið-
stöðin, Flugleiðir-S/L, Delta-Júlíus,
Modern I-Þröstur I.
Til sölu einn glæsilegasti Pick up landsins
Ford F250 XLT Lariant 1988 super cap. Rauður og-hvítur.
Nýtt pallhús. Ný 33“ dekk á krómfelgum.
Upplýsingar í síma 624945.
SIEMENS
WV 2760
Margra ára sigurganga á íslandi!
Þessi góða og hagkvæma þvottavél hefur
sannað ágæti sitt svo að um munar. Það stað-
festa þúsundir ánægðra notenda um allt land.
• Mörg þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur.
• Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800
sn./mín. • Islenskir leiðarvísar.
Staðgreiðsluverð: 6o.900,-
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300