Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 fmém FOLX BADMINTON / NM UNGLINGA Danir sigursælir Óli B. Zimsen og Gunnar Petersen komust í undanúrslit í tvíliðaleik Morgunblaöið/Emar Falur Camilla Martin frá Danmörku er eitt mesta efni sem komið hefur fram í badmintoníþróttinni. Hún er aðeins 15 ára gömul og varð Evrópumeistari ungl- inga í einliðaleik í fyrra. Hún varð tvöfaldur Norðurlandameistari. KNATTSPYRNA Gullit segist bjartsýnn HOLLENSKI knattspyrnukappinn Ruud Gullit, sem hefur átt við meiðsli að stríða í hné í átta mánuði, er bjartsýnn á að geta byijað að æfa með AC Mílanó eftir mánuð. Gullit fór í læknisskoðun í Leuven í Belgíu í gær. „Ég get ekki annað en verið ánægður. Ég mun byrja að æfa með AC Mílanó eftir einn mánuð, ef læknir minn gefur grænt ljós á það,“ sagði Gullit, sem vonast eftir að vera orðinn fullkomnlega góður fyrir HM-keppnina á Ítalíu í sumar. Forráðamenn AC Mílanó eru sagðir tilbúnir að kaupa rúmenska landsliðsmanninn Gheorge Hagi frá Steaua Bukarest til að taka stöðu Gullits, ef Hollendingurinn nær sér ekki á strik aftur, og eiga nú þeg- ar að hafa tryggt sér forkaupsrétt á honum. SKIÐAGANGA Daníel 13. á sterku unglingamóti í Svíþjóð ■ ÞRÍR knattspyrnumenn úr Breiðablik, Jón Þórir Jónsson, Eiríkur Þorvarðarson og Sigurð- ur Víðisson eru nú í Englands, þar sem þeir félagar æfa hjá Manc- hester City í viku. ■ HÖRÐUR Hilmarsson, þjálfari Breiðabliks, fer til Hollands um næstu helgi. Þar verður hann í her- búðum meistaraliðsins PSV Eind- hoven í viku tíma. Hörður mun fylgjast með æfingum og undirbún- ingi liðsins fyrir bikarleik gegn Ajax og deildarleik gegn Twente. ■ BREIÐABLIK fer í æfingabúð- ir til V-Þýskalands um páskana. Liðið mun dveljast í Grundberg, sem er fyrir utan Frankfurt. ■ EINAR Hjaltested úr KR setti unglingamet í stangarstökki á Meistaramóti Reykjavíkur um sl. helgi, er hann stökk 4,25 m. Eldra metið átti Geir Gunnarsson, KR, sem var 4,20 m. M TONY Agana tryggði Sheffi- eld United rétt til að leika í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Agana skoraði sigurmarkið gegn Barnsley úr vítaspyrnu, 1:0, á fyrstu mín. framlengingar í fyrra- kvöld. Sheffield Utd. mætir Manchester United. ■ MORTEN Frost frá Dan- mörku sigraði Hermawan Sus- anto frá Indónesíu 15:13, 4:15 og 15:9 í úrslitum í einliðaleik karla á opna fínnska meistaramótinu á sunnudaginn. Frost sigraði Darre Hall frá Englandi í undanúrslitum, 15:6 og 15:7. Susanto sigraði And- jgrs Nielsen, 15:11 og 15:6. Pern- ille Nedergárd frá Danmörku sigraði í einliðaleik kvenna. Hún sigraði Kristinu Magnusson frá Svíþjóð, 12:10 og síðan 11:0. Magnusson náð sér betur á strik í tvíliðaleik kvenna ásamt Bariu Bengtsson. Þær sigruðu ensku stúlkurnar, Gillian Clar og Gillian Gowers, 15:12 og 15:12. ■ ROMARIO, sem leikur með hollenska félaginu PSV Eind- hoven og fótbrotnaði í deildarleik um helgina, verður valinn í 22 manna hóp Brasilíumanna fyrir HM á Italíu í sumar þrátt fyrir meiðslin. Tkvöíd HANDKNATTLEIKUR: Tveir leikir verða leiknir í bikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld kl. 20. FH fær Gróttu í heimsókn í Hafnarfjörð og Valur leikur gegn Stjömunni í Garðabæ. BLAK: Úrslitakeppnin í blaki heldur áfram í kvöld. HK - IS mætast í karla- flokki kl. 20 í Digranesi. Strax á eftir leika UBK og ÍS í kvennaflokki. SEX íslenskir skíðagöngumenn tóku þátt í Norrænu ungling- askíðaleikunum sem fram fór í Östersund í Svíþjóð um helg- ina. Daníel Jakobsson frá ísafirði stóð sig best íslensku keppendanna, hafnaði í 13. sæti af 40 þátttakendum. Keppt var á laugardag með hefðbundinni aðferð, og frálsri aðferð á sunnudag, en samanlagður árangur úr báðum greinunum i'éði úrslitum. Sama vegalengd var gengin báða dagana. Daníel Jakobsson, sem keppt í flokki 17-18 ára, varð í 13. sæti á samanlögðum tíma eftir báða dag- ana, 2x10 km, 65,23 mín. og var aðeins 2 mín. á eftir sigurvegaran- um Björn Akerström frá Svíþjóð. Kristján Ólafsson frá Akureyri varð í 35. sæti á tímanum 72,55 mín. Hulda Magnúsdóttir, Siglufirði, varð sjöunda í flokki stúlkna 15-16 ára. Hún gekk 2x5 km á 40,14 mín, en sigurvegarinn, Erika Gohde frá Svíþjóð, fékk tímann 36,36 mín. Alls voru 16 þátttakendur í þessum flokki. Gísli Árnason frá ísafirði varð í 19. sæti af rúmlega 40 keppendum í flokki 15-16 ára. Hann gekk_ á 34,48 mín. Kristján Hauksson, Ól- DANIR sýndu mikla yfirburði í badmintoníþróttinni er þeir unnu alla titlana á Norður- landamóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöll um helg- ina. Oli Björn Zimsen og Gunnar Petersen náðu besta árangri íslensku keppendanna. Þeir komust í undanúrslit í tvíliðaleik og kepptu þar við H. Bengtsson og C. Uddem- ar frá Svíþjóð og töpuðu, 5:15 og 7:15. Danir sigurðu örugglega í liða- keppninni, sigruðu Svía í úrslitum 5:0. ísland sigraði Finnland, 3:2, en tapaði fyrir Norðmönnum, 3:2. Camilla Martin „undrabarn“ afsfirði, varð í 20. sæti á 35.08 mín. Sigurvegarinn Jon Svensson frá Svíþjóð gekk' á 32,30 mín. Gengnir voru 2 X 5 km í þessum flokki. Sölvi Sölvason frá Siglufirði keppt í flokki 19-20 ára. Hann hef- ur átt við bakmeiðsli að stríða og náði sér ekki á strik. hann varð í 32. sæti af rúmlega 40 keppendum á 72,03 mín. Sigurvegarinn gekk á 59,35 mín. Haukur . Eiríksson, unglinga- landsliðsþjálfari í skíðagöngu, er með hópnum ytra. Liðið mun dvelja við æfinga í Váládalen í Svíþjóð fram að næstu helgi. Dana, sem er aðeins 15 ára og er núverandi Evrópumeistari ungl- inga, var sigursæl. Hún sigraði í einliða- og tvíliðaleik kvenna. Sigr- aði löndu sína, Anne Söndergárd, 11:3 og 11:0 og í tvíliðaleik sigraði hún ásamt R. Broen. í tvenndarleik varð Camilla Martin og Henrik Aström að gera sér annað sætið að góðu í jöfnum og spennandi leik, töpuðu fyrir P. Cristensen og Bro- en, 15:10, 13:18 og 18:14. Henrik Aström frá Danmörku sigraði Jimmy Mörch Sörensen í úrslitum í einliðalek karla, 10:15, 15:11 og 15:3. P. Cristensen og J. Mörch Sprensen sigruðu í tvíliðaleik karla, unnu Svíana H. Bengtsson og C. Uddemar í úrslitum, 15:12 og 15:6. Daníel Jakobsson. Þjálfari Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Viðkomandi þyrfti helst að geta sinnt þjálfun í frjálsum íþróttum. Nánari upplýsingar veita Kristinn Guðmundsson í símum 95-22747 og 95-22837 og Páll Leó Jóns- son í símum 95-22782 eða 95-22800. íslenskar getraunir Aukaseðill 4 - 28. feb. 1990 Vinningsröðin: 212-112-221-111 220.560- kr. 9 voru með 12 rétta - og fær hver: 17.154- kr. á röð 169 voru með 11 rétta - og fær hver: 391- kr. á röð ÚRSUT Unglingamót íslands Unglingamót íslands í borðtennis fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Drengir 15-17 ára: Halldór Björnsson Stj. Ómar Hilmarsson Stj. Arnþór Garðarsson Stj. Stefán Gunnarsson HSÞ Stúlkur 15—17 ára Auður Þorláksdóttir KR Lilja Benónýsdóttir Stj. Hólmfríður_Björnsdóttir HSÞ Sigurborg Ólafsdóttir Stj. Sveinar 13—15 ára Ársæll Aðalsteinsson Vík. Hörður Birgisson UMSB Birgir Jónsson Örn. Dagur Rúnarsson UMSB Meyjar 13—15 ára Aðalbjörg Björgvinsdóttir Vík. Ingibjörg Árnadóttir Vík. Rakel Þorvaldsdóttir UMSB Piltar —13 ára Sigurður Jónsson Vík. Guðmundur Stephensen Vík. Ólafur Gunnarsson Vík. Sigurður Alexandersson Vík. Telpur —13 ára Guðmunda Kristjánsdóttir Vík. Margrét Hermannsdóttir HSÞ Berglind Bergvinsdóttir HSÞ Eva Jósteinsdóttir Vík. Tvíliðaleikur drengja 15—17 ára Halldór Björnsson — Ómar Hilmarsson Stj. Hrafn Árnason — Páll Kristinsson KR Stefán Gunnarsson - Gísli Oddgeirsson HSÞ Tvíliðateikur stúlkna —17 ára Lilja Benónýsdóttir — Sigurborg Ólafsdóttir Stj. Aðalbjörg Björgvinsdóttir — Ingibjörg Árnadóttir Vík. Sigrún Þórsteinsdóttir - Erla Jónsdóttir HSÞ Guðrún Pétursdóttir — Hólmfríður Björnsdóttir HSÞ Tvíliðaleikur sveina —15 ára Hörður Birgisson — Davíð Búason UMSB Ársæll Aðalsteinsson — Sigurður Jónsson Vík. Ægir Jóhannsson — Gauti Hauksson HSÞ Ólafur Stephensen — Ólafur Gunnarsson Vík. Tvenndarleikur —17 ára Halldór Björnsson — Lilja Benónýsdóttir Stj. Ómar Hilmarsson — Sigurborg Ólafsdóttir Stj. Hrafn Árnason — Auður Þorláksdóttir KR Stefán Gunnarsson - Guðrún Pétursdóttir HSÞ Úrslit í íslandsmóti öldunga f borðtennis, Ásgarði, Garðabæ, 3.-4. mars Einliðaleikur iildunga Ólafur H. Ólafsson Órn. Jóhann Ö. Siguijónsson Örn. Emil Pálsson Öm. Þórður Þorvarðarson Örn. Tvíliðaleikur öldunga Ragnar Ragnarsson — Gunnar Ilall Örn. Jóhann O. Siguijónsson — Þórður Þorvarðarson Örn. Ólafur H. Óiafsson Birkir Þ. Gunnarsson Örn Úrslit í 8. og 9. umferð 1. deildar karla í borðtennis Víkingur — KR-b 5—5 KR-a — Örninn-a 6—4 Örninn-b — Stjarnan 0—6 Víkingur — Örninn-a 6—1 KR-b — Stjarnan 5—5 Örninn-b — KR-a frestað Staðan í 1. déild karla Lið KR-a Stjarnan Víkingur KR-b Örninn-a Öminn-b 8 T Einstakl.leik Stig 47:16 47:27 36:34 38:39 31:45 10:48 15 13 10 9 5 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.